Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 45 ✝ Ásmundur Ei-ríksson fæddist í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi 20. maí 1908. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 27. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingveldur Jónsdóttir frá Út- verkum, f. 28. júní 1875, d. 29. nóvem- ber 1910 og Eiríkur Guðmundsson frá Reykjum á Skeið- um, f. 15. nóvember 1861, d. 9. febrúar 1957. Systkini Ásmundar voru Jónína, f. 12. mars 1902, Guðrún, f. 23. júní 1903, Guð- mundur, f. 16. október 1904, Bjarnþóra, f. 6. júní 1906, Guð- ríður, f. 30. desember 1909 og Ingvar, f. 21. nóvember 1910. Móðir Ásmundar lést þegar hann var tveggja ára og þá kom Stein- unn Sigurðardóttir frá Syðri-Gróf á heimilið og gekk börnum Eiríks og Ingveldar í móður stað. Ásmundur kvæntist 2. maí 1934 Oddnýju Kristjánsdóttur, f. á Minna-Mosfelli 3. september 1911. Synir þeirra eru: 1) Eiríkur, f. 10. september 1934. 2) Kristján, f. 23. maí 1937, kvæntur Aðalheiði Kristínu Alfonsdóttiur, f. 27. mars 1944. Börn þeirra eru: a) Oddný, f. 24. september 1963, maki Eiríkur Ágúst Guðjónsson, f. 3. apríl 1965, dæt- ur þeirra eru Erna, f. 21. júlí 1986 og Eydís Gauja, f. 1. maí 2003. b) Helga, f. 21. september 1965, maki Heimir Hoffritz, f. 19. júlí 1966, synir þeirra eru Adam, f. 7. mars 1989 og Hermann Snorri, f. 7. febrúar 1996. c) Ásmundur, f. 14. maí 1969, maki Guðrún Hildur Rosenkjær, f. 31. mars 1962. d) Eiríkur Steinn, f. 4. júlí 1976 í sambúð með Kolbrúnu Ingu Hoffritz, f. 12. apríl 1979. e) Benedikt Hans, f. 26. október 1977 hans sonur er Kristján Örn, f. 17. desember 1999. 3) Ingjaldur, f. 7. maí 1944, maki Kristín Þor- björg Ólafsdóttir, f. 13. maí 1959, börn þeirra eru a) Margrét Ósk, f. 7. júlí 1980, sambýlismaður henn- ar er Guðjón Birgir Þórisson, f. 18. janúar 1978, dóttir þeirra er Freyja Kristín, f. 3. febrúar 2004, b) Ólafur, f. 1. ágúst 1981, c) Oddný Ása, f. 14. mars 1988, d) Ásmundur, f. 24. september 1991. Ásmundur verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur við eldhúsborðið inni hjá þér og ömmu, með gamla hvíta kaffibollann, Moggann við hönd og bros á vör. Þær voru ófáar stund- irnar sem við krakkarnir eyddum inni hjá ykkur ömmu. Annað hvort við leik, lærdóm eða bara fræðast um lífið, tilveruna eða gamla tímann. Oft vorum við búin að sitja inni hjá ykk- ur ömmu í marga klukkutíma að hlusta á allskonar skemmtilegar, gamlar sögur, þegar við föttuðum hvað tímanum hafði liðið. Alltaf var tekið vel á móti okkur með allskonar kræsingum og ávallt vorum við blessuð í bak og fyrir þegar við fór- um svo aftur heim, oftast með þess- um orðum ,,guð eigi þig og styrki elsku barnið mitt“. Já, það eru sko ófáar minningar sem streyma um hugann núna sem eiga eflaust eftir að verma okkur um hjartarætur þar til við hittumst að nýju. Elsku afi okkar, nú ertu kominn á betri stað og vakir yfir og hjálpar okkur að vernda hana ömmu. Nú kveðjum við í hinsta sinn elsku afi, með söknuði og trega í hjarta viljum við þakka þér sam- fylgdina og allt það sem þú gafst okkur og kenndir í gegnum tíðina. Veit honum, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa hon- um. Hann hvíli