Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MENNINGARVERÐMÆTI Í fórum Ríkisútvarpsins er aðfinna mikil menningarverðmæti.Þar er um að ræða upplestur skálda og rithöfunda 20. aldarinnar á verkum sínum, upptökur á ýmsum helztu viðburðum í lífi þjóðarinnar á síðustu öld, ræður forystumanna þjóðarinnar á tímamótum, upptökur á flutningi verka tónskálda síðustu aldar, leik tónlistarmanna o.fl. Sumt af þessu er algerlega ómetanlegt. Í Morgunblaðinu í gær kom fram, að ekki er nægilega vel staðið að varðveizlu þessara menningarverð- mæta. Sumt er geymt á lakkplötum og segulböndum. Ef þessar plötur og bönd skemmast eru engin afrit til nema að mjög takmörkuðu leyti. Lakkið getur rýrnað og í sumum til- vikum sprungið og jafnvel molnað af. Segulböndin eru sum orðin mjög stökk og límingar geta sprungið. Nú er starfsmaður í hálfu starfi við að af- rita gamlar lakkplötur á vegum safn- adeildar RÚV. Einn af tæknimönnum stofnunar- innar, Hreinn Valdimarsson, segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „… ég mundi halda, að það þyrfti margar stöður, ef menn ætla að gera þetta af einhverri alvöru. Bæði sé ég fyrir mér að það þurfi mannskap til að skrá niður það efni, sem í raun og veru er til, og eins forgangsraða af- ritunarferlinu með ástand og verð- mæti efnisins í huga. Sömuleiðis er ljóst, að tæknivinna yrði geysilega mikil og tímafrek.“ Annar af tæknimönnum RÚV seg- ir, að sú skrásetning, sem til staðar er, sé mjög léleg. Elín S. Kristinsdóttir, safnastjóri hjá RÚV, segir, að almenna reglan sé sú, að upptökur séu einungis geymd- ar í einu eintaki. Það er alveg ljóst af þessu, að mikil menningarverðmæti eru í hættu og að efna þarf til sérstaks átaks til þess að koma í veg fyrir, að illa fari. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þarf að hafa forystu um slíkt átak og beita sér fyr- ir því að fjármunir verði tryggðir til að tryggja framgang þess. Það er ekki hægt að búast við því, að RÚV geti lagt þá fjármuni fram úr rekstri sínum, þótt stofnuninni sé gert skylt í núverandi lögum að varðveita þetta efni til frambúðar. Í raun og veru þolir þetta verkefni enga bið. Með því að tryggja varð- veizlu þessa efnis erum við geyma samtímasögu okkar fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Það er mikilvægt að þær kynslóðir geti upplifað stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. Það er líka þýðingarmikið að þær geti hlustað á Halldór Laxness lesa verk sín. Eða fylgzt með þjóðhá- tíðum á Þingvöllum 1930 og 1974. Þess vegna þarf nú að taka til hendi og koma skriði á mikilvægt starf til þess að varðveita þjóðarsöguna. Ríkisútvarpið hefur sérstöku hlut- verki að gegna í samfélagi okkar, þótt það gleymist of oft í hita augnabliks- ins. Mikilvægir hlutar þjóðararfsins eru í þess höndum. DEILURNAR Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Ein af hugmyndum Íraksnefndar-innar í Washington er sú, að leita þurfi eftir víðtækri lausn á deilumálum í Mið-Austurlöndum og að friði verði ekki komið á í Írak nema nágrannaríki á borð við Sýrland og Íran komi þar við sögu. Ennfremur að deilur Ísraela og Palestínumanna verði settar niður. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur brugðizt við þessum hugmynd- um á þann veg, að hann sé einfaldlega andvígur því að tengja saman lausn Íraksmálsins og aðrar deilur í Mið- Austurlöndum. Þó er það svo að telja verður næsta víst að Íraksnefndin í Washington hafi rétt fyrir sér. Þótt fulltrúar Pal- estínumanna segi, að þeir njóti einsk- is stuðnings frá öðrum arabaríkjum, er ljóst, að sá stuðningur er fyrir hendi í einhverri mynd. Sjálfsmorðs- árásum í Ísrael hefur fækkað mjög eftir að Saddam Hussein missti völd- in í Írak og ekki var lengur um að ræða sérstakar greiðslur til fjöl- skyldna þeirra, sem tóku að sér sjálfsmorðsárásir. Skæruliðar í Líb- anon