Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 21 SUÐURNES Að njóta foreldrahlutverksins Námskeið sem eflir og styrkir unga foreldra. Fjallað er um foreldrahlutverkið, forgangsröðun, vöxt og þroska ung- barnsins, næringu, svefn, samstillingu, kærleikstengsl o.fl. Næstu námskeið: 9. janúar, 11. jan. og 16. jan. kl. 19:30 - 21:30 23. janúar, 25. jan. og 30. jan. kl. 19:30 - 21:30 Kynningarverð: 12.000 kr. fyrir parið í janúar 2007 – Gjafabréf til hamingju með mikilvægasta hlutverk lífsins! Foreldrar Staðsetning: Ármúli 40, 2. hæð Skráning: Hertha sími 860 5966 og Kristín sími 865 7970 sjá nánar á www.viskusprotinn.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | „Ég er mjög ánægður með lokin á þessu, hvað varð úr þessu húsi,“ segir Ragnar Jón Skúlason rakari sem er ásamt fjölskyldu sinni að opna hótel við Hafnargötuna í Keflavík, Hótel Keili. Lóðina keypti hann fyrir þrjátíu árum og hefur síð- an verið að byggja húsið og innrétta. Á þessum langa tíma hefur hann þurft að yfirstíga margrar hindranir. Mikil tímamót eru í lífi Ragnars um þessar mundir, auk opnunar hótels- ins. Hann varð sextugur á laugardag- inn og á 40 ára starfsafmæli sem hár- skeri á þessu ári. Byggt fyrir rakarastofu Þegar hann útskrifaðist gekk hon- um illa að fá leigt pláss fyrir rakara- stofu en það hafðist að lokum. Ragnar segir að það hafi orðið til þess að hann var mikið að horfa í kringum sig eftir húsum. Þá stóð autt húsnæði sem Al- þýðubrauðgerðin hafði notað fyrir starfsemi sína, á góðri lóð, Hafnar- götu 37. Á þessum tíma hafi fjársterk- ir menn verið að safna að sér lóðum við Hafnagötuna. Hann segist hafa farið á fund stjórnenda fyrirtækisins í Reykjavík og falast eftir lóðinni, seg- ist hafa borið sig aumlega. Svo hafi farið að hann hafi fengið hana keypta. Hann reif kofann sem var á lóðinni og lét teikna myndarlegt hús. Svo hóf- ust framkvæmdir sem stóðu í langan tíma enda efnin ekki mikil hjá ein- staklingi til að byggja 1.400 fermetra atvinnuhúsnæði. En þetta hafðist í ró- legheitunum. Hann flutti rakarastof- una inn á hálfkaraða jarðhæðina og þar voru einnig opnaðar verslanir. Jafnframt var unnið að því að innrétta efri hæðirnar sem íbúðir. Þar voru sjö íbúðir tilbúnar undir tréverk þegar Ragnar skipti skyndilega um stefnu fyrir sjö og hálfu ári og ákvað að inn- rétta húsið sem hótel. Þá þurfti hann að moka út milliveggjunum og breyta húsinu á ýmsan hátt. Að því hefur verið unnið með hléum síðan. „Ég taldi að það væri framtíð í hót- elrekstri en gerði mér enga grein fyr- ir því út í hvað ég væri að fara. Það eru gerðar miklar kröfur til svona húsnæðis. Ég bara hjólaði í þetta og það hafðist,“ segir Ragnar. Nú er unnið að lokafrágangi og bú- ið að búa um rúmin. Og öll leyfi til hót- elrekstrar eru komin. Upphaflega var hugmyndin að hafa 28 herbergja hótel en svo bauðst Ragnari að kaupa húsið við hliðina þannig að nú eru herbergin orðin 40. Ragnar segir að það sé mun hag- kvæmari eining. Á jarðhæðinni við Hafnargötuna er mótttakan, andlit fyrirtækisins, þar sem rakarastofan var áður til húsa en þar er einnig morgunverðarsalur með eldhúsi, vínstúka og lítill fundarsalur. Ragnar stefnir að því að reka þarna hótel í fremstu röð. Hann segir að staðsetningin sé ákjósanleg. Gott út- sýni er úr herbergjunum, sérstaklega þeim sem snúa út á Faxaflóa. „Þetta er besti staðurinn á landinu fyrir hót- el vegna nálægðarinnar við flugstöð- ina. Við erum með það hótel sem næst er alþjóðaflugvellinum.