í þínum friði. Hvíl í friði elsku afi. Oddný Ása Ingjaldsdóttir, Ólafur Ingjaldsson, Ásmundur Ingjaldsson. Nú er hann afi dáinn og minningar renna í gegnum hugann. Ég var ekki gömul þegar ég mætti snemma á morgnana til afa til að fara með hon- um í fjósið. Afi var þá búinn að hella upp á könnuna og fór svo að vekja Eissa. Gleymi aldrei köllunum ,,Eissi, Eissi“ þar til hann fékk svör og kom svo aftur inn í eldhúsið og byrjaði að klæða sig. Mér fannst það vera skylda mín að hjálpa afa í sokk- ana vegna þess hversu slæmur í hnjánum hann var. Ég man líka eftir því að ég athugaði hvort það væru einhverjar tennur á eldhúsborðinu því við afi áttum það sameiginlegt á þessum tíma að vera farin að missa tennur. Afi fékk svo falskar og ég fullorðinstennurnar. Út í fjós var haldið. Þó afi færi hægt yfir þá fór hann það sem hann ætlaði sér. Við sátum svo saman á fjósabekknum og fylgdumst með mjólkinni streyma um rörin inn í mjólkurhús þar til okkar tími var kominn til að gefa kálfunum en það var okkar verk í fjósinu. Þó að afi sé fæddur í byrjun síð- ustu aldar er ekki annað hægt að segja en að hann hafi verið nútíma- maður hvað varðaði eldhússtörfin. Afi setti það ekki fyrir sig að vaska upp og setja matinn yfir. Baggaheyskapurinn á sumrin var góður og skemmtilegur tími. Afi stóð við færibandið og raðaði böggunum upp á það. Við krakkarnir hjálpuðum honum með því að rúlla til hans böggunum. Á milli ferða reistum við okkur svo baggahús og borðuðum pönnukökur sem við fengum út um gluggann hjá ömmu og ískalda mjólk, hvað var betra í heiminum. Við systkinin æfðum glímu og hafði afi gaman af því þar sem hann hafði sjálfur æft glímu með KR. Afi hafði gaman af íþróttum og fylgdist hann með ófáum handboltamótunum og HM í fótbolta í sjónvarpinu. Hann sagðist þó samt aldrei vera að fylgj- ast með en vissi samt alltaf stöðuna og kom þannig upp um sig. Þegar ég varð eldri og fór að lesa blöðin var ekkert betra en að hitta afa eftir skóla og lesa með honum Morgunblaðið og ræða við hann um það sem í því stóð. Það voru notaleg- ar og góðar stundir. Afi var góður og skemmtilegur maður sem gaman var að fá að kynnast. Allar þessar minn- ingar um afa geymi ég nú í hjarta mínu. Megi guð styrkja ömmu í þessari sorg. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Margrét Ósk. Ásmundur Eiríksson Tengsl okkar við annað fólk eiga sér mismunandi rætur, oft þó með þeim hætti, að sem börn, unglingar eða fullorðið fólk, kynnumst við foreldr- um þeirra sem við umgöngumst. Þannig kynnist ég höfðingjanum frá Litlu-Reykjum, Þórarni Pálssyni. Hann hafði þá þegar getið af sér 10 börn, fegurstu stúlkur sveitarinnar og duglegustu drengina. Það gekk því iðulega nokkuð á í baðstofu Litlu-Reykja og þá ekki minnst þeg- ar þessir vinsælu unglingar höfðu dregið heim með sér vini og kunn- ingja, svo sem eins og þegar ég lenti þar fyrst eftir sveitaball. Þar var Páll nokkur Þórarinsson sem hopp- aði snú-snú með Vilborgu systur sína á öxlum sér og þáði af mér snaps á meðan. Ég undraðist um- burðarlyndi foreldranna við sinn mikilfenglega barnahóp sem hvert af öðru komst til fullorðinsára með veganesti slíkt úr föðurhúsum, að hvarvetna teljast