Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 19 ERLENT 15.842 www.frjalsilif.is s til sjóðfélaga gna sterkrar tryggingafræðilegrar stöðu hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn greitt sjóðfélögum rúmlega milljarða bónus í séreign þeirra*. Meðalgreiðsla til sjóðfélaga var um 87.000 kr. og fengu bónus þessu sinni rúmlega 20 þúsund sjóðfélagar sem höfðu áunnið sér réttindi í tryggingadeild sjóðsins desember 2005. Þetta er hæsta bónusgreiðsla sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur greitt til sjóðfélaga. álsi lífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður og tekur á móti skylduiðgjaldi og viðbótarlífeyrissparnaði. ærð sjóðsins er um 57 milljarðar. ðfélagar geta skoðað bónusgreiðsluna á hreyfingaryfirliti undir Lífeyrissparnaður í KB Netbanka. nari upplýsingar veita ráðgjafar KB banka í síma 444 7000. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FORMENN Íraksnefndar Bandaríkjaþings hafa hvatt George W. Bush Bandaríkjaforseta til að fallast á allar tillögur hennar en forsetinn hefur gefið til kynna að hann sé ekki tilbúinn að sam- þykkja tvær af meginniðurstöðum hennar. Formenn nefndarinnar, repúblikaninn James Baker og demókratinn Lee Hamilton, sögðu á fundi með hermálanefnd öldungadeildar þingsins að forsetinn þyrfti að samþykkja niðurstöður Íraksnefndarinnar í heild sinni, annars kæmu til- lögurnar ekki að gagni. Bush viðurkenndi í fyrrakvöld eftir fund í Hvíta húsinu með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, að leita þyrfti nýrra leiða til að binda enda á blóðsúthellingarnar í Írak. Hann kvaðst því ætla að taka tillögur nefndarinnar til „alvarlegrar at- hugunar“. Setur skilyrði fyrir viðræðum Forsetinn virðist þó hafa útilokað nokkrar af til- lögunum, meðal annars þá að Bandaríkjastjórn hefji viðræður við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran án nokkurra skilyrða. Bush kvaðst ljá máls á viðræð- unum ef Sýrlendingar og Íranar hættu að styðja öfgahreyfingar og hétu því að styðja stjórnina í Bagdad, annars „ættu þeir ekki að hafa fyrir því að mæta“. Hann áréttaði einnig það skilyrði sitt fyrir við- ræðum við Írana að þeir hættu auðgun úrans sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Forsetinn gaf einnig til kynna að hann gæti ekki að svo stöddu samþykkt þá tillögu nefndarinnar að bardagasveitir Bandaríkjahers yrðu kallaðar heim ekki síðar en á fyrsta fjórðungi ársins 2008. „Ég hef alltaf sagt að við viljum fá hermenn okkar heim eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Bush. Hann bætti við að stjórnin þyrfti að vera „sveigjanleg og raunsæ“ og taka mið af ráðleggingum yfirmanna hersins þegar hún tæki ákvarðanir um breytingar á heraflanum í Írak. Bush ræddi niðurstöður Íraksnefndarinnar við leiðtoga þingsins í gær. Búist er við að hann taki afstöðu til skýrslu nefndarinnar í ræðu fyrir jól eftir að hafa fengið ráðleggingar hjá þjóðarörygg- isráðgjöfum sínum. Repúblikaninn John McCain, sem á sæti í her- málanefnd öldungadeildarinnar, gagnrýndi þá til- lögu Íraksnefndarinnar að kalla þorra bandarísku hermannanna heim fyrir apríl 2008. „Ég tel að þetta leiði óhjákvæmilega til þess að við bíðum fyrr eða síðar ósigur í Írak,“ sagði McCain. Segja Bush þurfa að sam- þykkja allar tillögurnar   ) '*+      ,  !"# $%  ,- &'(  .  )!"  +/ $" " *++ , * (( (-    .". #/! 0* (( "" 1-#(-* ! $+ " 2 $%  %#"3' %4    . # $%  "4#.4  01$234 "  ! 5  +/  6 7 ! 6 2 '+   5  4 # 8/        +/                              2 '+ $ 9  0! K ';"( -( KI4.)0! 3)(!"L(? # 0 '-)- #  4)'(- # ; (' # ))0 4  #   0 #  London. AP. | Rannsókn bresku lög- reglunnar á dauða Alexanders Lítv- ínenkos, fyrrverandi njósnara rúss- nesku leyniþjónustunnar, beindist í gær að bar á hóteli í London eftir að sjö starfsmenn barsins greindust með geislavirka eitrið pólon-210. Efnið hefur einnig fundist í þrem- ur gestum barsins, þeirra á meðal Andrej Lúgovoj, öryggisráðgjafa og fyrrverandi njósnara rússnesku leyniþjónustunnar. Lúgovoj hitti Lítvínenko á bar Millennium- hótelsins í Mayfair-hverfinu í Lond- on 1. nóvember, daginn sem Lítv- ínenko veiktist. Leifar af efninu hafa fundist á nokkrum stöðum sem Lúgovoj fór á, meðal annars á leik- vangi fótboltafélagsins Arsenal í London og breska sendiráðinu í Moskvu. Ekki í dái Geislavirka efnið hefur einnig fundist í kaupsýslumanninum Dmítrí Kovtún sem sat með Lítv- ínenko og Lúgovoj á hótelbarnum í London umræddan dag. Michael Clarke, læknir við Heilsu- verndarstofnun Bretlands, sagði að líklega hefði verið eitrað fyrir Lítv- ínenko á barnum. Kovtún er á sjúkrahúsi í Moskvu og rússnesk fréttastofa skýrði frá því í fyrradag að hann hefði fallið í dá eftir að rússneskir og breskir rannsóknarmenn yfirheyrðu hann. Lögfræðingur Kovtúns neitaði þessu í gær og sagði að ástand hans hefði ekki versnað eftir yfirheyrsl- una. Eitrið rakið til bars í London AP Morðstaðurinn? Lögreglubíll fyrir utan Millennium-hótelið í London. Washington. AFP. | Vísindamenn Bandarísku geimferðastofnunar- innar, NASA, segjast hafa fundið vísbendingar um að vatn hafi verið á yfirborði plánetunnar Mars á síð- ari árum. Ýtir þetta undir vonir um að líf finnist á Mars. Geimfarið Mars Global Surveyor, sem hefur verið á braut umhverfis Mars, hefur tekið myndir af giljum sem benda til að þar hafi runnið vatn fyrir aðeins nokkrum árum. Samband rofnaði við geimfarið í síðastliðnum mánuði en áður hafði það sent um 240.000 myndir. Umrædd gil eða farvegir eru nokkur hundruð metrar að lengd, að sögn vísindamannanna. „Við vorum áður búin að finna vísbendingar um að þar hafi verið vatn fyrir löngu en núna erum við að tala um vatn sem sé til staðar á Mars,“ sagði Kenneth Edgett, vís- indamaður sem tók þátt í rannsókn- inni. Skýrt er frá rannsókn vísinda- mannanna í vísindatímaritinu Science sem kom út í gær. Líkur á vatni á Mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.