Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag ÁKÆRA RÍKISSAKSÓKNARI gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Einari Benediktssyni, kennitala 060551-7319, Neströð 5, Seltjarnarnesi, Geir Magnússyni, kennitala 110242-3529, Baugtanga 8, Reykjavík og Kristni Björnssyni, kennitala 170450-3619, Fjólugötu 1, Reykjavík fyrir brot gegn samkeppnislögum, með því að hafa, á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársloka 2001, ákærði Geir sem forstjóri Olíu- félagsins hf., ákærði Einar sem forstjóri Olíu- verzlunar Íslands hf. og ákærði Kristinn sem forstjóri Skeljungs hf., haft ólögmætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu undirmanna sinna, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna, með innbyrðis samningum og samstilltum að- gerðum í tengslum við gerð tilboða og við sölu á vörum til viðskiptavina þeirra, með því að skipta milli félaganna mörkuðum, og við ákvörðun söluverðs, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara, auk þess að skiptast á ýmsum upplýsingum um viðskipti þeirra og hegðun á markaði svo sem hér greinir: I. Samráð við gerð tilboða 1. Útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Ríkiskaupa og Útgerðarfélags Akureyringa 1996 Í tengslum við útboð: a. Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, nr. 96011/ISR, vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavík- ur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Véla- miðstöð Reykjavíkurborgar með skilafrest tilboða til 1. ágúst 1996, sem lengdur var til 17. september 1996, b. Ríkiskaupa, nr. 10474, vegna kaupa á gasolíu og smurolíum á skip og eldsneyti fyrir þyrl- ur og flugvél Landhelgisgæslunnar með skilafrest tilboða til 9. júlí 1996, sem lengdur var til 17. september 1996, og c. Útgerðarfélags Akureyringa vegna kaupa á smurolíum og olíuvörum fyrir félagið með skilafrest tilboða til 30. júlí 1996, sem lengd- ur var til 17. september 1996, höfðu Olíufé- lagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skelj- ungur hf., fyrir tilstilli ákærðu, með sér ólögmætt samráð í formi samninga og sam- stilltra aðgerða við gerð tilboða og ákvörðun verðs, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félag- anna, þegar ákærðu funduðu 3., 17. og 22. júlí, 12. september og tvívegis 16. september 1996 og skiptust á upplýsingum um verð og útreikninga á framlegð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu undirmanna sinna, og leit- uðust við að komast að samkomulagi um fyr- irkomulag tilboða félaganna, en ákærðu komu sér saman um að tryggja Skeljungi hf. viðskipti við Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar og Ríkiskaup með því að það félag byði lægst á útboðum þeirra gegn því að skila Olíuverzlun Íslands hf. og Olíufélaginu hf. hlutdeild í framlegð félagsins af sölunni. Tilraunir ákærðu til að ná samkomulagi um verð sem skyldu boðin á útboði Útgerðar- félags Akureyrar, báru ekki árangur. Rík- iskaup fyrir hönd Landhelgisgæslunnar hafnaði að loknu útboðinu öllum tilboðum, en Reykjavíkurborg gekk til samninga við Skeljung hf. á grundvelli tilboðs félagsins. 2. Útboð dómsmálaráðuneytisins 1996 Í tengslum við útboð Ríkiskaupa nr. 10661 í október 1996 sem óskaði fyrir hönd dómsmála- ráðuneytisins eftir tilboðum í sölu á eldsneyti á ökutæki fyrir lögreglu og önnur embætti sem Morgunblaðið/Ásdís Húsleit hjá olíufélögunum Upphaf málsins má rekja til húsleitar Samkeppnisstofnunar hjá olíufélögunum þremur þann 18. desember 2001. Forstjórar olíufélaga ákærðir  Ríkissaksóknari gaf í gær út eftirfarandi ákæru á hendur þeim Einari Benediktssyni, forstjóra Ol- íuverzlunar Íslands hf., Geir Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Olíufélagsins hf., og Kristni Björns- syni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs hf.  