Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Það er sérkennilegt í sjálfusér hve lítið samband er ámilli frændþjóðanna á Norðurlöndum þegar tónlist er annars vegar. Á meðan þorri breskra hljómsveita virðist ná eyrum manna hér á landi, komast í útvarp og fást í verslunum, er allt of lítið um það að við kom- umst í skemmtilega tónlist frá ná- grannaþjóðum okkar í norðri. Vissulega hafa menn gert sitt hvað til að auka tónlistar- samskipti manna á milli, nefni góða spretti Rásar 2 á þessu sviði, en þrátt fyrir allt hefur ekki tekist að kveikja áhuga manna nema viðkomandi hljóm- sveitir verði fyrst frægar annars staðar, koma inn á íslenskan markað nánast fyrir tilstilli breskra og bandarískra fjölmiðla.    Löngum hefur affarasælastaleiðin til að kynnast nor- rænni tónlist verið sú að kaupa plötur í gríð og erg í ferðum til Norðurlandanna, ein ferð til Finnlands skilaði 50 eða 60 disk- um, og eins að sitja um að kom- ast á tónleika þar ytra þegar færi hefur gefist. Það er og gríðar- lega mikið af skemmtilegri tónlist til hjá frændum okkar, Finnum og Svíum sérstaklega, en einnig kemur margt gott frá Noregi og eins frá Danmörku, þó þar finnist mér einna minnst skemmtilegt vera að gerast.    Ég fór í stutta ferð til Kaup-mannahafnar um daginn að sjá dönsku hljómsveitina Under byen spila, en sú er ein besta hljómsveit Norðurlanda nú um stundir að mínu mati. Að vanda lá leiðin í plötuverslun, bestu plötubúð Kaupmannahafnar að menn segja mér, 12 Tónar í Fi- olstræde 7. Þar var ýmislegt til af danskri tónlist, allt það nýjasta reyndar, en heldur fannst mér það þunnur þrettándi þegar grannt var skoðað, óttaleg lítið spennandi að gerast fyrir minn smekk, aðallega hljóðgervlarokk og diskópopp.    Helsta poppblað þeirra Danaer Gaffa, ókeypis blað og út um allt, sem fjallar um danska tónlist í bland við erlenda. Það er reyndar merkilegt að danskri tónlist sé ekki gert hærra undir höfði í því blaði en raun ber vitni, enda hefði maður haldið að nóg væri um að skrifa í sex milljón manna landi. Þetta sannast í nýjasta Gaffa- blaðinu sem í er samantekt yfir bestu plötur ársins. Inni í blaðinu er opnan Årets album 2006 og þar getur að líta 40 bestu erlend- ar plötur ársins að mati þeirra Gaffa-manna. Innlend músík fær þó ekki eins góða meðferð, því á næstu opnu er ekki nema ríflega hálf síða lögð undir bestu dönsku plötur ársins og þar aðeins tíu plötur að finna. Semsé: hægt var að finna fjörutíu plötur erlendar til að setja á lista, en þótti greinilega ekki taka því að hafa þær dönsku nema tíu!    Nú kveinka menn sér mjögundan því í Danmörku um þessar mundir að sala tónlistar á diskum hefur dregist gríðarlega saman þar í landi, farið úr rúm- um fimmtán milljónum eintaka í ríflega níu milljónir á síðustu tíu árum. Þar kenna menn um ólög- legri dreifingu, en að mínu viti hlýtur skýringin liggja að ein- hverju leyti í því hve lítil stemmning er fyrir danskri tón- list og reyndar tónlist yfirleitt þar í landi. Mér er minnisstætt í því sambandi dönsk útvarpskona sem kom hingað á Airwaves fyr- ir nokkrum árum og furðaði sig á því hve íslenskir tónlistarmenn væru lítið gefnir fyrir ríkis- styrki. Er hér kominn hluti skýringarinnar? Ósýnilega hönd- in? Kreppir að danskri tónlist? Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ríkisstyrkt? Under byen – ein besta hljómsveit Norðurlanda nú um stundir, að mati greinarhöfundar. AF LISTUM Árni Matthíasson » Það er sérkennilegt ísjálfu sér hve lítið samband er á milli frændþjóðanna á Norðurlöndum þegar tónlist er annars vegar. arnim@mbl.is MÁNI Svavarsson tónlistarmaður hefur náð þeim frábæra árangri að selst hafa 100.000 smáskífur með lagi hans Bing Bang úr Latabæ og er lagið þar með komið í gull- plötusölu á breska vinsældalist- anum. Lagið er nýkomið inn á listann og situr í fjórða sæti listans á eftir listamönnunum Take That, Booty Luv og Eminem en á undan Nelly Furtado, Justin Timberlake og Beyonce. Máni segir í samtali við Morgunblaðið að honum hafi borist hamingjuóskir frá útgáfu- fyrirtæki sínu ytra síðastliðinn sunnudag og honum tjáð að salan væri orðin 100.000 eintök. Um er að ræða svokallaðan „single“ sem þýðir að einungis er að finna á disknum eitt lag, Bing Bang, en það er í fjórum útgáfum á disk- inum. Máni sagði að öll lögin úr Latabæjarþáttunum hefðu áður komið út á safndiski