Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN INGIBJÖRGU Sólrúnu Gísla- dóttur varð tíðrætt um traust í Keflavíkurræðu sinni nú um dag- inn. Þar benti hún alþjóð á að þingflokki Samfylkingarinnar væri ekki treystandi. Tölu- verður kurr virðist hafa verið í þing- flokknum eftir þessi ummæli og margir tekið þau til sín. Sum- ir, eins og t.d. Björg- vin G. Sigurðsson, eru sannfærðir um að for- maðurinn hafi rétt fyr- ir sér, en þjóðin hafi bara rangt fyrir sér. Hún muni fljótlega sjá að sér og treysta flokknum til ábyrgð- arstarfa með góðum árangri í kosning- unum í vor. Gamalt vín á nýjum belgjum Nú ætla ég ekki að draga úr þeim orðum Ingibjargar að þing- flokki Samfylkingarinnar sé ekki treystandi enda hlýtur hún að þekkja sitt heimafólk. Óskir henn- ar um að batnandi mönnum sé best að lifa er hennar brýning til þess fólks sem kosningar eftir kosn- ingar hefur skipað lista fyrir þenn- an flokk og viðhengin sem runnu inn í hann. Samfylkingin hefur enda aldrei verið annað en gamalt vín á nýjum belgum og nú er meira að segja farið að slá í belgina. Árinni kennir illur ræðari Mín spurning er hins vegar sú hvort ekki sannist hér hið forn- kveðna, að árinni kenni illur ræð- ari? Getur verið að almenningur treysti einfaldlega ekki Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og hvað þá ríkisstjórn? Flokkurinn hefur dalað verulega síðan hún tók við formennsku og það þarf ekki að minna nokkurn mann á hvernig hún sprengdi R-listann í Reykja- vík. Það gerði hún til að svala eigin metnaðargirnd og gekk svo með forsætisráðherra í maganum í fjóra mánuði. Blekkingarnar sem kjós- endum var boðið upp á í þeim farsa öllum hafa kannski ekki minnst að segja um hvers vegna fólk treystir ekki Samfylkingunni. Ingibjörg ber ábyrgð á Kára- hnjúkum Fleira spilar sjálf- sagt inn í. Þannig hefur ávallt verið erf- itt að henda reiður á stefnu Samfylking- arinnar. Hún skellir yfirleitt málum fram með upphrópunum og látum en dregur svo strax í land, er eiginlega bæði með og á móti og saltar svo málin í nefnd. Þannig hafa svokallaðir framtíðarhópar Samfylkingarinnar víst unnið árum saman að stefnumótun hennar án þess að nokkuð bóli á niðurstöðum. Og þó, eitthvað kom frá þeim um umhverfismál. En daginn eftir kom í ljós að þingflokkurinn var ekki einu sinni sammála um stefnuna og þingmenn fóru að rífast um álver hér og virkjanir þar fréttatíma eft- ir fréttatíma. Svo hefur sjaldnast fylgt sögunni að atkvæði Ingibjarg- ar Sólrúnar í borgarstjórn Reykja- víkur réði því að farið var í fram- kvæmdir við Kárahnjúka. En því vill hún af einhverri ástæðu bara gleyma. Mun hennar tími koma? Kannski hitti Ingibjörg Sólrún sjálf naglann á höfuðið þegar hún nefndi í viðtali eftir Keflavíkurræð- una sína að Verkamannaflokkurinn hefði ekki náð sér á strik fyrr en Blair leiddi hann inn í ríkisstjórn og demókratar ekki rétt úr kútnum fyrr en Bill Clinton varð forseti. Það væri kannski ráð fyrir Sam- fylkinguna að finna sér öflugan leiðtoga sem getur leitt hana inn í ríkisstjórn, eða a.m.k. skammlaust í gegn um kosningar. Annars er ég hrædd um að tími Samfylking- arinnar muni aldrei koma. Dómur Ingibjargar Eygló Harðardóttir fjallar um Samfylkinguna og Keflavík- urræðu formannsins »Nú ætla ég ekki aðdraga úr þeim orð- um Ingibjargar að þing- flokki Samfylking- arinnar sé ekki treystandi enda hlýtur hún að þekkja sitt heimafólk. Eygló Harðardóttir Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þ egar ég fékk fyrir nokkru að handleika í bókasafni Ragnars Fjalar Lárussonar danska guðsorðabók, sem séra Hálfdán Helgason áritaði til séra Odds á Miklabæ, rifjaðist upp fyrir mér, að í eina tíð eignaðist ég nokkrar bækur með áritunum, sem ég hélt upp á. Þetta byrjaði allt af tilviljun; ég var sem oftar stadd- ur í fornbókaverzlun og fletti ljóða- bókum, þegar ég rakst á eina, sem ég hafði verið á höttunum eftir. Þegar ég opnaði hana varð fyrir mér áritun frá karli til konu, þar sem hann játaði henni fölskvalausa ást sína og bað hana að gera sig að hamingjusamasta manni heims með því að ganga með sér æviveginn. Það var eitthvað við þessa bón- orðsáritun, sem snart mig, en um leið velti ég því fyrir mér, hvernig stæði á því að fólk léti svo persónu- lega hluti frá sér. Ég færði þetta í tal við