Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 31
Klassísk Þessi veski er bæði sígild og hægt að eiga í mörg ár, svart 1999 kr. Evans, köflótt 6.900 kr. Coast. Tígurhátíð Skvísulegt veski með tígrismynstri sem nú er mjög vin- sælt 2.990 kr. Kiss úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 31 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 Helgaropnunartímar: lau 10:00-18:00 - sun 13:00-18:00 - www.egodekor. i s Ný stækkanleg borð, fáanleg í 2 stærðum: L:160(+88)248xbr:100 L:200(+88)288xbr:110 Verð frá: 116.000,- Sjónvarpsskenkur 200x58xH:48 Verð: 67.000,- 160x45xH:48 Verð 59.000,- Skenkur 150x40xH:90 Verð: 79.000,- Borðstofuskenkur 180x45xH:125 Verð: 108.000,- Glerskápur 85x45xH:190 Verð: 68 .000,- Hvíttuð eikarlína Capri leðursófasett 3+1+1 Verð: 196.000,- 3+2 Verð: 182.000,- Sófaborð 120x65 Verð: 35.000,- Aðventutilboð Leðurstóll á snúningsfæti Verð áður: 68.000,- -20% Tilboðsverð: 54.400,- Aðventan er gengin í garð, jólin nálgast og ljósadýrðin er farin að lýsa upp skammdegið. Hér í byggðarlaginu er ,,fyrsta des. hátíðin“ í upphafi aðventunnar en þá minnast íbúarnir fullveldisins og gera sér dagamun. Hátíðin er orðin árviss viðburður á Þórshöfn og hefst með veglegu jólahlaðborði í félagsheimilinu, skemmtidagskrá og að lokum dansleik.    Björgunarsveitin Hafliði og leikfélagið hafa séð um þessa hátíð ásamt aðstoðarfólki sínu, skemmtidagskráin er einkum í höndum með- lima leikfélagsins en allt er þetta gert í sam- vinnu.    Jólahlaðborðið er vinsælt en listakokkurinn Arnar Einarsson, skólastjóri og aðstoðarfólk hans hefur skapað sér góðan orðstír í matar- gerðarkúnstinni. Nokkuð er um að vinnuveit- endur bjóði starfsfólki sínu á jólahlaðborðið og skemmtunina – svo var einnig nú og hátt á ann- að hundrað manns voru á skemmtuninni.    Veislustjóri var sveitarstjórinn, Björn Ingi- marsson en í hátíðarráðu sinni lagði hann áherslu á hina félagslegu nánd og samkennd, sem gjarnan skapast í litlum samfélögum eins og hér, t.d. fjölmennir fólk til að eiga góða sam- verustund í samkomuhúsinu. Björn kom á skemmtilegan hátt inn á útvarpsviðtal, sem hann hlýddi á um jólahald og fleira. Þar var rætt við íbúa í afskekktu byggðarlagi, m.a. hvernig það væri að búa svona langt frá stórum þéttbýliskjörnum. Fólk á þar sínar hefðir og samverustundir á aðventunni jafnt og yfir hátíð- isdagana svo samfélagið virtist vera eins og ein stór fjölskylda.    Samfélagið okkar er einmitt svona – kannski er það einmitt þess vegna sem við veljum að búa hér , úr alfaraleið og langt frá ,,menningunni.“ Björn komst að kjarna málsins því í þessu litla samfélagi okkar eru náin innbyrðis fé- lagsleg samskipti, við skemmtum okkur saman og deilum gleði og sorg hvert með öðru. Við för- um líka í taugarnar hvert á öðru og tölum ýmist vel eða illa hvert um annað en þegar á móti blæs þá styðjum við bakið hvert á öðru. Rétt eins og ein stór fjölskylda með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Þannig er mannlífið gjarnan á landsbyggðinni í litlu byggðarkjörn- unum og Björn sagði ennfremur að í þessu hátt- erni liggi styrkur okkar og þar með framtíðin, það skuli menn halda í sem lengst.    Björn lýsti mannlífinu í okkar litla byggðarlagi í hnotskurn og eflaust voru flestir honum sam- mála um að okkar fullveldi felist einkum í því að halda áfram að vera það sem við erum – og búa þar sem við búum. Jólaföndur Börnin á leikskólanum Barnabóli. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Á vefsíðu Davíðs ÞórsJónssonar er að finna eftirfarandi hugleiðingu um Ísland: Ísland er glæsihöllin mín háa og heim þangað glaður ég sný. Ísland er kotið mitt kalda og lága sem kúldrast ég dapur í. Ísland er ferskt eins og angan úr grasi og ylhýrt sem vorsins þeyr. Ísland er gamall og úreltur frasi sem enginn skilur meir. Ísland er sigrar og ánægjustundir, afrek og hetjudáð. Ísland er byrði sem bogna ég undir er brestur mig þrek og ráð. Ísland er sanna ástin mín stóra, ástríðna logandi bál. Ísland er gömul og útjöskuð hóra, örmagna á líkama og sál. Auðunn Bragi Sveinsson sendi stökur í vísnahornið: Árni Johnsen inn á þing er að sigla núna. Drífa á Keldum, kona slyng, komst ei yfir brúna. Og hann yrkir um Herdísi Sæmundardóttur og Magnús Stefánsson: Herdís iðar öll af kæti, orðstír hennar vex. Magnús fór í fyrsta sæti, framboðs laus við rex. VÍSNAHORNIÐ Af Íslandi pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.