Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öðruvísi gjafakörfur n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Heilnæmt, hollt og framandi... Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HAFNARSVÆÐI í bland við íbúabyggð með bryggjuhverfi á Kársnesi er það sem bæjaryf- irvöld í Kópavogi sjá fyrir sér í framtíðinni. Haldinn verður íbúa- fundur í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20 í Salnum til að kynna hug- myndir bæjaryfirvalda. Ekki er um að ræða lögbundið skipulagsferli heldur ber að skoða kynninguna sem umræðugrund- völl að fyrirhugaðri byggð. M.a. er gert ráð fyrir 8 hæða hótelturni á Kársnesi, landfyllingum og nið- urrifi atvinnuhúsnæðis vegna hugmynda bæjarins. Einar K. Jónsson, skipulags- stjóri Kópavogs, segist búast við athugasemdum og hugmyndum frá íbúum og tekið verði tillit til þeirra við skipulagsferlið. „Svæðinu er skipt niður í tíu reiti og hugmyndir [fund- armanna] við hvern reit verða teknar niður og jafnframt geta íbúar Kópavogs og aðrir skoðað kynninguna á heimasíðu [Kópa- vogs, kopavogur.is] og komið með athugasemdir til skipulags- yfirvalda í Kópavogi fram til 1. febrúar,“ segir hann. Einar segir verða tekið tillit til ábendinga um mögulegar jarðfræðiminjar á svæðinu og for- dæmi séu fyrir tilhliðrunum á skipulagi bæjarins vegna minja. „En hvert mál verður að skoða fyrir sig,“ segir hann. „Að hluta til eru byggingar á þessu svæði fyr- ir, þ.e. gamalt iðnaðarhúsnæði sem verður rifið og annað byggt í staðinn.“ Smábátahöfn á milli húsa Í fréttatilkynningu Kópavogs- bæjar segir að í kjölfar mikillar umræðu á síðustu árum um skipu- lag vestast á Kársnesi og beiðni lóðahafa um breytt ástand á nú- verandi fyrirkomulagi byggðar sem sé í töluverðri niðurníðslu, hafi skipulagsyfirvöld í Kópavogi hrint í framkvæmd hugmynda- og skipulagsvinnu á svæðinu og lagt fram tillögu að fyrirkomulagi byggðar á því svæði sem nú sé að stærstum hluta skilgreint í Að- alskipulagi Kópavogs 2000–2012 sem endurbótasvæði. Gert er ráð fyrir að í Að- alskipulagi Kópavogs 2000–2012 verði unnið að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði og tekið fram að sú vinna geti falið í sér breytta notk- un húsnæðis, stækkun þess eða byggingu nýs húsnæðis. Einnig er fjallað um Kópavogshöfn og tekið fram að markmiðið sé að efla starfsemi tengda sjósókn og flutn- ingum á sjó. Unnið verði að þessu markmiði með því að efla hlutverk Kópavogshafnar á sviði viðgerða og þjónustu og að stækka beri hafnarsvæðið með landfyllingum. Ekki var gerð tillaga um nýting- arhlutfall á endurbótasvæðum við endurskoðun Aðalskipulagsins. Að sögn Einars er gert ráð fyr- ir að í framtíðinni verði á Kárs- nesi eina bryggjuhverfi landsins þar sem að smábátahöfn verði inni á milli húsanna. Því fylgi strandfylling og jafnframt land- fylling sem fylgir stækkun hafn- arsvæðisins. „Það er rétt að taka fram að þegar Atlantsskip fara, mun skipaferðum fækka úr fimm ferð- um á viku í þrjár til fjórar,“ segir hann. Segir hann að íbúabyggð á svæðinu muni þola skipaumferð og segir jafnframt að eðlilegt sé að blanda saman hafnar- og íbúa- svæðum. Fordæmi séu fyrir slíku erlendis frá. Bendir hann á að á hafnarsvæðinu verði vöruskemma fyrir BYKO og umferð flutn- ingabíla verði dreifðari um hverf- ið með því að uppskipun á hafn- arsvæðinu verði inn á vöruhótel BYKO og síðan bílflutningar það- an á daginn þegar umferðarálag er sem minnst. Arkitektastof- urnar Alark, KRark, GP hönnun, Storð og Gláma-Kím hafi í sam- starfi við bæjarskipulagið lagt grunn að hugmyndavinnunni sem kynnt verður af Línuhönnun. Hótelturn og vöruhótel í kortunum á Kársnesi Framtíðin Gert er ráð fyrir smábátahöfn og átta hæða hótelturni í sambúð með hafnarsvæði og vöruhóteli á Kársnesi framtíðarinnar samkvæmt hugmyndum bæjaryfirvalda í Kópavogi. Hugmyndir bæjaryfirvalda um Kársnesið kynntar á íbúafundi í kvöld Bryggjuhverfi Verslun, hótel og fjölbýli við smábátahöfnina.        ! "#$   %   & '  ("#$   Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is VAFI leikur á því hvort það standist félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinn- ar að leggja gjöld á aflaverðmæti smábáta og fiskiskipa samkvæmt lög- um og dreifa þeim til hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sama gildir um álagn- ingu búnaðargjalds að því er varðar búgreinasambönd og einhverjar úr- bætur þarf að gera varðandi Bænda- samtök Íslands, en líklega stenst þessi framkvæmd varðandi búnaðar- sambönd og álagning iðnaðarmála- gjalds sem rennur til Samtaka iðn- aðarins, stenst samkvæmt niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá því í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu starfs- hóps sem forsætisráðherra skipaði snemma árs í fyrra til þess að yfirfara gjaldtöku í þágu félagasamtaka, en starfshópurinn var settur á laggirnar í framhaldi af áliti umboðsmanns Al- þingis frá árinu 2002 þess efnis að verulegur vafi væri á því að lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins stæðust félaga- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Um talsverðar fjárhæðir er að ræða, en gjaldið í sjávarútveginum er lagt á aflaverðmæti fiskiskipa sam- kvæmt nánari reglum. Þau hags- munasamtök í sjávarútvegi sem um ræðir eru Landssamband smábáta- eigenda, Sjómannasamband Íslands og sjómenn innan Alþýðusambands Austfjarða og Alþýðusambands Vest- fjarða, til Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands, Vélstjórafélags Ís- lands og til Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Samtals er um að ræða tæpar 120 milljóna króna tekjur á árinu 2004. Í stórum dráttum rennur um þriðjungur til Landssam- bands smábátaeigenda, þriðjungur til LÍÚ og þriðjungur til hagsmunasam- taka sjómanna samanlagt. „Núgildandi löggjöf er mjög til þess fallin að viðhalda núverandi fé- lagakerfi og þarfnast því endurskoð- unar, m.a. í ljósi viðmiða frá alþjóða- stofnunum sem láta sig félagafrelsi varða,“ segir í skýrslunni um þetta. Þvingun til aðildar Búnaðarmálagjald er lagt á veltu búvöru og tengdrar þjónustu. Bændasamtökin höfðu 77 milljónir kr. í tekjur af gjaldinu árið 2004, bún- aðarsamböndin 88 milljónir og bú- greinafélögin 52 milljónir, en þar er um að ræða hagsmunafélög einstakra búgreina. Búnaðarsamböndin gegni eingöngu lögboðnu hlutverki og því sé ekki þörf á lagabreytingum hvað þau snerti, en öðru máli gegni um Bænda- samtökin og búgreinafélögin. „Greiðsluskyldan til fyrrnefndra fé- laga felur í sér þvingun til aðildar þótt vissulega sé ekki um beina aðildar- skyldu að ræða,“ segir ennfremur. Vafi á lögmæti gjaldtöku í þágu hagsmunasamtaka EIGNIR eignarhaldsfélaga þeirra Magnúsar Kristins- sonar og Kristins Björns- sonar og fjölskyldu í FL Group hafa verið færðar í Gnúp fjárfestingafélag sem nú ræður yfir 17,2% hlut í FL Group og er næst- stærsti hluthafinn á eftir Oddaflugi, eignarhalds- félagi Hannes Smárasonar, sem á 19,8% hlut. Gnúpur átti 22,2% hlut í FL Group en hefur nú selt 5% til félagsins sjálfs á genginu 24 eða fyrir liðlega 9,5 milljarða að því kemur fram í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Gnúpur fjárfestingafélag er að langmestu leyti í eigu þeirra Magnúsar og Kristins og fjölskyldu en auk þeirra á Fjárfestingafélagið Brekka, sem er í eigu Þórðar Más Jóhann- essonar, forstjóra Gnúps, einnig hlut í félag- inu. Um 60 milljarðar í eignum Eignir Gnúps koma frá félögum tengdum Magnúsi og Kristni en þar eru stærstir 17,22% hlutur í FL Group að markaðsverð- mæti hátt í 33 milljarða og 2,3% hlutur í Kaupþingi banka að verðmæti um 14,4 millj- arða. Auk þess á félagið aðrar minni eignir og eignarhluti og að sögn Þórðar Más má ætla að eignir Gnúps séu um 60 milljarðar króna. Félagið hefur nú með sölu losað um eignir fyrir um tíu milljarða króna sem reikna má með að verði notaðir til frekari fjárfestinga. „Gnúpur verður virkur fjárfestir bæði á innlendum og erlendum fjármagnsmarkaði. Við sjáum fjölmörg tækifæri í fjárfestingum erlendis,“ segir Þórður Már, forstjóri félags- ins. Magnús og Kristinn selja 5% í FL Group Þórður Már Jóhannesson ÞRÍTUGUR starfsmaður Impregilo er lamað- ur fyrir neðan mitti eftir alvarlegt vinnuslys í aðgöngum 2 við Kárahnjúkavirkjun aðfaranótt sunnudags. Að sögn Ómars R. Valdimarssonar, tals- manns Impregilo varð slysið þegar maðurinn, sem er Kínverji, fékk á sig steypustykki þar sem hann vann að steypuklæðningu í göng- unum, með þeim afleiðingum að rifbein brotn- uðu í honum. Rifbeinin stungust í maga manns- ins og ollu lömun sem hugsanlega er varanleg. Lamaður fyrir neðan mitti eftir vinnuslys ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.