Morgunblaðið - 13.12.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 13.12.2006, Síða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is H ægar bylgjur djúpsvefns styrkja minnið, samkvæmt niðurstöðum mastersverkefnis Höllu Helga- dóttur í sálfræði. Niðurstöður hennar birtust nýlega í nýjasta tölublaði fræðiritsins Nature. Verkefnið vann Halla ásamt samstarfsmönnum sínum við Há- skólann í Lübeck í Þýskalandi undir leiðsögn Jans Borns, prófessors við tauga- og innkirtla- fræðistofnun skólans. Niðurstöður Höllu út- skýra með nýjum hætti hvernig minni styrkist í svefni. Rannsóknin þykir staðfesta að góður svefn sé mikilvægur, ekki einungis til að hvíla líkama og huga heldur einnig til að viðhalda og styrkja það sem við höfum lært yfir daginn. „Svefn og minni hefur verið rannsakað mikið á síðustu árum og hefur athyglinni m.a. verið beint að áhrifum mismunandi svefnstiga á ólík- ar tegundir af minni. Tilgangur rannsókn- arinnar var að útskýra hvað það er í svefninum sem styrkir minnið og kenningin er sú að hægu heilabylgjurnar séu þar í lykilhlutverki,“ segir Halla í samtali við Daglegt líf. Rannsóknin, sem fór fram í háskólanum í Lübeck, gekk út á það að auka djúpsvefn hjá þátttakendum með vægri raförvun á höfuð. „Rafstraumurinn var með sömu tíðni og hægar bylgjur djúpsvefns og með honum tókst okkur að dýpka svefninn. Þetta hefur ekki verið gert áður svo vitað sé. Ef hægt væri að þróa svona tæki fyrir almenning myndi það eflaust hjálpa mörgum sem ekki fá nægilegan djúpsvefn. Þetta er þó aðeins fyrsta tilraun enda hafa áhrif raförvunar á heilann ekki verið rann- sökuð til hlítar. Við lögðum fyrir hin ýmsu minnispróf og fundum út að árangur úr minn- isprófum, sem mæla meðvitað minni, var betri eftir nótt með auknum djúpsvefni en eftir venjulegan nætursvefn. Hægar heilabylgjur djúpsvefns eiga samkvæmt þessu stóran þátt í að styrkja minnið yfir nótt,“ segir Halla. Mjög spennandi viðfangsefni Djúpsvefn er ástand þar sem vöðvar eru mjög slakir, púlsinn hægur og blóðþrýstingur og líkamshiti lágur. Djúpsvefn er aðallega til staðar fyrstu fjóra tíma nætur, en djúpsvefn, draumsvefn og léttur svefn skiptast á nokkrum sinnum á nóttu. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að ná góðum svefni að minnsta kosti fyrri part nætur til að viðhalda og styrkja það sem við höfum lært yfir daginn. „Djúpsvefn er mikilvægur fyrir minnið þótt ég vilji ekki gera lítið úr öðrum svefnstigum, þau hafa líka sitt hlutverk. Það er svo margt sem við vitum ekki um svefninn og einmitt það gerir svefninn að spennandi viðfangsefni til rann- sókna. Rannsóknir á rottum hafa sýnt að svefn er lífsnauðsynlegur. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað meira á bak við svefninn en bara hvíld. Ég vona að rannsóknin geti fært okkur hænusk- refi nær lausninni á ráðgátunni um svefninn, en það er enn langt í það að við skiljum svefninn og heilastarfsemi okkar til fulls,“ segir Halla. Svefninn er enn stór ráðgáta Halla starfar nú hjá fyrirtækinu Mentis cura, sem stundar rannsóknir með heila- línuritum. Hún er nú um stundir að fást við rannsóknir á ofvirkni og athyglisbresti í sam- starfi við BUGL. Borin eru saman heila- línurit krakka, sem greindir hafa verið með sjúkdóminn, og viðmiðunarhóps auk þess sem skoðuð eru áhrif rítalíns á heilalínuritið. „Með þessu vonumst við í framtíðinni til að geta búið til nýtt greiningartæki fyrir sjúk- dóminn og til að geta sagt fyrir um það hvernig barn svarar meðferð með rítalíni með hjálp heilalínurita,“ segir Halla, sem auk þessa vinnur við svefnrannsóknir á Landspít- alanum við að greina svefnraskanir. „Á lungnadeildinni fer fram mjög gott starf, bæði við meðferðir og rannsóknir á alls kyns svefnsjúkdómum, aðallega þó kæfi- svefni. Því miður hafa yfirlæknirinn, Þór- arinn Gíslason, og hans starfslið ekki undan við að taka á móti fólki með svefnvandamál og biðlistar eru langir. Tækni og þekkingu ætti ekki að vanta því á Íslandi hafa verið þróuð og framleidd tæki til rannsókna á svefni sem eru meðal þeirra bestu í heim- inum í dag. Þetta hefur gefið okkur ákveðið forskot og Íslendingar hafa vakið mikla at- hygli erlendis fyrir rannsóknir á svefni og svefnvandamálum á umliðnum árum. Heil- brigðiskerfið ætti að nýta