Þeir eru ákærðir fyrir brot gegn samkeppnislögum með því að hafa haft ólöglegt samráð, ýmist sjálfir eða með milligöngu undirmanna, með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni. Morgunblaðið/Júlíus „ÉG ER ákaflega undrandi á því að menn skuli sjá ástæðu til að gefa út ákæru í málinu, og mér virðist að þarna sé á ferðinni einhverskon- ar tilraunastarfsemi,“ segir Gísli Baldur Garð- arsson, hrl, lögmaður Einars Benediktssonar, forstjóra Olíuverzlunar Íslands, um ákærur á hendur Einari vegna meintra brota gegn sam- keppnislögum. „Hér er verið að láta á það reyna hvort ákvæði samkeppnislaga nái til brota ein- staklinga. Refsiréttarfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að svo sé ekki, og ég tel að svona tilraunastarfsemi eigi ekki heima í rétt- arríki,“ segir Gísli. Hann bendir einnig á að það sé í hæsta máta órökrétt að sama málið sé til meðferðar í tveimur dómsölum hjá tveimur dómurum, annars vegar sem opinbert mál en hins vegar sem einkamál. „Þetta fæ ég ekki séð að gangi upp. Einnig er margt annað sem hægt væri að taka til sem við hljótum að skoða á næstu dögum, og ég vænti þess að dómstólar eigi eftir að taka und- ir okkar sjónarmið á næstu vikum,“ segir Gísli. Hann vildi ekki fara nánar út í fyrirætlanirnar, þær komi í ljós fyrir dómstólum. Léttir að ákvörðun sé komin „Þetta er þó líka ákveð- inn léttir að því leyti til að nú hafa handhafar ákæru- valdsins loksins ákveðið hvaða stefnu þeir ætla að taka í þessu máli, sem hefur verið til rannsóknarmeðferðar í fimm ár – hálfan áratug,“ segir Gísli. „Núna loksins er hægt að takast á um efn- isþætti málsins, þó það verði gert með þessum hætti í tveimur dómsölum er það þó léttir í sjálfu sér að það sé hægt að koma að sjón- armiðum olíufélaganna. Það hefur ekki verið hægt að koma þeim að undanfarin ár vegna þess að málið hefur verið í opinberri rann- sókn.“ Tilraunastarfsemi sem á ekki heima í réttarríki Gísli Baldur Garðarsson „ÞARNA er ákært fyrir brot gegn sam- keppnislögum, gegn ákvæðum sem ég hef skilið sem svo, að þau vörðuðu félög en ekki einstaklinga. Röksemdir, hvað það varðar, hafa komið fram með ýmsum hætti á und- anförnum mánuðum,“ segir Ragnar Hall hrl., lögmaður Kristins Björnssonar, fyrr- verandi forstjóra Skeljungs, um ákærur á hendur Kristni fyrir brot gegn samkeppn- islögum. „Ákæruvaldið hefur kosið að láta dóm- stóla svara þeirri spurningu og þá verður bara að taka því,“ segir Ragnar. Hann segir það þó alls ekki réttlátt gagnvart þeim þremur mönnum sem eru ákærðir. „Ég tel þetta satt að segja með ólíkindum, að það eigi að vera niðurstaðan, að velta þessu áfram á þessum grunni eftir að hafa legið yfir þessu máli svo árum skiptir.“ Fyrir liggur að und- irmenn forstjóranna þriggja verða ekki ákærð- ir þótt fjallað sé ítrekað um aðkomu þeirra í ákæru. Spurður hvort rétt sé að forstjórar eigi að bera ábyrgð á öllu sem gerist undir þeirra stjórn, segir Ragnar: „Mér finnst það afar hæpið að inn í svokallaðri húsbónda- ábyrgð geti verið refsiábyrgð, það er frem- ur nýstárlegt í mínum huga.“ Húsbóndaábyrgð er þekkt í skaðabóta- málum en Ragnar segist ekki þekkja dóma sem byggjast á því að slík ábyrgð nái svo langt að menn beri refsiábyrgð á gjörðum undirmanna sinna. Telur lagaákvæði sam- keppnislaga eiga við félög en ekki einstaklinga Ragnar Hall Yf ir l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                   Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Staksteinar 8 Viðhorf 32 Veður 8 Umræðan 32/37 Úr verinu 14 Minningar 38/43 Erlent 14/17 Leikhús 50 Menning 18/19, 47/52 Myndasögur 52 Höfuðborgin 20 Dagbók 53/57 Akureyri 20 Staður og stund 54 Austurland 21 Bíó 54/57 Landið 21 Víkverji 56 Daglegt líf 22/29 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  ÞRÍR núverandi eða fyrrverandi forstjórar þriggja olíufélaga voru í gær ákærðir fyrir meint brot gegn samkeppnislögum, fyrir að hafa haft ólögmætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu undirmanna með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni. Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru á hendur Einari Benediktssyni, for- stjóra Olíuverzlunar Íslands, Geir Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Olíufélagsins, – sem nú heitir Ker, og Kristni Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. » Forsíða  Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, verður í launuðu leyfi frá störfum sínum fram yfir landsþing flokksins í lok janúarmánaðar, en mun á þeim tíma sinna ákveðnum verkefnum fyrir flokkinn. Þetta var niðurstaða fundar miðstjórnar Frjálslynda flokksins í gærkvöldi og segjast bæði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins og Margrét vera sátt við hana. » Baksíða  Kolbrún Halldórsdóttir og Árni Þór Sigurðsson munu líklega skipa fyrsta og annað sæti framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi í þingkosn- ingum í vor. Uppstillinganefnd VG hefur, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins, rætt þennan möguleika af fullri alvöru. » Baksíða  Uppstoppaði geirfuglinn, sem hefur verið á Náttúrugripasafninu í rúmlega 30 ár, var í gær fluttur í öruggt skjól í geymslur Þjóðminja- safnsins í Kópavogi. Þar verður fugl- inn þar til búið verður að koma upp fullnægjandi aðstöðu fyrir hann hjá Náttúrugripasafninu. » 12  Jólabækurnar reyndust langoft- ast ódýrastar í Office 1 í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í tíu bókaverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Alls var Office 1 með lægsta verðið á 36 titl- um af þeim 37 bókatitlum sem verð var kannað á. Mál og menning reyndist hins vegar með hæsta verð- ið í 22 tilfellum af 37. » 26 Erlent  Breska lögreglan sagði í gær, að lík vændiskvennanna sem var sakn- að hefðu líklega fundist. » 16 SALA á sósum og kryddblöndum til matar- gerðar með allt að 40% áfengisstyrkleika í Hagkaupum tók ekki markverðum breyting- um í gær eftir frétt í fjölmiðlum þess efnis að hið háa áfengishlutfall væri í vörunum. Um er að ræða koníaksbragðauka, sem er allt að 40%, og hvít- og rauðvínsbragðauka með í kringum 10% áfengisstyrkleika. Lýðheilsustöð telur sölu á þessum vörum varhugaverða og hefur sett sig í samband við verslunina og mun á næstunni ákveða hvort haft verði samband við lögreglu og hún beðin að rannsaka lögmæti sölu þessa varnings. Að sögn Rafns M. Jónssonar, verkefnis- stjóra áfengis- og vímuvarna, mætti halda að vörurnar féllu undir áfengislög. Sigurður Reynaldsson, innkaupastjóri mat- vöru hjá Hagkaupum, segir að versluninni hafi verið boðin varan til sölu og það fylgt með, að hún væri lögleg sem matvara. Í versluninni sé hún því seld í þeirri trú, að allt sé í himnalagi með hana. Innflutningsaðilinn er Vínekran og fram- kvæmdastjóri hennar er Stéphane Aubergy. Segir hann, að varan sé flutt inn til matargerð- ar samkvæmt evrópskum lögum. Vínunum sé breytt á þann hátt að þau séu ódrykkjarhæf en í þau er sett salt- og piparblanda. Þetta sé gert undir eftirliti tollgæslu erlendis og fær fram- leiðandinn vottorð frá þar til bærum yfirvöld- um um að framleiðslan svari kröfum um að vín- in séu gerð ódrykkjarhæf svo unnt sé að skilgreina vöruna sem matvöru og falli þar með í matartollflokk. Innflutningur á vörunni fái einnig vottorð frá íslenskum tollyfirvöldum áður en hún er af- greidd sem matvara inn í landið. Aubergy bendir einnig á að vörur af þessu tagi hafi verið fluttar inn til landsins í áraraðir. Allar heildsölur sem skipti við veitingahús selji þessar vörur og hver sem er geti keypt þær þar. Íhuga kæru vegna vínvöru í Hagkaupum Sósur og kryddblöndur með miklum vínanda Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Skeljung