Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 11 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ sem er mikilvægast varðandi Íslendinga af erlendum uppruna, sem hingað koma flestir til að vinna, er að það ríki algert jafnrétti milli Íslendinga og útlendinga á íslensk- um vinnumarkaði,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, sem í gær átti fund með aðilum vinnumarkaðarins, tals- mönnum innflytjenda og fleiri að- ilum sem látið hafa til sín taka í um- ræðum um málefni innflytjenda. „Það þarf að styrkja allan regl- uramma um þessi mál, gagnvart er- lendum fyrirtækjum sem koma með starfsmenn hingað til lands og gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem eru að misnota útlendinga, bæði með því að greiða lægri laun en Íslendingum og með því að tryggja þeim ekki sömu réttarstöðu á vinnumarkaði. Þetta verðum við að ná utan um, annars er hætt við að hér nái að þrífast félagsleg undirboð og það getur vegið almennt að lífs- kjörum í landinu ef slíkt fær að við- gangast,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði það skipta líka máli að útlendingar, sem væru að greiða skatta hér á landi fengju þjónustu við sitt hæfi. Þarfir þeirra væru kannski aðrar en okkar hinna en það þyrfti að mæta þeim. „Það þarf að skapa þeim tækifæri til að búa hér og taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Ef við sköpum þeim þannig tækifæri þá getum við líka gert til þeirra kröfur og það þurfum við að gera.“ Skortir námsaðstoð í framhaldsskólum Ingibjörg Sólrún sagði nauðsyn- legt að skapa útlendingum fleiri tækifæri til að læra íslensku á vinnustöðum án þess að þeir þyrftu að greiða fyrir kennsluna. Það þyrfti einnig að miða íslenskukennsluna við þarfir mismunandi hópa. Ingibjörg Sólrún sagði einnig brýnt að taka betur á í sambandi við réttarstöðu ungmenna af erlendum uppruna í skólakerfinu. „Það er al- veg ljóst að þessir nemendur kom- ast ekki í gegnum framhaldsskóla miðað við þær aðstæður sem þeim eru búnar núna.“ Hún sagði að það þyrfti að vinna enn betur að þessum málum í grunnskólanum en ekki síður í framhaldsskólunum. Það skorti skipulagða námsaðstoð í framhalds- skólum og einnig meiri sveigjan- leika. Ingibjörg Sólrún sagði að á fund- inum hefði komið fram að nauðsyn- legt væri að setja upp móttökumið- stöð fyrir útlendinga þar sem þeir gætu fengið á einum stað öll leyfi sem þeir þurfa og upplýsingar um réttindi sín, t.d. kennitölu, atvinnu- leyfi, sjúkratryggingu o.s.frv. Í dag væri verið að vísa útlendingum frá einum stað á annan. Ingibjörg Sólrún sagði að fund- urinn hefði verið gagnlegur. Til- gangur hans hefði verið að ná saman sjónarmiðum sem flestra þeirra er málið varða, hlusta á varnaðarorð og skilgreiningar á vandanum. Grundvallaratriði að jafnræði ríki á vinnumarkaðinum Morgunblaðið/Ásdís Samræða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðaði fulltrúa vinnumarkaðarins og ýmsa aðra sem starfað hafa að mál- efnum útlendinga á sinn fund í gær. Tilgangurinn var m.a. að hlusta á varnaðarorð og skilgreina vandann. Formaður Sam- fylkingar átti fund í gær um málefni útlendinga SAMKOMULAG hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og Kópavogs- bæjar vegna ágreinings um gerð vatnsveitu og lögsögumörk við Vatnsendakrika. Þar með er lokið margra ára deilu sveitarfélaganna, en í upphafi þessa árs höfðaði Kópa- vogsbær mál á hendur Reykjavík- urborg vegna lagningar stofnlagnar vatnsveitu Kópavogs um land Reykjavíkur í Heiðmörk. Málinu lauk með sátt í október sl. þar sem samkomulag hafði náðst með aðilum. Í samkomulaginu felst heimild til gerð vatnsveitu annars vegar og hins vegar samkomulag um lögsögumörk sveitarfélaganna við Vatnsendak- rika í Heiðmörk. Nánar tiltekið heimilar Reykjavíkurborg lagningu stofnlagna án endurgjalds í gegnum land sitt í Heiðmörk og jafnframt vatnsöflun vatnsveitu Kópavogsbæj- ar við Vatnsendakrika í Heiðmörk og tryggir umferðarrétt að svæðinu auk nauðsynlegra breytinga á skipu- lagi. Reykjavík fær 22,5 hektara sunnan Heiðmerkurgirðingar Kópavogsbær samþykkir að lög- sögumörk og landamerki við