Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 27 a á borð arnám ð býsna pa og fjöl- egri þátt- saðstöðu sig kki við a sem búa ar og fé- brýtur ldur þeim segir nnsóknir frá efna- rri heilsu en börn frá efnameiri heimilum. Spurð hvort börn í fátækum fjöl- skyldum hafi jöfn tækifæri til þess að fara í langskólanám og geti þann- ig notað menntun sína til þess að fá hugsanlega tekjuhærri störf í fram- tíðinni svarar Harpa því neitandi og bendir á að þar skipti brotin sjálfs- mynd barnanna höfuðmáli. Segir hún miklar líkur á að fátækt haldist í fjölskyldum kynslóð eftir kynslóð sé ekkert að gert, þ.e. að börn fátækra foreldra lendi sjálf í fátækt í framtíð- inni vegna skorts á nægum stuðn- ingi, menntun og sjálfstrausti. Seg- ist Harpa hafa miklar efasemdir um þá fullyrðingu sem finna má í skýrsl- unni þess efnis að fátækt sé oft tíma- bundið ástand, því hennar nið- urstöður sýni fram á hið gagnstæða. Þegar Harpa er innt eftir því hvernig búa megi betur að fátækum barnafjölskyldum segir hún rík- isvaldið þegar hafa til þess mikilvæg og áhrifarík tæki og nefnir í því sam- hengi barnabætur og skattakerfið. Að mati Hörpu geta markvissar stjórnvaldsaðgerðir haft verulega mikið að segja. Nefnir hún í því sam- hengi að skerðingarmörk tekna hafi afgerandi áhrif á fjölda foreldra sem fá óskertar barnabætur. „Sam- kvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar fyrir rannsókn mína á fá- tækt á Íslandi kom í ljós að við álagningu 2001 vegna tekna ársins 2000 fengu 11,4% einstæðra foreldra óskertar barnabætur. Ég fékk stofnunina til þess að reikna út hve hátt hlutfall einstæðra foreldra fengi óskertar barnabætur með því að hækka skerðingarmörk tekna úr tæplega 54 þúsundum kr. eins og þau voru þá í 150 þúsund kr. Kom í ljós að 65,5% einstæðra foreldra hefðu þá fengið óskertar barnabæt- ur,“ segir Harpa og tekur fram að samkvæmt sínum niðurstöðum þyrfti að miða skerðingarmörk tekna hjá einstæðu foreldri við lág- marksframfærslu og því hækka mörkin í 190 þúsund kr. á mánuði eigi barnabæturnar að hafa eitthvað að segja og vera raunverulegur stuðningur. Minnir hún á að Ísland sé eina Norðurlandið þar sem barnabætur séu tekjutengdar, því á hinum Norðurlöndunum sé litið á barnabætur sem stuðning við barnið óháð fjárhag foreldra. ramfærslukostnaði fjölskyldna pp á að lægstu unnframfærslu Morgunblaðið/RAX sóknir sýna að börn frá efnaminni heimilum brest og brotnari sjálfsmynd en önnur börn. silja@mbl.is aman í lgerður ætt tórt og ngdi ís- ggju við rlönd- fnið ta þú- ryf- anna. Í t og ja börn u kom fram að Matvælaáætlun Samein- uðu þjóðanna hefði margsannað að skólamáltíðir væru leið til að tryggja að börn í fátækjum ríkjum og þá sérstaklega stúlkur sæktu skóla. Verkefnin væru á svæðum þar sem næringarskortur væri og þar sem börn hefðu ekki orku til að mæta í skóla eða á svæðum þar sem börn kæmust ekki í skóla vegna vinnu. Skólamáltíðin gæfi af sér heilbrigði, stuðlaði að menntun og drægi úr fátækt. Talið væri að um 100 milljónir barna gengju ekki í skóla og af þeim væru tveir þriðju hlutar stúlkur, en það að koma stúlkum á skólabekk hefði mjög jákvæð áhrif á alla þróun í fá- tækum löndum. Íslandi þakkað WFP og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út