Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁSGEIR Pétursson, fyrrverandi bæjarfógeti og sýslumaður, hefur 84 ára gamall gefið út bók, sem hefur að geyma minningar um ýmsa þætti úr lífi hans. Í tilefni af útgáfu bókar- innar átti Morgunblaðið stutt samtal við Ásgeir, sem reyndar er einn af fyrrverandi starfsmönnum blaðsins. Er þessi bók þín sem þú nefnir „Haustliti“ ævisaga? „Nei, það er hún ekki beinlínis. En það eru þó í henni nokkrir þættir um æskuár mín sem myndu falla undir þá skilgreiningu. Þar er greint frá uppvexti mínum í Vesturbænum of- an Tjarnarinnar, sumardvöl í byggð- um Borgarfjarðar, skólagöngu og svo auðvitað einhver ævintýri sem á dagana hafa drifið. Annars skiptir mig litlu hvort litið er á bókina sem ævisögu eða ekki. Mér finnst þó eitt- hvað hæversklegra að kalla hana bara minningaþætti. Það hæfir líka betur efnismeðferðinni.“ Um hvað fjallar bókin auk frá- sagna um æsku þína? „Ég hef lifað talsvert fjölbreyttu lífi. Fengist við mörg verkefni og kynnst mörgu fólki. Aðstæður mínar og það umhverfi sem ég átti aðild að opnaði mér einatt sýn á því sem var að gerast í okkar annars smáa heimi. Það er fjallað um fólk – skylt og óskylt – lífshlaup þess og örlög. Sagðar nokkrar sögur af því og greint frá kynnum af vinum og fé- lögum. T.d. er ítarlegur kafli um þá vinina, Geir Hallgríms og Eykon. Líka er greint frá störfum og dvöl erlendis. – Þetta sést betur í efnis- yfirliti. Mikill fjöldi mynda er í bók- inni.“ En þjóðmál. Ræðir þú ekki um gang þeirra? „Það er fjallað um málefni sem mér finnst að hafi varðað framfarir í þjóðlífinu og um löngun mína til þess að verða að liði í þeirri baráttu. En það er nú svona að flestir eru orðnir leiðir á þessu eilífa stjórnmálaþrefi – svo ég eyði ekki mjög miklu rými í þær hugleiðingar.“ Það kemur fram í efnisyfirlitinu að þú stundaðir sjómennsku á skóla- árum þínum. Hver voru þessi störf? „Já – og það var góður skóli fyrir mig. Ég réð mig á fiskiskip mörg sumur. Það var fyrst 1938 þegar ég var 16 ára að ég fékk hásetastarf á togaranum „Gullfossi“. Það var á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Síðar var ég á „Júpiter“ sem þá var gerður út frá Hafnarfirði. Þar kynntist ég og starfaði undir stjórn afburða skipstjóra og aflamanna, þeirra Tryggva Ófeigssonar og Bjarna Ingimarssonar. Báðir voru þeir gætnir og öryggir stjórnendur þótt þeir sæktu sjóinn fast.“ Hvað kom til að þú valdir þessa erfiðu sumarvinnu? Varla hefur það verið vegna bágs fjárhags foreldra? „Nei, alls ekki. Faðir minn var þá eftirsóttur lögmaður og geri ég ráð fyrir að fjárhagur heimilisins hafi verið bærilegur. Störfin á togurun- um voru vissulega mjög erfið – stundum hálfgerður þrældómur. Það voru harðskeytt viðbrigði eftir veturlanga skólasetu að hefja há- setastarf á togara. Vaktir voru þá 16 stundir á sólarhring og oftast var mokfiskerí. Þar á ofan bættist við svolítil sjóveiki fyrstu dagana. Það sem mér gekk til með þessu starfs- vali var að einhverju leyti ævintýra- þrá og líka það að kynnast aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar. Og svo má ekki gleyma nokkuð góðu kaupi. Auðvitað var þetta erfitt. En hitt reyndist mér dýrmætt – að læra að starfa undir aga. Það kom sér vel síðar, því stjórnunarstörf urðu að- alstörf mín nær alla starfsævina. Ég vona þó að mér hafi tekist að milda agann, sem er okkur þó svo nauð- synlegur – ekki síst nú á dögum.