Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Guðmundur Karl Slys Bíll valt á Eyrarbakkavegi. 6 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Gigaset AS140 DUO • Þráðlaust símtæki með einu auka-handtæki • Númerabirting (30 númer) • Upplýstur skjár • Símaskrá fyrir allt að 20 nöfn og númer Jólaverð: 5.900 kr. stgr. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is HJÓNIN Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. þing- maður og ráðherra, fögnuðu í gær sjötíu ára brúðkaupsafmæli sínu. Þau giftust árið 1936 á Brekku í Mjóafirði, en þar var Vilhjálmur fæddur og uppalinn, en Margrét ólst upp á Galtarstöðum út á Fljótsdals- héraði og kom fyrst í Brekku árið 1932. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann og Mar- grét hefðu lítið gert af því að halda upp á brúðkaupsafmæli sín, þó mörg væru orðin. Þau hjónin eru bæði fædd árið 1914 og því 92 ára að aldri. „Við vorum bæði 22 ára gömul þegar við giftum okkur. Athöfnin fór fram heima í stofu í Mjóafirði og það var sr. Haraldur Þórarinsson sem gaf okkur saman, ágætur vinur okk- ar og var fram yfir sjötugt sókn- arprestur í Mjóafirði og sá síðasti til að sitja þar í prestakalli sem varði í um 70 ár,“ segir Vilhjálmur. „Fáir voru í veislunni, aðeins foreldrar okkar og heimilisfólk auk nágranna prestsins og fjölskylduvinar sem kom til að samfagna okkur. Það var svo drukkið kaffi á eftir. Eitt er spaugilegt hjá þessum ættlegg heima; afa, pabba og svo aftur þegar kemur lengra fram yfir okkur, t.d. með son okkar Sigfús sem býr á Brekku og það er að við áttum engin giftingarföt. Ég var búinn að vera á Seyðisfirði áður og eignaðist spariföt þegar ég var þar vetrarlangt og var í þeim en Margrét hafði komið sér upp upphlut nokkru áður og klædd- ist honum.“ 40 vetur í höfuðstaðnum Margrét og Vilhjálmur hafa hald- ið heimili í Mjóafirði og Reykjavík gegnum tíðina. Heimilið í Brekku var fjölmennt í upphafi búskapar þeirra og eftir að börnin voru komin upp og gamla fólkið horfið af vett- vangi sem eltist hjá þeim, svo sem foreldrar Vilhjálms, föðurbróðir, afasystir og einn vandalaus maður, gerðu þau sér heimili í Reykjavík. Þar var Vilhjálmur í 40 vetur og Margrét í 30, en þau vörðu sumrum í Mjóafirði. „Ég er satt að segja hissa á því hversu margir Reykjavíkurveturnir urðu,“ segir Vilhjálmur og hlær. „Ég ætlaði mér satt að segja ekkert sér- stakt, heldur spannst lífið einhvern veginn áfram. Ég var syðra í 20 vet- ur út af þingsetu, sem hófst 1949, og þegar því lauk fór ég að skrifa Mjó- firðingasögur og sögu Eysteins og fleira og þurfti að vera á söfnum með þessar bækur til heimildaöflunar.“ Margrét hefur sl. tvö ár verið á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, en hún þjáist af heilabilun. Vilhjálmur er mikið hjá Páli syni sínum sem býr á Seyðisfirði og vitjar konu sinnar daglega. „Ég er orðinn svo gamall að maður vinnur ekki land undir kóng þar sem maður er og þar að auki þarf ég ekkert að hafa með mér nema blað og blýant í nýja vist og hef sest upp hjá Páli syni okkar á Seyðisfirði. Ég fer venjulega þrisvar á dag til Margrétar, hef svo sem ekkert sérstakt annað að gera þótt ég sé að leika mér að skrifa eitt- hvað.“ Vilhjálmur er nýbúinn að gefa út bók og segist ekki óhræddur um að hann sé með aðra í undirbún- ingi. „Nýja bókin inniheldur sagnir af furðuskepnum úr Mjóafirði og frá Eiðum, en nú er ég að vinna að sýn- isbók úr bændatölum sem Sigurður Helgason var byrjaður að safna af Norðurfjörðum áður en hann féll frá.