Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 23
PÉTUR Már Gunnarsson er mynd- listarmaður af yngri kynslóðinni sem sýnir nú í minnsta sýning- arrými landsins, Undir stiganum í galleríi i8. En það sýnir sig hér sem oftar að stærðin skiptir ekki öllu máli. Ljóðabókin Eins og að sjálf- sögðu er aðalefni sýningarinnar en röð innsetninga er unnin upp úr henni og er skipt út reglulega meðan á sýningartímabilinu stendur. Í bókinni eru 200 ljóð í lauslegu hækuformi. Hækur eru þrjár línur og skiptast á fimm, sjö og fimm at- kvæði en ljóð Péturs eru ekki ort innan þess stranga ramma þótt öll séu þau þrjár línur. Margir þræðir liggja í gegnum þessi litlu ljóð, eitt þeirra er hugsanleg sjálfsmynd listamanns, eða klisjukennd ímynd listamanns í samtímanum, Eins og að sjálfsögðu/eru þeir annarra/ aurarnir. Einnig er vísað til mynd- listar í nokkrum ljóðum. Pétur gefur litlar persónulegar sögur í skyn; Eins og að sjálfsögðu/ bakar það vandræði/ brosið. Eins og að sjálf- sögðu/sýður það egg/ hatrið. Meginþema bókarinnar er þó stefnumót hlutanna, stundum ljóðrænt og leiftrandi; Eins og að sjálfsögðu/kljúfa þau heima/skærin. En oftar einfaldar staðhæfingar sem um leið vekja spurningar; Eins og að sjálfsögðu/elskar hann kaffið/bollinn. Slík ljóð minna mig á þýska listamanninn Ulrich Meister sem yrkir um hversdagslega hluti á borð við plastpoka og svampa og sýnir hlut og texta hlið við hlið. Ljóðin minna líka á t.d. verk súrrealistanna sem ortu um stefnumót regnhlífar og saumavélar á skurð- arborðinu. Japanskar hækur voru gjarnan birtar fjöl- margar saman, hver og ein sem sjálfstæð eining en um leið hluti af heild og þannig er einnig um ljóð Péturs. Hér birtast á látlausan og auðskilinn hátt vangaveltur um lífið og tilveruna, vakin er athygli á sofandahættinum sem oftast nær einkennir hugsun okkar þar sem við gerum jafnan ráð fyrir því að lífið gangi sinn vanagang. Höfundur nær að stoppa lesandann í miðri hugsun og snúa henni á hvolf og fela dýpri merkingu í einföldum setningum án þess að verða tilgerðarlegur. Mynd- gerving ljóðanna er síðan annar og snúnari kafli þessa verks, en upp- stillingin sem ég sá var skemmtilega í anda þessara ljóða, þar sem leikið er með vanafestu hugans. Þessi litla bók lætur ekki mikið yf- ir sér við fyrstu sýn en kemur skemmtilega á óvart við lesturinn, hún er fullkomlega sjálfstætt verk en ljóðin bjóða um leið upp á ýmsar myndrænar útfærslur, bæði í huga lesandans og í útfærslu listamanns- ins í galleríinu. Bókin er í anda ljóð- og hugmyndalistar 20. aldarinnar og í henni birtist heimspekilega þenkj- andi listamaður sem nær að gæða hugmyndir sínar lífi og birta þær á máta sem er auðskilinn öllum, án þess að gleyma húmornum. Þetta er bók sem án efa á eftir að spyrjast vel út, en ekki er hún auglýst í bókaflóð- inu. Eins og að sjálfsögðu leynist í jólabókaflóðinu perla MYNDLIST/BÆKUR i8 Til 23. desember. Opið mið. til fös. frá kl. 11–17 og lau. 13–17. Pétur Már Gunnarsson Ragna SigurðardóttirPétur Már Gunnarsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 23 MENNING – stæði fyrir alla ... svo í borg sé leggjandi Nú er einnig hægt að greiða fyrir stæði við stöðu- og miða- mæla í gegnum gsm-síma. Upplýsingar um skráningu á www.rvk.is/bilast Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðumæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. N æ st Ertu að leita að gjöf? Ídesember verða bílahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu! TIL eru þeir sem tala og tala um að fara að drífa í plötu, koma sér í að taka upp, stefna á að gefa út o.s.frv. Og svo eru það þeir sem láta verk- in tala. Þeir sem láta vaða, kýla á það og umbreyta plötunni sem situr í hausnum í efnislegt form. Wipeout er dúett tveggja ung- menna sem nú hafa gefið út átta laga plötu, þrátt fyrir að vera aðeins þrett- án og fjórtán ára. Ólafur Alexander leikur á trommur en Margrét Rán syngur og spilar á gítar. Platan var tekin upp á fjórum tímum í Geim- steini, sem verður að teljast harla gott, það tók t.d. Bítlana um helmingi lengri tíma að taka upp sína fyrstu plötu (níu tímar). Nú halda líklega margir að hér sé losaraleg afurð á ferðinni; vegna ald- urs meðlima og knapps hljóðverstíma en svo er bara alls ekki. Tvíeykið hef- ur greinilega komið vel æft á staðinn og þetta hefur greinilega bara verið spurning um að rúlla þessu inn. Tónlistin er rokk, með þónokkrum háskólarokkskeim. Mér verður hugs- að til Blink 182 og Avril Lavigne og stundum til amerískra nýrokksbanda eins og R.E.M. (þegar þeir voru enn ungir og hungraðir). Wipeout fyllir glettilega vel út í hljóminn, þrátt fyrir að hafa aðeins tvö hljóðfæri til umráða. Margrét kann auðheyranlega vel að spila á gítar, hún veit hvenær hann á að vera rífandi og hrár, eins og í tveimur fyrstu lögunum, „Hey boy“ og „Do something right“ en kann líka að láta hann hvísla, eins og heyra má í lokalaginu, ballöðunni „I wanna be“. Söngur hennar er ástríðu- fullur, furðu þroskaður reyndar miðað við aldur. Ólafur passar þá vel upp á taktinn og reyndar gott betur en það. Lögin eru misinnblásin en í gegnum lögin átta er engu að síður hægt að greina eitthvað sem kalla mætti „Wi- peout“-hljóm. Umslagshönnun er smekkleg og tónar vel við innihaldið. Þau Margrét og Ólafur mega vera stolt af þessari fyrstu plötu sinni, hér eru komin fram efni sem eiga hiklaust eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Látum bara vaða TÓNLIST Geisladiskur Wipeout eru Margrét Rán Magnúsdóttir (gítar og söngur) og Ólafur Alexander Ólafsson (trommur). Lög og texta eiga meðlimir. Guðmundur Kristinn Jónsson tók upp. Wipeout músík gefur út. Wipeout – Wipeout  Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.