Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Í einkasölu fallegt einbýlishús, 185 fm með innbyggðum bílskúr og sér- íbúðarherbergi í kjallara. Frábært skipulag, rúmgóð herbergi, fallegar innréttingar. Eignin er mjög vel staðsett í þessu vinsæla hverfi, stutt í skóla og leikskóla. Eign sem hefur verið nostrað við. Verð 46 millj. Nr. 116917-1 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Bjarmahlíð Hf. - Glæsilegt einbýli Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, ÞÚ VEIST AÐ HEIMURINN SNÝST EKKI UM ÞIG NÚ, AF HVERJU EKKI? LEIÐIN VÆRI OF LÖNG AH! ÞESSI VAR GÓÐUR! Í GAMLA DAGA VAR ÞETTA KALLAÐ, AÐ FARA HEIM MEÐ EINHVERN Á SKILDI SÍNUM AÐ HORFA Á HANN. HANN SITUR BARA RÓLEGUR OG BORÐAR MATINN SINN EN ÞARNA INNI ER PABBARADARINN Á FULLU. HANN VEIT AÐ ETTHVAÐ ER AÐ. HANN VEIT AÐ ÉG BRAUT EITTHVAÐ! HANN VEIT BARA EKKI HVAÐ ÉG BRAUT. ÉG ÞEKKI HANN, ÉG VEIT AÐ HANN VEIT EITTHVAÐ ÆTLAR HANN BARA LÁTA MIG SITJA HÉRNA ÞANGAÐ TIL SAMVISKUBITIÐ GERIR ÚT AF VIÐ MIG. HANN ER AÐ BÍÐA EFTIR AÐ ÉG SPRINGI KALVIN? AAHH!! ÉG GERÐI ÞAÐ! ÉG GERÐI ÞAÐ! ÉG GERÐI ÞAÐ! FYRIRGEFÐU! ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ GERA ÞAÐ! ÞAÐ VAR ÓVART! VILTU... RÉTTA... HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞETTA EDDI? ÉG HELD AÐ ÞETTA GÆTI VERIÐ GILDRA... ÞAÐ ER EINS OG ÓVINIR OKKAR VILJI AÐ VIÐ VITUM HVERT ÞEIR ERU AÐ FARA VILTU EKKI SJÁ MYNDIR AF BARNABARNI MÍNU? Æ, EKKI EINU SINNI ENN ROSALEGA ER HÚN VALA BÚIN AÐ STÆKKA ...FRÁ ÞVÍ Í GÆR... NÁGRANNARNIR ERU ENNÞÁ AÐ BLEYTA PALLINN OKKAR! ROSALEGA ERU ÞAU TILLITSLAUS! ÉG ÆTLA AÐ FARA OG SÝNA ÞEIM HVAR DAVÍÐ KEYPTI ÖLIÐ! ERTU EKKI AÐ ÆSA ÞIG AÐEINS OF MIKIÐ ÚT AF ÞESSU? ÆSA MIG?!? STYRJALDIR HAFA BYRJAÐ ÚT AF SMÆRRI HLUTUM! NÁKVÆMLEGA AF HVERJU VILTU EKKI KOMA MEÐ MÉR TIL LOS ANGELES? ÞÚ ERT LEIKKONAN. ÞAÐ ERT ÞÚ SEM ÞEIR VILJA FÁ EN ÉG KEM OG HEIMSÆKI ÞIG EINS FLJÓTT OG ÉG GET OG ÉG SKAL AUÐVELDA ÞÉR ÞAÐ ÞETTA ÆTTI AÐ VERA NÓG FYRIR FLUGMIÐANUM NEI TAKK! ÉG ÆTLA EKKI AÐ LÁTA ÞIG BORGA ALLT UNDIR MIG Flugbjörgunarsveitin íReykjavík stendur fyrirsölu jólatrjáa og flugelda ídesember til að fjármagna starfsemi sveitarinnar. Atli Þór Þor- geirsson er formaður Flugbjörg- unarsveitarinnar: „Sala á trjám og skoteldum er mikilvægasta fjáröfl- unarleið Flugbjörgunarsveitarinnar og má áætla að salan standi undir um 90% af rekstrarkostnaði sveit- arinnar,“ segir Atli Þór. „Sá stuðn- ingur sem almenningur veitir sveit- inni í desember skiptir því sköpum svo Flugbjörgunarsveitin geti starf- að eðlilega.“ Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1950 í kjölfar björg- unar áhafnar flugvélarinnar Geysis eftir brotlendingu á Vatnajökli sama ár. Flugbjörgunarsveitin, líkt og aðrar björgunarsveitir á landinu, er aðili að Landsbjörg og svara með- limir sveitarinnar að jafnaði um 30 björgunarútköllum árlega, en Flug- björgunarsveitin hefur frá upphafi haft aðsetur sitt á Reykjavík- urflugvelli. „Sveitin er sérhæfð í leit, fjalla- björgun og aðkomu að flugslysum og starfar náið með Flugmálastjórn,“ segir Atli Þór. „Flugbjörg- unarsveitin starfar í landi, og í dag samanstendur sveitin af ýmsum hópum: undanfarahóp, útkallshóp, leitarhóp og snjóbílahóp, svo nokkrir séu nefndir, en sérkenni Flugbjörg- unarsveitarinnar er fallhlífahóp- urinn. Um 300 manns eru á sjálf- boðaliðalista sveitarinnar, og þar af mynda um 50 manns virkan útkalls- kjarna.