Morgunblaðið - 13.12.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 13.12.2006, Síða 25
hreyfing MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 25 Að sigrast á sjálfum sér eralltaf stórkostleg tilfinn-ing. Og þessi tilfinningmargfaldast eftir því sem þrautin er erfiðari. Að koma í mark í sínu fyrsta maraþoni er til dæmis æðislegt fyrir svona venju- lega manneskju eins og mig, sem hef alltaf verið léleg í íþróttum og byrjaði ekki að hlaupa fyrr en árið 2000, en þá hljóp ég 200 metra og sprakk,“ segir Bryndís Bald- ursdóttir sem ætlar að verða fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í þrekrauninni miklu sem gengur undir nafninu Ironman eða Járn- karlinn og fer Evrópumeist- aramótið fram næsta sumar. „Þetta er keppni sem gengur eingöngu út á þol. Fyrst þurfum við að synda 3.800 metra í blaut- búningi í opnu vatni, síðan hjólum við 180 kílómetra og eftir það hlaupum við heilt maraþon eða 42,2 kílómetra. Allt er þetta gert í einni lotu, án þess að stoppa. Þetta er gífurleg þolraun og það eitt að komast í mark þykir bara nokkuð gott. Þetta samsvarar því að synda rúma þrjá kílómetra í sjónum fyrir utan Vík í Mýrdal, hjóla svo þaðan til Reykjavíkur og hlaupa að því loknu til Keflavíkur.“ Kom skælandi í mark „Ég heyrði fyrst af þessari keppni fyrir tveimur árum og þá hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir að taka þátt í þessu, samt var ég orðin maraþonhlaupari þá. Mér fannst þessi keppni vera algjör bil- un. En ég tók forskot á sæluna núna í október með því að fara ásamt manninum mínum í hálfan Ironman í Arizona,“ segir Bryndís sem var líka fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í þeirri keppni. „Að klára þennan hálfa Ironman var mikill sigur fyrir mig og ólýs- anleg tilfinning. Þetta var svo yf- irþyrmandi að ég kom skælandi í mark. Ég ákvað að láta reyna á hvað ég gæti og stútaði mér næst- um í hjólreiðakaflanum með því að hjóla þessa níutíu kílómetra hrað- ar en ég hjólaði þrjátíu kílómetra þegar ég vann Íslandsmeistaratitil í tímatöku í hjólreiðum í sumar. Ég var því alveg búin með mig þegar ég kom í mark eftir hjól- reiðarnar en ég gat samt hlaupið hálft maraþon og fann að ég hefði getað farið heilt maraþon. Þess vegna er ég ákveðin í að fara í heilan Ironman í sumar, ég veit að ég get þetta,“ segir Bryndís og bætir við að vissulega sé hvetjandi að vera fyrsta íslenska konan til þess, en konur eru í miklum minnihluta í þessari keppni. „Í fyrra voru um tvö hundruð konur af tvö þúsund keppendum í Evr- ópukeppninni.“ Líkaminn ekki gerður fyrir kyrrsetu Bryndís segir að aðalmálið sé að komast í gegnum æfingarnar fyrir svona keppni, sem eru auðvitað þrotlausar. „Þegar æfingar standa sem hæst þá æfi ég þrisvar í viku hverja grein. Syndi fjóra kílómetra á mánudegi, hleyp í þrjá klukku- tíma á fimmtudegi og hjóla í sex klukkutíma á sunnudegi með tutt- ugu og fimm mínútna hlaupi á eft- ir. Svo þarf ég líka að æfa mig heilmikið í því að borða á ferð, því að meðan á keppni stendur er ekki stoppað til að borða, heldur matast á ferð, hvort sem maður er á hjóli eða hlaupandi.“ En er ekki óhollt að ganga svona fram af sér eins og aug- ljóslega er gert í svona keppni? „Ég get alveg tekið undir það að svona ofurkeppnir eru óhollar, því vissulega gengur maður eins nærri sjálfum sér og maður kemst. En á móti kemur að æfingarnar og und- irbúningurinn fyrir svona keppni er eitt það hollasta sem við getum gert, það er að segja að stunda mikla og reglulega hreyfingu. Mannslíkaminn er ekki gerður fyr- ir það að sitja við skrifborð allan daginn.“ Eins og að synda í fiskitorfu Bryndís segir að vissulega fari mikið af frítíma hennar í æfingar. „Ég eyði ekki miklum tíma í að þrífa heima hjá mér og það vill svo vel til að við hjónin höfum sameig- inlegt áhugamál sem er hvíld og þess vegna er annað okkar aldrei í fýlu yfir því að hitt sé ekki að sinna heimilisstörfum. Svo er auð- vitað fullur skilningur milli okkar um það að mikill tími fari í æfing- ar, því við ætlum bæði að taka þátt í Ironman í sumar.“ Bryndís segir það hafa verið mjög sérstaka reynslu að taka þátt í hálfu Ironman-keppninni í haust. „Mér fannst sundið til dæmis al- gjör geggjun, þetta var eins og að synda í fiskitorfu, því keppend- urnir voru svo margir. Vatnið var mjög gruggugt og ég sá ekki hendurnar á mér sem varð til þess að ég lenti kannski allt í einu uppi á bakinu á næsta keppanda fyrir framan mig.“ Bryndís fór hálfan Ironman á sex klukkustundum og þrettán mínútum og stefnir að því að taka heilan Ironman á þrettán klukku- tímum. „Þetta snýst ekki bara um sjálfa mig, þetta snýst líka um að vera öðru fólki hvatning, einmitt þeim sem eru bara venjulegar mann- eskjur eins og ég og ekki með ein- hvern íþróttabakgrunn. Ég er bara gamall sukkari sem aldrei gat neitt í íþróttum og byrjaði ekki að hreyfa mig fyrr en á fertugsaldri. Fyrst ég get þetta, þá getur þetta hver sem er. Þetta snýst um hvað maður vill.“ khk@mbl.is Bryndís er járnkarl í kvenmannslíki Morgunblaðið/Sverrir Sundæfing Bryndís skellir á sig sundgleraugunum og býr sig undir að synda fjóra kílómetra. Keppni í Ironman gengur eingöngu út á þol. Til í slaginn Bryndís á hjólaæfingu úti í Arizona skömmu fyrir keppni í hálfum Ironman. Hún segir þann hálfa hafa verið mikinn sigur fyrir sig. Hún var alltaf léleg í íþróttum og fór ekki að hreyfa sig markvisst fyrr en á fertugsaldri. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti járnkvendi sem ætlar að taka þátt í Ironman- keppninni fyrst íslenskra kvenna. www.blog.central.is/bibbasvala   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.