Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 28
Sápulaust Örtrefja- klútar eins og Enjo er með á sínum snærum ná upp blettum, ryki og öðrum óhrein- indum án þess að sápa komi við sögu. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Jólapappír í kílómetratali og Ajax í lítrav-ís, jólatré sem gætu dekkað hálfanSprengisand og pakkar sem næðuhringinn í kring um jörðina ef þeim yrði raðað saman. Víst er um að sá tími fer í hönd þar sem neysla okkar eykst og allt hefur þetta áhrif á jörðina sem við byggjum. Með einföldum að- gerðum má þó draga úr neikvæðum áhrifum hennar á umhverfið. „Við getum gert heilmikið, til dæmis með því að draga úr notkun hreingerningarefna við jóla- þrifin,“ segir Sigurður Hafliðason, sem stýrir Vistvernd í verki í Garðabæ. „Þar koma örtrefja- klútarnir sterkir inn því þeir ná ótrúlega miklu af blettum, ryki og öðrum óhreinindum án þess að sápa komi við sögu. Þeir eru mjög vistvænn valkostur við sápuna.“ Klútarnir eru þekktir undir vörumerkinu Enjo og eru þeirrar náttúru að nýta meðal annars rafmögnun til að safna ryki og skít. Þannig er unnt að gera hreint án nokkurra hreingerningarefna. „Ef maður þarf að nota sápur skiptir miklu máli að velja þvottaefni sem er umhverfismerkt og takmarka svo það magn sem notað er,“ held- ur Sigurður áfram. „Einhverra hluta vegna höldum við alltaf að hlutirnir verði hreinni eftir því sem við notum meira þvottaefni. Raunin er hins vegar sú að maður þarf ekki mikið af því til að gera hreint, Til dæmis er yfrið nóg að setja einn tappa af Ajax í heila fötu af vatni til að efnið dugi til og til að fá góða hreingerningarlykt í húsið. Það er hvorki gott fyrir budduna né um- hverfið að sturta úr hálfum brúsa í fötuna og það merkilega er að það verður ekkert hreinna hjá okkur heldur.“ Með umhverfið í huga um hátíðirnar Morgunblaðið/RAX Grænt og vænt Íslensku jólatrén eru umhverfisvænust að sögn Sigurðar sem bendir einnig á þann möguleika að búa til heimagert jólaskraut úr t.d. auglýsingabæklingum og öðru sem til fellur. vistvænt 28 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Öðruvísi jólagjafir Oft er gjafakort á tíma manns mun verðmætari gjöf fyrir þann sem þiggur en efnislegir hlutir – og miklu umhverfis- vænni. Hér eru hugmyndir að nokkrum slíkum gjöfum.  Vökunótt (fyrir yngra fólk- ið) Snjóhúsagerð, með eða án gistingar Dansnámskeið Spilakvöld Nudd (persónulegt eða úti í bæ) Klippikort á 5 eða 10 barna- passanir Gluggaþvottur Leikhúsferð Hellaskoðun Aðstoð við heimasíðugerð (eða aðra þjónustu sem þú ert sérfróður í) Tiltekt í geymslunni Stjörnuskoðun Söngur (saminn og/eða flutt- ur af þér) Ilmolíumeðferð Gera má ráð fyrir að Íslendingar noti 3–4 milljónir metra af gjafapappír um jól en hann hefur meira álag á umhverfi í för með sér en flestar aðrar pappírsteg- undir. Hann er yfirleitt litaður og mikið unninn, hann er ekki hægt að endurvinna og loks hefur hann óvenjulega stuttan líftíma. Góð ráð  Farðu sparlega með pappírinn og endurnotaðu gamlan pappír sem er ekki illa farinn.  Safnaðu öskjum, pappírspokum, maskínupappír og þvíumlíku yfir árið. Með svolitlu ímyndunarafli getur hann orð- ið að skemmtilegum gjafapappír.  Pakkaðu inn í dagblaða- pappír eða litríka auglýs- ingabæklinga.  Leitaðu að endur- unnum gjafapappír. Heimagerður pappír Auglýsingapésar, dagblöð og annar papp- ír sem til fellur er rifinn niður í litla búta og bleyttur í vatni. Í þessu er hrært þar til úr verður eins konar pappírsmauk sem síðan er makað yfir grisju (bleyju, viskustykki eða annað rakadrægt efni). Látið þorna og volà – jólapapp- írinn er tilbúinn. Hann er nokkuð þykkari en venjulegur jólapappír en ákaflega persónu- legur enda einstakur í veröldinni. Eins er góð hugmynd að nota slíkan pappír í jólakort og merkispjöld. Fleiri hugmyndir að frumlegum jólapakkn- ingum og persónulegum