mikið fræðsluefni um stöðu mála og vakti Valgerður Sverrisdóttir at- hygli á þeirri útgáfu, m.a. tölvuleik sem dreift er ókeypis á Netinu, þar sem þátttakendur geta sett sig í spor þeirra sem stunda neyð- araðstoð. „Mikilvægur þáttur í uppeldinu er að upplýsa íslensk grunnskólabörn betur um stöðu barna í þróunarríkjum,“ sagði hún og bætti við að vonandi yrði verk- efnið ekki aðeins til stuðnings 45.000 börnum í Úganda og Malaví heldur yrði það líka liður í vitund- arvakningu hérlendis sem hægt yrði að fylgja eftir í grunnskól- unum. Fyrir hönd barnanna í Úganda og Malaví þakkaði Mikael Bjerrum ríkisstjórn Íslands, þjóðinni og sér- staklega íslenskum börnum fyrir stuðninginn. Hann gerði orð Johns Powells, aðstoðarframkvæmda- stjóra hjá WFP, að sínum og sagði að ef aðrar þjóðir fylgdu fordæmi Íslands yrði stórt skref stigið í bar- áttunni gegn vannæringu barna í þróunarríkjunum og í átakinu við að fá þau í skólana. Nemendur Mýrarhúsaskóla spurðu ráðherra nokkurra spurn- inga, m.a. um fátækt í Afríku og á Íslandi, og hvað væri hægt að gera fyrir fátæk börn í Afríku og á Ís- landi. Klara Dögg Gunnlaugsdóttir í 5C sagði við Morgunblaðið að stuðningur Íslands við börn í Afr- íku væri mjög mikilvægur. „Þetta er mjög gott, því börnin geta lifað aðeins lengur.“ ins lengur“ Morgunblaðið/G.Rúnar nnir verkefnið í Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- a Dögg Gunnlaugsdóttir í 5. C. Þegar maður er sjö ára ermikilvægt að allt sé íföstum skorðum. Þættirá borð við reglubundnar máltíðir, skólagöngu, sam- verustundir með vinum og hátta- tími eru ómissandi í hinu daglega lífsmynstri. Inn á milli koma sér- stakir dagar og hátíðarstundir en þegar öllu er á botninn hvolft er það traust daglegt lífsmynstur sem skapar öryggi og ánægju. Það er ekki eins og beðið sé um mikið. Engu að síður eru 400 milljónir barna í heiminum sem láta sig ekki einu sinni dreyma um slíkt. Þetta eru börn sem iðulega byrja hvern dag svöng og fara yf- irleitt svöng í rúmið í dagslok. Það er tilviljunum háð hvort þau fá eitthvað að borða þess á milli. Nánast er víst að þau hafa þá var- ið meirihluta dagsins í vinnu, til dæmis við að hirða dýr, sækja vatn eða vinna heimilisstörf. Í lífi meira en 100 milljóna barna gegn- ir skólinn engu hlutverki. Afleið- ingin er sú að þau vaxa úr grasi og verða jafnfátæk og foreldrar þeirra og eignast börn sem eiga líkast til engu meiri von en þau sjálf. En svona þarf þetta ekki að vera. Í fyrsta lagi er meira en nóg framleitt af mat í heiminum í dag til þess að metta alla. Tæknilegar framfarir hafa orðið til þess að hægt er að bæta uppskeru eða rækta tegundir nytjajurta sem dafna við erfiðustu aðstæður. Það eina sem við þurfum er áræði og staðfestu til að láta fólki í té það sem það þarf til að koma sjálfu sér til bjargar. En í millitíðinni verðum við að láta matvælaaðstoð nægja. Í mörgum heimshlutum er þetta enn lykillinn að því að rjúfa víta- hringinn. Vannæring hefst í móð- urkviði; sveltandi mæður ala svelt börn. Vannæring tefur og tak- markar líkamlega og andlega þró- un. Og svöng börn – ef þau kom- ast yfirleitt í skóla – eiga erfitt með að einbeita sér og læra. Skólamáltíðaráætlanir á borð við þá sem rekin er af