Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borðaði ég kvöldmat í gær? „Svona skrifar alvöru stílisti, tilgerðarlaust, nákvæmt, meitlað og mátulega absúrd.“ Ágúst Borgþór Sverrisson, www.vettvangur.net. „Þetta er þaulhugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu 13. nóvember. „Óskar er leikinn í að skapa tvíræðar aðstæður og hefur gott auga fyrir hinu sérstaka í fari manna. Þetta er fyrsta bók höfundar og mér finnst þetta góð byrjun á rithöfundarferli.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. 25. nóvember. „Bókin er vel skrifuð, markviss og látlaus stílbrögð gera hana einstaklega læsilega. Er það athyglisvert hversu sterkar allar sögurnar eru.“ Valur Grettisson, Blaðinu 6. desember. Önnur prentun komin Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í BYRJUN nóvember fæddi Rejane Santana Da Silva, brasilísk eiginkona Stefáns Þorgríms- sonar, dreng á fæðingardeild Landspítalans. Reikningurinn sem foreldrarnir þurfa að greiða mun að líkindum hljóða upp á rúmlega 480.000 krónur því þar sem Rejane hafði ekki verið með lögheimili hér á landi í sex mánuði og ekki er fyrir hendi gagnkvæmur samningur um sjúkra- tryggingar við Brasilíu, lendir allur kostnaður við fæðinguna á henni. Stefán ætlar ekki að una þessu og í gær hitti hann Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og bað hana að beita sér í málinu. Í september sagði Morgunblaðið frá sambæri- legu máli Hafliða Sigfússonar og bandarískrar eiginkonu hans. Reikningurinn var rúmlega 240.000 krónur í því tilfelli en þar sem sonur Stefáns og Rejane var tekinn með keisaraskurði var kostnaðurinn meiri. „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt gagnvart mér sem einstaklingi, íslenskum ríkisborgara og skattgreiðanda að þurfa að reiða fram tæplega 500.000 krónur, því þó að reikningurinn sé á hennar nafni, þá erum við fjölskylda og það er- um við sem fjölskylda sem greiðum reikning- inn,“ sagði Stefán. Stefán og Rejane kynntust í fyrrahaust þegar hann var á ferðalagi um Brasilíu. Þau skrifuðust á og hringdu á milli landa og í desember kom hún í heimsókn til Íslands. „Hún varð ófrísk, eins og gerist. Við reiknuðum ekki alveg með því en það gerðist nú samt og níu mánuðum síð- ar kom barn,“ sagði Stefán. Þau gengu í hjóna- band 22. mars og þar með voru komnar for- sendur fyrir því að óska eftir búsetuleyfi. Öll tilskilin gögn voru komin til Útlendingastofn- unar þann 3. maí og þaðan var málið afgreitt 20. júní. Í kjölfarið gat Rejane skráð lögheimili sitt hér á landi og sex mánuðum síðar, þ.e. 20. des- ember nk., verður hún að fullu sjúkratryggð hér á landi. Í þeim tilvikum sem íslensk kona eignast barn með útlendum manni sem ekki er sjúkratryggð- ur, borga sjúkratryggingarnar allan kostnað og telur Stefán að þetta hljóti að vera brot á jafn- ræðisreglu. Þá benti hann á að fólk sem ætt- leiðir börn fái 500.000 króna styrk frá ríkisvald- inu, sem væri auðvitað hið besta mál, en að sama skapi furðulegt að hann yrði að borga fullt gjald fyrir fæðinguna. Fjárhagur fjölskyldunnar er slæmur, að sögn Stefáns. Ýmis kostnaður fylgdi því að eignast barn, Rejane hefði lítið getað unnið og hún ætti heldur ekki rétt á fæðingarorlofi. „Og Ísland er samfélag sem gerir ráð fyrir að báðir foreldrar vinni,“ sagði Stefán. Þessi staða kæmi bæði nið- ur á uppeldisskilyrðum drengsins sem aðlögun Rejane að íslensku samfélagi. Eiga von á 480.000 króna reikningi fyrir fæðinguna Móðirin ekki með lög- heimili hér á landi í sex mánuði fyrir fæðingu Morgunblaðið/ÞÖK Fjölskylda Orfeus Þór Stefánsson