bóksalann, sem sagði algengt að seljendur væru ekki handhafar áritananna og væru ekkert alltaf að fletta eða glugga í bækur áður en þeir settu þær á sölu. Og jafnvel þótt menn rækju augun í einhverjar áritanir, þá stöðvuðu þær ekki söl- una. Stöku dæmi væri um, að menn rifu síðuna með árituninni úr og seldu bókina svo, en það væri auð- vitað umtalsverð skemmd á bókinni með tilheyrandi verðlækkun. Þetta samtal varð til þess að í næstu ferðum gerði ég mér far um að opna bækur, líka þær sem ég hefði annars látið kjurar, og athuga, hvort í þeim fælust einhver skrifuð skilaboð. Með tímanum rak ým- islegt á þessar fjörur mínar; marg- ar áritanir og misjafnar. Þetta voru auk ástarjátninga og vináttuvotta, kveðjur af alls konar tilefni, afmæl- um og heiðursdögum ýmiss konar, árangri í námi, leik og starfi og stundum hafði viðkomandi einfald- lega skotið upp kollinum í huga gef- andans, þegar hann hafði viðkom- andi bók í höndunum. Ég man til dæmis sérstaklega eftir bók, sem amma gaf augastein- inum sínum og í árituninni bað hún honum allrar blessunar á lífsins vegi. Þessi kveðja kallaði fram í hugann Ömmubæn með rödd Al- freðs Clausen; Vertu alltaf sanni, góði drengurinn – og gerir enn í hvert sinn sem ég rifja hana upp. Það var ekki einasta ánægja fólg- in í því að lesa áritanirnar og freista þess að lesa úr þeim einhverja sögu, heldur var líka gaman að hafa upp á fólkinu og kynnast raunverulegri sögu þess. Oftar en ekki voru við- komandi horfin af heimi, en þó ekki fjær í tímanum en svo að ýmsum upplýsingum mátti safna í hús. Ég minnist sérstaklega annarrar bókar; sú hafði að geyma áritun frá skipstjóra til konu sinnar. Þegar hann rakst á bókina í verzlun fyrir vestan, kom eiginkonan upp í hug- ann og hann keypti bókina, ritaði í hana einkar fallega ástar- og sakn- aðarkveðju og sendi konu sinni suð- ur. Skömmu eftir að þessi bók barst mér í hendur átti ég tal við kunn- ingja minn á öldurhúsi og sagði honum þá frá bókinni og árituninni í henni. Þegar við höfðum slitið talinu og kunningi minn var á burt, kom til mín ungur maður og spurði, hvort hann hefði heyrt rétt að ég hefði nefnt þessi tvö nöfn í máli mínu, en rétt er að geta þess að konan hét tveimur nöfnum og öðru sjaldséðu og að eiginmaður hennar ritaði fullt nafn sitt undir kveðjuna og stað- setti sig um borð í skipi sínu. Ég sagði manninum að hann hefði tekið rétt eftir og þá spurði hann um til- efni þess að ég hafði nefnt þessi nöfn, en honum hafði ekki tekizt að hlera allt samtalið! Ég spurði af hverju hann vildi vita það og þá sagði hann, að afi hans og amma hefðu heitið þessum nöfnum og af- inn verið skipstjóri. Ég sagði hon- um þá frá bókinni og þótti honum greinilega gaman að sögunni, en lét þess jafnframt getið að honum þætti miður að móðir hans og systk- ini hennar hefðu ekki haldið þessari bók eftir, þegar þau létu lungann úr bókasafni gömlu hjónanna frá sér eftir andlát ömmu hans, þá var afi hans dáinn fyrir nokkrum árum. Á endanum bauð ég þessum unga manni að koma til mín á Morg- unblaðið, þá vorum við til húsa í Að- alstræti, og þegar hann leit við, gaf ég honum bókina, sem innsiglaði svo fallega ástina milli ömmu hans og afa. Ég hef sjaldan séð mann verða jafnglaðan og þennan þegar hann skundaði burt með bókina undir hendinni. Hann vildi hins veg- ar ekki opinbera þetta bókamál okkar og bar við tillitssemi við móð- ur sína og systkini hennar. Ég féllst á það þá og segi þess vegna söguna nú nafnlausa. En það voru ekki allar áritarar dánir, þegar ég eignaðist bæk- urnar. Eina ljóðabók fann ég, þar sem eitt af höfuðskáldum okkar hafði ritað kveðju til erlends vinar og bauð hann velkominn til Íslands. Kveðjan var eitthvað á þá leið, að engan vissi skáldið betur að bókinni kominn en þennan vin sinn. Hann hafði bókina þó ekki lengur hjá sér en nokkra daga. Þá þurfti hann að leysa gest sinn út með gjöf og hvað annað varð hendi hans næst um borð í skipi við Ingólfsgarð en ljóða- bókin frá skáldinu góða. Hann árit- aði bókina áfram til þessa vinar síns og þar með varð hún mér kær- komnari en margar aðrar og ein- faldar í roðinu. Dæmi man ég um bók með þrem- ur áritunum og hafði hún þá gengið mann fram af manni í sömu fjöl- skyldu en einhvern veginn borizt burt af heimilinu og hafnað hjá fornbókasalanum. Ef