Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 339. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EINGÖNGU ÞOL BRYNDÍS LAUK HÁLFUM JÁRNKARLI SKÆLANDI EN STEFNIR Á HEILAN >> 25 11 dagar til jóla GRÍPANDI SÖNN SAGA MBL. 21.–27.NÓV. 2006 – ALMENNT EFNI Sími 562 2600 Í þessari bók segja Íslendingarnir fimm, sem björguðust þegar Leifur Eiríksson brotlenti á Sri Lanka, og Flugleiðaáhöfnin, sem beið þeirra á flugvellinum, í fyrsta skipti alla söguna. Frásagnir Óttars Sveinssonar hafa í meira en áratug verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga. SELST hafa 100.000 smáskífur af lagi Mána Svav- arssonar Bing Bang úr Latabæjarþáttunum og var hún í fjórða sæti smáskífulistans í Bretlandi sl. sunnudag. Þetta þýðir að platan hefur náð gullsölu. Von er á nýjum sölutölum í dag. „Það er kannski ekki á hverjum degi sem maður dettur niður á svona lag. Þetta er auðvitað lítið dægurlag en það er eitthvað grípandi við það og það verður ekki svo ýkja leiðigjarnt við hlustun,“ segir Máni. Í umfjöllun um breska smáskífulistann segir tónlistargagnrýnandinn James Masterson að þótt líklega kaupi enginn yfir tíu ára aldri plötuna þá sé um frísklegt og barnvænt skandinavískt popp að ræða. „Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er Bing Bang í rauninni ein af bestu og ánægjulegustu poppskífum ársins,“ segir Masterson. | 40 Máni í gullplötu „Ein af bestu poppskífum ársins“ Söngfuglinn Solla stirða Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LÖGREGLAN í Bret- landi telur líklegt, að lík kvennanna tveggja sem fundust í nágrenni Ips- wich-borgar í gær séu af vændiskonunum tveim- ur sem hefur verið sakn- að, en lík þriggja hafa þegar fundist. Morðin hafa vakið gríðarlega at- hygli og vangaveltur verið uppi um að morðinginn sé líklega hvít- ur karl á þrítugs- eða fertugsaldri, en lík fyrstu konunnar fannst 2. desember sl. Gísli H. Guðjónsson, prófessor í réttar- sálfræði við King’s College við Lundúnahá- skóla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi mörg dæmi þess, að raðmorð- ingjar myrtu vændiskonur í Bretlandi. „Þetta er auðveldur hópur fyrir raðmorð- ingja. Þetta eru konur sem geta ekki varið sig. Við þetta bætist, að lögreglan rannsak- ar stundum lát slíkra kvenna síður en önnur morðmál. Nú er mikið rætt um það í Kan- ada hvers vegna lögreglan hafi brugðist svo seint við eftir að í ljós kom að hvörf margra vændiskvenna, sem síðar reyndust hafa verið myrtar, voru ekki rannsökuð.“ Gísli sagði sálarlíf morðingjanna slæmt. „Það er þekkt að hatur á kvenfólki og reiði samfara afneitun brjótist svona út. Sumir fá útrás með því að drepa konu, það losar um bældar tilfinningar. Þeir geta oft ekki tekið höfnun en flestir sem drepa glíma við veik- leika, eymd og minnimáttarkennd.“ Geta verið myndarlegir menn „Þetta geta verið myndarlegir menn sem eru í sumum tilfellum vel menntaðir. Mín reynsla er sú, að þeir hafa brenglaðar hug- myndir um vændiskonur og líta á þær sem „viðbjóð“. Raðmorðingjar eru frábrugðnir öðrum morðingjum á þann hátt, að enginn myndi gruna þá um morð.“ Spurður um hugsanleg áhrif gífurlegrar fjölmiðlaumfjöllunar á atferli slíkra morð- ingja sagði Gísli mögulegt, að hún örvaði þá. „Sumir persónuleikatruflaðir einstak- lingar fremja morð til að fá á sig stimpil al- ræmds aðila. Umfjöllunin gefur þeim vissa athygli. Aukin umfjöllun getur aukið líkurn- ar á því að þeir fremji morð, þótt það sé ein- staklingsbundið. Þetta samband hefur hins vegar ekki verið nógu mikið rannsakað.