Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 19 MENNING Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VELGENGNI Íslensku kvikmynd- arinnar Barna hefur náð út fyrir landsteinana. Um nýliðna helgi hlaut myndin sérstök verðlaun dómnefndar, „Special Jury Prize“, á kvikmyndahátíðinni Courmayeur Noir á Ítalíu. „Þetta er lítil kvikmyndahátíð en mjög sterk og þarna voru margar góðar myndir samankomnar. Ég er mjög ánægður með að fá þessi verðlaun og þau þýða mjög mikið fyrir myndina,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri Barna. Meðal mynda sem kepptu um verðlaun á hátíðinni voru The Last King Of Scotland eftir Kevin McDonald með Forrest Whitaker í aðalhlutverki sem Idi Amin og nýj- asta mynd Nicks Casavettes Alpha Dog sem hlaut aðalverðlaun hátíð- arinnar. Í dómnefnd sátu m.a. Pet- er James, Mike Hodges (Get Car- ter) og hinir ítölsku Manetti-bræður. Aldrei að vita um Óskarinn Afhending verðlaunanna fór fram á sunnudaginn og gat Ragnar ekki verið viðstaddur þar sem hann var í Búdapest að ganga frá sýning- areintökum af kvikmyndinni For- eldrum. „Ingvar Sigurðsson, sem er einn af framleiðendum Barna, fór til Ítalíu í vikunni til að vera við- staddur sýninguna á myndinni og sat svo blaðamannafund á eftir, en hann fór heim fyrir verðlaunaaf- hendingu svo það lenti á Arnaldi Indriðasyni rithöfundi, sem var staddur á bókmenntahluta hátíð- arinnar, að taka við verðlaununum fyrir Íslands hönd,“ segir Ragnar og gefur lítið fyrir það að þessi vel- gengni gefi tóninn fyrir Ósk- arsverðlaunaafhendinguna á næsta ári en Börn verða framlag Íslands í forvali til Óskarsverðlaunanna 2007. „Ég veit ekkert hvort svona dökk og grimm mynd eins og Börn fellur í kramið í Hollywood. Það er samt ómögulegt að spá um Óskarinn svo það er aldrei að vita,“ segir Ragnar og hlær. Aðspurður hvort Börn fari á margar fleiri kvikmyndahátíðir seg- ir Ragnar það vera öruggt en hvaða hátíðir það verða sé allt í skoðun núna. Fjörutíu fyrirspurnir „Börn var búin að vera í bið á kvikmyndahátíðum vegna sölumála en það var verið að kynna hana á American Film Market fyrir um þremur vikum. En það er mikil eft- irspurn eftir myndinni og núna liggja fyrir hátt í fjörutíu hátíð- arfyrirspurnir sem við þurfum að svara. Við erum ekki búin að svara neinu endanlega en Foreldrar verða að öllum líkindum á hátíð í Gauta- borg í janúar og ætli Börn fari ekki þangað líka. Síðan erum við bara að skoða beiðnir, velja og hafna. Það er svo mikið af hátíðum í heiminum að við reynum að velja bestu bit- ana.“ Sala á myndinni til annarra landa gengur einnig vel. „Þetta söluferli er í gangi en við erum búin að selja hana til fjögurra landa núna, það er breskt sölufyrirtæki sem sér um alla sölu á myndinni.“ Ragnar segir löndin í Mið- og Austur-Evrópu hafa verið fyrst í gang til að kaupa myndina. „Rúm- enía keypti myndina fyrst allra landa. Það virðist vera eitthvað í myndinni sem höfðar til þessa hluta af Evrópu.“ Eitt verk Ragnar er nú að leggja lokahönd á kvikmyndina Foreldra sem verð- ur frumsýnd 19. janúar hér á landi, en hún er seinni myndin í tví- leiknum Börn og Foreldrar. Ragnar gerir ekki upp á milli myndanna og lítur á þær sem eitt verk þar sem þær eru unnar sam- hliða. „Foreldrar er ekki eins myrk og Börn, það er léttari tónn í henni.“ Spurður hvort von sé á fleiri myndum í þessum tvíleik segir Ragnar það ekki vera. „Í þessu þema er ekki von á fleiri myndum. Ég ætla að halda áfram með svipaðar vinnuaðferðir og í Börnum og Foreldrum en þróa þær frekar. Ég get samt lofað því að það verða myndir í þessum fasa, minni og persónulegri,“ segir Ragnar sem er með tvö verkefni í smíðum núna sem hann vill ekki tjá sig um. Fær fjölda boða á hátíðir Börn unnu til sérstakra dómnefndarverðlauna á ítalskri kvikmyndahátíð Morgunblaðið/ÞÖK Leikstjórinn Ragnar Bragason segir kvikmyndahátíðir víðsvegar um heiminn óska eftir því að fá íslensku kvikmyndina Börn til sýningar. FÓLK með lítið sjálfsálit ætti að forðast glæpasögur með óvæntum endi – alla vega ef marka má nið- urstöður þýsk-bandarískrar rann- sóknar. Rannsakendur komust nefnilega að þeirri niðurstöðu að fólk með lítið sjálfsálit fær meiri ánægju út úr lestri glæpasagna þar sem grunur þeirra er staðfestur í lokin meðan þeir sem eru miklir í eigin augum kjósa frekar óvæntan endi. „Fólk með lítið sjálfsálit kann vel við þá tilfinningu að það hafi vitað allan tímann hver framdi glæpinn, sennilega vegna þess að því finnst það gáfaðra fyrir vikið,“ er haft eftir Knobloch-Westerwick, meðrannsak- anda og aðstoðarprófessor við Ohio State-háskóla í Bandaríkjunum. Lásu þrjár útgáfur Rannsóknin náði til 84 þýskra há- skólanemenda. Þeir leystu til að byrja með skrifleg verkefni af ýms- um toga sem lögð voru til grundvall- ar mati á sjálfsáliti þeirra. Að því loknu lásu nemendurnir blaðsíðu- langa glæpasögu þar sem tvær kon- ur liggja undir grun um morð; eig- inkona fórnarlambsins og hjákona hans. Hver nemandi las eina af þremur útgáfum sögunnar. Í einni útgáfunni eru konurnar gerðar jafn líklegar til að hafa framið glæpinn, í annarri er gefið í skyn að hin seka sé líklegri og í þeirri þriðju sú saklausa. Að lestr- inum loknum gáfu þátttakendurnir sögunum einkunn eftir skemmt- anagildi og kom þá í ljós að þeir þátt- takendanna sem höfðu lítið sjálfsálit kunnu mun síður við hin óvæntu sögulok en hinir sjálfsöruggari. Sjálfsálit ráði reifara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.