í Bretlandi og salan gengið mjög vel. Því hefði út- gáfufyrirtækið átt von á því að smáskífan gæti átt góðu gengi að fagna. Máni segir að menn bíði nú spenntir eftir því hvort smáskífan hækki sig enn frekar á listanum en von er á nýjum sölutölum í dag. „Það er kannski ekki á hverjum degi sem maður dettur niður á svona lag. Þetta er auðvitað lítið dægurlag en það er eitthvað gríp- andi við það og það verður ekki svo ýkja leiðigjarnt við hlustun,“ segir Máni. Hann bætir því við að alls óvíst sé hvernig laginu reiði af því margir þekktir tónlistarmenn séu einmitt að gefa út smáskífur í desembermánuði. „Þetta gæti ver- ið blaðra en hún er orðin ansi stór nú þegar,“ segir Máni. Í umfjöllun um breska smáskífu- listann segir tónlistargagnrýnand- inn James Masterson að þótt lík- lega kaupi enginn yfir tíu ára aldri plötuna þá sé um frísklegt og barnvænlegt skandinavískt popp að ræða. „Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er Bing Bang í raun- inni ein af bestu og gleðilegustu poppskífum ársins,“ segir Master- son. Hefur selt 100.000 smáskífur í Bretlandi Morgunblaðið/ÞÖK Vinsæll Máni Svavarsson. Breski smáskífulistinn í vikunni Take That, Patience. Booty Luv, Boogie 2Nite. Akon FT Eminem, Smack That. Lazy Town, Bing Bang (Time to Dance). Nelly Furtado, All Good Things Justin Timberlake, My Love. Beyonce, Irreplacable. Gwen Stefani, Wind it up. Fedde Le Grand, Put Your Hands up for Detrot. Jamelia, Beware of the Dog. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ leggst bara mjög vel í okkur að fá þessar tilnefningar,“ segir Einar Örn Benediktsson, forsprakki hljómsveitarinnar Ghostigital, en sveitin hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir okkur að fá þessar til- nefningar og að það sé litið til okkar og þeirra verka sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár,“ segir Ein- ar, en sveitin er tilnefnd fyrir hljómplötu ársins, lag ársins og myndband ársins. Margir líta á tónlist Ghostigital sem einhvers konar jaðartónlist og í ljósi þess segir Einar að á vissan hátt hafi tilnefningarnar komið á óvart. „Auðvitað er þetta óvænt þannig séð en við höfum samt aldrei litið á okkur sem einhverja jaðar- tónlistarmenn. Ég hef alltaf verið að búa til popptónlist hvar sem ég hef verið,“ segir Einar, og bætir því við að góð og gild ástæða sé fyrir því að tónlist sveitarinnar höfði ekki til allra. „Það er bara vegna þess að hún fær ekki spilun. Menn álíta að hún höfði ekki til allra. Ef fólk hlustar náið á plötuna, þá er þetta fantagóð tónlist, og hún hefur líka þetta nauðsynlega aðgengi sem góð tónlist þarf. Hún leggur vissulega aðeins á þig að hlusta en þegar þú ert kominn inn í hana þá er það fint.“ Ný plata í vor Í lok september hélt Ghostigital í tónleikaferðalag um Bandaríkin og stóð það yfir fram í miðjan október. „Við spiluðum á um 20 tónleikum í norðausturhluta Bandaríkjanna, byrjuðum í Minneapolis og enduð- um í New York,“ segir Einar. „Þetta gekk mjög vel. Við vorum að spila með Melvin sem er rokk- sveit en þekkt fyrir að fara ekki allt- af troðnar slóðir. Þannig að þetta var svolítil áhætta hjá þeim að fá okkur með og líka hjá okkur að fara bara tveir í þetta. En það kom á daginn að við áttum alveg heima á þessum túr þótt við værum bara með einn gítar,“ segir Einar, en hann og Curver Thoroddsen skip- uðu sveitina á ferðalaginu. Þeir fé- lagar léku hins vegar á tónleikum á Stúdentakjallaranum og í Liborius um helgina, og í kvöld halda þeir tónleika á Sirkus. „Þetta verða sennilega okkar síðustu tónleikar á þessu ári því við erum að vinna að nýjum lögum,“ segir Einar. „Á með- an við vorum á ferð um Ameríku höfðum við þann háttinn á að ég keyrði bílinn og síðan tengdum við mac-ann í bílaútvarpið og Curver sat með hann í fanginu og klippti til lögin sem við vorum að vinna í. Þannig að við vorum eins konar ferðastúdíó,“ segir Einar, og bætir því við að aðdáendur sveitarinnar megi eiga von á nýrri plötu innan skamms. „Við reynum að klára þetta núna í janúar þannig að það er von á plötu í vor.“ Engir jaðartónlistarmenn Morgunblaðið/Ásdís Frumlegir Einar segir að tónlist Ghostigital fái ekki nógu mikla spilun. Tónlist | Tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna Tónleikar Ghostigital á Sirkus hefj- ast klukkan 21 í kvöld. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.