“ Hann mun vinna við rekstur hótels- ins og sonur hans, Þorsteinn Lár, vinnur að markaðsmálunum. Ragnar segist þó ekki geta yfirgefið trygga viðskiptavini. Hann hefur komið sér upp lítilli stofu í húsinu og mun vinna við iðn sína þar vissan tíma á dag. Markaðssetning á Netinu Þorsteinn er að byrja að kynna hót- elið. Segir að ekki hafi verið hægt að gera það fyrr en allt væri klárt. Hann reiknar með að markaðssetningin muni fara mikið fram á Netinu, í gegnum heimasíðu Hótels Keilis sem mikið sé í lagt. Þar muni væntanlegir gestir geta skoðað ljósmyndir og hreyfimyndir af aðstöðunni. Þor- steinn bendir á að frá því faðir hans fékk þá hugmynd að koma þarna upp hóteli hafi ferðaþjónustan aukist mik- ið og spár geri ráð fyrir áframhald- andi aukningu. Þeir feðgar ætla sér að ná í hluta af þeirri aukningu en einnig að bjóða Íslendingum að gista, ekki síst þeim sem leið eiga um Kefla- víkurflugvöll. Fyrstu gestirnir eru væntanlegir næstu daga. „Við fyllum þetta í maí. Við erum búnir að horfa nógu lengi á þetta tómt,“ segir Ragnar. „Ég er ánægður með lokin, hvað varð úr þessu húsi“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hótel Keilir Þorsteinn Lár Ragnarsson og Ragnar Jón Skúlason eru að opna hótel við Hafnargötuna í Keflavík, loksins, eftir langa mæðu. Í HNOTSKURN »Ragnar Jón Skúlason keyptilóð við Hafnargötu fyrir 30 árum til að byggja yfir rakara- stofu, verslanir og íbúðir. »Fyrir sjö árum breyttustáformin, byrjað var að inn- rétta hótel sem nú er verið að opna. Garður | Bæjarstjórn Sveitarfé- lagsins Garðs hefur ákveðið að hækka útsvarshlutfall úr 12,7 í 13,03% um ára- mót. Er það há- marksútsvar, það sama og í Grinda- víkurbæ og Sveit- arfélaginu Vog- um. Reykja- nesbær og Sandgerðisbær verða áfram með lægra útsvars- hlutfall, 12,7%. „Við þurfum auknar tekjur þar sem framundan eru stór og fjárfrek verkefni, svo sem lagfæringar á frárennslismálum bæjarins. Því er okkur nauðsyn að nýta tekjustofna sveitarfélagsins,“ segir Oddný Harðardóttir, bæjar- stjóri í Garði. Meirihluti bæjar- stjórnar samþykkti útsvarshækk- unina en fulltrúar minnihlutans sátu hjá. Fram kemur í bókun meirihlut- ans að sveitarfélagið hafi verið að taka stór lán ár hvert og áætlað sé að afborganir þeirra verði 88 milljónir á næsta ári. Lántakan hafi verið nauð- synleg þar sem tekjur sveitarfé- lagsins hafi ekki nægt fyrir rekstri málaflokka, gatnagerð og fjárfest- ingum. Oddný óttast ekki að samkeppn- ishæfni Garðsins skerðist við þetta. „Við viljum vera þekkt fyrir að veita íbúunum góða þjónustu, góða skóla og góðan aðbúnað,“ segir hún. Bætir því við að unnið sé að því að bæta þjónustuna á ýmsum sviðum. Reiknað er með að útsvarshækk- unin skili átta milljónum í bæjarsjóð. Útsvarið hækkar í Garðinum Oddný Harðardóttir LANDIÐ Borgarfjörður | Ráðgert er að halda tónleika í gíg Grábrókar í Norður- árdal í júní, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Þar