þau til afburðar- fólks hvað gæfu varðar og gjörvileik. Stundum hef ég hugsað til þess, hefði Þórarinn notið afkvæmasýn- ingar slíkrar sem gerist í hesta- mennskunni, þá hefði hann vafalaust unnið til æðstu metorða. Reyndar hefur hann þegar gert það með hverju því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur um ævidaga sína. Þórarinn Pálsson var eins og Gunnar á Hlíðarenda, lágvaxinn, þéttur á velli, snar í hreyfingum og hvers manns hugljúfi. Hann var glaðbeittur og skemmtilegur meðal fólks, höfðingi heim að sækja, enda stóðu þau hjón Þórarinn og Sigríður ávallt þétt saman í því straumþunga fljóti sem slíkt heimili hlaut að vera á þeim tímum. Þórarinn var og lifandi tákn þeirra manna sem hafði skoðanir á nánast öllu því sem mannlegt líf snýst um og hafði um leið kjark og þor til að segja þær hverjum er heyra vildi. Hann hafði sjálfur hreinan skarðlausan skjöld og varð því sjaldnast fyrir stungusárum annarra. Minnisstæð er mér stund er við Þórarinn áttum saman, þegar ég bauð honum í flugferð á lítilli flugvél minni. Skyldum við skoða þjóðgarð Íslendinga, Hengilsvæði og ná- grenni Reykjavíkur. Hvergi banginn naut Þórarinn hverrar sekúndu og gleypti í sig allt það sem fyrir augu bar, enda hafði hann ekki áður séð Suðurlandið frá þessum sjónarhóli. Engu minna naut ég þeirrar ferð- ar, því mér var það upplifun mikil að flögra þarna yfir hin helgustu vé þjóðarinnar með slíkan náttúru-tal- ent sem Þórarinn var. Þó ég væri uppalinn á þessum slóðum gat hann frætt mig um svo ótal margt, Þór- arinn var sögumaður af guðsnáð. Kvöldið sem ég fékk fregnir af fráfalli Þórarins Pálssonar var ég á akstri upp Skeiðin, verður þá í auð- mýkt litið til himins og sjá, þar hafði greinilega einni stjörnu verið bætt á festinguna, svo gott sem yfir miðjum Hraungerðishreppi. Hún var nokkru skærari en aðrar í kring sem höfðu um leið verið færðar ögn til, svo eyða myndaðist við hægri hlið hinn- ar nýju blikandi Þórarinsstjörnu. Megi hún verða þeim leiðarljós, sem loforð sín vilja efna. Og sérhverju barni, heiður og hrós, að hafa þá stjörnu að nefna. Svo lengi við ræktum í huganum hlýju, og heiðrum um leið stjörnuna nýju. Þórarinn Öfjörð Pálsson ✝ Þórarinn ÖfjörðPálsson fæddist á Litlu-Reykjum í Hraungerðishreppi 27. október 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 29. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hraungerðiskirkju 8. desember. Minningu góða, látum við lifa. Leiðar mun ljósið að eilífu tifa. Hugheilar samúðar- kveðjur til allra sem minnast hans. Maggnús Víkingur. Það er margs að minnast en fyrsta minningin um afa á Litlu-Reykjum er sennilega frá gamlárs- kvöldi þegar afi safnaði okkur krökkunum saman upp á loft og fór með leiksýningu fyrir okkur. Hann sagði okkur sögur og ævintýri, fór með vísur og þulur. Ég man alltaf hvað mér þótti gaman að heyra hann fara með þuluna um þegar átti að járna hana Pertu, en Perta var óþæg meri og það gekk mikið á við járninguna, og afi fór hratt með þul- una og sagði frá með miklum til- þrifum. Þegar ég var að byrja að fara á hestbak var ekki notaður hnakkur heldur kom afi með gæruskinn sem hann hafði þurrkað og gyrti utan um hestinn svo maður tylldi