“ Reuters Rannsókn Lögreglumenn leita kvenn- anna sem saknað var í nágrenni Ipswich. Fimm kon- ur fundist myrtar Mikil umfjöllun talin geta örvað raðmorðingjann Gísli H. Guðjónsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BÖRN sem búa við fátækt á Ís- landi hreyfa sig minna en önnur börn, borða sjaldnar hollan mat og eru líklegri til að vera of þung og feit samkvæmt niðurstöðum sem fengist hafa úr hluta rannsóknar- innar Heilsa og lífskjör skólanema. Rannsóknin er hluti fjölþjóðlegrar samanburðarrannsóknar 40 landa sem unnin er að tilstuðlan Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og er þátttaka Íslands samstarfsverk- efni Lýðheilsustöðvar og Háskól- ans á Akureyri. Í þeirri könnun sem nú hefur verið birt er ýmist unnið úr svörum allra þátttakenda í 8. og 10. bekk eða 50% úrtaki 10. bekkinga. Könnunin sýnir að ríflega 4% barna í 8. og 10. bekk telja fjár- hagsstöðu fjölskyldunnar slæma eða mjög slæma. Ávaxtaneysla 10. bekkinga var þannig að tæp 5% frá fjölskyldum með slæma eða mjög slæma fjárhagsstöðu borðuðu ávexti oft á dag en hjá þeim sem voru í fjölskyldum með mjög góða fjárhagsstöðu var hlutfallið rúm 15%. Þá voru rúm 13% 10. bekk- inga frá efnaminnstu fjölskyldun- um of feit en tæp 4% úr efnamestu fjölskyldunum. Svipuð gjá var á milli þeirra fátækustu og efna- mestu þegar spurt var um viðhorf til skólans. Rúm 22% þeirra efna- minnstu sögðust líka mjög vel í skólanum en tæp 42% af þeim efnamestu. Þá var fiskneysla umtalsvert al- gengari hjá efnameiri fjölskyldun- um en hjá þeim fátækari. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra segir sárt að vita af fólki í fátækt og leggur áherslu á þátt- töku Íslendinga í Ári jafnra tæki- færa á vegum ESB árið 2007 auk þess sem hann vill skoða mögu- leika á aðgerðaáætlun vegna fjöl- skyldna með lök kjör. Fátækustu börnin hreyfa sig minna en önnur börn Borða minna af hollmeti og ávöxtum og eru þyngri en börn efnameiri foreldra Í HNOTSKURN »Nærri fjórðungur 10.bekkinga frá efna- minnstu fjölskyldunum hreyfir sig einu sinni í mánuði eða sjaldnar utan venjulegs skólatíma. Hlut- fallið er miklu lægra hjá þeim efnamestu, eða tæp 11%. »Að mati Lýðheilsu-stöðvar er hreyfing sem nemar fá á skólatíma langt í frá nægjanleg. Því er mikilvægt að börn séu hvött til hreyfingar.  Vantar töluvert | miðopna ANDRI Már, sem er aðeins tveggja mánaða myndarstrákur, er í hópi gjafmildra Íslendinga sem lagt hafa jólapakka undir jólatré í Kringlunni en pakkana fá börn skjólstæðinga Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur og Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Söfnunin gengur vel en sam- tökin sem að söfnuninni standa hvetja landsmenn til að taka höndum saman og setja enn fleiri pakka undir tréð. Höfuðborgarbúar eru ekki þeir einu sem geta aðstoðað því Ís- landspóstur sér um að senda pakka frá fólki utan af landi, end- urgjaldslaust. Síðasti dagurinn sem tekið er á móti pökkum í Kringlunni er mið- vikudagurinn 20. desember.Morgunblaðið/Ásdís Allir fá þá eitthvað fallegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.