verða verkin Skugga-Baldur, Fjalla-Eyvindur og Gullna hliðið flutt og blásarahljóm- sveit leikur undir. Tónleikarnir verða liður í borgfirsku tónlistarhá- tíðinni Isnord en á hennar vegum voru tónleikar í Surtshelli í sumar. Leikhústónlist verður annars í öndvegi á hátíðinni, sem haldin verð- ur dagana 8. til 10. júní, hefur Skessuhorn eftir Jónínu Ernu Arn- ardóttur, aðalskipuleggjanda hátíð- arinnar. Meðal annars verður tónlist úr leikritum Kjartans Ragnarssonar flutt. Bræðurnir Þorsteinn Gauti og Jóhann Sigurðarsynir flytja lög úr vel völdum verkum, Guðrún Ingi- marsdóttir söngkona syngur og margir fleiri, en listamennirnir sem koma fram á hátíðinni eru borgfirsk- ir eða tengdir héraðinu á einhvern hátt. Gullaldartónlist verður í bland við alþýðlega, nánast öll úr íslensk- um leikritum, þótt vissulega votti fyrir norrænum blæbrigðum. Skugga-Baldur og Fjalla- Eyvindur í gíg Grábrókar Eftir Örn Þórarinsson Siglufjörður | Í Siglufirði hafa síðan árið 2005 staðið yfir endurbætur á svokölluðu Ytrahúsi. Þetta er með elstu húsum bæjarins byggt árið 1905. Í Ytrahúsi var um 40 til 50 ára skeið rekin sjoppa og gekk húsið þá undir nafninu Söluturninn. Áður var þar fyrsta póst- og símstöð staðarins, einnig var Sparisjóður Siglufjarðar þar til húsa um tíma og um árabil var það notað sem íbúðarhús. Það er Ytrahúsið – áhugamanna- félag sem á húsið og stendur að end- urbótum á því. Að félaginu standa fimm einstaklingar og er framlag þeirra einkum vinna. Eins og í upphafi Að sögn Hinriks Aðalsteinssonar, formanns áhugamannafélagsins, var húsið upphaflega timburbygging en var fyrir allnokkru klætt utan með járni. Byrjað var að rífa allt utan af húsinu og er stefna eigendanna sú að útlit þess verði eins og í upphafi. Þó svo að þarna sé ekki um stór- hýsi að ræða, 40 til 50 fermetra að grunnfleti, kosta endurbæturnar sitt. Til dæmis eru gluggarnir vandaðir. Nú er búið að klæða framhlið hússins, þá er snýr að Aðalgötu, en aðrar hlið- ar eru eftir. Líklegt er að endurbæt- urnar taki 2 til 3 ár. Helstu styrkjendur framkvæmdar- innar eru Húsfriðunarsjóður, Siglu- fjarðarkaupstaður, Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar, Guðný Ró- bertsdóttir og Kristján Möller. Að sögn Hinriks er ekkert ákveðið hvaða hlutverk húsið fær í framtíð- inni en ýmsum möguleikum þar um hefur verið velt upp. Áhugamenn gera upp Ytrahús Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Ytrahús Búið er að klæða framhlið Ytrahúss, þá er snýr að Aðalgötu. End- urbætur hússins taka tvö til þrjú ár og er mikið eftir enn. Húsavík | Fyrir skemmstu var opnuð ný al- hliða útivistar- og tískuvöruverslun á Húsavík sem nefnist Metro. Að henni standa athafna- hjónin Birna Ásgeirsdóttir og Hilmar Þór Guð- mundsson. Birna segir bæjarbúa og nærsveit- unga hafa tekið versluninni vel til þessa og eru þau hjón bjartsýn á rekstur hennar. Metro er til húsa á Garðarsbraut 26, efri hæð, en þar eru einnig til húsa hársnyrtistofan Metro og snyrtistofan Hilma auk tveggja nudd- stofa. Á myndinni er Birna, til hægri, ásamt Ragn- heiði Björnsdóttur afgreiðsludömu í versl- uninni Metro. Bjartsýn á búðina Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.