Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 43 hestum í göngum eða rekið fé á af- rétt. Orð voru ekki á takteinum en kveðjuhandtakið var þétt og innilegt og verður geymt í sjóði minning- anna. Friðriku og afkomendum þeirra Erlings sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Páll G. Björnsson. Við fráfall mágs míns Erlings Arnórssonar á Þverá hrannast upp minningar um bóndann og smiðinn. Erlingur var við nám í húsasmíði er faðir hans Arnór Sigurjónsson, áður skólastjóri á Laugum og síðar fulltrúi á Hagstofunni, festi kaup á jörðinni Þverá í Dalsmynni árið 1942. Forfeður Arnórs höfðu áður setið jörðina. Allar byggingar þurfti að endurreisa á jörðinni. Eftir að Erlingur hafði lokið sínu námi í húsasmíði flutti hann að Þverá og hófust þá uppbyggingarfram- kvæmdir af fullum krafti með smið innan fjölskyldunnar. Erlingur tók síðan formlega við búsforráðum árið 1952, en hann gift- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Frið- riku Jónsdóttur, árið 1950. Uppbygging hélt áfram og búið stækkaði, ekki síst eftir að sonur þeirra Arnór kom inn í búskapinn með foreldrum sínum. Erlingur var mikill áhugamaður um búskap og uppbyggingu sveitanna. Hann sat um tíma á Búnaðarþingi fyrir S- Þing. og gat á þeim vettvangi þokað málum fram fyrir bændastéttina. Hann beitti sér með öðrum fyrir uppbyggingu skólans að Stórutjörn- um, sem var sameiginlegur skóli þriggja sveitarfélaga í Þingeyjar- sýslu, og var byggingarstjóri við þær framkvæmdir. Þá var honum mjög umhugað um að búskapur byggðist á sátt við landið. Hann beitti sér fyrir að afréttur þeirra, Flateyjardalsheiði, væri metinn af fagfólki með hliðsjón af beitarþoli. Þannig vildi hann stunda búskap í fullkominni sátt við landið. Þetta sjónarmið var mjög ríkt í fari hans og maður fann hvað fjölskyldan öll hreifst með honum í að fara vel með heiðina. Erlingur var mikill áhugamaður um hesta, átti góða reiðhesta og naut þeirra. Oft rifjaði hann upp samskiptin við Handlegg, sem ekki var allra eða öllu heldur aðeins fárra. Hann var mikill fjölskyldu- maður og leið aldrei betur en þegar stórfjölskyldan var öll samankomin á Þverá. Maður fann hvað hann var stoltur af sínu fólki. Þá höfum við hjónin og fjölskylda okkar ætíð notið sannrar gestrisni þeirra Þverárhjóna, sem ber að þakka af alhug. Að lokum færum við Arnþrúður fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur okkar. Stefán Pálsson, Búlandi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama; (Úr Hávamálum) Með örfáum orðum vil ég minnast vinar míns Erlings Arnórssonar, bónda á Þverá í Dalsmynni. Við, sem nýtum okkur eyðibýlin norðan Flat- eyjardalsheiðar, sum hver milli snjóa, áttum bóndann á Þverá sem næsta nágranna innan heiðar og betri nágranna að öðrum ólöstuðum er ekki hægt að eiga. Oft leitaði ég til Erlings um upplýsingar hvenær fært væri á vorin á heiðinni, var þar ekki komið að tómum kofanum. Hann átti upprekstrarland ásamt nokkrum bæjum í Fnjóskadal norð- anverðum út á Flateyjardalsheiði, land sem ríkið gerir nú ósvífið tilkall til, en það er önnur saga. Erlingur hefði þar snúist til varnar fremstur í flokki en nú verða aðrir að koma til. Ég þakka Erlingi langa og góða vináttu í fjölda ára og alla hjálp sem hann veitti okkur. Rikka mín, við Heiða sendum þér og börnum ykkar innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Tryggvi Gunnarsson. ✝ Sveinbjörn Krist-inn Steindórsson fæddist í Ási í Hruna- mannahreppi hinn 9. mars 1924. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu hinn 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 11. júní 1885, d. 19. júní 1982, og Steindór Ei- ríksson, f. 24. júní 1884, d. 5. september 1967. Systkini Svein- björns eru Stefán, f. 10. mars 1909, d. 18. ágúst 2001, Guðmundur, f. 6. ágúst 1911, d. 14. apríl 1992, Krist- ín, f. 19. maí 1914, Elín, f. 27. apríl 1916., d. 30.desember 1984, Svein- björg, f. 3. október 1917 , d. 6. des- ember 1922, Guðrún, f. 14. ágúst 1919, d. 18. febrúar 1984, Eyrún, f. 22. júlí 1921, d. 19. júlí 2006, Ágúst, f. 6. september 1925 d. 29. nóvem- ber 2006, Eiríkur, f. 1. júlí 1928 og Sigurður, f. 22. sept. 1930. Eiginkona Svein- björns er Sigurbjörg Finnbogadóttir, f. í Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi hinn 22. febrúar 1919. Foreldrar hennar voru Ingunn Vigfúsdóttir, f. 17. júlí 1874, d. 24. des- ember 1946, og Finn- bogi Guðmundsson, f. 24. desember 1874, d. 29. september 1947. Sonur þeirra Sveinbjörns og Sigurbjargar er Tryggvi, f. 4. ágúst 1955. Sveinbjörn fluttist ungur að heiman og stundaði sjómennsku, vörubílaakstur og ýmis störf þar til þau hjón fluttu að Heiði árið 1951 og hófu þar búskap. Útför Sveinbjörns Kristins verð- ur gerð frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast föður míns með nokkrum orðum, með þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Sveinbjörn ólst upp í stórum systk- inahópi að Ási í Hrunamannahreppi, þar sem foreldrar hans bjuggu mynd- arlegu búi á þeirra tíma vísu. Börnin hjálpuðu að sjálfsögðu til við bústörfin á þeim tíma og mun strákunum oft hafa hlaupið kapp í kinn við orfaslátt á engjunum. Bræðurnir voru síðan oft fengnir í vegavinnu, þar sem möl var ekið á hestvögnum og mokað á með handskóflum. Faðir minn minntist þess að hafa byrjað í þannig vinnu mjög ungur og þá sem „kúskur“ en hann var þá látinn teyma hesta sem drógu vagnana, áður en hann tók þátt í að moka möl með þeim sem eldri voru. Myndir sem hann teiknaði á barnaskólaárunum sýna, að þar átti hann hæfileika sem hann hefði getað notað betur. Ungur að árum hleypti hann heimdraganum og fór að stunda vinnu bæði til sjós og lands, en á sjón- um lenti hann í slysi sem átti eftir að hafa áhrif á líf hans alla ævi. Þá fór hann að aka vörubíl, fyrst lítillega hjá Sigurjóni Guðjónssyni við að aka vörum í hreppinn, og síðan einnig vegavinnu og öðru sem til féll. Sveinbjörn réði sig í kaupavinnu að Minni-Mástungu, Gnúpverjahreppi vorið 1949, þar sem hann kynntist et- irlifandi eiginkonu sinni Sigurbjörgu Finnbogadóttur. Þegar þau hjónin komu að Heiði, þurfti að taka til hendi á ýmsum svið- um. T.d. þurfti fljótlega að huga að uppbyggingu á jörðinni, þurrkun mýrlendis og ræktun túna. Sveinbjörn var handlaginn, vinnu- samur og vann hann við uppbygg- inguna á jörðinni að miklu leyti sjálf- ur, ásamt öðrum bústörfum. Hann vildi ávallt hlú vel að heimilinu og tók ætíð vel á móti þegar gesti bar að garði. Hreinskilinn var hann og oft fljótur að taka ákvarðanir sem yfir- leitt reyndust vel. Frá uppvaxtarár- um mínum minnist ég þess að hann söng oft fyrir mig og var lagið Buldi við brestur og brotnaði þekjan í miklu uppáhaldi hjá okkur. Síðustu æviárin átti hann við vanheilsu að stríða sem ágerðist mjög síðustu mánuðina sem hann lifði. Að hans ósk, fékk hann að vera heima að mestu leyti og urðu tengsl okkar meiri eftir því sem á leið og er ég mjög þakklátur fyrir það. Viku áður en hann lést var honum boðin hvíldarinnlögn á dvalarheim- ilinu Lundi, Hellu og lést hann þar að morgni föstudagsins 1. desember. Blessuð