Vatns- endakrika skulu breytast með þeim hætti að 22,5 hektarar sunnan upp- haflegrar Heiðmerkurgirðingar verði framvegis í lögsögu Reykjavík- urborgar, en sveitarfélögin munu sameiginlega óska eftir staðfestingu félagsmálaráðuneytisins á nýjum lögsögumörkum. Með þessari breyt- ingu falla borholur Orkuveitu Reykjavíkur sem boraðar voru um 1990 innan lögsögu Reykjavíkur, en þær holur sem Vatnsveita Kópavogs hefur þegar borað falla innan lög- sögu Kópavogs. Samkomulagið var undirritað af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgar- stjóra Reykjavíkur, og Gunnari Inga Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, 15. september sl. með fyrirvara um samþykki viðkomandi sveitarstjórn- ar. Samkomulagið var tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sl. fimmtudag og vísað til næsta fundar bæjar- stjórnar. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs Reykjavíkur á morgun, fimmtudag. Sátt hefur náðst um gerð vatnsveitu                )!  !    !"# $% &  !" #  *  ' )()'!"')*(+', Reykjavík og Kópavogur hafa náð samkomulagi vegna ágreinings um lögsögumörk við Vatnsendakrika HAFIÐ er þriggja ára átaksverk- efni í fræðslumálum fyrir frum- kvöðla í Úganda. Er þetta fyrsta verkefni Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands sem lýtur að stuðningi við einkageirann. Að sögn Ágústu Gísladóttur umdæmisstjóra ÞSSÍ í Úganda er helsta markmið verk- efnisins að bæta aðgengi frum- kvöðla að gæðaþjálfun, einkum þeirra sem áforma að reka smá eða meðalstjór fyrirtæki. Haft er eftir Ágústu í frétt frá ÞSSÍ að þjálfunin feli m.a. í sér að frumkvöðlarnir tileinki sér viðeig- andi viðskiptafærni sem geri þeim kleift að nýta sér fyrirliggjandi upplýsingar og þjónustu, bæði fjár- hagslegar og tæknilegar. Síðastliðið sumar fór kjarnahóp- ur kennara á leiðbeinendanámskeið hjá Háskólanum í Reykjavík og þessi hópur hefur nú staðfært og lagað íslenska námsefnið að úgandskum veruleika, er haft eftir Ágústu. ÞSSÍ greiðir 30 milljónir Þróunarsamvinnustofnun skrif- aði undir samning í síðasta mánuði við fjármálaráðuneyti Úganda sem er ráðuneyti fjárfestinga en helstu samstarfsaðilar eru Fjárfestinga- stofa Úganda og Háskólinn í Reykjavík. Einnig koma að verk- efninu Makarere viðskiptaháskól- inn, Fræðslusetur iðnaðarins og Samtök úgandskra frumkvöðla- kvenna. Heildarkostnaður við verkefnið er metinn á 40 milljónir íslenskra króna, þar af er hlutur Þróun- arsamvinnustofnunar um 30 millj- ónir króna. Gleði Fyrstu útskriftarnemarnir voru glaðir í bragði sl. föstudag. Fræðsla fyrir frum- kvöðla í Úganda DAGBLÖÐ eru fyrirferðamest alls sorps í heimilistunnum á höfuðborg- arsvæðinu eða 27% innihalds, mat- arleifar eru 23% og plastumbúðir 13%. Þetta kom í ljós í árlegri nóv- emberkönnun SORPU á samsetn- ingu heimilissorps. 62% prentaðra dagblaða lenda í almennu sorpi en 37% er skilað á grenndar- og endur- vinnslustöðvar. Könnunin fer þannig fram að teknar eru stikkprufur úr sorphirðubílunum við losun. Árið 2004 voru dagblöð 16% af húsasorpi en stökk í 22% árið 2005 og nú 27%. Meira magn en áður af dagblöðum berst einnig til endurvinnslu. Ástæð- an er einfaldlega aukin prentun síð- astliðin ár. Líklega lenda 62% prent- aðra dagblaða í almennu sorpi en 37% er skilað á grenndar- og endur- vinnslustöðvar til endurvinnslu, seg- ir í frétt frá umhverfissviði Reykja- víkur. Til samanburðar má nefna að Danir ná að jafnaði um 50% af dag- blöðum í endurvinnslu. Grenndar- stöðvar eru á 54 stöðum í Reykjavík. Mest safnast af blöðum í desember og í kringum kosningar. Dagblöð fyrirferðar- mesta sorpið LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði á mánudag ferðir fimm ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir öku- leyfi. Einn þeirra var kona á fertugs- aldri en hún gaf upp ranga kennitölu og reyndi þannig vísvitandi að blekkja lögregluna. Þrír ökumenn voru með útrunnið ökuskírteini og segir lögreglan að nokkuð beri á slíku. Margir eru ekki með ökuskírteinið meðferðis en við því liggur sekt. Réttindalaus- ir í umferð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.