“ Kynntist Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni Það er viðamikill kafli í bókinni um þá Ólaf Thors og föður þinn, Pét- ur Magnússon. Hvað er nýtt í hon- um? „Mestur hluti þeirrar frásagnar fjallar um óvenjulega – eða á ég að segja ótrúlega – samtvinnun ævi- skeiðs þeirra. Sú saga hefur ekki verið sögð áður, svo ég viti til. Þeir kynntust sem drengir innan fermingar. Þá var Ólafur í sveit hjá móðurbróður pabba í Höfn í Borgar- firði. Svo urðu þeir skólabræður í Menntaskólanum – og skrifuðust á í sumarleyfum. Í Reykjavík urðu þeir næstu nágrannar, spiluðu saman og áttu viðræður daglega. Báðir urðu þeir alþingismenn, annar varð for- maður flokks síns – hinn varð vara- formaður. Saman urðu þeir ráð- herrar í Nýsköpunarstjórninni og ævivinir meðan báðir lifðu. Það urðu börn þeirra líka. Að leiðarlokum hvíla þeir í sama garði, Hólavalla- kirkjugarði. Og þar er aðeins stein- snar á milli bautasteina þeirra – álíka langt og var milli heimila þeirra.“ Þú greinir m.a. frá störfum þínum í stjórnarráðinu og samstarfi við Bjarna Benediktsson – og svo störf- um þínum sem sýslumaður í Borgar- fjarðarhéraði og bæjarfógeti í Kópa- vogi auk stjórnunarstarfa í Sementsverksmiðju ríkisins. „Já, þetta voru fjölbreytt störf. Mér fannst stundum að ég kynntist þverskurði af fólkinu í landinu og gerðist margt óvenjulegt í því starfi. Ég reyni líka að komast úr embætt- isreiðingnum og lýsa einhverju skemmtilegu; milli þreytandi mál- efna, sem ég þurfti að glíma við, leyndust oft smáperlur, sem iðuðu stundum af húmor. Ég vona að þær geti leitt fram örlítið bros hjá les- endum.“ Þú kallar bókina „Haustliti“. Hvað felst í því? „Það er nú eiginlega tilviljun. Sjáðu til, ég er á 85. ári og vissulega haustar að í lífi mínu. Ég byrjaði á þessum skrifum eftir að ég varð átt- ræður og lauk við þau í sumar um þær mundir sem konan mín dó. Það kallar á haustið „og það kemur“ með sína liti.“ Var ekki erfitt að handrita allt efnið? „Nei, ég kann ekki vélritun svo ég skrifaði þetta bara á hnénu. Það urðu rúmlega 800 blöð, sem voru svo slegin inn á tölvu. Bókin er um 450 blaðsíður og gefur Edda hana út.“ „Hitt reyndist mér dýrmætt – að læra að starfa undir aga“ Endurminningar Ásgeir Pétursson, fyrrverandi bæjarfógeti, hefur gefið út bók sem hefur að geyma minningar um ýmsa þætti úr lífi hans. Ásgeir Pétursson, fyrrverandi bæjarfógeti, gefur út endurminningabók INNVIGTUN mjólkur í síðustu viku var 2.186.324 lítrar og er inn- leggið á árinu orðið 110 milljónir lítra. Það er 7 milljónum lítra meira en á sama tíma í fyrra. Það er því ljóst að ef ekki verða óvænt áföll í mjólkurframleiðslunni, verður hún rúmlega 116 milljónir lítra á árinu 2006. Á vef Landssambands kúa- bænda segir að þetta yrði 3. mesta innvigtun Íslandssögunnar. Meira var framleitt af mjólk árið 1978, 120,2 milljónir lítra og árið 1979, þegar framleiddar voru 117,2 millj- ónir lítra. Mjólkurmet í uppsiglingu Í KVÖLD verður haldin jóla- skemmtun fatl- aðra í Gullhömr- um, Grafarholti þar sem fram koma helstu skemmtikraftar landsins. Skipu- leggjandi er André Bachmann sem koma mun fram ásamt fleiri tón- listarmönnum. Húsið verður opnað kl. 19.30 og stendur ballið til klukkan 23. Kynnar eru Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Fram koma stúlknasveitin Nylon, Magni og hljómsveitin Á móti sól, André Bachmann, Regína Ósk, Baggalútur, Bríet