Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM HVAÐ verður kosið í næstu þing- kosningum? Að mínu mati verður kosið um aukinn ójöfnuð í þjóðfélaginu, aukna misskiptingu og skat- taáþján hinna lægst launuðu. Það verður kosið um kjaraskerð- ingu aldraðra og ör- yrkja síðustu 12 árin. Virtir fræðimenn, Þorvaldur Gylfason prófessor og Stefán Ólafsson prófessor, hafa sýnt fram á það með tölum, að ójöfn- uður hefur aukist mikið í þjóðfélaginu á undanfarandi áratug, þ.e. á valdatíma nú- verandi stjórn- arflokka. Ójöfnuður hefur ekki aukist eins mikið í neinu öðru landi Vestur- Evrópu. Þetta er til skammar fyrir Ís- land. Áður en núver- andi stjórnarflokkar tóku við völdum var ójöfnuður tiltölulega lítill hér á landi og Ís- land gat státað af því meðal þjóð- anna, að jöfnuður væri mikill hér. En Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur tek- ist á rúmum áratug að gerbreyta þjóðfélaginu í þessu efni. Og hvernig hefur þetta gerst. Jú, þetta hefur einkum gerst á eftrif- arandi hátt: Ranglátt kvótakerfi hefur fært gífurleg verðmæti til tiltölulega fárra í þjóðfélaginu. Skattastefnan hefur lækkað skatta á þeim ríkustu en hækkað þá á þeim lægst launuðu. Raunar hafa skattar hækkað á 90% skattgreiðenda. Skattar hafa hækkað á öldruðum. Aldraðir og öryrkjar hafa verið sviknir um réttmætar kjarabætur. Kjör þeirra hafa versnað í samanburði við kjör láglaunafólks. Því var lofað 1995, þegar sjálfvirk tengsl milli lífeyris þessa fólks og lág- markslauna voru rofin, að sú breyting mundi ekki skerða kjör þeirra en það var svikið. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan, hafa 40–50 milljarðar verið hafðir af öldruðum og öryrkjum. Það er krafa aldraðra og öryrkja, að þeim verði skilað því, sem af þeim hefur verið haft, einnig þeim fjármunum, sem þeir áttu að fá til framkvæmda úr fram- kvæmdasjóði aldraðra en rík- isvaldið hefur tekið úr sjóðnum til eyðslu. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 130 þúsund á mánuði en þau eru nú tæp 80 þúsund og verða 90 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Jóhanna Sigurð- ardóttir alþing- ismaður segir, að þetta muni 35 millj- örðum. Ríkisstjórnin hefur sem sagt haft 35 milljarða af skatt- greiðendum með því að láta skattleys- ismörkin ekki fylgja launavísitölu eins og eðlilegt hefði verið. Árið 1995 nam tekjuskattur ein- staklinga 10% þjóð- arframleiðslunnar en árið 2003 var þetta hlutfall komið í 14,9%. Stefán Ólafs- son prófessor hefur kannað hvernig skattbyrði fólks með mismunandi tekjur hefur breyst á tíma- bilinu 1994–2004. Eftirfarandi kemur í ljós: Skattbyrði tekjulægstu 10% (fjölskyldna), þ.e. með með- altekjur 163 þúsund á mánuði, hefur aukist um 14% á þessu tímabili (í prósentustigum). Skattbyrði næstu 10% með með- altekjur 244 þúsund á mánuði hefur aukist um 15%. Og skatt- byrði þar næstu 10%, með með- altekjur 308 þúsund á mánuði, hefur aukist um 11,7%. En skattbyrði tekjuhæstu 10% hefur minnkað um 3,3% eða um 464 þúsund á ári. Skattbyrði tekju- lægstu 10% hefur aukist um 275 þúsund á ári. Þessar tölur tala sínu máli. Skattbyrði þeirra lægst launuðu hefur stóraukist á sama tíma og skattbyrði þeirra tekjuhæstu hefur stórminnkað. Samtímis hefur skattur