Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón: Elías og Hildur Björg. Guðsþjónusta kl. 14. Séra María Ágústsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að koma með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Org- anisti og kórstjóri Guðmundur Sigurðsson. Jólasveifla Kórs Bústaðakirkju kl. 20:30. Einstakir tónleikar með fjölbreyttri aðventu- og jólatónlist í bland við annað.Tangósveit Lýðveldisins kemur fram ásamt Agli Ólafs- syni söngvara. Ívar Helgason fremur kirkju- legan steppdans í fyrsta sinn hér á landi. Stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson. Tryggið ykkur miða í tíma. Miðasala í kirkj- unni. DÓMKIRKJAN: Aðventuhátíð barnanna kl. 11:00. Sr. Þorvaldur Víðisson hefur umsjá með stundinni en ásamt honum þjónar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Aðalhlutverkin eru í höndum barna og ungs fólks úr æsku- lýðsstarfi kirkjunnar. Skólakór Vesturbæj- arskóla syngur undir stjórn Nönnu Hlífar, Marteinn Friðriksson leikur undir með kórn- un og einnig í almennum sálmasöng. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur. Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Nemendur úr Tón- skóla Björgvins Þ. Valdimarssonar leika á hljóðfæri. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Molasopi að lok- inni guðsþjónustu. Tónleikar kirkjukórs og strengjasveitar kl. 17. M. a. verður flutt Litla orgelmessan (Missa Brevis í B-dúr) e. Jo- seph Haydn. Aðgöngumiðar seldir í kirkjunni á opnunartímum hennar og við innganginn. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Sr. Lárus Halldórsson messar. Einsöngur Björn Björnsson. Org- anisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrum þjón- andi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Karlakór Reykjavíkur syng- ur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Fluttur verður helgileikur. Organisti Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu. Jólin með Bach kl. 17:00. Aðventu- og jólasálmar. Flytjendur Schola cantorum og Björn Steinar Sólbergsson, orgel. Stjórnandi Hörður Ás- kelsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Umsjón með barna- guðsþjónustu Erla Guðrún Arnmundardóttir og Þóra Marteinsdóttir. Organisti Douglas A. Brotchie. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 10.30 á Landspítala Hringbraut. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Alex- ander Ashworth syngur einsöng og leikið er á trompet. Organisti Jón Stefánsson. Prest- ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni þar sem kveikt verður á kert- um aðventukransins en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut, Steinunni og Arnóri. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: Jólaball sunnudaga- skólans og mömmumorgna kl. 11.00. Kvöldmessa kl. 20.00. Kór Laugarneskirkju leiðir gospelsönginn, djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, María Magnúsdóttir syngur og ágæt hjón úr hverfinu svara spurningunni: Hvað gerið þið til þess að halda fjölskyldunni saman? Sr. Bjarni Karls- son þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara og fulltrúum Harðjaxlanna, sem er félagsskapur fullfrískra og fatlaðra barna. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar í Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safn- aðarheimilið. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálma- söng. Organisti Pavel Manasek. Sr. Sig- urður Grétar Helgason. Sunnudagaskóli á sama tíma. ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: GAUTABORG: Aðventuhátíð sun. 10. des. kl. 14.00. Fjölbreytt aðventudagskrá. Ís- lenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Kristins Jóhannessonar. BB-stúlkur syngja. Elín María Halldórsdóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir leika á fiðlu og selló. Ingvar Gunnarsson og Júlíus H. Sigmundsson leika á gítar og píanó. Orgelleik annast Tuula Jóhannesson. Börnin eru með á fyrri hluta aðventuhátíðarinnar en síðan er jóla- föndur í safnaðarheimilinu undir stjórn Birnu Ágústsdóttur. Kirkjukaffi. Prestur sr. Ágúst Einarsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Jólatrés- skemmtun verður kl 14.00. Við eigum stutta en helga stund í kirkjunni til að byrja með þar sem við syngjum og kveikjum ann- að kerti aðventukransins. Einnig verður nýtt altarisklæði sem Kvenfélag Fríkirkjunni gef- ur kirkjunni, helgað. Anna Sigga og Carl Möller leiða sönginn, bæði í kirkjunni og einnig er við göngum í kringum jólatréð í safnaðarheimilinu strax að lokinni stundinni í kirkjunni. Boðið verður upp á jólakaffi og smákökur, að sjálfsögðu kemur jólasveinn- inn með eitthvað góðgæti handa börnunum. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Jólastund sunnudagaskólans og Fylk- is í safnaðarheimilinu. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður kvöldsins: Guðfinna S. Bjarna- dóttir frv. rektor Háskólans í Reykjavík. Gunnar Kvaran leikur á selló og Guðný Guð- mundsdóttir á fiðlu. Halla S. Jónasdóttir syngur einsöng. Fermingarbörn flytja helgi- leik um fæðingu frelsarans. Veitingar á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá Elínar, Jóhanns, Kar- enar og Lindu. Messa kl. 14. Gerðuberg- skórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Margrét Eyjólfsdóttir, Sig- rún B. Ólafsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Valdimar Ólafsson lesa ritningarlestra og bænir. Prestur sr. Gísli Jónasson. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Kaffisala til styrktar Líknarsjóði kirkjunnar að lokinni messu. DIGRANESKIRKJA: Útvarpsmessa kl 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma. Aðventu- kvöld kl 20. Safnað fyrir Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs. Ræðumaður sr. Magnús Björn Björnsson. Helgileikur. Um tónlist- arflutning sér hljómsveit æskulýðsfélags- ins Meme. (www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu kantors. Félagar úr íþróttafélaginu Leikni tendra annað kertið á aðventukransinum og lesa ritningarlestra dagsins. Sunnudaga- skóli fer fram á sama tíma í umsjá Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur. Skemmtileg og fjöl- breytt dagskrá að vanda. Djassmessa kl.20. Björn Thoroddsen spilar eigin útsendingar á sálmum Marteins Lúthers ásamt hljómsveit. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ræðir skilning Lúthers á hlutverki tónlistar. Eftir stundina er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. GRAFARHOLTSSÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11 í Ingunnarskóla. Umsjón Þorgeir, Hlín og Björn Tómas. Veitingar og litastund á eftir. Messa kl. 14 í Þórðarsveig 3. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Tónlist annast Þorvaldur Halldórsson. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Jóhanna Edvald nemandi úr Tón- skólanum í Grafarvogi spilar á þverflautu. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Nem- endur úr Tónlistarskóla Grafarvogs leika. Undirleikari er Stefán Birkisson. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Um- sjón: Gunnar, Díana og Dagný. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Aðventuguðsþjón- usta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 14. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson söngvari syngur aðventu – og jólalög. Jólatónleikar í Grafarvogskirkju kl. 16. Kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólalög ásamt hljóm- sveit og einsöngvurunum Möggu Stínu og Ragga Bjarna. Stjórnendur: Hörður Braga- son, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Gróa Hreinsdóttir. Hljómsveit: Hörður Bragason orgel/pianó, Birgir Bragason bassi, Gróa Hreinsdóttir píanó, Kristinn H. Árnason pí- anó, Matthías Stefánsson fiðla. Aðgangur ókeypis. HJALLAKIRKJA: Jólalofgjörð með Þorvaldi kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þor- valdur Halldórsson leikur undir og syngur létta jólasöngva. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Barnakór úr Snælandsskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju kl. 20. Fjölbreytt dagskrá með aðventu- og jólasöngvum. Gestasöngvari Magnea Tómasdóttir. Organisti Lenka Má- teová. Söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Leikskólaguðsþjón- usta kl. 11. Börn frá leikskólanum Kópa- steini syngja og sýna helgileik. Að lokinni guðsþjónustu hefst jólagleði í safn- aðarheimilinu Borgum. Þar verður glatt á hjalla og börn og ástvinir ganga í kringum jólatré og syngja jólalög. Jólasöngvar fjöl- skyldunnar í kirkjunni kl. 18. Þeir verða sungnir undir forystu Sigrúnar Þorgeirs- dóttur og við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Börn úr barna- og æskulýðs- starfi sýna helgileik. Fermingarbarn, Brynhildur Þóra Þórsdóttir, leikur á selló og kvartettinn Vallagerðisbræður syngur. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Samvera í Sala- skóla kl. 11. Stoppleikhúsið sýnir jóla- leikritið Jólin hennar Jóru. SELJAKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11. Söngur, ný mynd í möppuna! Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Gerður Bolladóttir syngur ein- Guðspjall dagsins: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21.) kirkjunni verður boðið upp á kirkjukaffi í safnaðarheimilinu að Þverholti 3 í Mosfellsbæ. Sunnudagaskólinn verður á sín- um stað á sunnudaginn kl. 13.00 í Lágafellskirkju. Aðventan er undirbúningstími blessaðra jóla. Þann undirbúning er gott að eiga í húsi Guðs. Mæt- um öll og eigum saman helga stund í húsi Drottins. Prestar og sóknarnefnd Lágafellssóknar. Jólasöngvar í Kópavogskirkju HINIR árlegu jólasöngvar á að- ventu verða í kirkjunni sunnudag- inn 10. desember og hefjast kl. 18. Þar verður almennur söngur í fyr- irrúmi en hann verður undir for- ystu Sigrúnar Þorgeirsdóttur, söngkonu og kórstjóra og við und- irleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kvartettinn Vallagerðisbræður taka þátt í stundinni og syngja nokkur lög. Börn úr barna- og æskulýðsstarfi sýna helgileik og fermingarbarn, Brynhildur Þóra Þórsdóttir leikur á selló. Jóla- söngvum á aðventu lýkur á ritn- ingarlestri, bæn og blessun sem sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson annast. Verið öll hjart- anlega velkomin á góða stund fyr- ir alla fjölskylduna. Fjölskylduhátíð og æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju BOÐIÐ er til fjölskylduhátíðar á aðventu í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 10. des. kl. 11. Horft verður til jóla og tekið við fram- lögum til Hjálparstarfs Kirkj- unnar. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Lofts- dóttur við undirleik Önnu Magn- úsdóttur. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Leiðtogar sunnudagskólanna stýra hátíðinni ásamt sóknarpresti. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á góðgæti í safn- aðarheimilinu, Strandbergi. Um kvöldið kl. 20.00 fer fram æðruleysismessu í kirkjunni. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson mun stýra henni ásamt sr. Gunnþóri Þ. Inga- syni sóknarpresti. AA-maður ( Ég er kallaður Diddi ) segir sögu sína. Ræðu- og söguefni munu snúast um jólin og alkó- hólismann. Hljómsveitin Gleðigjaf- ar sér um tónlistarflutning á létt- um en björtum nótum aðventunnar. Æðruleysismessur eru öllum opnar þótt AA-menn, fjölskyldur þeirra og velunnarar AA- samtakanna hafi e.t.v. öðrum fremur sýnt þeim áhuga. Eftir messuna verður opið hús í Ljós- broti Strandbergs þar sem hægt verður að spjalla yfir kaffibolla, kexi og kökum. Allir eru velkomnir í æðruleys- ismessuna. Jólatrésskemmtun og nýtt altarisklæði helgað í Fríkirkjunni í Reykjavík STUNDIN hefst í kirkjunni kl 14.00. Eftir að við höfum sungið og kveikt á tveimur kertum aðven- tukransins, afhendir Kvenfélag Fríkirkjunnar söfnuðinum nýtt alt- arisklæði sem myndlistarkonan Messíana Tómasdóttir hefur gert í litum jólaföstunnar. Listakonan mun segja frá hugmyndunum að baki verkinu. Eftir helgun klæð- isins höldum við upp í safn- aðarheimili þar sem Lovísa bíður okkar með uppábúin borð, jólatré og veitingar. Sterkur grunur leik- ur á að jólasveinn stelist snemma til byggða þennan dag og gefi börnunum eitthvert góðgæti úr pokanum sínum. Að sjálfsögðu sjá Anna Sigga og Carl Möller um að leiða fjöldasönginn, bæði í kirkj- unni og á jólatrésskemmtuninni. Fjölmennum, Hjörtur Magni og Ása Björk Fríkirkjuprestar. Litlu jól og aðventu- kvöld í Árbæjarkirkju LITLU jól sunnudagaskólans eru sunnudaginn 10. desember og höldum við upp á það með veg- legri fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Barn verður borið til skírnar. Eftir stundina uppi í kirkju verður farið niður í safnaðarheimili og slegið upp jólaballi með íþrótta- félaginu Fylki. Kátir sveinar koma í heimsókn og útbýta góðgæti til barnanna. Um kvöldið er aðventuhátíð safnaðarins sem hefst kl. 20. Leit- ast verður við að hafa rólega og kyrrláta stund í aðdraganda jóla. Kirkjukórinn syngur nokkur jóla- lög. Ræðumaður kvöldsins er Guð- finna S. Bjarnadóttir fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. Listafólkið Gunnar Kvaran leikur á kontrabassa og Guðný Guð- mundsdóttir leikur á fiðlu. Halla S. Jónasdóttir syngur einsöng. Fermingarbörn flytja helgileik um fæðingu frelsarans Heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breiðholtskirkju ANNAN sunnudag í aðventu, sunnudaginn 10. desember, fáum við ánægjulega heimsókn í Breið- holtskirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14, en sú skemmtilega hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkj- unni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttak- endur í félagsstarfinu í Gerðu- bergi, Guðrún Sigurðardóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Sigrún B. Ólafsdóttir og Valdimar Ólafsson lesa ritningarlestra og bænir og Eðvaldína M. Kristjánsdóttir tendrar ljósið á aðventukertunum. Vakin skal athygli á því, að hér er um að ræða breyttan messu- tíma frá því sem venjulega er í Breiðholtskirkju. Barnastarfið verður hins vegar á hefðbundnum tíma kl. 11. Að messu lokinni verður kaffi- sala til styrktar Líknarsjóði Breið- holtskirkju í safnaðarheimilinu og verður þá væntanlega jafnframt gripið í hljóðfæri að hætti gest- anna úr Gerðubergi. Það er von okkar, að sem flestir safn- aðarmeðlimir og aðrir velunnarar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni og styðja síðan Líknarsjóðinn með því að þiggja veitingar á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Djassmessa í Fella-og Hólakirkju DJASSMESSA verður í Fella- og Hólakirkju sunnudagskvöldið 10. desember kl. 20. Björn Thorodd- sen spilar eigin útsendingar á sálmum Marteins Lúthers ásamt hljómsveit. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun ræða skilning Lúthers á hlut- verki tónlistar. Uppbyggileg og gefandi kvöldstund í Fella- og Hólakirkju . Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og pip- arkökur í safnaðarheimili kirkj- unnar. Aðgangur ókeypis og allir hjart- anlega velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Jólalofgjörð, barnakór og Aðventutónleikar í Hjallakirkju JÓLALOFGJÖRÐ með Þorvaldi Halldórssyni verður í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudaginn 10. des- ember kl. 11. Þorvaldur mun leika undir og syngja nokkur vel valin jólalög sem allir kunna og þekkja. Í barnaguðsþjónustu kl. 13 kem- ur barnakór úr Snælandsskóla í heimsókn og syngur undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Um kvöldið kl. 20 heldur Kór Hjallakirkju sína árlegu Aðventu- tónleika. Kórinn mun syngja að- ventu- og jólalög frá ýmsum tím- um. Einsöngvarar með kórnum verða Magnea Gestsdóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Lénka Máteová situr við orgelið en stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðs- son. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Jólafundur Safnaðarfélags Dómkirkjunnar SAFNAÐARFÉLAGIÐ heldur jóla- fund að lokinni messu í Dómkirkj- unni kl. 11 sunnudaginn 10. des- ember. Gestur er Inger Anna Aikman. Boðið verður upp á jóla- graut og smá glaðning í tilefni að- ventunnar. Allir velkomnir. Kvöldmessa í Laugarneskirkju Nú er komið að kvöldmessu des- embermánaðar í Laugarneskirkju, sunnudaginn 10. kl. 20.00. Að þessu sinni verða málefni barna og unglinga í forgrunni. María Magn- úsdóttir mun syngja, en hún veitir einnig forstöðu nýju verkefni, Harðjöxlunum, í þágu fullfrískra og fatlaðra barna á vegum kirkj- unnar, Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og foreldrafélags Laugalækjarskóla. Hjónin Svan- hvít Sveinsdóttir og Ásmundur Vilhelmsson munu svara spurning- unni: „Hvað gerið þið til að halda fjölskyldunni saman?“, mennta- skólakrakkar úr hverfinu munu flytja frumsamdar bænir, Kór Laugarneskirkju leiðir gosp- elsönginn, djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur en Bjarni Karlsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Tekið verður við framlögum til Harðjaxlahópsins við kirkjudyr og boðið upp á messukaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. Bókmenntadagskrá í Laugarneskirkju AÐ loknum kvöldsöng á þriðju- dagskvöldið 12. desember kl. 20 mun Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona lesa úr bókinni um Ólav- íu Jóhannsdóttur sem Sigríður Dúna Kristmundsdóttir skráði. Upplesturinn hefst kl. 20.30 og fer fram í safnaðarheimilinu við kertaljós og heitt súkkulaði í boll- um. Með þessari dagskrá lýkur kvöldsöng og trúfræðslu haustann- arinnar og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Fimmtudaginn 14. desember verður jólafundur eldri borgara haldinn Kl. 14. Þá mun Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur kynna bók sína um sr. Matthías Jochumsson. Einnig munu börn og unglingar frá Tónskóla Sig- ursveins leika auk þess sem kaffi- veitingar verða bornar fram í safnaðarheimilinu. Aðventukvöld í Digraneskirkju til styrktar Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs AÐVENTUKVÖLD í Digra- neskirkju í Kópavogi verður sunnudagskvöldið 10. desember kl. 20. Við undirbúum okkur undir komu jólanna með því að hugsa um hið heilaga og góða og styrkj- um þá sem eiga erfitt. Formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Sigurfljóð Skúladóttir, flytur ávarp. Hljómsveit æskulýðsfélags- ins Meme í Digraneskirkjumun leiða söng. Ingibjörg Andrea Hall- grímsdóttir og Sigríður K. Ingi- marsdóttir leika saman á þver- flautu og selló. Helgileik flytja börn úr 6.bekk Smáraskóla. Sr. Magnús Björn Björnsson, sókn- arprestur, flytur hugleiðingu. Eftir aðventukvöldið er öllum kirkjugestum boðið að þiggja veit- ingar um leið og þeir styrkja Mæðrastyrksnefnd Kópavogs með fjárframlögum. MESSUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.