sér þetta betur og leggja meira í meðferðir á svefnvandamálum því þótt svefninn sé enn stór ráðgáta er víst að svefnleysi veldur okkur heilsutjóni og mik- illi vanlíðan,“ segir Halla að lokum. Djúpsvefninn styrkir minnið Morgunblaðið/ Ásdís Rannsóknarefni Það er svo margt sem við vitum ekki um svefninn og það gerir hann að spennandi viðfangsefni til rannsókna. Morgunblaðið/ÞÖK Djúpsvefn Hægar heilabylgjur djúpsvefns eiga stóran þátt í að styrkja minnið yfir nótt, segir Halla Helgadóttir. Enn einu sinni er komið að því að blessuð jól-in, með öllu sínu tilstandi, nálgast óðfluga.Fyrir mörgum eru jólin kærkomin hvíld frá hversdagsleikanum. Tilhlökkun um jólaljósin, skreytingar, að gleðjast með sínum nánustu, borða góðan mat, taka upp gjafir sem gefnar eru af heil- um hug, fara í heimsóknir og hlýða á jólamessu. Sumir gleyma sér þó í kapphlaupinu um að gera jólin sem glæsilegust og uppruni þeirra virðist stundum hverfa í skarkala og græðgi. Auglýsingar dynja á fjölskyldum og erfitt getur verið að útskýra að ekki sé til fjármagn til að koma til móts við allar langanir barnanna, hvað þá hinna fullorðnu. Því miður breytist tilhlökkunin af þessum sökum stundum í kvíða, því að sumir hafa engan veginn efni á þeim glæsilegu dýru jólagjöfum sem auglýs- ingarnar segja að séu vinsælastar. Þá reynir á hug- vit hinna eldri til að gera hið besta úr aðstæðum og vera þess minnug að samkennd og góðar sam- verustundir eru það sem lifir hvað lengst í huga okkar. Jákvæður hugsunarháttur Mér er einnig hugsað til allra þeirra sem á þess- um árstíma berjast við erfiða sjúkdóma eða syrgja látinn ástvin og þora varla að leyfa sér að hlakka til. Það þarf hugrekki til að takast á við sorg og ræða við sína nánustu um líðan sína og stundum þarf faglega ráðgjöf. Þeir sem hafa misst heilsuna, ástvin eða jafnvel skilið við maka sinn þurfa að undirbúa jólin í breyttri mynd og þá þarf að hlúa sérstaklega að börnum í þessum fjölskyldum. Sýna að hinir fullorðnu ráði við aðstæður, hafi frumkvæði og jákvæðni til að bera og fá að heyra hvernig börnin myndu helst vilja hafa jólin. Börn hafa ávallt væntingar og það er okkar fullorðna fólksins að reyna að koma til móts við þarfir þeirra og fá þau til að sjá það jákvæða. Síðan eru aðrir sem fást við einmanakennd, eiga erfiðar minningar þar sem heimilislífið um jólin ein- kenndist kannski af rifrildi, drykkjuskap, pirringi, vonleysi og sektarkennd. Fyrir þessa einstaklinga geta jólin verið mjög erfiður tími. Þeir sem af ein- hverjum ástæðum búa við erfiðar minningar og tómleika geta samt ákveðið að búa til nýja hefð. Með jákvæðum hugsunarhætti er hægt að ákveða að það megi vera gaman á jólunum. En það kostar tíma, ákveðni og áhuga að vinna í þessari breytingu alveg eins og öðrum breytingum. Það er undir ein- staklingnum sjálfum komið að þora að hlúa að sjálf- um sér og sínum nánustu og þá einkum að börnum sínum. Börn elska foreldra sína og þyrstir í að vita að foreldrarnir séu að reyna að gera sitt besta og að þeir sýni börnum sínum hlýju og umhyggju þrátt fyrir erfiðleikana. Stundum er of erfitt heima og þá er mikilvægt að börn hafi stuðning ömmu og afa eða annarra náinna ættingja. Gleymum ekki að innihald jólanna er kærleikur og samvera. Gjafir sem gefnar eru af heilum hug eru dýrmætari en stórar dýrar gjafir sem gefnar eru í samkeppni um vinsældir eða áhrif. Það þarf að vanda sig í samskiptum við sína nánustu allt ár- ið, njóta þess að eiga þá sem við eigum að og muna að allir eru sérstakir og hafa einhverja kosti sem við getum notið með þeim. Verum meðvituð um okkur sjálf, nánustu fjöl- skyldu, vini og vinnufélaga. Njótum samverunnar. Hrós, bros og hvatning kostar lítið, en þú færð það margfalt til baka. Verum fyrirmynd fyrir börnin okkar og gefum þeim tíma, þau eiga það skilið. Gleðileg jól Hrós á aðventu Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaandinn Fyrir mörgum eru jólin kærkomin hvíld frá hversdagsleikanum, en sumir gleyma sér þó í kapphlaupinu um að gera jólin sem glæsilegust og uppruni þeirra virðist stundum hverfa í skarkala og græðgi. hollráð um heilsuna | landlæknisembættið Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi Landlæknisembættinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.