Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 51

Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 51 UMRÆÐAN FÁIR hafa á undanförnum árum veizt eins að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið og íslenzkir Evrópusambandssinnar sem sjá samninginn nú fyrir sér sem hindrun í vegi þess að koma Ís- landi inn í Evrópu- sambandið ólíkt því sem áður var þegar honum var ætlað að koma okkur inn í sambandið bakdyra- megin. Það er því broslegt að sjá Andr- és Pétursson, for- mann Evrópusamtak- anna, saka þá, sem ekki vilja að Ísland verði hreppur í þessu fyrirhugaða evrópska stórríki, um að finna samningnum flest til foráttu í grein í Morg- unblaðinu 3. desember sl. Andrés hafnar því alfarið að aðr- ir möguleikar kunni að standa Ís- landi til boða í samskiptum við Evrópusambandið en annaðhvort EES-samningurinn eða aðild að sambandinu. Tvíhliða samningar við sambandið, líkt og Sviss hefur gert með góðum árangri, standa ekki Íslandi til boða að hans sögn. Þó er staðreyndin sú að þetta hef- ur nánast ekkert verið kannað og Andrés því ekki í aðstöðu til að fullyrða neitt um það frekar en aðrir. Eðlilega vill hann þó alls ekki að möguleikum Íslands fjölgi í stöðunni og væri væntanlega fegn- astur ef aðeins ein leið stæði Ís- landi til boða, þ.e. aðild að Evrópu- sambandinu. Þeir sem hins vegar hafa það að markmiði að tryggja hagsmuni Ís- lands og íslenzku þjóðarinnar sem bezt hverju sinni, hvort sem það er í samskiptum við Evrópusam- bandið eða aðra, vilja eðlilega að sem flestar leiðir séu skoðaðar í þeim efnum en ekki einblínt á eina leið eins og t.d. Evrópusambands- sinnar gera. Markmiðið hlýtur ávallt að vera að tryggja hagsmuni Íslands sem bezt hverju sinni, en ekki leiðirnar sem farnar eru í því skyni. En áróður Evrópusam- bandssinna er þvert á móti sá að Evrópusambandsaðild sé aðeins tímaspursmál. Skilaboðin eru m.ö.o. þau að íslenzka þjóðin muni ekkert hafa um málið að segja þegar upp er staðið. Henni sé nauðugur einn kostur og því sé allt eins gott að láta af öllum mótþróa strax. Það er nauðsynlegt að kannað sé með ít- arlegum og upplýstum hætti hvort sú leið, sem Svisslendingar hafa farið til að tryggja hagsmuni sína gagnvart Evrópusam- bandinu, geti hentað okkur Íslendingum betur en EES- samningurinn. Reynsla Svisslend- inga af tvíhliða samningum við sambandið er jákvæð og samning- arnir njóta stuðnings öruggs meirihluta svissneskra kjósenda. Það hafa ítrekaðar þjóðaratkvæða- greiðslur um þá sýnt og sannað svo vitnað sé í Christu Markwal- der Bär, formann svissnesku Evr- ópusamtakanna, sem kom hingað til lands sl. haust og flutti erindi á fundi á vegum íslenzku Evrópu- samtakanna. Ummæli Markwalder Bär eru einmitt sérstaklega athyglisverð í ljósi stöðu hennar sem formanns þeirra samtaka sem hafa það markmið eitt að koma Sviss inn í Evrópusambandið. Hún hefur því nákvæmlega enga ástæðu til að segja nokkuð jákvætt um tvíhliða samningana við sambandið. En ekki einu sinni hún getur þó annað en gengizt við þeirri góðu reynslu sem Svisslendingar hafa af haft af þeim. Það segir meira en flest ann- að og ætti eitt og sér að vera nægt tilefni til að veita þeirri leið sem Sviss hefur farið meiri athygli en verið hefur hér á landi. Evrópusamtökin og haagsmunir Íslands Hjörtur J. Guðmundsson gerir athugasemd við grein Andrésar Péturssonar um Evrópumál »Reynsla Svisslend-inga af tvíhliða samningum við sam- bandið er jákvæð og samningarnir njóta stuðnings öruggs meiri- hluta svissneskra kjós- enda. Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í Heims- sýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum. TENGLAR .............................................. www.heimssyn.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali LAMBASEL - FOKHELT Nýtt einbýlishús í Lambaseli. Húsið er að verða fokhelt. Húsið er pallahús sem skiptist á þrjá palla. Bílskúr fylgir húsinu og er húsið í functional stíl. Húsið er skv. FMR 240,0 fm með bílskúrn- um sem er 37,2 fm. Gert er ráð fyrir að húsið verði fokhelt f. ára- mótin 2006-7. 6326 ÁSVALLAGATA - STANDSETNING/BYGG- INGARRÉTTUR OPIÐ HÚS - LÆKJARFIT 12 - 1. H. - EINB. Glæsilegt 400,5 fm einbýlishús með innbyggðum 45,4 fm bílskúr á frábærum stað. Húsið hefur allt verið endurbyggt, stækkað og byggt við það. Skipulag hússins hefur einnig verið endurskipulagt og nánast allt endurnýjað, s.s. gólfefni, skápar, innréttingar, bað- herbergi, eldhús, lóð o.fl. Lóðin er öll nýstandsett, hellulögð með lýsingu, timburveröndum til suð- urs o.fl. 6333 BYGGINGARLÓÐ VIÐ FURUGERÐI Glæsilegt 230 fm einbýlishús á einni hæð sem skiptist í anddyri, 3 svefnh., baðher- bergi, tvær stofur, eldhús, bílskúr og möguleika á aukaíbúð í rými við hlið bílskúrs. Stór lóð er með húsinu sem gefur möguleika á að byggja um 280 fm hús á lóðinni sem væri sérbygging. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15. V. 59,0 m. 6265 ANDRÉSBRUNNUR 9 - 3. H. V. SÚLUHÓLAR - ÚTSÝNI 3ja herb. 79 fm falleg íbúð á 1. hæð með fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn. Húsið er í mjög barnvænu hverfi rétt við einstaka útivistarparadís. Ákv. sala. V. 16,9 m. 6328 KRÍUHÓLAR Falleg 45 fm 2ja herbergja íbúð á 6. hæð með yfirbyggðum svölum og fallegu útsýni. Eignin skiptist í hol, baðherbergi, stofu/eldhús og herbergi. Yfirbyggðar svalir út af herberginu. V. 10,9 m. 6332 Höfum fengið í sölu 3.700 fm lóð við Furugerði í Reykjavík. Lóðin, sem er leigulóð af hálfu Reykja- víkuborgar, er um 3.700 fm. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn má byggja á lóðinni. Á lóðinni stendur í dag einbýlishús auk tveggja gróðurhúsa. Staðsetning lóðarinnar er afar miðsvæðis og býður upp á ýmsa möguleika. Tilvalið tækifæri fyrir bygginga- verktaka. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson. 6309 Falleg 130 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílgeymslu. 4 svefnh., stofa, eldhús, þvottah. innan íb. og svalir í suður. Góð aðkoma. Húsið er steinað að utan. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13- 15. Sigurður á bjöllu. V. 29,4 m. 6323 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Til sölu/leigu við sjávarsíðuna, glæsil. nýtt 1012 fm. atvinnuh. Húsnæðið skiptist þannig: Salur ca 500 fm. Lofthæð allt að 8 m, nokkrar góðar innkeyrsludyr. Verkstæði/lager ca 250 fm. með 3 m lofthæð. Efri hæð: skrifstofur, starfsmannaaðstaða, glæsil. útsýni, ca. 250 fm. Rúmgóð athafnalóð, hellulögð, góð aðkoma. Vönduð eign. Húsnæðið er til afhendingar mjög fljótlega. Allar nánari uppl gefa Hilmar og Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. s.520 7500. Vesturvör - Kóp. - Atvinnuhúsnæði 36 hektara land, beitarland til sölu, í Vestur-Landeyjahreppi í 120 km fjar- lægð frá Reykjavík. Öll grasigróin og steinlaus. Landið er afstúkað með skurðum og rennandi vatni. Á landinu stendur vatnið Kuggavatn sem er u.þ.b. 1/2 hektari. Ótæmandi ræktunarmöguleikar. Lítið hefur verið beitt á landinu í gegnum tíðina .Verð 12,5 millj. 3106 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali BEITARLAND TIL SÖLU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.