Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 35

Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 35
endum, sem þóttust vita betur. En Ripley stóð við þá staðhæfingu og jafnframt að 48 klukkustundir væru í sólarhringnum, blóm æti mýs, fisk- ur klifraði í trjám og að Napóleon hefði farið yfir Rauða hafið, eins og Móses, á þurru landi. Ripley færði sig um set til New York Post árið 1923 og fjórtán ára ferill hans í útvarpi hófst árið 1930, en ári áður gerði hann samning við fjölmiðlarisann William Randolph Hearst. Hearst fjármagnaði ferðalög Ripleys um heiminn og varð bein út- sendingin smám saman aðalsmerki þáttanna, meðal annars neðansjávar, úr lofti, úr hellum með snákagryfjum og erlendis frá. Fyrsta Ripley-safnið var opnað í Chicago árið 1933 og árið 1936 var Ripley valinn vinsælasti maður Ameríku, vinsælli en forset- inn. Þegar seinna stríð braust út hætti Ripley um tíma að ferðast út fyrir landsteinana og stýrði útvarpsþátt- unum „Seeing America First“. Og árið 1949 kom loks að því að hann fengi eigin sjónvarpsþátt. En það varði ekki lengi, því í þrettánda þætti hneig hann niður við tökur vegna hjartabilunar og lést. Þegar Ripleys var minnst í heimabænum Santa Rosa í Kaliforníu var við hæfi að kirkjan, þar sem athöfnin fór fram, hafði verið smíðuð úr aðeins einni risafuru. Og það var eftir Ripley að hann sneri út úr dauðanum sjálfum. Fyr- irtækið sem ber hans nafn er við hestaheilsu og rekur söfn um allan heim, ekki aðeins í anda Ripleys, heldur einnig draugahús, söfn helg- uð Heimsmetabók Guinness og af- þreyingargarða af ýmsu tagi. Nú er unnið að kvikmynd um hann, sem ber heitið „Ótrúlegt en satt!“ og leik- ur Jim Carrey aðalhlutverkið. Gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd 2009. Metsölubók með sama nafni kom út árið 2004 og í íslenskri þýð- ingu núna fyrir jólin á Íslandi og sett hefur verið upp sýning á ýmsum furðulegum hlutum hvaðanæva úr heiminum í verslunum Hans Peter- sen, meðal annars smækkuðu mannshöfði, blaðurbeisli fyrir konur og mannætugöfflum. Ripley er því aftur mættur til Íslands, árið 2006, tæpum 80 árum eftir fyrstu Íslandsheimsóknina.Sápukúla Guðs Robert Ripley kallaði Geysi sápukúlu Guðs. Stromplaust Ripley sagði að á Hótel Laugarvatni væru ekki reykháfar. Skreiðarbrauð Konur á Íslandi notuðu að sögn Ripleys mulda skreið sem hveiti. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.