Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 55 menning                          !    !  "#   $     %& '(  )*            "       +   " , -"   ## &   ! ./  ,  "# #$ %& ' ! ( )* #  + !  Tilnefningar Íslands til Bók-menntaverðlauna Norður-landaráðs voru tilkynntar nýlega. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Hallgrímur Helgason eru tilnefndir fyrir Íslands hönd og þurfa að keppa við tíu aðra Nor- ræna höfunda um verðlaunin sem verða afhent í byrjun næsta árs. Hallgrímur Helgason er til- nefndur fyrir verk sitt Rokland. Hann þekkja velflestir landsmenn, enda ekki aðeins áberandi og vin- sæll rithöfundur heldur einnig myndlistarmaður og álitsgjafi. Jón Kalman Stefánsson er líka vinsæll rithöfundur en nafn hans og andlit eru ekki eins þekkt og Hall- gríms. Jón hefur þó tvisvar áður verið tilnefndur til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, árið 2001 fyrir Sumarið bak við brekk- una og árið 2004 fyrir Ýmislegt um risafurur og tímann. Bókin sem Jón er tilnefndur fyrir núna er Sumar- ljós og svo kemur nóttin sem kom út fyrir seinustu jól og fékk Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 2005. Í henni eru sagðar nokkrar sögur íbúa smáþorps á Vesturlandi. Yndislegar sögur um líf þeirra, ást- ir og örlög á gamansaman en trega- fullan hátt.    Jón Kalman er minn uppáhalds-rithöfundur og í hvert sinn sem ég hugsa til verka hans fyllist hjarta mitt hamingju, ég brosi út í loftið og öll gagnrýnin hugsun í kolli mínum fýkur út í buskann svo ég á mjög erfitt með að skrifa á hlutlausan hátt um hann. Kynni mín af Jóni Kalman hófust á saklausum degi á bókasafninu fyrir löngu. Þar valdi ég tilviljunar- kennt nokkrar bækur, eins og svo oft áður, og var bók Jóns Birtan á fjöllunum ein af þeim sem urðu fyr- ir valinu. Ekki veit ég hvaða eld- ingu laust niður í mig við lestur hennar en eitt er víst að ég var óhæf til viðræðna meðan á lestr- inum stóð og nokkra daga á eftir, því ég sveif um í draumkenndri sælu bókaormsins sem hefur fundið rithöfundinn sinn. Strax í næstu bókasafnsferð tók ég allt annað sem komið hafði út eftir hann og gleypti í mig, síðan þetta var hefur Jón Kalman verið minn uppáhalds- rithöfundur og enginn komist ná- lægt því að steypa honum af þeim stalli hingað til. Öll verk hans hef ég lesið oftar en einu sinni og flest oftar en þrisv- ar og það er sama hvað ég les hverja bók oft alltaf hafa þær sömu áhrif á mig. Hann er einn af fáum rithöfundum sem fær mig til að hlæja upphátt eða jafnvel fella tár. Bækur Jóns eru mannlegar, með dramatískum lýsingum og íróníu, og ég sem lesandi á mjög auðvelt með að samsama mig þeim. Hann skrifar um hið hversdagslega líf á töfrandi hátt og persónur hans hef- ur maður hitt sjálfur einhvern tím- ann á lífsleiðinni og aðstæður þeirra eru ekki ókunnar þó eins og í góðum skáldskap allt sé nokkuð ýktara en raunveruleikinn. Jón, sem er fæddur 1963, kom fyrst fram á sjónarsviðið sem ljóð- skáld árið 1988 og gaf út þrjár ljóðabækur í lok níunda áratugar- ins og í upphaf þess tíunda, árið 1996 kom út fyrsta skáldsaga hans, sem er reyndar oftar flokkuð sem smásagnasafn, og síðan þá hafa komið út eftir hann fimm skáld- sögur. Það má sjá mörg lík stef með ljóðum Jóns og skáldsögum og er þá sérstaklega hin mikla áhersla á tímann og tungumálið áberandi. Jón skrifar skáldsögur með frá- sagnaraðferð sjálfsævisögu, þar sem sögumaðurinn lítur til baka í tíma og segir frá lífi sínu eða ein- hverju sem hann hefur orðið vitni að. Hann skrifar sögur sínar í fyrstu persónu eintölu eða fleirtölu sem er frekar óvenjulegt en ekki óviðeig- andi því sögumaðurinn/mennirnir verða fyrir vikið nálægir lesand- anum, segja honum sögurnar af mikilli einlægni og trúa honum jafnvel fyrir leyndarmálum. Texti hans er ljóðrænn og skemmtilegur, stundum með svolít- ið uppskrúfuðu málfari en mikilli íróníu. Miðað við sinn tíma þykir sumum Jón Kalman ekki vera á sömu bylgjulengd og mörg samtíðarskáld hans. Jón skrifar um sveitina, róm- antíkina, fortíðina og barnæskuna meðan stíll margra nútímaskálda er mjög malbikaður. En það er ein- mitt þessa íslenska einlægni í sög- um Jóns sem gerir þær svo heill- andi. Persónurnar eru samkvæmar sjálfum sér líkt og sögurnar og hann hefur fundið sinn stall sem rit- höfundur með þessu umfjöllunar- efni. Það verður spennandi að sjá hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á næsta ári en að öðrum ólöstuðum finnst mér Jón Kalman eiga þau svo sannarlega skilin ef ekki Nóbelinn líka. Allt nokkuð ýktara en raunveruleikinn Bestur? Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er tilnefndur til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Sumarljós og svo kemur nóttin. AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » Texti hans er ljóð-rænn og skemmti- legur, stundum með svolítið uppskrúfuðu málfari en mikilli íróníu. Morgunblaðið/Einar Falur ingveldur@mbl.is JÓEL Pálsson hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra djasslista- manna og er þetta fjórða skífan sem hann gefur út með eigin hljóm- sveit auk þess að hafa leikið inná dúettskífur með Eyþóri Gunnars- syni og Sigurði Flosasyni; maður nefnir ekki all- ar hljóðvers- skífurnar. Skíf- ur Jóels hafa jafnan verið heilsteypt listaverk, enda er hann með afbrigðum frjór í tónhugsun sinni, en þessi finnst mér sú besta sem hann hefur enn hljóðritað. Hér tekst honum að sameina ljóðræna heiðríkju ballöðunnar, grófleika djassrokksins og hita djassspunans á þann hátt að ópusarnir níu fallast í faðma í eina voldugri heild. Fyrst fannst mér að hann hefði átt að tengja þá saman og fella út ópus 8, „Just give the man what he orde- red“, stórskemmtilegan brag af Gramsættinni; en hvað þá með ópus sjö, „Filter“, sem er nokkuð sömbu- skotinn? En eftir að hafa hlustað fjölmörgum sinnum á skífuna held ég að að svona eigi hún að vera. Svítan mikla bíður bara bak við fjöllin háu.. Hrynveggurinn, sem er Miels- ískur í eðli sínu, er frábærlega byggður af hinum reyndu rafdjass- meisturum Hilmari og Matthíasi og Flísurum ungu, Davíð Þór og Valda Kolla. Trommuheila hef ég vart heyrt notaðan af meiri smekkvísi. Burstarnir hjá Matta, kontrinn hjá Valda Kolla, hammondið hjá Davíð og rafgítar Hilmars magna sveifl- una galdur spennunar. Upphafs- ópus skífunnar, „Innri“, býr yfir þeirri innbornu fegurð er fær mann til að sjá heiminn í bjartara ljósi. Strax og Jóel blæs fyrsta tóninn er greinilegt að hér er á ferð norrænn maður. Í honum speglast norrænn djass frá Lars Gullin til Jan Garba- reks – og svo er víðast á þessari skífu. Þesi oft óskýranlegi norræni andi svífur yfir djassvötnunum þar- sem rokk og raftónlist búa í djúp- unum og sjá: allt verður það eitt í samspuna sem oft er töfrum lík- astur. Í fjórða ópusnum, „Broti“, er spennan ógnvekjandi og hljóðmúr- inn vekur minningar um Hring Wagners þar til Jóel springur út í sólói með íslensku kennimarki. En það er víða leitað fanga og í næsta ópusi, „Plasma“, er klassíski djass- inn nærri og í „Jörð“ er skotist úr norðrinu suðurá bóginn um stund. Í lokaópusnum, „Eftirmála“, ríkir tónn norðursins yfir hrynfestunni og í mýkt hans sem hörku má greina bæði frost og funa, beyki- skóg og beitilyng. Hér eru orð notuð til að reyna að lýsa því ólýsanlega, en tónlistin verður aðeins upplifuð með að hlusta – hvort sem er á diskinn eða þegar þessir frábæru fimmmenn- inga leika tónlist Jóels á Múlanum í desember. Að lokum: Þessi frábæri tenórtónn Jóels er einhver sá magnaðasti er heyrist austan Atl- antshafs. Dramatísk fegurð TÓNLIST Geisladiskur Jóel Pálsson tenórsaxófón, Hilmar Jens- son raf- og kassagítar, Davíð Þór Jónsson píanó, hammondorgel og Minimoog, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontra- og rafbassa og Matthías M. D. Hem- stock trommur, slagverk og trommu- heila. Hljóðritað í Heita pottinum,Reykja- vík, 15-17. ágúst 2006. Kvintett Jóels Pálssonar - Varp Vernharður Linnet smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.