Mat- vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafa þegar skipt sköpum fyrir milljónir barna. Ávinningurinn er margþættur. Í fyrsta lagi tryggja skólamáltíðir að börn fái í það minnsta eina nær- ingarríka máltíð á dag og jafnvel mat- arskammt til að taka heim til foreldranna að auki. Í öðru lagi bætir magafylli getu barna til þess að læra. Í þriðja lagi hvetja skólamáltíðir foreldra til þess að senda börn sín í skóla yfirleitt – og veita þar með aðgang að þeirri menntun sem börnin þurfa til þess að eiga betra líf í framtíðinni. Á Íslandi, eins og í nánast öllum öðrum iðnríkjum, fer sérhvert barn í skóla. Hér á landi eru um þessar mundir 45.000 börn í grunnskóla. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að leggja fram fjárhæð sem svarar til þess að hvert barn á Íslandi veiti eina daglega máltíð til barns í skólamáltíðaráætlun Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Þannig verður 45.000 börnum á einhverjum fátækustu svæðum heims tryggð að minnsta kosti næring og grunnmenntun. Þegar svo mörg fátæk og svöng börn eru í heiminum kann þetta að virðast sem dropi í hafið. En ef önnur iðnríki heims, þar sem öll börn eiga rétt á skólagöngu, sýndu svipað frumkvæði værum við brátt í stakk búin til þess að breyta málum verulega til hags- bóta fyrir þau börn sem ekki eiga slíkan rétt. Börn styðja börn Eftir Valgerði Sverrisdóttur og James Morris » Vannæring hefst ímóðurkviði; svelt- andi mæður ala svelt börn. Vannæring tefur og takmarkar líkamlega og andlega þróun. Og svöng börn – ef þau komast yfirleitt í skóla – eiga erfitt með að ein- beita sér og læra. James Morris Höfundar eru utanríkisráðherra Íslands og framkvæmdastjóri Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Valgerður Sverrisdóttir „ÞAÐ er sárt að vita af fólki í fátækt og slæmum kjör- um,“ segir Magnús Stefánsson um skýrslu forsætisráð- herra um fátæk börn á Íslandi þar sem sýnt er fram kemur að á fimmta þúsund barna á Íslandi búi við fá- tækt. Magnús segir skýrsluna byggða á upplýsingum frá árinu 2004 og grundvallaða á aðferðafræði OECD. Hann bendir á að frá árinu 2004 hafi verið gerðar breytingar á skattalögum og barnabætur hækkaðar. „Það voru gerðar breytingar á barnabótakerfinu á þann hátt að 16–17 ára börn fá greiddar barnabætur sem ekki var áður og þá hafa skattleysismörkin hækk- að. Það er síðan spurning hvað menn hyggjast gera. Í umræðum á Alþingi þann 5. október sl. um vaxandi ójöfnuð dró ég fram m.a. að á næsta ári, 2007, er Ár jafnra tækifæra á vegum Evrópusambandsins. Við höf- um tekið ákvörðun um að taka fullan þátt í því verkefni og höfum verið að undirbúa það. Í því sambandi hef ég lagt áherslu á að horft verði sérstaklega til mismun- andi aðstæðna barna í samfélaginu, einstæðra foreldra, fjölskyldna þeirra og einnig til innflytjenda.“ Magnús vill einnig að skoðaðir verði möguleikar á að útfæra aðgerðaáætlun til að bæta stöðu barnafjöl- skyldna sem búa við lök kjör. „Það hefur verið í und- irbúningi hér í ráðuneytinu og ég vonast til þess að okkur takist að setja það af stað af fullum krafti.