Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 23 ÞAÐ er líklega tor- fundinn sá Íslendingur sem ekki þekkir fyr- irtækið 66° Norður, og eftir andlitslyftingu sem fól í sér fram- leiðslu á tískuskotnum útivistarfatnaði virðist sem framleiðslan sé farin að vekja athygli á erlendri grundu. Að minnsta kosti sjá aðstandendur vefsíð- unnar Style.com ástæðu til að tilefna Þórsmerkur- dúnúlpuna frá fyr- irtækinu 66° Norður sem bestu úlpuna þetta árið. Segir í umsögn Style.com að land- fræðileg einangrun og öfgakennt veðurfar geri Íslendingum nauðsynlegt að finna sífellt nýjar leiðir til að halda á sér hita. Það sé líka nokkuð sem þessi dúnúlpa með þvottabjarnar- brydduðum kraga geri auðveldlega. Og þó hlýindi hennar séu slík að geta varið mann fyrir hörku veðurguðanna á norrænum fjallstoppum þá henti Þórsmerkurúlpan ekki síður vel til þess að reyna að stoppa leigubíl á 5th Avenue í New York. Morgunblaðið/Ásdís Tískuúlpa Þórsmerkurúlpan frá 66° Norður hent- ar jafnt í stórborginni sem úti í óbyggðum. Besta úlpan íslensk Í Bæjarpóstinum á Dalvík erhaldið úti vísnaþætti undir yfirskriftinni Spörð. Þar er limra eftir Magnús Óskarsson, fyrrum borgarlögmann: Ástfangin kona í Kína kyssti heitt ástina sína sem hægri hönd lagði á hjartað og sagði: Þú minnir á mömmu þína. Einnig er þar limra eftir Aðalstein L. Valdimarsson sem orti þegar hann frétti að eitt vinsælasta sjónvarpsefni síðari tíma væri strandblak kvenna: Allmargir áhorfi nenna og unaðs í lendunum kenna ef að þeir sjá sjónvarpað frá strandblaki stinnrassa kvenna. Og limra Hermanns frá Kleifum: Ég geng út frá því sem gefnu að guð hafi skapað Hrefnu, þótt ég geti ekki séð neina meiningu með svo fráleitri framleiðslustefnu. Loks er þar limra eftir Hjálmar Freysteinsson: Á það er fús að fallast, þó furðulegt megi kallast að Ítalaskratt- arnir segja það satt: Helvítis turninn hallast! VÍSNAHORNIÐ Af limrum pebl@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.