jólagjöfum er að finna á www.landvernd.is/vistvernd Öðruvísi pakkningar Persónulegar gjafir Þrifin eru þó ekki það eina sem fólk hugar að þessa dagana og til að mynda eru gjafainnkaup of- arlega á tossalistanum um þessar mundir. Fleira getur þó talist til gjafa en hlutir, svo sem ýmiskon- ar þjónusta, leikhús- og tónlistarmiðar og ekki síð- ur persónulegu gjafirnar sem seint verða metnar til fjár. „Amma og afi gætu t.d. gefið leikhúsferð þar sem pössun er innifalin,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki endilega að vera flatskjár í pakkanum til að gleðja þá sem okkur finnst vænt um. Oft er tími manns það sem kemur öðrum best og þá er t.d. hægt að útbúa falleg gjafakort til að stinga undir tréð. Í raun er það bara ímyndunaraflið sem setur okkur skorður í þessum efnum.“ Litla fólkið gæti þó þurft sína hörðu pakka. „Þá er númer eitt að kaupa leikföng sem eru búin til á Íslandi því mengun af flutningi þeirra er í lág- marki,“ segir Sigurður og bætir því við að úrvalið af íslenskum leikföngum sé meira en maður gæti haldið. „Margir innlendir aðilar hafa ýmislegt skemmtilegt fyrir börn á boðstólum. Mér dettur til dæmis Krummagull í hug sem framleiðir bíla, dúkkuvagna og alls konar leikföng.“ Þá bendir hann á að fólk hafi í huga við hvaða aðstæður leikföngin eru framleidd. „Er hún fram- leidd af tíu ára barni sem situr í ánauð í fjarlægu landi eða gerð af fullorðnum höndum? Sennilega vilja fæstir að eitthvað miður fallegt sé á bak við leikföngin sem eiga að gleðja börnin þeirra.“ Hann bendir fólki á að leita upplýsinga um þessi efni, t.a.m. hjá Neytendasamtökunum og á er- lendum vefsíðum samtaka á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Íslensk lifandi jólatré Flestum gjöfum þarf að pakka inn og því eru ófáir metrarnir af jólapappír sem fara í ruslið á að- fangadagskvöld. Sigurður kann ýmis ráð til þess að draga úr pappírsflóðinu og þar er endurvinnsla einna efst á blaði. „Til dæmis er hægt að leika sér að því að pakka inn og skreyta með dagblöðum eða öðrum pappír sem búið er að nota og hefði annars farið í tunnuna. Börnin mín hafa til dæmis klippt út jólasveinana á mjólkurfernunum og límt á notaðan pappír og ömmu þeirra og afa þykir óskaplega gaman að fá þannig skreytta pakka. Hugmyndaflugið er einu skorðurnar.“ Þá segir hann lítið mál að búa til sinn eigin jóla- pappír úr ýmsum blöðum sem falla til á heimilinu. „Víst er nóg af auglýsingapésum sem koma inn um lúguna hjá okkur sem má nýta í eigin heima- gerðan pappír. Útkoman úr því getur orðið mjög skemmtileg og litrík.“ Áður en pappírnum er svipt utan af pökkunum er þeim stungið undir tré, sem geta verið mismun- andi vistvæn, ef marka má Sigurð. „Best er að kaupa íslensk jólatré. Þau hafa ekki verið flutt langar leiðir og ekki er búið að dengja skor- dýraeitri á þau í stórum stíl líkt og tíðkast víðast hvar erlendis,“ segir hann. Hann mælir ekki með gervitrjám vilji menn hafa umhverfið í huga, jafnvel þótt þau endist ár eftir ár. „Gervitré þurfa flutning frá verk- smiðjustað auk þess sem alls kyns óæskileg efni hafa verið notuð við framleiðslu þeirra. Íslensk lif- andi tré hafa einfaldlega verið sett niður og fengið að vaxa í rólegheitum þar til þau eru orðin falleg jólatré. Og fyrir hvert íslenskt jólatré sem keypt er má setja niður fjörutíu ný. Þannig styður mað- ur um leið við bakið á íslenskri skógrækt.“ Endurnýtanlegt Upplagt er að pakka inn í viskustykki, t.d. ef gefa á eitthvað í eldhúsið. Skreytt er með piparkökumótum og merki- miðinn er einn jólasveinanna á mjólkurfern- unum. Borðann má svo nota sem hárband. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/G.Rúnar Fjör Tími fólks er oft mun verðmætari fyrir aðra en verald- legir hlutir og þannig gæti ávísun á snjóhús og jafnvel gist- ingu í því fallið vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.