“ Vilhjálmur segist sprækur; þó stirður til gangs og sér sé ómögulegt að ganga lengur uppréttur og það þyki sér lakast. Þrátt fyrir heilabil- un Margrétar segir Vilhjálmur hana minnuga á allt gamalt og hún fylgist með börnum þeirra frá degi til dags. Staður og stund vefjist þó gjarnan fyrir henni. Börn þeirra hjóna eru Hjálmar, doktor í fiskifræði, f. 1937, Páll, út- gerðarmaður, f. 1940, Sigfús, bóndi á Brekku, f. 1944, Stefán, matvæla- fræðingur f. 1949, og Anna, handa- vinnukennari, f. 1954. Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson fagna 70 ára hjúskaparafmæli Giftu sig á Brekku í Mjóa- firði árið 1936 Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Reisn Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson hafa verið gift í 70 ár, ein af þrennum núlifandi hjónum sem því marki hafa náð. Hann er vel ern en hún dvelst á hjúkrunardeild spítalans á Seyðisfirði. BÍLVELTA varð á Eyrarbakkavegi, skammt neðan við veginn að Stokks- eyrarseli, um klukkan sjö í gær- kvöld. Ökumaður, sem er kona á sex- tugsaldri, var einn í bílnum og var hún flutt á slysadeild en líðan hennar er talin stöðug. Bíllinn hafnaði ofan í skurði og er mikið skemmdur, beita þurfti klippum til að ná konunni út. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var mildi að bifreiðin hafnaði á hjólunum ofan í skurðinum þar sem vatn var í honum. Þá valt áætlunarbíll á leið til Snæ- fellsness frá Reykjavík og fór hann út af Snæfellsnesvegi sunnan við Hítará í mikilli hálku um klukkan hálf níu í gærkvöld. Átta farþegar voru í bílnum auk ökumanns en eng- inn meiddist. Bíllinn skemmdist lít- ilsháttar að sögn lögreglu. Tvær bílveltur á landsbyggðinni Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er þessi mikli hraði í nú- tímasamfélagi, menn eru með sína dagskrá sem verður að stand- ast,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði við Há- skóla Íslands, um það tillitsleysi sem ökumenn hafa sýnt lögreglu og samborgurum sínum á vettvangi tveggja banaslysa sem orðið hafa í umferðinni með skömmu millibili, þ.e. 2. desember á Suðurlandsvegi og síðdegis sl. sunnudag á Vestur- landsvegi. Nokkrir ökumenn höfðu samband við lögregluna í Reykjavík og báðust afsökunar á framferði sínu á sunnudag. Haft var eftir Karli Steinari Vals- syni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Reykjavík, í Morgun- blaðinu í gær að lögreglumönnum hefði blöskrað framkoma ökumanna við slysstað. Þeir hafi keyrt í gegn- um slysstað án þess að hirða um rannsóknarhagsmuni og hellt sér yf- ir lögreglumenn fyrir að halda veg- inum lokuðum, hvort sem var á vett- vangi eða í gegnum síma. Aðstæður á vettvangi voru erfiðar, veður leið- inlegt og skyggni takmarkað og ekki var mögulegt að hleypa umferð áfram fyrr en frumrannsókn lög- reglu lauk. Vesturlandsvegur var því lokaður í báðar áttir í um klukku- stund og mynduðust afar langar bílaraðir í báðar áttir. Helgi segir að telja verði að viðbrögð ökumanna hafi verið í hita leiksins og að miklu leyti verði að rekja þau til samfélags- legra þátta. „Hver mínúta er skipu- lögð og það má ekkert út af bregða, þá verður allt vitlaust. Jafnvel gagn- vart hörmulegum slysum eins og þarna urðu, gætir skilningsleysis yf- ir því hvað þarf að gerast á vett- vangi,“ segir Helgi og bætir við að ekki hafi hjálpað til að engar hjáleið- ir eru þarna nálægar og slysin eigi sér stað síðdegis, annars vegar á laugardegi og hins vegar á sunnu- degi, t.a.m. þegar fólk er að fara í og koma úr heilsársbústöðum. „Það er að sjálfsögðu fyrir neðan allar hellur að einstaklingar leyfi sér að skammast út í lögregluna og það á ekki að sjást en menn verða að setja þetta í stærra samhengi áður en þeir eru fordæmdir.