“ Reiðubúin öllum stundum Allir meðlimir Flugbjörg- unarsveitarinnar, líkt og annarra björgunarsveita á landinu, gefa vinnu sína, og er útkallshópurinn til taks allan sólarhringinn, allan ársins hring, og leggur sig iðulega í hættu í störfum sínum. „Flugbjörgunarsveitin ber allan kostnað sem til fellur við útköll og æfingar, en meðlimir sveitarinnar stunda stöðugar æfingar til að vera sem best í stakk búnir til að veita að- stoð þegar kallið kemur,“ segir Atli Þór. „Fjármunum sveitarinnar er varið til tækjakaupa, rekstrar og viðhalds, en sveitin býr að ágætum tækjakosti til aðstoðar við útköll.“ Meðal nýlegra útkalla Flugbjörg- unarsveitar Reykjavíkur má nefna björgunarferð á Hvannadalshnjúk í sumar þegar hópur fjallgöngu- manna slasaðist í snjóflóði: „Þá fóru fimm meðlimir sveitarinnar á flugvél og stukku í fallhlífum út yfir slys- staðnum. Vegna mikils snjókófs var aðgengi mjög erfitt fyrir þyrlu, og fallhlífabjörgun langhraðasta leiðin til að ná til þeirra sem voru í neyð, en um tvær stundir liðu frá því út- kall barst, þar til meðlimir sveit- arinnar voru komnir á slysstað,“ segir Atli Þór. „Sveitin getur þó ekki eignað sér nein björgunarafrek, því allar bjarganir byggjast á samvinnu fjölda björgunarsveita víða að af landinu.“ Nánar má fræðast um Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur á slóðinni www.fbsr.is. Sölustaðir Flugbjörg- unarsveitarinnar eru meðal annars í miðstöð sveitarinnar á Flugvall- arvegi og við húsnæði B&L á Grjót- hálsi. Björgun | Fjáröflun Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur með jólatrjáa- og flugeldasölu Stuðningur sem skiptir sköpum  Atli Þór Þor- geirsson fæddist á Siglufirði 1974. Hann lauk sveinsprófi í raf- virkjun frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 2000. Atli Þór hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 2006. Hann hefur verið formaður Flug- björgunarsveitar Reykjavíkur frá 2005. Atli er kvæntur Huldu Axels- dóttur landfræðingi og eiga þau einn son. Bandaríski leikarinn DenzelWashington segir það móður sinni að þakka að hann dó ekki af völdum eiturlyfja. Hann hafi orðið háður heróíni 14 ára gamall en þá hafi móðir hans Lynne tekið í taumana. Washington segir frá þessu í við- tali í breska tímaritinu Live. Hann hafi gert sér grein fyrir því hversu sterk móðurástin væri þegar hon- um var bjargað frá heróíninu. Washington skammar líka þá kvikmyndaleik- ara sem kvarta yfir því hversu erfitt sé að vera frægur. „Þetta er bara leiklist. Auðvitað er ég þekktur en það er ekki álag. Það er álag að vera tví- tugur strákur í Írak með byssu hangandi á öxlinni. Menn verða að sjá hlutina í réttu ljósi,“ segir Washington. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.