betur á baki og ég man þegar við Siggi frændi tvímenntum í gæruskinni á Fífli gamla í Brúnastaðaréttir. Ég var mörg sumur vinnumaður á Litlu-Reykjum og kynntist afa vel og fór oft með honum út í á að vitja um netin. Ég gleymi því seint þegar ég var að draga netið inn í bátinn og ég sá að stór lax hékk á tönnunum í því. Ekki fór nú betur hjá mér en svo að þegar laxinn var að komast inn fyrir að hann losnaði og datt í ána. Þá kvað nú aldeilis við í gamla manninum og mér varð mikið um og reyndi að ná laxinum en hann hvarf strax. Ég fékk heilmikla lesningu um það hvernig ætti að ná svona stórum löxum inn fyrir en síðan héldum við áfram og veiddum vel og áður en ég vissi af var karlinn orðinn kátur aftur eins og ekkert hefði í skorist því þannig var afi, fljótur upp en sennilega fljótari niður aftur. Mér fannst alltaf gaman að kíkja á hann í smiðjuna úti í gamla húsi þar sem hann var að smíða. Þar stóð hann við steðjann sótsvartur í fram- an og sló til goggana, krækjurnar og sköfurnar og stundum hjálpaði mað- ur til við að klippa niður efni eða skefta með honum. Einu sinni vorum við að girða úti í hestagirðingu fyrir Jökul, graðhest- inn hans. Eitthvað var ég að bogra yfir strengnum sem við vorum með og ég gáði ekki að mér og rakst með rassinn utan í rafmagnsstrenginn í girðingunni. Mér leið eins og ein- hver hefði sparkað í mig og hrökk því duglega við. Þetta þótti afa mjög fyndið og hló mikið að óförum mín- um en mér var ekki skemmt þá en ég get ekki annað en hlegið að þessu í dag. Áður en afi veiktist var hann ótrú- lega frískur og ég man þegar við fór- um í kapphlaup með háum hnélyft- um af hlaðinu heima og vestur eftir. Ég var 14 eða 15 ára og afi því alveg að verða sjötugur þannig að ég hélt að ég ætti sigurinn vísan en hlaupið endaði með jafntefli. Afi var bifvélavirki að mennt og pabbi minn lærði hjá honum og ég fór svo í Vélskólann og lærði og vann hjá pabba. Afi og amma komu stundum á verkstæðið hjá okkur og var afi alltaf forvitinn um viðgerð- irnar og meira að segja stundum svo mikið að hann gleymdi að heilsa. Afi kenndi mér margt og sýndi mér margt og ég minnist afa Dodda á Litlu-Reykjum sem hress og skemmtilegs manns sem hafði frá mörgu að segja, með bros á vör og tár á vanga og vona að við hittumst aftur svo hann geti kennt mér þul- una um hana Pertu og sagt mér fleiri sögur. Elsku amma, megi Guð senda þér styrk á þessum erfiðu tímum. Guðjón Birgir. ✝ Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður og mágs, ELÍASAR TRYGGVA NORDGULEN, Laugarnesvegi 92, Reykjavík, sem lést föstudaginn 24. nóvember sl. Sigríður S. Einarsdóttir, Lúðvík Sigurður Nordgulen, Einar Nordgulen, Eva Samúelsson, Lúðvík Þ. Nordgulen, Margrét H. Helgadóttir, Ólafur Nordgulen, Íris Hall. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, dóttur, ömmu, langömmu og systur, ELÍSABETAR ÓSKARSDÓTTUR, Sóltúni 5, Reykjavík. Óskar Heimir Ingvarsson, Guðrún Matthíasdóttir, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, Alfred Wolfgang Gunnarsson, Helga Björg Björnsdóttir, Hans-Petter Fransrud, Indriði Björnsson, Ekaterina Gagunashvili, Helga Þorleifsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.