“ Báðu lögregluna afsökunar Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík höfðu nokkrir vegfarendur samband og báðust af- sökunar á framkomu sinni sl. sunnu- dag. Lögreglan fagnar framtakinu sem sýnir að batnandi fólki sé best að lifa. Þá vonast hún til að vegfar- endur sýni meiri skilning næst þegar aðstæður sem þessar koma upp. „Þegar menn eru að lokum upp- lýstir um hvað hefur í raun gerst, þeir sjá alvöru málsins og rennur reiðin, þá sjá menn að sér. En af hverju urðu menn reiðir í fyrstu? Það er vegna hraðans í samfélaginu, allir eru að ná sínum markmiðum og reyna að ná þeim strax,“ segir Helgi. Allir með dagskrá sem þarf að standast Hraðinn í samfélaginu svo mikill að ekkert má út af bregða Helgi Gunnlaugsson Dr. ÁGÚST Ein- arsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, hefur verið ráðinn rektor Há- skólans á Bifröst og tekur við emb- ættinu 15. janúar nk. Ágúst segir að sér lítist mjög vel á að hefja störf við skólann og að um mjög spenn- andi verkefni sé að ræða. Bifröst eigi sér mjög glæsilega sögu en jafn- framt sé bjart framundan. Ágúst segir aðdragandann hafa verið stutt- an, leitað hafi verið til hans og að við- ræður hafi staðið yfir undanfarna daga. Ágúst segist vilja efla kennslu og rannsóknir, tengsl við atvinnulífið, auka kennslu fyrir útlendinga og styrkja tengsl við aðra háskóla í landinu. Ágúst lauk doktorsprófi í hag- fræði frá háskólanum í Hamborg ár- ið 1978 og hefur verið prófessor í rekstrarhagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands frá 1990. Hefur hann gegnt margvísleg- um trúnaðarstörfum í íslensku at- vinnulífi og er jafnframt höfundur fræðirita á sviði hagfræði. Eftir hann liggja enn fremur fjölmargar grein- ar og ritgerðir í bókum, tímaritum og blöðum um efnahagsmál, hag- fræði, menningu, stjórnmál og sjáv- arútvegsmál. Boðar eflda kennslu Dr. Ágúst Einarsson Dr. Ágúst Einarsson nýr rektor á Bifröst FRAM kom í Morgunblaðinu í gær að Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn teldi tímabært að setja upp upplýsingaskilti á helstu stofnæðum til borgarinnar. Birgir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri umferðarörygg- issviðs hjá Umferðarstofu, segir slík skilti ekki hafa verið til umfjöll- unar en segir stofnunina frekar beina spjótum sínum í átt að svo- kölluðu umferðarútvarpi. „Þetta er svona á frumstigi en ég veit að sam- gönguráðuneytið hefur hvatt okkur til að skoða þetta enn frekar, þann- ig að þetta fer kannski að komast á dagskrá,“ segir Birgir. Umferðarútvarpið myndi virka þannig að Umferðarstofa getur gripið inn í útsendingu útvarps- stöðva ef notandinn hefur virkjað þjónustuna á viðtæki sínu. „Þetta er á öllum nýjum bílútvarpstækjum og þá er það þannig að notandinn er stilltur á sinni rás en fær inngrip ef hann hefur gefið heimild til þess með ákveðnum takka.“ Tæknin yrði þá notuð til þess að vara öku- menn við hindrunum í umferðinni og benda á hjáleiðir ef vegir eru lokaðir. Birgir bendir á að slík tækni sé mikið notuð erlendis og telur að hún verði frekar skoðuð en upplýsingaskilti. Umferðarútvarpi komið á?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.