hf., Olíuversl- un Íslands og Ker hf. (ESSO) til að greiða Reykjavíkurborg og Strætó bs. sameiginlega 78.612.398 krónur vegna ólögmæts samráðs sem félög- in höfðu með sér í júní árið 1996. Fé- lögunum var að auki gert að greiða 1,3 milljónir kr. í málskostnað. Reykjavíkurborg hafði farið fram á tæpar 140 milljónir kr. í bætur en fjölskipaður héraðsdómur féllst ekki á aðalkröfuna sem byggðist á sam- anburði á útboðum, annars vegar ár- ið 1996 og hins vegar 2001. Lögmað- ur stefnanda bar við að ef ekki hefði komið til samráðs olíufélaganna hefði borgin fengið sama hlutfalls- lega afslátt árið 1996 og 2001 en í niðurstöðu dómsins segir að ekki hafi tekist að sýna fram á að sömu forsendur giltu í útboðunum. Varakrafa stefnanda var hins veg- ar tekin til greina, en hún miðast við þær fjárhæðir sem stefndu sömdu um að Skeljungur – sem lægst bauð árið 1996 – myndi greiða hinum fé- lögunum. Upphæðin nam 3,93 kr. á hvern lítra af dísilolíu og 5,91 kr. fyr- ir bensínlítrann. Þær fjárhæðir, margfaldaðar með magni eldsneytis sem stefnandi keypti á tímabilinu, svara til þess fjárhagstjóns sem borgin og Strætó bs. urðu fyrir. Dómurinn féllst á að brotið væri til þess fallið að hækka eldsneytisverð, eða a.m.k. til að komast hjá lækkun verðs, í því skyni að skapa ávinning. Auk þess taldi dómurinn að olíufé- lögin hefðu engin gögn lagt fram til stuðnings þeirri afstöðu að samráð við útboðið árið 1996 hefði ekki haft þýðingu um það verð sem boðið var fram. Stefndu voru látnir bera hall- ann af skorti á þessum upplýsingum. Ekki fordæmisgefandi dómur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður Reykjavíkurborgar og Strætó bs., sagðist vel geta sætt sig við niðurstöðuna. „Hún staðfestir bótaskyldu olíufélaganna vegna samráðsins og málsástæður þeirra eru ekki teknar til greina. Fyrir mitt leyti get ég fallist á að þetta sé al- gjörlega viðunandi niðurstaða og mjög merkileg,“ sagði Vilhjálmur. Lögmenn olíufélaganna gátu ekki staðfest að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar en Gísli Baldur Garð- arsson, lögmaður og stjórnarfor- maður Olís, var sannfærður um að málið hefði ekki fordæmisgefandi áhrif. „Þetta mál er mjög sérstakt því þetta er eina málið af öllum þeim sem rannsökuð voru í þessari stóru rannsókn þar sem lá fyrir að félögin höfðu viðurkennt samráð. Önnur mál eru ekkert lík þessu að því leyti til að lögfull sönnun í þeim liggur ekki endilega fyrir,“ sagði Gísli og tók fram að ekki hefði komið á óvart að félögin þyrftu að greiða sekt. Morgunblaðið/Kristinn Niðurstaðan rædd Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar og Gísli Baldur Garðarsson lögmaður Olís. Greiða tæpar 80 millj- ónir kr. vegna samráðs Héraðsdómur dæmir olíufélögin til að greiða skaðabætur Í HNOTSKURN »Olíufélögin voru dæmd tilað greiða Reykjavík- urborg tæpar 73 milljónir kr. og Strætó bs. tæpar sex millj- ónir kr. vegna ólögmæts sam- ráðs sem þau höfðu með sér á tímabilinu 1996–2001. »Samráðið náði til útboða áeldsneytisviðskiptum og féllst dómurinn á að borgin hefði farið halloka í viðskipt- unum vegna þess. fimmtudagur 14. 12. 2006 viðskipti mbl.isviðskipti Hvað yrði um ímynd Íslands ef Borat 2 yrði tekin upp hér á landi? » 12 STAFRÆNT ALLSRÁÐANDI STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR VERÐA ÁN EFA Í MÖRGUM JÓLAPÖKKUM EN HVAÐ ER MEST SPENNANDI? >>10 ftir Grétar Júníus Guðmundsson retar@mbl.is MP Fjárfestingarbanki fékk aðild að auphöllum Eystrasaltsríkjanna síð- stliðið sumar og er orðinn sjötti tærsti aðilinn, þegar litið er til hlut- eildar í viðskiptunum í þeim. Styrmir Þór Bragason, fram- væmdastjóri MP Fjárfestingar- anka, segir að bankinn líti á starf- emina í Eystrasaltsríkjunum sem luta af kjarnastarfsemi sinni. Stjórnir kauphallanna í Tallinn í istlandi, Ríga í Lettlandi og Vilníus Litháen samþykktu í júlímánuði íðastliðnum umsókn MP fjárfest- ngarbanka um aðild að kauphöllun- m. Bankinn varð þar með fyrsta ís- enska fjármálafyrirtækið með aðild ð kauphöllunum og tólfta fjármála- yrirtækið til að fá aðild að öllum mörkuðum Eystrasaltsríkjanna. „Við höfum náð verulegri mark- ðshlutdeild í kauphöllunum á til- ölulega skömmum tíma,“ segir tyrmir Þór. „Auk þess höfum við erið að vinna að fyrirtækjaráðgjöf í öndunum gagnvart íslenskum fyrir- ækjum í útrásarhugleiðingum.