á fyr- irtækjum verið lækkaður eða í 18% en skattur á einstaklingum er 36%. Það sýnir í hnotskurn stefnu ríkisstjórnarinnar: Launa- fólk er skattpínt en fyrirtækjum hlíft í sköttum. Græðgisstefnan hefur verið allsráðandi en fé- lagshyggja á undanhaldi. Það er kominn tími til þess að koma ríkisstjórn ójafnaðar, mis- skiptingar og skattpíningar frá völdum. Burt með ójöfnuð og misskiptingu Björgvin Guðmundsson fjallar um ójöfnuð í þjóðfélaginu, aukna misskiptingu og skattaá- þján Björgvin Guðmundsson » Skattbyrðiþeirra lægst launuðu hefur stóraukist á sama tíma og skattbyrði þeirra tekju- hæstu hefur stórminnkað. Höfundur er viðskiptafræðingur.                           !    " #  $ %& # ' (!  ) ' *  (+ +  , , -" !  # !  *   ' &  +& # .      "     (+ -    +  +     /   "  "  !,  !+)   ",  0 ,    (!           , 1  +#  ,    #,, . !, %!,   -   ! -# ' &   ' # , 1   2 , ENN hefur andvaraleysi sam- gönguyfirvalda og dáðleysi kjör- inna fulltrúa Sunnlendinga krafist mannfórna á Suðurlandsvegi. Fimm ára stúlka og ungur maður liggja liðin lík og faðir og bróðir stúlkunnar alvarlega slasaðir, ásamt félaga hins látna manns. Slíkt er upphaf jólaföstunnar í ár. Fyrir nokkrum vikum var af- hjúpað undir Kögunarhóli minn- ismerki um þær 52 manneskjur, sem þá höfðu látið lífið í umferð- arslysum á Suðurlandsvegi milli Selfoss og Reykjavíkur, frá árinu 1973. Nú bætast sem sagt tveir krossar þar við. En krossar eru ekki aðeins not- aðir sem tákn dauða og upprisu; þeir eru einnig notaðir á kjör- seðlum. Að vori ganga landsmenn að kjörborði og kjósa til Alþingis; Sunnlendingar sem og aðrir. Hér með geri ég það að tillögu minni, að þingmenn Suðurkjördæmis komi þegar í stað saman og semji lagafrumvarp um lagningu tvö- falds tveggja akreina vegar milli Selfoss og Reykjavíkur og að þeirri framkvæmd verði lokið svo skjótt sem verða má. Nái þeir þessari tillögu ekki í gegnum Al- þingi, þegar þing kemur saman eftir áramót, skora ég á þing- mennina, að segja þegar í stað af sér, vitanlega án biðlauna. Að öðr- um kosti vænti ég þess, að Sunn- lendingar minnist þess á kjördegi, að meðal þeirra standa þeir fremstir, sem aftastir skyldu fara. Pjetur Hafstein Lárusson Suðurlandsvegur Höfundur er rithöfundur. EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR er án efa, besti flugvöllurinn utan suð-vesturhornsins og með bætt- um blindaðflugsbúnaði er hægt að koma honum í þann flokk, að hann standi jafnfætis Keflavíkurflugvelli hvað varðar flug- rekstrarlegt öryggi. Lenging um 700m í 2700m og styrking aðflugsbúnaðar á Eg- ilsstaðaflugvelli er lykillinn að því að gera hann verulega áhugaverðan kost til reka frá honum frakt- og farþegaflug. Hann er eini raunhæfi kost- urinn á landsbyggð- inni, vilji menn á ann- að borð þannig þjónustu úti á landi. Trúin flytur fjöll, en því miður gera kraftmiklar sam- þykktir stjórnmálamanna í Eyja- firði ekki sama gagn. Fjöllin í Eyjafirði eru þau vandamál, sem takmarka flug inn á Akrueyr- arflugvöll og því mun hann æf- inlega standa Egilsstaðaflugvelli á sporði. Hvorki eru fjöll til trafala né aðrar alvarlegar hindrunir, sem hafa hamlandi áhrif á flug um Eg- ilsstaðaflugvöll. Hann er ekki einn í þannig umhverfi og í því sam- hengi má