Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FJALLAÐ var um skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Ald- ingarðinn, í hinu virta fagtímariti Publishers Weekly (PW) í síðustu viku. Fer gagnrýnandi tímaritsins já- kvæðum orðum um bókina sem er væntanleg í versl- anir vestanhafs í janúar undir nafn- inu Valentines: Stories. Í dómnum kemur m.a. fram að bókin bjóði upp á vægðarlausa skoð- un á kulnuðum hjónaböndum fólks á miðjum aldri. Þá segir gagnrýnand- inn að Ólafur Jóhann geri grundvall- arstaðreyndum tiltekins ástands eða hjónabands skil með einkar sann- færandi hætti í eintóna, til- brigðalausum og undarlega flötum texta, en umfjölluninni lýkur hann svo á þeim nótum að norrænn real- ismi Ólafs Jóhanns, sem sé „á la Bergman“, sé „skelfilega heillandi“. Aldingarðurinn er ein fimm bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki fag- urbókmennta. Hérlendis er það Edda útgáfa sem gefur bókina út en Random House í Bandaríkjunum. Þar í landi hafa áður komið út eftir Ólaf Jóhann bækurnar Walking into the Night (Höll minninganna), Ab- solution (Fyrirgefning syndanna) og The Journey Home (Slóð fiðrild- anna). Aldingarð- urinn í PW Gagnrýnandi segir bókina heillandi Ólafur Jóhann Ólafsson SYSTKININ KK og Ellen verða með jólatónleika í Hveragerðiskirju á morgun klukkan 20.30. Þau munu flytja lög af plötu sinni Jólin eru að koma sem kom út í fyrra. Einnig munu þau flytja splunkuný lög og sömuleiðis eitthvað af eldri lögum sem landsmenn kannast flestir við. KK og Ellen til halds og trausts verður gítarleikarinn Guðmundur Pét- ursson. Midasala er á midi.is, í Skífubúðum og versl- unum BT á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Nánari upplýsingar er að finna á www.kk.is. Jólatónleikar KK og Ellen í Hveragerðiskirkju KK Í NÝÚTKOMINNI bænabók, sem Karl Sigurbjörnsson bisk- up Íslands hefur tekið saman og gefin er út hjá Skálholts- útgáfunni, er að finna fjölda bæna fyrir margs konar tilefni. Um er að ræða bæði gamlar og nýjar bænir, þekktar sem minna kunnar. Meðal bæna má nefna bænir sjúkra, bænir fyr- ir friði, kvöldbænir, borðbænir og ferðabænir. Þá inniheldur bókin einnig skriftarspegil, fyrirbænir sem og leiðbeiningar við helgistundir. Útlit er í höndum listakvennanna Bjargar Vil- hjálmsdóttur og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Bækur Skálholtsútgáfan með nýja bænabók Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands. DAGSKRÁ helguð Rússanum Vladimír Vysotský verður flutt í kvöld á þriðja og síðasta skáldakvöldinu fyrir jól í MÍR- salnum, Hverfisgötu 105 kl. 20. Vysotský var frægur rúss- neskur leikari, skáld, tónlistar- maður og gagnrýninn trúbador á Sovéttímanum. Sergej Gúshín sendiráðsrit- ari og Olga Alexandersdóttir Markelova, bók- menntafræðingur, ræða um Vysotský á íslensku auk þess sem sýnt verður brot úr einni kvikmynd Vysotskýs. Ókeypis aðgangur og öllum heimill, kaffiveit- ingar í boði að lokinni dagskrá. Skáldakvöld Vysotský á skálda- kvöldi í MÍR TILKYNNT var um stofnun Tón- skáldasjóðs 365 á Degi íslenskrar tónlistar sem Samtónn, hagsmuna- samtök tónlistar á Íslandi, gekkst fyrir á Hótel Borg í gær. Frum- kvæði að stofnun sjóðsins átti Magn- ús Kjartansson, fyrrverandi formað- ur STEFs. Það eru 365 miðlar ásamt STEFi sem stofna til sjóðsins og markmið hans er að styrkja tón- skáld og textahöfunda til nýsköp- unar á sviði tónlistar. Styrkir úr sjóðnum nema allt að sex milljónum kr. á ári og fyrirhugað er að fyrstu styrkirnir verði veittir á næsta ári. Fram kom í máli Jakobs Frí- manns Magnússonar, formanns Fé- lags tónskálda og textahöfunda, FTT, að tónlistarstarf væri blóm- legra í landinu en nokkru sinni áður. Útgefnir geisladiskar væru á þriðja hundrað talsins sem þýddi að það væri verið að gefa út á þriðja þúsund lög. Hann kvaðst einnig vonast til þess að Dagur íslenskrar tónlistar yrði hér með festur í sessi. Jafn- framt veittu samtök tónlistarmanna Mána Svavarssyni viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar fyrir að hafa náð fjórða sæti á breska vin- sældalistanum með Latabæjarlagi sínu. Hann hefur náð gullplötu með árangri sínum því selst hafa yfir 100.000 smáskífur með laginu. Tónskáldasjóður 365 stofnaður Morgunblaðið/ÞÖK Tónlistarmenn Baggalútur tók lagið á Hótel Borg í gær. Tónlist | Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.