“ Segir hann að undirbúningur að pnun útibús bankans í Litháen sé á okastigi. Verið sé að ganga frá kaupum á húsnæði og starfsfólk hafi verið ráðið til starfa. Fjármálaeftir- litið hér á landi hafi afgreitt umsókn bankans en beðið sé ákvörðunar fjár- málaeftirlitsins í Litháen. Framhald af Norðurlöndunum „Við gerum ráð fyrir því að starfsemi bankans í Eystrasaltsríkjunum verði orðin verulegur hluti af heildarstarf- semi bankans innan fárra ára. Ef lit- ið er til markaðsviðskipta í Kauphöll Íslands þá er bankinn með um 12% markaðshlutdeild í skuldabréfum og tæplega 7% í hlutabréfum. Hlutdeild bankans eftir þriggja mánaða starf- semi í Eystrasaltsríkjunum er orðin um helmingur af því sem hún er hér. Tækifærin erum mikil og við finn- um að íslenskir fjárfestar líta á svæðið sem áhugavert framhald af Norðurlöndunum,“ segir Styrmir Þór Bragason. Kominn í sjötta sæti Morgunblaðið/Árni Sæberg Sautján Nú eru liðin 30 ár frá því að tískuverslunin Sautján hóf rekstur. Svava Johansen stýrir Sautján-veldinu; eignarhaldsfélaginu NTC. » 8 Styrmir Þór Bragason MP Fjárfestingarbanki er sjötti stærsti aðilinn í kauphöllum Eystrasaltsríkjanna STEFNT er að því að stærsti og elsti banki Færeyja, Føroya Banki, verði skráður bæði í færeysku kauphöllina og í kauphöllina í Kaupmannahöfn á næsta ári. Færeyska lögþingið samþykkti í vor að heimila undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Føroya Banka og er skráning hans á markað hluti af ferlinu og á að tryggja dreifða eignaraðild með sölu á hlutum til bæði fagfjárfesta og almennra fjár- festa. Kaupþing banki er með starf- semi í Færeyjum og ætla má að hann hafi skoðað kosti þess að eign- ast hlut í Føroya Banka og sama mun væntanlega gilda um hina ís- lensku bankana tvo en eftir því sem næst verður komist er talið frekar ólíklegt að þeir muni hafa mikinn áhuga á að verða kjölfestufjár- festar í Føroya Banka. Føroya Banki skráður á markað í Kaupmannahöfn BRÉF Icelandair Group Holding hf. verða skráð í Kauphöll Íslands í dag. FL Group hefur sem kunnugt er selt félagið til kjölfestufjárfesta, starfsmanna og almennings og er aftur komið á markað sem félag í svipuðum rekstri og fyrirrennari þess, Flugleiðir, sem fyrst var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992. Heildarhlutafé er einn milljarður króna og virði félagsins miðað við útboðsgengi er því 27 milljarðar króna. Icelandair Group í Kauphöllina í dag fimmtudagur 14. 12. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Ingvar gæti misst af öllu næsta tímabili >> 3 HAUKAR STERKARI KOMNIR Í UNDANÚRSLIT SS-BIKARKEPPNINNAR ÁSAMT STJÖRNUNNI, ÍR OG FRAM >> 4 EGGERT Magn- ússon, stjórnar- formaður West Ham, sagði á blaðamannafundi á Upton Park í gær, þegar til- kynnt var að Alan Curbishley hefði verið ráðinn knattspyrnustjóri félagsins til þriggja ára, að dapurleg frammistaða liðsins í síðustu tveimur leikjum hefði leitt til brottrekstrar Alans Pardews. „Ég var miður mín eftir þessa tvo leiki, gegn Wigan og Bolton. Ekki vegna úrslitanna, heldur vegna þess hvernig liðið spilaði og hve áhugalaust það virtist. Það fer mikilvægur tími í hönd, við eigum fimm leiki eftir til áramóta, þá er opnað fyrir félaga- skiptin, og ég þurfti að taka mjög erf- iða ákvörðun. Ég tók hana, með hags- muni félagsins að leiðarljósi, og þetta er niðurstaðan,“ sagði Eggert á fund- inum síðdegis í gær. Hann lýsti jafnframt yfir mikilli ánægju með að samningar hefðu tek- ist við Curbishley. „Ég er hæst- ánægður, hann er knattspyrnustjóri með góðan feril á bak við sig og hefur miklar taugar til félagsins. Hann stóð sig frábærlega hjá Charlton og ég veit hve mikils hann er metinn í fótbolta- heiminum,“ sagði Eggert. Hann bar jafnframt til baka fregnir enskra fjölmiðla um að félagið þyrfti að greiða íslensku fjárfestunum til baka það sem þeir hafa lagt til félags- ins, með háum vöxtum. Curbishley tekur þegar til starfa en Mervyn Day var ráðinn aðstoðarmað- ur hans. Þeir léku báðir með West Ham á sínum tíma. Fyrsta verkefni þeirra er að taka á móti toppliði Man- chester United á sunnudaginn. „Þetta var erfið ákvörðun“ Eggert Magnússon Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu dróst í 3. riðli í und- ankeppni EM ásamt Frökkum, Serb- um, Grikkjum og Slóvenum en dreg- ið var til undankeppninnar í gær. 30 lið taka þátt í henni og voru liðin dregin í 6 fimm liða riðla en úr- slitakeppnin verður haldin í Finn- landi árið 2009. Sigurvegarar riðl- anna fara beint í úrslitakeppnina ásamt gestgjöfunum, Finnum, en öll liðin í öðru sæti og þau fjögur sem ná bestum árangri í 3. sæti leika aukaleiki um sæti í úrslitakeppn- inni. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Grikklandi á útivelli 31. maí 2007. ,,Fljótt á litið þá tel ég að þetta sé mjög hagstæður riðill fyrir okkur og satt best að segja hef ég beðið eftir því í nokkurn tíma að við hefð- um heppnina með okkur,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, við Morgun- blaðið. Ásthildur segir að Frakkar, sem voru í efsta styrkleikflokki, séu vissulega með sterkt lið en hún telur að íslenska liðið eigi meiri mögu- leika gegn þeim en Þjóðverjum, Sví- um eða Norðmönnum sem voru einnig í efsta styrkleikaflokki. ,,Við eigum að vera betri en Serb- ar, Grikkir og Slóvenar og mér finnst við bara eiga að setja markið hátt og stefna að því að komast í úr- slitakeppnina. Til þess að það megi takast þá er mikilvægt að undirbún- ingurinn fyrir undankeppnina verði markviss og nauðsynlegt að við fáum æfingaleiki á þeim tíma sem best hentar liðinu,“ sagði Ásthildur. Á nýjasta styrkleikalista FIFA er Ísland í 21. sæti, Frakkar í 6. sæti, Serbía í 30. sæti, Grikkir í 56. sæti og Slóvenar í 62. sæti. Ásthildur Helga- dóttir, fyrirliði. Sigurður Ragnar, landsliðsþjálfari. ,,Hagstæður riðill,“ segir Ásthildur SUNDKONAN Kristín Rós Hall- dórsdóttir og Jón Oddur Halldórs- son, frjálsíþróttamaður, voru í gær valin íþróttakona og íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra, en þau hafa hreppt hnossið undanfarin ár. Krist- ín Rós vann tvenn bronsverðlauna á nýafstöðnu heimsmeistaramóti fatl- aðra í sundi. Fyrr á árinu vann Jón Oddur til bronsverðlauna í 100 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í flokki T35. Í hófi hjá Íþróttasambandi fatl- aðra í gær var sambandinu afhentur skíðasleði fyrir hreyfihamlaða. Sleð- inn er fjármagnaður af styrktarsjóði sem settur var á fót til minningar um Axel Gunnlaugsson sem lést í fyrra eftir sex ára baráttu við sjaldgæfan sjúkdóm. Morgunblaið/RAX Best Þau Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona, og Jón Oddur Halldórsson, frjálsíþróttamaður, voru valin bestu íþróttamenn úr röðum fatlaðra. Kristín Rós og Jón Oddur besta fatlaða íþróttafólkið Hinir fjölmörgu gestir á jólaskemmtun fatl- aðra skemmtu sér vel þegar hljómsveitin Ny- lon steig á svið í gærkvöldi. Fjöldi annarra hljómsveita kom fram á jólaballinu en það er André Bachmann tónlistarmaður sem hefur haft veg og vanda af þessari skemmtun und- anfarin ár. Sérstakur gestur var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör á jólaballi fatlaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.