Morgunblaðið - 13.12.2006, Page 15

Morgunblaðið - 13.12.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 15 ÚR VERINU ÖRN KE 14 hefur verið fengsæll í ár og aflaverðmætið hátt, enda landað á uppboðsmarkaðina. Þegar Örninn kom til löndunar í Sandgerðishöfn eins og venjulega í síðustu viku, beið áhafnarinnar heljarmikil rjómaterta sem áhöfnin gæddi sér á eftir löndun á aflanum sem var frekar lítill að þessu sinni. Þó var ástæða til að fagna, því í þessari veiðiferð fór afla- verðmæti skipsins það sem af er þessu ári í 202 milljónir. Örn KE 14 er 159 tonna dragnóta- bátur sem rær með snurvoð allt árið og er veiðisvæðið hefðbundin snur- voðasvæði við Faxaflóann og útaf Sandgerði. Sjö manna áhöfn er á skipinu og skipstjóri er Karl Ólafs- son, Karl segir að allur afli skipsins fari á markað og með því fáist besta verðið sem skili sér í hærri hlut til áhafnarinar. Þegar Karl var spurður um aflahlutinn sagði hann að hann væri ágætur, en kokkurinn, sem reyndar er sonur skipstjórans, sagði að aflahluturinn væri ljómandi góð- ur. Um þessar mundir eru tveir úr áhöfninni í fæðingarorlofi, en þeir mættu um borð til að gera tertunni góðu skil með félögum sínum. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Áhöfnin Á myndinni eru frá vinstri Atli Þór, Karl skipstjóri, Hólmar, Pétur, Ólafur, Erlingur, Jóhann og Sigmar. Örn KE 14 með yfir 200 milljónir í aflaverðmæti AFLINN í nóvember 2006 var 104.567 tonn sem er rúmlega sex þúsund tonnum meiri afli en í nóv- ember 2005 en þá var aflinn 98.474 tonn. Síldaraflinn í nóvember 2006 var rúmlega 17 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Hinsvegar var botnfiskaflinn rúmlega tíu þúsund tonnum minni í nóvember í ár en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- stofu. Minni botnfiskafli Botnfiskaflinn í nýliðnum nóvem- ber var 36.606 tonn en botnfiskaflinn var 46.554 tonn í nóvember 2005. Samdráttur í þorskafla milli ára var fimm þúsund tonn eða sem svarar til helmings af samdrætti botnfiskafla. Afli flestra annarra botnfisktegunda var að sama skapi minni í nóvember 2006 en var í nóvember 2005. Síldaraflinn í nóvember 2007 var rúmlega 67 þúsund tonn en á sama tíma í fyrra var aflinn rúmlega 50 þúsund tonn. Engin kolmunnaveiði var í nýliðnum nóvember. Heildarafli ársins 2006 var í lok nóvember orðinn 1.250.532 tonn sem er 345 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra en heildaraflinn janúar – nóvember 2005 var 1.596.017 tonn. Samdráttur í afla milli ára stafar af minni loðnuafla í ár. Ekki gengur eins rösklega á afla- mark í ýsu á yfirstandandi fiskveiði- ári og í fyrra. Annars voru eftir- stöðvar aflamarks í lok nóvember 2006 í megindráttum svipaðar og á sama tíma í fyrra. Veiði sumargotssíldarinnar fór seinna af stað í ár en í fyrra en veið- arnar hafa síðan gengið ágætlega. Um síðustu mánaðamót voru rúm- lega 44 þúsund tonn eftir af afla- marki ársins. Lágt gengi og hátt afurðaverð Morgunkorn Glitnis fjallar einnig um fiskaflann og verðmæti hans. Þar er bent á að þrátt fyrir 22% samdrátt á milli ára í tonnum talið, megi búast við auknu aflaverðmæti á árinu. „Loðnuvertíðin í upphafi árs var mun styttri en áður og skýrir það stærstan hluta af samdrættinum. Á móti kemur að mun hærra hlutfall af loðnuaflanum í ár fór til manneld- isvinnslu auk þess sem afurðaverð var hærra en í fyrra. Almennt eru ytri skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrir- tækin hagstæð nú. Gengi krónunnar hefur lækkað frá fyrra ári og afurða- verð á erlendum mörkuðum er í sögulegu hámarki. Að teknu tilliti til þessa má búast við nokkurri aukn- ingu í aflaverðmæti á þessu ári sam- anborið við árið 2005 þrátt fyrir afla- samdrátt í tonnum talið.“ Mikil síldveiði í nóvember Fiskafli á árinu mun minni en í fyrra vegna samdráttar í loðnuveiðum Í HNOTSKURN »Samdráttur í þorskafla milliára var fimm þúsund tonn eða sem svarar til helmings af samdrætti botnfiskafla »Heildarafli ársins 2006 var ílok nóvember orðinn 1.250.532 tonn sem er 345 þús- und tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. »Búast má við nokkurri aukn-ingu í aflaverðmæti á þessu ári þrátt fyrir aflasamdrátt í tonnum talið. &' $(')  "   *(') %+ %  ,-  .//0 123001 04356/ 05/ 5232/2 2736/1 08  ,-3 .//2 .//09/2 .//29/7 4.53174 4.13/.0 .3786  4423/.4 4223/28 221  *    $-    :$  :$-  ') 3 $-3  $.//09.//2').//29.//7        Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.