sé minning hans, Tryggvi. Í dag kveðjum við föðurbróður okk- ar hann Sveina á Heiði. Sveini fæddist í Ási í Hrunamanna- hreppi 9. mars 1924. Hann var níunda barn afa og ömmu. Alls urðu börnin tólf en af þeim komust tíu til fullorð- insára. Nú eru aðeins þrjú systkin- anna á lífi, þrjú hafa látist á þessu ári, þar á meðal Gústi sem lést aðeins tveimur dögum áður en Sveini kvaddi þennan heim. Snemma fluttist Sveini að heiman, hann var eins og öll hans fjölskylda hörkuduglegur og vann fyrir sér bæði til sjós og lands. Skömmu fyrir 1950 kynntist Sveini ungri konu úr næstu sveit, Sigurbjörgu Finnbogadóttur frá Minni-Mástungu í Gnúpverja- hreppi. Saman fluttu þau að Heiði í Ásahreppi. 1955 fæddist Tryggvi einkasonur þeirra. Sveini og Silla byggðu jörðina upp af miklum dugn- aði og þrautsegju. Hverja einustu byggingu þurfti að endurnýja og jörð- ina þurfti að yrkja. Þetta tókust þau hjónin á við, í fyrstu tvö ein en seinni ár ásamt Tryggva, sem hefur svo sannarlega veið þeim stoð og stytta, ekki hvað síst eftir að heilsu foreldr- anna fór að hraka. Síðustu árin voru Sveina erfið og líklega var hann hvíldinni feginn. En kveðjustundin er alltaf erfið þeim sem eftir standa. Minningin um góðan eig- inmann og föður lifir. Elsku Silla og Tryggvi, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helena, Steindór, Guðrún og fjölskyldur. Sveinbjörn Kristinn Steindórsson Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Elskuleg systir mín og mágkona, ELNA HAUNDRUP, fædd Hintze, Morelgangen 7, 3460 Birkerød, Danmörku, sem lést á Plejehjemmet Solskrænten í Birkerød sunnudaginn 3. desem- ber, verður jarðsungin frá Bispebjerg Søndre Kapel þriðjudaginn 12. des- ember kl. 12.00. Hanne Hintze, Halldór Sigurðsson. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri/Framkvæmdarstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Bróðir okkar og mágur, JÓSEF BIRGIR ÓSKARSSON, Birkihlíð 4A, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 30. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Skúli Óskarsson, Rós Jóhannesdóttir, Illugi Óskarsson, Margrét Pétursdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, ÞORVARÐUR STEFÁN GUÐMUNDSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 6. desember. Útförin auglýst síðar. Guðmundur Kristján Þorvarðarson, Eiríkur Rúnar Þorvarðarson, S. Ladda Þorvarðarson, Guðlaugur Gíslason, Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, stjúpsonur og frændi, GUNNHALLUR GUNNHALLSSON, Gránufélagsgötu 26, Akureyri, lést fimmtudaginn 30. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lögreglan og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, fá sérstakar þakkir, sem og allir aðrir sem veittu okkur samúð og hlýhug. Karla Hildur Karlsdóttir, Gunnhallur Antonsson, Jón Brynjar Gunnhallsson, Þórhildur Haraldsdóttir, Arngrímur Þór Gunnhallsson, Hildur Mary Thorarensen, Magnús Jón Bragason, Karl Jónas Thorarensen, Mary Jean Guino Malana, Jónas Gunnhallsson, Kamilla Gunnhallsson, Guðrún Gunnhallsdóttir, Jimmy Anderson, Leifur Thorarenson og systkinabörn. ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir og barnabarn, LILJA BJÖRK ALFREÐSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 5. desember. Jarðsett verður í kyrrþey. Sara Líf Sigurbergsdóttir, Alfreð Ómar Ísaksson, Þórunn Inga Runólfsdóttir, Inga Huld Alfreðsdóttir, Nanna Karen Alfreðsdóttir, Árni Fannar Alfreðsson, Huld Árnadóttir, Runólfur Þórðarson, Hildur Halldórsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.