Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Magnúsar Stefánsson- ar félagsmálaráðherra um að at- vinnuleysisbætur hækki um 2,9% þann 1. janúar 2007 í stað 2,25%, eins og áætlað hafði verið. Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að launa- og verðlagsbætur á fjárlagalið At- vinnuleysistryggingasjóðs nemi 2,9%. Jafnframt er nú ljóst að allir almennir kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög innan ASÍ og fleiri hækka um 2,9% þann 1. janúar nk. í stað 2,25% eins og gert hafði verið ráð fyrir í kjarasamningunum. Sömu hækkanir koma fram í niðurstöðu forsendunefndar SA og ASÍ frá árinu 2005, þ.e. að almennar hækkanir launataxta verði 2,9% í stað 2,25% þann 1. janúar nk, seg- ir í frétt á heimasíðu ráðuneyt- isins. Atvinnuleysisbætur hækka „Ég hef velt því fyrir mér hvort við ættum að fara að dæmi frænda okkar Dana og setja niður nefnd óháðra sérfræð- inga sem hefði það að verkefni um nokkra hríð að skoða hvers konar velferðarþjón- ustu við viljum veita til næstu 30 til 50 ára,“ sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu í tilefni af 70 ára afmæli Trygginga- stofnunar ríkisins. Siv velti upp þeirri spurningu hvernig hægt væri að einfalda regluverk stofnunarinnar en tók fram að óheppilegt væri að tjalda til einnar nætur í svo mikilvægum málaflokki. „Slíkt nefndarstarf gæti verið forsenda þess að stjórnmála- menn og almenningur geti myndað sér skoðun og tekið ákvarðanir um almannatryggingakerfi næstu ára- tuganna.“ Regluverk TR skoðað Siv Friðleifsdóttir WHOLE Foods Market mun ekki hætta að selja íslenzkar vörur og talsmaður verzlanakeðjunnar neitar því að slíkt hafi staðið til vegna hval- veiða Íslendinga. „Whole Foods Market er ljóst að ríkisstjórn Íslands ákvað að leyfa hvalveiðar í ábataskyni í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þrátt fyrir að þessi ákvörðun hafi valdið okkur von- brigðum munum við halda áfram að selja kjöt, sjávarafurðir og mjólkur- afurðir, sem framleiddar eru í land- inu þar sem hvalveiðarnar tengjast þessum afurðum ekki,“ segir tals- maður Whole Foods, Amy Shaefer, í samtali við fréttavefinn intrafis- h.com „Okkur er ljóst að viðskiptavinir okkar geta sett sín eigin skilyrði fyr- ir því að kaupa eða kaupa ekki til- teknar afurðir. Whole Food Market hefur það að markmiði að tryggja að afurðir sem verslanakeðjan selur innihaldi ekki ónáttúruleg bragðefni, litarefni, rotvarnarefni eða sætuefni og herta fitu,“ segir hún. „Að því tilskildu hvetjum við við- skiptavini okkar til að taka eigin ákvarðanir samhliða öðrum skilyrð- um sem þeim eru mikilvæg við inn- kaupin.“ Viðskipta- vinir taki ákvarðanir ♦♦♦ Kringlunni - sími 568 1822 www.polarnopyret.se Mikið úrval af náttfötum fyrir konur og börn PEYSUÚRVAL Kasmírpeysur Silkipeysur Jakkapeysur Peysur m. skinnkrögum Blússur margir litir Treflar - Sjöl - Skinnkragar Skór - Töskur           Sea Kelp baðlínan tilvalin í jólapakkann fyrir hann/hana  Helstu sölustaðir: Lyf og heilsa, Lyfja, Hagkaup Smáralind og Blómavalsverslanirnar. Glæsilegur jólafatnaður Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Opið í Bæjarlind á sunnudögum Nýtt kortatímabil Opið virka daga frá kl. 10-18, lau. frá kl. 10-16 og sun. frá kl. 13-17 • Pelskápur • Rúskinnskápur • Ullarkápur • Leðurkápur • Úlpur • Ullarsjöl • Hanskar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518. Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Tvö keramiklistaverk eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal Tilboð óskast í fálka, merktur, hæð 46 sm og kúlulaga lampafót, merktur, hæð 20 sm. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins merkt: „List - 19355“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.