eru vel vopnum búnir vegna þess, að það hentar hagsmunum bæði Sýrlendinga og Írana að sjá þeim fyr- ir vopnum. Ýmislegt bendir til að hernaðarátök á milli skæruliða í Líb- anon og Ísraelsmanna hafi blossað upp þegar það voru miklir hagsmunir Írana að beina athyglinni í aðrar átt- ir, þegar mjög var að þeim þrengt vegna viðleitni þeirra til þess að koma upp kjarnorkuvopnum. Það er áreiðanlega rétt, að friður verður ekki tryggður í Mið-Austur- löndum nema helztu ríki þar eigi hlut að máli, en það fer jafnframt ekki á milli mála, að Ísraelar telja slíkar hugmyndir í Washington ekki þjóna sínum hagsmunum. Hvers vegna ekki? Eru það ekki hagsmunir Ísr- aela að tryggja varanlega frið í þess- um heimshluta? Varla líta Ísr- aelsmenn svo á, að það sé í þeirra þágu að framlengja átökin á þessu svæði? Eða hvað? Þegar síðast var gerð nánast úr- slitatilraun til að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna var hægt að færa rök að því, að Arafat heitinn hefði fórnað meiri hagsmunum fyrir minni með því að bregða fæti fyrir samkomulagið, sem Clinton var mjög nálægt því að tryggja á síðustu dög- um forsetaferils síns. Það er erfitt að trúa því, að Ísr- aelsmenn vilji að sagt verði um þá, að þeir bregði fæti fyrir hugsanlegar til- raunir til að ná víðtæku friðarsam- komulagi í Mið-Austurlöndum. Íraksnefndin í Washington hefur unnið merkilegt starf. Vonandi reyn- ist Bush, forseti Bandaríkjanna, opn- ari fyrir hugmyndum nefndarinnar en hann lætur í veðri vaka. Hann þarf auðvitað að hafa hægri öflin í Banda- ríkjunum með sér og repúblikönum, þegar að því kemur að höggva á þenn- an hnút. Þess vegna er skiljanlegt að hann fari hægt í sakirnar. En það eru pólitískir hagsmunir hans að ljúka þessu máli. AÐ UNDANFÖRNU hefur mik- ið verið skrifað og rætt manna á milli um kjör aldraðra. Nýverið kom fram hjá formanni Félags eldri borgara í Reykjavík að skerð- ing á bótagreiðslum hjá Trygg- ingastofnun ríkisins vegna annarra tekna ellilífeyrisþega getur numið allt að 60–65 %. Fróðleg grein birtist í Morg- unblaðinu hinn 21. september sl. eftir Sigurð Oddsson, markaðsstjóra, undir heitinu „Hvað vilja eigendur lífeyrissjóð- anna?“ Þar kom m.a. fram sú spurning hvort fólk vildi að líf- eyrissjóður þess upp- lýsti í hvaða fyr- irtækjum hann ætti hlutabréf og hverjir sætu í stjórnum þess- ara fyrirtækja fyrir sjóðinn. Mér fannst hins vegar vanta þá spurningu hvort fólk vildi fá hærri ellilífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóð- unum. Meðfylgjandi tafla sýnir lyk- iltölur úr reikningum Lífeyrissjóðs verslunarmanna árin 2000 til 2005. Sjóðurinn er mjög öflugur en vel má vera að meðaltölur allra lífeyr- issjóða landsmanna yrðu þó nokkuð frábrugðnar þessum tölum. Taflan er því einungis til viðmiðunar. Haustið 2003 var haldinn fundur framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, tryggingafræðings á þess vegum og tveggja fulltrúa og framkvæmdastjóra Félags eldri borgara í Reykjavík. Lagðir voru m.a. fram útreikningar trygginga- fræðingsins á heildarframtíð- arskuldbindingum Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Eru þessir út- reikningar hans ít- arlega birtir í árs- skýrslum lífeyris- sjóðsins. Ég treysti mér ekki til þess að vefengja þá en set aft- ur á móti spurninga- merki við forsendur þeirra. Eru þessar skuldbindingar ekki ofmetnar? Og eru framtíðartekjur líf- eyrissjóðanna ekki að sama skapi stórlega vanmetnar? Að fundinum lokn- um sat eftir sú óþægilega tilfinning að þar hefðu verið gefnar upplýs- ingar sem í besta falli væru sumar á misskilningi byggðar, í versta falli í blekkingarskyni. Enda er hér um ítök fárra aðila í ráðstöfun gríðarlegs fjármagns að ræða, með stjórnarsetu í þessum og hinum fyrirtækjum og stofnunum og eng- inn hægðarleikur að hrófla við því. Eru iðgjaldagreiðendur í r eiginlegu