nefna bæði flugvöllurinn á Sauðárkróki og Húsavík. Egils- staðaflugvöllur hefur hins vegar þá stöðu, að á hann er flogið um fimm til sjö sinnum á dag og í ár má reikna með allt að 150.000 far- þegar fari um hann, þar af um 15.000 í millilandaflugi. Fraktflug Egilsstaðaflugvöllur hefur þann kost, að vera vel staðsettur á miðju svæði þar sem úrvinnsla á sjávarfangi er stór þáttur í at- vinnulífinu. Umfangsmikið laxeldi er í gangi bæði norðanlands og austan, humarvinnsla á Höfn, fisk- vinnsla á flestum stöðum frá Ak- ureyri til Hafnar í Hornafirði. Mesta fjarlægð frá Egilsstaða- flugvelli og til þessara staða er um og innan við þrjár klukkustundir á bíl. Með því að flytja út sjávaraf- urðir frá Egilsstaðaflugvelli, dreg- ur verulega úr umferð stórra vöruflutningabíla á vegum frá Höfn í Hornafirði og Akureyri til suðvesturhornsins, hluti af þeim flutningi fer hvort eð er um hlaðið á Egilsstaðaflugvelli. Inn er hægt að flytja ýmsa vöru og dreifa henni frá Egilsstöðum norður og suður um, því það er ekkert nátt- úrulögmál að allur flutningur þurfi að fara um höfuðborgarsvæðið á leið sinna til neytenda. Farþegaflug Á Íslandi búa rétt rúmlega þrjú- hundruð þúsund manns, álíka fjöldi og býr víða í bæjarfélögum erlendis, sem talin eru smá á er- lendan mælikvarða. Sjaldnast eru þar bæði fullkomnir flug- vellir og sjúkrahús innan bæjarmark- anna. Á Íslandi vilja íbúar hvers bæj- arfélagags hafa hvorutveggja í bæj- arfélaginu og helst reglulegt millilanda- flug til að skreppa af bæ. Staðreyndin er hins vegar sú, að þetta er erfitt með þeim flugvélakosti sem hagkvæmur er til millilanda- flugs, þeim fáu íbúum sem búa á landsbyggðinni og þeim takmörk- uðu fjármunum sem varið er til að byggja og reka fullbúna flugvelli. Stöðugt er einnig verið að herða kröfur um flugvernd og það er dýrt að þjálfa upp mannskap og jafnframt kostnaður því samfara að endurnýja á flókinn og dýran leitarbúnað. Það er því tómt mál að tala um að koma upp mörgum slíkum millilandaflugvöllum á Ís- landi og raun ætti eingöngu að vera einn slíkur og annar til vara þ.e. Keflavíkurflugvöllur og Egils- staðaflugvöllur. Fjarlægðin Austfirðingar hafa um áraraðir sótt ýmsa þjónustu til Akureyrar, s.s. að fara á sjúkrahús, í sérversl- anir, til sérfræðinga og sækja æðri menntun. Aldrei hefur flökrað að neinum íbúa á Eyjafjarðasvæðinu að þetta sé langt og oftar en ekki er þetta talið Eyjafjarðarsvæðinu til tekna, að Austurlandið sé rétt handan Vaðlaheiðarinnar. Í þeim ótöldu ferðum sem undirritaður hefur farið milli Egilsstaða og Ak- ureyrar hefur hann komist að eft- irfarandi niðurstöðu: – Það er jafn langt í báðar áttir. Það er því hægt með stolti að bjóða Eyfirð- inga sem og aðra flugfarþega, hjartanlega velkomna í Egilsstaði til að notfæra sér besta flugvöll á landsbyggðinni til millilandaflugs. Frakt- og farþegaflug um Egilsstaðaflugvöll Benedikt V. Warén fjallar um Egilsstaðaflugvöll »Með því að flytja útsjávarafurðir frá Egilsstaðaflugvelli, dregur verulega úr um- ferð stórra vöruflutn- ingabíla á vegum frá Höfn í Hornafirði og Akureyri til suðvest- urhornsins … Benedikt V. Warén Höfundur er rafeindavirkjameistari og einkaflugmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.