“ Skólastjóri á höfuðborgarsvæð- inu, sem þekkir vel til aðstæðna fá- tækra barna á grunnskólaaldri, seg- ist verða var við það hvernig fátækt birtist starfsliði skólans en koma mætti vel til móts við þarfir þessara barna ef fé yrði veitt til ýmissa verk- efna. „Fátækari börn koma síður í há- degismat í skólanum og koma frek- ar með nesti að heima. Þau fá ekki eins mikinn stuðn- ing og örvun heima fyrir þegar aðstæður eru bágbornar. En í því skyni að jafna aðstöðumun barnanna mætti hafa fríar skólamáltíðir og ef gjöld á íþróttaæfingar yrðu niðurgreidd til þessara barna og þeim boðið upp á fría heimanámsaðstoð í skólanum, myndi það gera heilmikið fyrir þau. Spurður um þessar hugmyndir segist félagsmálaráð- herra vel hugsanlegt að taka undir þær. „Sveit- arfélögin falla undir félagsmálaráðuneytið og þau eru að vinna að ýmsum þáttum þessa máls. Ég vil að ríki og sveitarfélög taki höndum saman í þessum málum,“ seg- ir hann. Sárt að vita af fólki í fátækt Magnús Stefánsson FJÖLDI fátækra barna á Íslandi, samkvæmt skýrslu forsætisráð- herra sem kynnt var á Alþingi í síðustu viku, kemur fram- kvæmdastjóra Mæðrastyrks- nefndar í Reykjavík ekki á óvart. „Ekki miðað við þann fjölda sem kemur hingað til okkar,“ segir Aðalheiður Frantzdóttir fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Hún segir að um 2,3 börn séu á fram- færi hvers einstaklings sem sæki aðstoð til Mæðrastyrksnefndar á hverju ári. Í skýrslunni eru ungur aldur foreldra og hjúskap- arstaða taldir meðal helstu áhrifaþátta varðandi fá- tækt og segist Aðalheiður geta tekið undir það. Hins vegar séu aðrir hópar einnig mjög illa staddir. Nefnir hún sérstaklega öryrkja með börn á fram- færi. „Síðan er aftur hópur sem virðist vera týndur og enginn talar um, það eru börn frá heimilum þar sem allt er í upplausn út af eiturlyfjaneyslu og öðru. Við finnum heldur betur fyrir þeim hópi.“ Þá segir Aðalheiður að þónokkur hópur innflytj- enda sæki aðstoð til Mæðrastyrksnefndar. Aðalheiður segir að aðallega verði börn fátækra foreldra á Íslandi af tómstundaiðkunum hvað lífs- gæði varðar. Til bóta væri að taka upp skólabúninga og að öllum börnum yrði gert að vera svipað klædd t.d. í leikfimi. „Þar er eineltið mikið,“ segir Að- alheiður. „Það er á svo mörgum sviðum hægt að tak- ast á við þetta á auðveldan hátt. Það þarf ekkert að vera opinbert af hverju það er gert.“ Spurð um hvort einhver ákveðinn hópur skjól- stæðinga Mæðrastyrksnefndar sé verr staddur nú en fyrir áratug er Aðalheiður fljót til svars: „Það eru öryrkjar.“ Þá segir hún hóp karla sem búi einir og borgi meðlög með nokkrum börnum og séu í láglauna- störfum fara stækkandi ár frá ári. Aðalheiður segist telja að jólaúthlutun Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur verði ívið þyngri nú í ár en í fyrra, en úthlutað er í Sætúni 8 í Reykjavík. Áð- ur þarf fólk þó að koma og skrá sig og uppfylla ákveðin skilyrði. Hún segir erfitt fyrir fólk að koma og sækja sér aðstoð og því sé aðeins mjög lítill hópur sem komi sem í raun eigi ekki rétt á aðstoð nefnd- arinnar. Skjólstæðingar Mæðrastyrksnefndar eru af öllu landinu að sögn Aðalheiðar. „Gegnum tíðina hefur Reykjanesbær komið verst út hjá okkur, íbúar þar sækja til okkar töluvert meira en fólk annars staðar að af landinu.“ Öryrkjar verr staddir en áður Aðalheiður Frantzdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.