eigendur sjóðann hafa þeir afsalað sér völdu til ákvarðanatöku í lífeyris unum til fámenns hóps fjár manna sem nota ítök sín s stjórnarmenn í lífeyrissjóð að fjárfesta í ýmsum sjóðu fyrirtækjum og það jafnve að um hagsmunaárekstra g ið að ræða? Er það ekki einmitt það urður Oddsson gaf í skyn spurningu sinni? Margt hefur áunnist í sk málum landsmanna á unda árum sem eldri borgarar n einnig góðs af. Má nefna a eignarskatts um sl. áramót prósenta tekjuskatts hefur og lækkar um næstu áram prósentustig í viðbót. En e isþegar greiða fullan tekju Því ekki að skattleggja lífey Eftir Torben Friðriksson » ...að heildareiglensku lífeyris anna væri orðin hl fallslega meiri en olíusjóður Norðma sem er nú talinn v býsna þrútinn. Er eðlilegt og er það n synlegt? Torben Friðriksson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞETTA eru mikil vonbrigði. Það er augljóslega ekki verið að hafa hagsmuni umhverfisins að leið- arljósi,“ segir Hildur Mar- grétardóttir, íbúi í Álafosskvos, um þá ákvörðun umhverf- isráðherra að staðfesta úrskurð Skipulagsstofnunar um að tengi- braut frá Vesturlandsvegi um Álafossveg og fyrirhugað Helga- fellsland í Mosfellsbæ sé ekki lík- leg til að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Framkvæmdir við brautina munu því samkvæmt upplýs- ingum framkvæmdaaðila hefjast í byrjun næsta árs og vonast land- eigendur til þess að þær fari fram í sem mestri sátt. „Til að svo megi verða hafa verið gerðar umtals- verðar breytingar á hönnun veg- arins til að koma til móts við at- hugasemdir og sjónarmið sem fram hafa komið frá íbúum í grennd,“ segir í upplýsingum frá framkvæmdaaðilum, Helgafells- byggingum ehf. Tíu þúsund bílar á sólarhring Forsaga málsins er sú að Helgafellsbyggingar og Mosfells- bær tilkynntu fyrirhugaða tengi- braut frá Vesturlandsvegi um Álafossveg og Helgafellsland í Mosfellsbæ samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Fyr- irhugað er að leggja tengibraut frá hringtorginu á Vesturlands- vegi um Álafossveg og inn í fyr- irhugaða íbúðarbyggð í Helga- fellslandi. Gert er ráð fyrir einni akrein í hvora átt og er heild- arlengd brautarinnar 2.340 m. Gert er ráð fyrir 50 km/klst há- markshraða frá Vesturlandsvegi að hringtorgi í Helgafellslandi. Umferðarspá gerir ráð fyrir að þegar Helgafellsland er fullbyggt verði umferð á kaflanum næst Vesturlandsvegi um 10.000 bílar á sólarhring en nálægt 4.000 bílar á sólarhring á kaflanum við hringtorg í Helgafellslandi þar sem gert er ráð fyrir 30 km/klst. Vegna hæðarmunar milli fyr- irhugaðrar tengibrautar og tengi- vegar við Álafosskvos þarf að reisa 2–4 m háan og um 150 m langan varanlegan stoðvegg á móts við Álafosskvos. Kærendurnir voru m.a. húseig- endur, íbúar og hagsmunaaðilar í Álfafosskvosinni. Ásgarður hand- verkstæði og Hildur Mar- grétardóttir f.h. húseigenda og hagsmunaaðila í Álafosskvos s og Brekkulands 4a gerðu þá kröfu að tengibrautin yrði fær núverandi skipulagssvæði. Kæ endur Varmársamtökin og Guð rún Ólafsdóttir, Ingi Ragnar Pálmarsson og Ólöf Oddgeirs- dóttir gerðu þá kröfu að hin kærða ákvörðun yrði ómerkt o að umhverfisráðherra úrskurð framkvæmdina matsskylda. Ekki tekið mið af íslensku veðurfari Kærendur sögðu m.a. að hljóðútreikningar sem gerðir væru samkvæmt samnorrænu líkani tækju ekki mið af íslensk veðurfari, svo sem áhrifum ríkjandi vindátta og rigningar hækkunar hljóðstigs. Einnig gerðu þeir athugasemdir við sj mengun og loftmengun frá ten brautinni. Þá bentu þeir að auk Tengibraut við He þarf ekki í umhver Tenging Umdeildur tengivegur Helgafellsverktaka frá Vesturland Álafosskvosina í Mosfellsbæ. Á myndina vantar hljóðmanir. Íbúar Íbúar í Álafosskvos vilja tengibraut sem leggja á um svæðið í stokk undir Ásland, en vegurinn á að þjóna um 10 þúsund bílum á sólarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.