Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 22
|miðvikudagur|13. 12. 2006| mbl.is Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Umsóknir um jólaúthlutun eru dagana 6., 13. og 14. desember. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. daglegtlíf Bryndís Baldursdóttir er járn- kvendi sem ætlar að taka þátt í Ironman keppninni fyrst íslenskra kvenna. » 25 hreyfing aðventan Góður svefn er mikilvægur til að hvíla líkama og huga, sem og til að viðhalda og styrkja minnið. » 24 heilsa T vær verslanir hafa al- gjöra sérstöðu í Reykjavík. Í fyrsta lagi eru þær á sjúkra- húsum, í öðru lagi vinn- ur starfsfólkið þar í sjálfboðavinnu og í þriðja lagi rennur allur ágóð- inn til líknarmála. Þetta eru að sjálfsögðu sölubúðir Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands, nánar tiltekið kvennadeildar, en sú deild fagnaði nýlega 40 ára starf- samæli. „Það hvarflaði aldrei að mér að verða búðarkona,“ segir Steinunn Jónsdóttir, sjálfboðaliði á vakt í sölubúðinni á LSH í Fossvogi. „En þetta starf er mjög gefandi og skemmtilegt. Ég hef megnið af minni starfsævi unnið á skrifstofu og geri reyndar enn. Ég gef mér samt tíma til þess að vera búð- arkona hálfan dag aðra hverja viku en ég hef unnið hér í átta ár. Mér finnst það ómissandi hluti af tilver- unni. Bæði er félagsskapurinn skemmtilegur og svo er þetta ein- stakt starf og þakklátt,“ segir hún brosandi og afgreiðir sjúkraliða sem klæddur er rauðakrosslit- unum, í hvítum búningi og rauðri peysu. „Starfsfólkið hér á sjúkrahúsinu eru tryggir viðskiptavinir og kemur reglulega. Innanhúss gengur búðin undir nafninu „mollið“ sem er enska orðið yfir verslunarmiðstöð. Það fæst nefnilega alveg ótrúlega margt hér, líkt og í verslunarmið- stöðvunum, þótt búðin sé aðeins á nokkrum fermetrum,“ segir hún og sýnir fallegar töskur, fóðruð herðatré og flóru af leikföngum. „Þá erum við með ilmvötn og þekkt snyrtivörumerki fyrir konur og karla, skartgripi, sokka og sælgæti svo aðeins fátt eitt sé nefnt.“ Í þeim töluðum orðum kemur Bryndís Jónsdóttir verkstjóri aðvíf- andi og biður um gleraugu. Stein- unn snarar kassa með gleraugum upp á afgreiðsluborðið og verk- stjórinn er fljótur að velja gleraugu með fallegri hvítri umgjörð. „Við eigum þó því miður ekki allt sem fólk biður um, eins og skós- vertuna sem maður spurði eftir ekki alls fyrir löngu. En vöruúr- valið er samt ótrúlega mikið og breitt í ekki stærri verslun.“ Steinunn segir að sjúklingarnir komi að sjálfsögðu líka til þess að versla og ættingjar þeirra og vinir sem eru að koma í heimsókn. „Við seljum mikið af sætindum og snyrtivörum en gjafavaran nýtur líka mikilla vinsælda enda er hún á góðu verði. Sumir sjúklingar kom- ast sjaldan í verslanir þar sem þeir eiga ekki auðveldlega heimangengt. Þá nýta þeir oft tækifærið þegar þeir leggjast inn á spítalann og birgja sig upp af gjöfum til þess að gefa öðrum á afmælum og um jól- in.“ Sjálfboðaliðinn segir aðventuna sérstaka. „Jólastemningin smitar alla og svo versla auðvitað jóla- sveinarnir hér. Það er svo gaman,“ segir hún dálítið leyndardómsfull á svip en tvær hvítklæddar hjúkr- unarkonur staðfesta það. Þær hafa séð alls kyns jólasveina kaupa í skóinn í Rauða krossbúðinni. „Ágóðinn af allri sölu fer síðan til kaupa á lækninga- og rannsókn- artækjum fyrir sjúkrahúsin auk annarra líknarmála,“ segir Stein- unn sem eins og jólasveinunum, og hinum mörgu sjálfboðaliðum RKÍ, finnst skemmtilegt að gefa. Morgunblaðið/Ásdís Jólagjafainnkaup Ingibjörg Torfadóttir var að kaupa jólagjöf en þær eru margar góðar í RKÍ búðunum. Kærleiksverk Steinunn Jónsdóttir segir starfið í búðinni mjög gefandi og þakklátt. Jólasveinatengsl Þessar höfðu séð jólasveina kaupa dót í skóinn í búðinni. Jólasveinninn verslar í RKÍ-búðunum heilsa VÍSINDAMENN við NTNU- háskólann í Þrándheimi í Noregi og St. Olavs-sjúkrahúsið í sama bæ hafa fundið sannanir fyrir því að kímnigáfa lengir lífið. Þetta er í fyrsta sinn sem sönnur eru færðar á að þeir sem hafa húmor eru líklegri til að lifa af alvarleg veikindi. Öllum sjúklingum sem þjáðust af krónískri nýrnabilun í Syðri- Þrændalögum var í janúar eitt árið boðið að taka þátt í rannsókninni, að því er forskning.no greinir frá. Sjúklingarnir voru í lífshættu og þurftu að undirgangast meðferð í blóðskiljuvél allt frá því daglega að einu sinni í viku til að hreinsa úr- gangsefni líkamans úr blóðinu. Án blóðskiljunnar hefðu þessir sjúk- lingar látist. Um 80 prósent sjúklinganna svöruðu spurningum um aldur, kyn, menntun, lífsgæði og kímni- gáfu. Um helmingur sjúklinganna skoraði tiltölulega hátt á prófinu þegar kom að húmor og tveimur ár- um síðar var 30 prósentum líklegra að þeir væru enn á lífi en þeir sem tilheyrðu hinum helmingi svar- enda. Í þeim niðurstöðum er búið að taka mið af öðrum heilsufarsvanda- málum sjúklinganna, almennum lífsgæðum og fleiri hugsanlegum áhrifavöldum. Ekkert annað atriði í aðstæðum sjúklinganna reyndist eins afgerandi og kímnigáfa þeirra þegar kom að því að segja fyrir um lífslíkur. Kímnigáfan lengir lífið Reuters Hlátur Nú er búið að sanna vís- indalega að húmor lengir lífið. Mörgum eru jólin kærkomin hvíld en aðrir kvíða hátíð- arstundunum. » 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.