Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 47 KIRKJUSTARF Aðventusamverur í Laufássprestakalli AÐVENTUSAMKOMA í Grenivík- urkirkju í dag, laugardaginn 9. des. kl. 18. Þar mun kór kirkj- unnar syngja aðventu- og jólalög undir stjórn Petru Bjarkar Páls- dóttur organista. Hljóðfæranem- endur úr Grenivíkurskóla munu leika á ýmis hljóðfæri undir stjórn Ármanns Einarssonar og Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Yngri börn úr grunnskólanum og leikskólabörnin koma upp og taka lagið, en í lokin sýna nemendur úr 8. og 9. bekk Grenivíkurskóla helgileikinn “Gef- um þeim ljós af okkar ljósi. Aðventusamverunni lýkur með ljóshátíð, þar sem öll börn í kirj- unni fá ljós í hönd. Laufásskirkja og Gamli bærinn í Laufási sunnudaginn 10. des. frá kl. 13.30 til 16. Hinn árlegi starfs- dagur Gamla bæjarins í Laufási á aðventu verður 10. desember. Há- tíðin byrjar í Laufásskirkju kl. 13.30 með fjölskyldustund, þar sem mikið verður sungið, sagðar sögur og rifjað upp hið eina sanna jólaævintýri. Eftir stundina í kirkj- unni verður gengið í Gamla bæinn þar sem allt iðar af lífi við und- irbúning jólanna að gömlum sið. Jólatónleikar í Grafarvogskirkju - Ragnar Bjarna syngur RAGNAR Bjarnason syngur nýtt jólalag eftir Gunnar Þórðarson. Á sunnudag halda hátíðarhöldin sem hófust síðastliðinn sunnudag áfram, kl. 16 verða jólatónleikar í kirkjunni. Ragnar Bjarnason flytur nýtt jólalag eftir Gunnar Þórðarson. Magga Stína syngur einsöng, Krakkakór, Barnakór, Unglinga- kór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög. Hljóð- færaleikarar eru: Hörður Braga- son organisti, Birgir Bragason leikur á bassa, Gróa Hreinsdóttir á píanó, Kristinn H. Árnason á gítar og Matthías Stefánsson á fiðlu. Kórar Grafarvogskirkju. Magnús Kjartansson og Flugfreyjukórinn í Keflavíkurkirkju LÉTT jólatónlist verður í Kefla- víkurkirkju sunnudaginn 10. des. kl. 20. Að þessu sinni er það Magnús Kjartansson sem mun ásamt fríðu föruneyti halda uppi söng á þessari 2. aðventustund jólaföstunnar. Magnús þarf vart að kynna í Keflavík en tónlistarferill hans er orðinn afar fjölþættur og er hann mjög farsæll á sviði léttrar tónlist- ar. Magnús hefur samið fjölda þekktra sönglaga og leikið með fjölmörgum landskunnum hljóm- sveitum í fremstu röð undanfarna áratugi. Má með réttu halda því fram að Magnús sé einn af gull- drengjum Keflvískrar poppmenn- ingar. Með Magnúsi í för að þessu sinni verður flugfreyjukórinn en Magnús hefur verið stjórnandi hans í um fimm ár og hefur kór- inn sungið með honum víða um lönd. Magnús mun ásamt kórnum flytja fjölda hefðbundinna og nýrra jólalaga. Í flugfreyjustétt eru margir kunnir tónlistarmenn eins og kunnugt er og mun Magn- ús nýta sér krafta þeirra eftir föngum á þessari söngstund. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason mun flytja kirkjugestum hugvekju í tilefni af komu jólanna. Aðgang- ur að aðventutónleikunum er ókeypis og eru allir bæjarbúar vel- komnir að koma í kirkjuna til að fagna aðdraganda jólanna með fal- legri tónlist og gefandi orði. Annar í aðventu í Seljakirkju SUNNUDAGASKÓLINN kl. 11.00. Kveikt á Betlehemskertinu. Al- menn Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Gerður Bolladóttir syngur ein- söng. Kór Seljakirkju leiðir söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Að- ventutónleikar kl. 20.00. Karlakór- inn Fóstbræður syngur undir stjórn Árna Harðarsonar. Verið velkomin! Sjá heimasíðu kirkj- unnar seljakirkja.is Aðventu- og jóla- tónleikar í Hjallakirkju í Kópavogi ÁRLEGIR aðventu- og jóla- tónleikar Kórs Hjallakirkju verða á sunnudag kl. 20. Á efnisskránni eru hefðbundin lög þessa árstíma og eru þau frá ýmsum tímum og löndum. Byrjað er á aðventulögum og færum okkur svo til jóla. Má t.d. nefna lög eins og Kom þú, kom, vor Immanúel, Síons dóttir, sjá nú kemur í útsetningu eftir J.S. Bach úr kantötu 147. Litlu perluna Jes- ús þú ert vort jólaljós, Betlehems- stjörnu Áskels Jónssonar, Jólasálm eftir þá Pál Ísólfsson og Freystein Gunnarsson, Það aldin út er sprungið, Vögguvísu á jólum eftir John Rutter í þýðingu Sigfinns Þorleifssonar, Jólaljóð eftir Jón Ásgeirsson og Einar Braga auk þess syngjum við enska carola o.fl. Einsöngvarar eru Magnea Tóm- asdóttir og Kristín R. Sigurð- ardóttir. Orgelleikari er Lenka Mátéová. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Kórsöngur, einsöngur og almennur söngur. Allir vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is Bjarni Harðarson á aðventukvöldi í Villingaholtskirkju HIÐ árlega aðventukvöld í Vill- ingaholtskirkju verður nk. sunnu- dagskvöld kl. 21. Eins og und- anfarin ár verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Ræðumaður kvöldsins verður Bjarni Harðarson ritstjóri. Söngkór Hraungerði- sprestakalls undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar flytur nokkur tónlistaratriði og leiðir fjöldasöng í lokin. Hermundur Guðsteinsson syngur einsöng og Birgit Myschi og nemendur hennar, Ingunn Harpa Bjarkadóttir og Hanna Ein- arsdóttir, munu flytja vönduð tón- listaratriði. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og aðstandenda þeirra og þátttöku barna úr Flóaskóla til að syngja hefðbundin aðventulög. Sóknarpresturinn, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, flytur ritning- arlestur og stutta hugleiðingu um aðventuna. Í lok samverunnar verður fjöldasöngur. Aðventukvöldvaka Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld verður aðventu- kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði og hefst hún kl. 20. Að venju verður boðið upp á vandaða dagskrá í tali og tónum sem tengist aðventu og jólum. Kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn og flytur okkur fallega jólasyrpu í út- setningu Skarphéðins organista og Erna Blöndal syngur einsöng. Hljómsveit kirkjunnar spilar undir og kórstjóri er Örn Arnarson. Þá mun Hrafnistukórinn í Hafnarfirði koma í heimsókn og syngja tvö jólalög. Að lokinni kvöldvöku býð- ur kirkjukórinn upp á kaffi og góðar veitingar í safnaðarheim- ilinu. Brautarholtssókn á Kjalarnesi FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður haldin í Klébergsskóla ann- an sunnudag í aðventu sem er 10. des. Athöfnin hefst kl. 11 f.h., þar munu börn úr TTT starfinu flytja helgileik. Eftir messu býður sókn- arnefndin upp á súpu og brauð. Sungin verða aðventulög og að- ventusálmar. Reynivallasókn í Kjós AÐVENTUKVÖLD verður í Fé- lagsgarði í Kjós annan sunnudag í aðventu, 10. des. kl. 20.30. Lesin verður jólasaga, aðventusálmarnir sungnir, Ásdís Arnalds syngur að- ventu– og jólalög og hugvekja verður út frá þekktum listaverk- um þar sem jólaguðspjallið er túlkað. Síðan verður boðið upp á kakó og smákökur. Sóknarnefnd Reynivallasóknar og sókn- arprestur ásamt Kvenfélagi Kjós- arinnar sjá um aðventukvöldið. Kirkjukór Grens- áskirkju með tónleika KIRKJUKÓR Grensáskirkju, ásamt strengjasveit, heldur tón- leika í Grensáskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 17. Á efnis- skránni er Missa Brevis í B-dúr (litla orgelmessan) eftir Jpseph Haydn ásamt verkum W.A. Mozart o.fl. Einsöng og tvísöng syngja þær Ingibjörg Ólafsdóttir og Hell- en Helgadóttir. Stjórnandi er Árni Arinbjarnarson. Kvennakirkjan í Grensáskirkju AÐVENTUMESSA Kvennakirkj- unnar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20.30. Yfirskriftin er gleði og frið- ur aðventunnar. Hugleiðingar flytja kvennakirkjukonurnar Ásdís Ólafsdóttir, Gréta Sigurðardóttir og Ólöf Úlfarsdóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Kvennakórinn Kyrjurnar syngur jólalög undir stjórn Sigurbjargar H. Magn- úsdóttur. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng aðventu- og jólalaga undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Opið hús í Áskirkju SÍÐASTA„Opna húsið“́í Áskirkju fyrir jól verður þriðjudaginn 12. desember og hefst það með jóla- föndri kl. 10. Kl. 12 verður síðan bænastund í umsjón sóknarprests og hugvekja sem Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. flytur. Að bænastund lokinni verður bor- in fram hádegisverður/hangikjöt og kostar það 1000 kr. Að loknum hádegisverði ræðir Þórunn Erla Valdimarsdóttir, sagnfræðingur um nýútkomna bók sína um ævi Matthíasar Jochumssonar. Allir viðstaddir koma með jólapakka að verðgildi ca. 300 kr. Að því loknu um kl. 14 verður spilað brids. Fimmtudaginn 14. desember kl. 14 verður síðasta söngstundin fyr- ir jól í umsjá organista. Gestur stundarinnar verður Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór. Aðventuhátíð Áskirkju verður sunnudaginn 17. desember og verður hún auglýst nánar síðar. Aðventukvöld í Vídalínskirkju AÐVENTUSAMVERA verður í Ví- dalínskirkju sunnudagskvöld kl. 20. Kór Vídalínskirkju mun flytja jólasálma með himnesku yf- irbragði undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista, en undir- leikari er Anna Sólveig Jónsdóttir píanóleikari. Unnur Arngríms- dóttir mun segja frá upphafi að- ventukvölda í kirkjum landsins. Sr.Jóna Hönn Bolladóttir flytur hugvekju og þjónar ásamt Nönnu Guðrúnu Zöega djákna, einnig mun Arnar Már Pétursson flytja ljóð. Strax að lokinni athöfn verð- ur öllum boðið yfir í safn- aðarheimili, þar sem borið verður fram ekta súkkulaði með rjóma og piparkökum. Þennan sama dag verður fjöl- skylduguðsþjónusta í Vídal- ínskirkju kl.11. Nemendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla koma í heimsókn og taka þátt í athöfninni en þar er sr. Hans Guðberg Al- freðsson sem sem leiðir stundina. Kórar Hofsstaðaskóla syngja undir stjórn Hildar Jóhannesdóttur og Unnar Þorgeirsdóttur en einnig munu nemendur leika á hljóðfæri. Það er sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Ármann Hákons Gunnarssonar. Kl. 11 er einnig guðsþjónusta í Garðakirkju með þáttöku Rótarý- manna í Garðabæ, en þar þjónar fyrrverandi sóknarprestur í Garðaprestakalli sr. Bragi Frið- riksson. Aðventuguðþjónusta verður í Bessastaðakirkju kl.11 þennan sama dag. Þar þjónar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Gréta Kon- ráðsdóttir djákni, en sr. Jóna Hrönn mun prédika um reiðina. Bjartur Logi Guðnason organisti og Álftaneskórinn leiða lofgjörð- ina. Sunnudagaskóli á sama tíma í hátíðarsal Álftanesskóla undir stjórn Kristjönu Thorarensen. All- ir velkomnir. Sjá www.gardasokn- .is Aðventusamkoma í Lágafellskirkju AÐVENTUSAMKOMA með fjöl- breyttri efnisskrá verður í Lága- fellskirkju sunnudaginn 10. des. kl. 20.30. Ræðumaður verður Jón Að- alsteinn Baldvinsson, vígslubiskup. Einsöngvarar kvöldins eru Hanna Björk Guðjónsdóttir, sópran og Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, ten- ór. Skólakór Varmárskóla syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Kirkjukór Lágafells- sóknar syngur en kórstjórn og orgelleikur er í höndum Jónasar Þóris organista safnaðarins. Eva Björg Harðardóttir, Helga Stein- unn Torfadóttir, Richard Korn, Sigrún Harðardóttir, Sveinn Þórð- ur Birgisson og Örnólfur Krist- jánsson skipa strengja- og blás- arasveit sem fegrar stundina með list sinni. Prestar safnaðarins leiða helgistund. Að lokinni stundinni í Morgunblaðið/Rúnar ÞórÞessi mynd er tekin frá Svalbarðsströnd og sést Svalbarðskirkja í forgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.