Sunna, Rúni Júl og Laddi. Sérstakur gestur er Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra. Piltarnir í hljómsveitinni Hvar er Mjallhvít leika síðan fyrir dansi til klukkan 23. Í hljómsveitinni er Þor- leifur Einarsson, barnabarn Magn- úsar Ingimarssonar og hefur hljóm- sveit hans leikið undir hjá Rúnari Júlíussyni og Ladda auk þess sem hljómsveitin hefur leikið á jóla- skemmtun fatlaðra undanfarin 3 ár. Ókeypis er á ballið í kvöld og eiga börn 12 ára og yngri að vera í fylgd fullorðinna. Jólaskemmt- un fatlaðra haldin í kvöld André Bachmann edda.is EINRÓMA LOF „Afar vel heppnuð saga ....“ Kristrún Heiða Hauksdóttir, Frbl. „Kristín skrifar knappan, hæfilega ljóðrænan stíl, og notar hann til að koma ótrúlega mikilli sögu til skila.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Frábær bók um lífið, dauðann, fortíðina og framtíðina sem skilur ekki við lesandann fyrr en löngu eftir að lestri lýkur.“ Óttar M. Norðfjörð, DV ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rétt rúmlega tvítugan karlmann, Edward Apeadu Koran- teng, til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að þröngva fjórtán ára stúlku til samræðis við sig í september á sl. ári. Honum er jafnframt gert að greiða stúlkunni eina milljón króna í miskabætur auk 750 þúsund króna í sakarkostnað. Við skýrslutöku bar stúlkan að hún hefði ásamt tveimur vinkonum sínum verið stödd á Hlemmtorgi þar sem ætlunin var að taka strætisvagn heim til einnar þeirra. Ákærði hefði komið að þeim og boðið heim til sín að hlusta á tónlist og urðu þær við tilboðinu. Samkvæmt framburði stúlknanna sátu þær allar inni í herbergi ákærða áður en hann bað tvær þeirra að yf- irgefa herbergið og horfa á sjónvarp í öðru herbergi. Hann læsti herbergi sínu í kjölfarið, hóf að káfa á stúlk- unni sem eftir varð og neyddi hana síðan til samræðis við sig. Vinkonur stúlkunnar áttuðu sig á að ekki væri allt með felldu og létu sem símtal hefði borist frá móður annarrar þeirra, bönkuðu á dyrnar hjá ákærða og var svarað eftir stutta stund. Sat stúlkan þá samanhnipruð í sófa, í stuttermabol einum fata. Eft- ir það tíndi stúlkan saman föt sín og hljóp út úr íbúðinni og vinkonur hennar á eftir. Neitaði alfarið sakargiftum Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðing- ur í Barnahúsi, ritaði skýrslu vegna viðtala sem hún átti við stúlkuna. Í henni kemur fram að viðtölin hafi leitt í ljós fjölmörg vandamál sem þekkt séu meðal barna sem sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Fram hafi komið miklar breytingar á líðan hennar, sjálfsmat lágt og skapsveifl- ur og einbeitingarerfiðleikar valdi talsverðum erfiðleikum. Ætla megi að stúlkan muni um langt skeið glíma við afleiðingar ofbeldisins. Ákærði Koranteng neitaði því ekki að stúlkurnar hefðu verið í íbúð- inni en varð margsaga um tildrög þess. Hann neitaði því þó alfarið að hafa haft samræði við stúlkuna. Ákærði hefur ekki áður gerst sek- ur um refsiverða háttsemi, svo kunn- ugt sé. Hann á sér hins vegar engar málsbætur og nýtti bæði aldurs- og aflsmun sinn gegn stúlkunni. Héraðsdómararnir Símon Sig- valdason, Sigrún Guðmundsdóttir og Skúli Magnússon dæmdu málið. Af hálfu ákæruvaldsins flutti Kolbrún Benediktsdóttir, fulltrúi ríkissak- sóknara, málið. Herdís Hallmars- dóttir hdl. varði manninn. Fangelsi í þrjú ár fyrir nauðgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.