Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 64

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 64
|sunnudagur|10. 12. 2006| mbl.is Rappsveitin Forgotten Lo-res sendi nýverið frá sérsína aðra plötu, Fráheimsenda. Þrjú ár eru síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út, en hún heitir Týndi hlekkurinn og fékk góða dóma gagnrýnenda á sínum tíma. Birkir B. Halldórsson, einn af röppurum sveitarinnar, vill þó meina að nýja platan sé enn betri. „Okkur finnst það og þeir sem hafa heyrt hana eru sammála því,“ segir Birkir. „Við vönduðum okkur mikið við gerð þessarar plötu en við gerðum hana samt ofboðslega hratt. Við tókum meirihlutann af henni upp í Danmörku á þremur vikum í sumar. Hún er tæknilega betri en Týndi hlekkurinn, og við erum bara mjög ánægðir með hana,“ segir Birkir, sem skipar sveitina ásamt þeim Benedikt Frey Jónssyni, Kristni Helga Sævarssyni, Baldvini Þór Magnússyni og Ársæli Þór Ingvasyni. Ástkæra ylhýra Aðspurður segir Birkir þá félaga hafa þroskast töluvert á þeim þrem- ur árum sem liðin eru frá síðustu plötu. „Svo hugsa ég að það skipti máli að við erum ekki feimnir við að gera það sem við viljum. Við göng- um óhikað til verks við það sem við viljum gera og ætli það sé ekki part- ur af þroskanum,“ segir hann, og bætir því við að góð og gild ástæða sé fyrir því að þrjú ár hafi liðið á milli platnanna. „Við höfum verið á flakki um Evrópu síðustu ár og ekki verið mikið saman síðan 2003. En við gáfum okkur loksins tíma í sum- ar til þess að gera þetta, og gerðum það vel.“ Allar rímurnar á nýju plötunni eru á íslensku og segir Birkir að þeir félagar hafi snemma tekið ákvörðun um að rappa á móðurmál- inu. „Á sínum tíma vorum við hvatt- ir til að rappa á íslensku því málið væri að rappa á okkar tungumáli fyrir Íslendinga ef við fyndum leið- ina til þess að gera það vel. Við tók- um þeirri áskorun og okkur fórst það vel úr hendi þannig að við ákváðum að halda því áfram,“ segir Birkir. „En við höfum líka gert lög á ensku, við gerðum það þegar við stofnuðum hljómsveitina enda heitir hún ensku nafni.“ Hvað innihald textanna varðar segir Birkir að hug- myndirnar komi víða að. „Við ákváðum að rappa bara um allt frá daglegu amstri yfir í helgardjamm- ið, og svo út í túlkun okkar á raun- veruleikanum,“ segir hann, en neit- ar því hins vegar að hljómsveitin sé pólitísk. „Ekki á þessari plötu, alla- vega ekki mjög. En við leyfum einni og einni setningu að laumast inn. Svo er þarna eitt lag, Áttu heimili, það er kannski ekki beint pólitískt en það hvetur mann til þess að horfa í kringum sig og sjá hvað maður hefur það gott miðað við meirihlut- ann af heimsbyggðinni.“ Birkir seg- ir einfalda skýringu á tilkomu nafns- ins Frá heimsenda. „Þetta er eina tillagan sem kom um nafn á plötuna, við vorum búnir að vera lengi að hugsa um nafn og vorum fyrst ekk- ert á því að nota þetta því okkur fannst það of þungt. En því lengur sem við hugsuðum um það, því bet- ur líkaði okkur við það,“ segir hann. „Þetta á að þýða að við komum frá heimsenda og dúndrum á ykkur góðu hipphoppi. Svo er líka umræða í gangi um heimsenda, að hann sé að nálgast, og pólitíkin úti í heimi mið- ast mikið við að hann sé í nánd. Þannig að okkur fannst þetta vera flottur titill, auk þess sem þetta er auðvitað vetrarplata.“ Rímur og bakstur Hver sá sem hlustar á nýju plöt- una heyrir fljótlega að þeir félagar eru engir nýgræðingar í rappinu því þeir hafa mjög gott vald á rímunum. Birkir segir ekkert sérstaklega erf- itt að ná tökum á þeirri list. „Nei, ekki þegar maður er kominn inn í það. Þetta er eins og með allt annað, maður finnur sér eitthvað að gera og gerir það í svolítinn tíma og til- einkar sér það. Þetta er bara eins og bakari sem þarf að vera í eldhúsinu í nokkur ár áður en hann getur farið í bakaríið og selt.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum hinn 29. desember og er miðasala þegar haf- in á midi.is og í verslunum Skíf- unnar. Birkir segir að tónleikagestir megi eiga von á góðu. „Við lofum mikilli stemningu og gleði.“ Tónlist | Rappsveitin Forgotten Lores sendir frá sér nýja plötu sem nefnist Frá heimsenda Heimsendarímur og rapp Þroskaðir „Við göngum óhikað til verks við það sem við viljum gera og ætli það sé ekki partur af þroskanum.“ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is www.myspace.com/for- gottenlores staðurstund Birtur er kafli úr bókinni Óvin- um ríkisins sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverð- launanna. » 66 bækur Heather Mills hefur ákveðið að flytja hluta máls síns sjálf fyrir dómi en hún er að skilja við Paul McCartney. » 77 fólk Árni Matthíasson skrifar um hinn afkastamikla Sufjan Ste- vens sem hélt nýlega tónleika í Fríkirkjunni. » 69 tónlist Óttar Sveinsson skrifaði bókina Útkall, Leifur Eiríksson brot- lendir þar sem fjallað er um flugslysið á Sri Lanka. » 66 bækur Blóm eru smá, frumraun Ívars Bjarklind á tónlistarsviðinu, fær fjórar stjörnur af fimm mögu- legum hjá gagnrýnanda. » 73 dómur                 NÆSTKOMANDI þriðjudag hefst upplestrarröðin Jólahrollur í há- deginu þar sem lesið verður upp úr nýjum íslenskum skáldsögum klukkan 12.15 á hverjum degi til og með Þorláksmessu. Riðið er á vaðið með Konungsbók Arnaldar Indriðasonar, en Ingvar E. Sigurðsson les. Meðal þeirra sem lesa úr verkum sínum fram að jólum eru Ævar Örn Jósefsson, Stefán Máni, Bragi Ólafsson, Steinar Bragi og Yrsa Sigurðardóttir en Stella Blómkvist sendir leikkonuna Ólafíu Hrönn til að lesa upp fyrir sig. Sérstök athygli er vakin á því að Konungsbók sú sem bók Arnaldar Indriðasonar er nefnd eftir er Kon- ungsbók Eddukvæða, en handrit hennar, frá um 1270, er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðmenningarhúsið Jólahrollur fram að jólum. Jólahrollur í Þjóðmenningarhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.