ég man rétt þá skipti bókin um hendur á tylli- degi í lífi nýja eigandans og fólust í áritununum frómar óskir um far- sæla framtíð. Því er hér sagt frá eftir minni, að í fyllingu tímans flutu þessar bækur frá mér. En minningin um árit- anirnar lifir. Vertu alltaf sanni, góði drengurinn » Áritanir í bókum segja sína sögu, oft mjögpersónulega og skemmtilega. Sumar bækur eru ekki einfaldar í þessu roðinu, heldur geyma tvær áritanir og dæmi þekkir Viðhorfshöfundur til þriggja áritana bóka og stöku fleiri. freysteinn@mbl.is VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson Heyrst hefur: Þeir þekkja hvorn annan. RÉTT VÆRI: Þeir þekkja hvor annan. OFT FÆRI BEST: Þeir þekkjast. Gætum tungunnar ÞAÐ leikur enginn vafi á að það er svokallað „innflytjendamál“ sem er eitt af brýnustu umræðuefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn sem eru vilj- ugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi, út- varpi og á ýmsum málþingum og mig minnir að umræðu- röðin „Vannýtt vinnu- afl“ sé ennþá í gangi í ReykjavíkurAkademí- unni. Það virðist eng- um vera sama um málið og enginn vill láta útlendinga eiga sig – þó að það séu til ólíkar skoðanir á því hvernig samskipti Ís- lendinga við þessa óvæntu ná- granna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómuðu umræðu: Þótt inn- flytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélag- inu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífsins – eru þeir ekki sýnilegir í fjöl- miðlum. Og með því á ég ekki við lögreglufréttir um átök taílenskra unglingahópa einhvers staðar í Breiðholti heldur einmitt fjölmiðla- efni sem tengist „innflytjenda- málum“. Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um sam- skipti Íslendinga og innflytjenda eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði sem er samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvenréttindakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig en þau eru þó í sæmilega háum stöð- um í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöld- um minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir „venjulegra“ innflytjenda.) M.ö.o. þeir sem umræðan snýst um fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við hið lítilláta hlut- verk þolenda þegar um framtíð þeirra og örlög er að ræða. Þannig verður um- ræðan ekki ósvipuð hverri annarri um- ræðu um stöðu mál- leysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri samt ekki ráð fyrir því að allir inn- flytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslu sinni.) Skilaboð mín eru svona: Það er ekki hægt að halda áfram um- ræðunni um „innflytjendamál“ – sama hvort hún tengist vinnumark- aði eða daglegum samskiptum – nema spyrja þá álits sem viðkom- andi umræða snýst um. Svo mikið veit ég að það hefur aldrei átt sér stað nein skoðanakönnun meðal innflytjenda sem mundi leiða það í ljós hvaða vonir þeir binda við að hafa flust til Íslands; hvort þær vonir hafa nokkuð ræst í veru- leikanum og hvers konar samfélagi þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst láta innlima sig í hér- lenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokallaða alþjóða- menningu hér á landi. Það væri alls ekki vitlaust að leggja þess konar spurningar fyrir innflytj- endur (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttari og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli að innflytj- endahópurinn er alls ekki eins- leitur og ekki hafa þeir allir flust hingað til lands af frjálsu vali eða vegna hrifningar á íslenskri menn- ingu. Fyrir bragðið hentar sama lausn á tilteknum vandamálum ekki eins vel fyrir þá alla. Ein- staklingar af erlendum uppruna geta verið jafn misjafnir og löndin sem þeir koma frá og þetta mun gera innlegg þeirra í umræðuna enn skemmtilegri og áhrifaríkari. Það er áríðandi að fá innflytj- endurna til að tjá sig. Það er ekki hægt að komast að neinni sóma- samlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt. Meira um inn- flytjendamál Olga Markelova fjallar um málefni innflytjenda » Það er áríðandi að fáinnflytjendurna til að tjá sig. Það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt. Olga Markelova Höfundur er rithöfundur af erlendum uppruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.