ásamt for- eldrum sínum, Rejane og Stefáni. TÍMARITIÐ Nýtt líf hefur útnefnt Dorrit Moussaieff, forsetafrú, konu ársins ársins 2006. Í rökstuðningi seg- ir m.a. að hún sé glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar hvar sem hún komi. Þá hafi hún verið ötul við að leggja velferðarmálum lið, einkum málefnum barna og ung- linga, sem eigi við fötlun og geðrænan vanda að stríða. Dorrit Moussaieff útnefnd kona ársins Morgunblaðið/Sverrir TRAUSTI Haf- liðason, frétta- stjóri á Frétta- blaðinu, hefur verið ráðinn rit- stjóri Blaðsins og mun hann taka við starfinu af Sigurjóni M. Egilssyni sem sagði starfi sínu lausu nýlega. Samkvæmt upplýs- ingum sem mbl.is fékk hjá Karli Garðarssyni, framkvæmdastjóra Blaðsins, í gær liggur þó enn ekki fyrir hvenær Trausti tekur við starfinu. Trausti hefur starfað á Frétta- blaðinu frá stofnun þess árið 2001 og starfaði fyrir þann tíma á Morgunblaðinu. Hann er með BA- gráðu í stjórnmálafræðum frá Há- skóla Íslands og MA-gráðu í blaða- mennsku frá Háskólanum í Ari- zona í Bandaríkjunum. Ráðinn rit- stjóri Blaðsins Trausti Hafliðason Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞESSI könnun mælir í sjálfu sér ekki fátækt. Hún mælir í raun og veru tekjudreif- ingu í þjóðfélag- inu og þá skil- greina menn fátækt sem ein- hvern hluta af þeirri dreifingu. Það getur auðvitað verið umdeil- anlegt,“ sagði Árni Mathiesen fjár- málaráðherra á fundi með fjölmiðl- um um skýrslu um fátækt barna á Íslandi sem forsætisráðherra kynnti á Alþingi í síðustu viku. Árni sagði skýrsluna merkilega og afar athyglisverða en takmarkanir felast í aðferðafræðinni sem beitt er auk þess sem mælikvarðarnir séu af- stæðir. „Það góða við þetta er að skýrslan byggir á aðferðafræði sem er beitt hjá nágrannaþjóðum okkar þannig að við getum upp að vissu marki borið okkur saman við það sem er að gerast annars staðar,“ sagði Árni og benti á að við værum í svipaðri stöðu og Norðurlanda- þjóðirnar. Hann sagði hins vegar margt hafa breyst á undanförnum tveimur árum, en skýrslan byggir á árinu 2004, s.s. varðandi barnabæt- ur og skattamál og telur hann að tölur fyrir árið 2007 muni sýna já- kvæðari niðurstöður. Viðræður við sveitarfélög? Aðspurður um hvort að grípa þyrfti til aðgerða vegna skýrslunn- ar sagði Árni umræðu síðustu daga jafnvel vekja upp þá spurningu hvort félagsmálayfirvöld sveitarfé- laga ættu kannski að koma meira að þessum málum. „Það hefur ekki verið rætt um það en þessi umræða gefur kannski tilefni til þess að það sé skoðað frekar hvernig eigi að standa að þessu nærumhverfi, s.s. að það eigi að ná betur til þeirra sem renna í gegnum þetta stóra kerfi og stóra kerfið á erfiðara að ná til.“ Merkileg skýrsla en afstæðir mælikvarðar Árni Mathiesen Í HNOTSKURN »Samkvæmt aðferðafræðiOECD, sem notuð er í skýrslunni, miðast fátækt- armörk við ráðstöfunartekjur heimilanna, eða 50% af mið- tekjum. »Það þýðir að ávallt munueinhverjir mælast fátækir en fátæktarmörkin voru t.a.m. nær 50% hærri að raunvirði árið 2004 en tíu árum áður. REGLUM um flutning fanga frá Litla-Hrauni verður ekki breytt í kjölfar þess að fangi komst undan fangavörðum sem fluttu hann í hér- aðsdóm hinn 14. nóvember sl. Aðeins þrír fangar hafa flúið með þessum hætti á sl. 14 árum, en um eitt þúsund fangaflutningar eru frá fangelsinu á hverju ári. Fram kemur á vef Fangelsismála- stofnunar ríkisins að reglur um flutn- ing fanga hafi verið endurskoðaðar í kjölfar stroksins í nóvember. Í kjölfar þess hafi vaknað sú spurning hvort ávallt ætti að flytja fanga í handjárn- um eins og tíðkast hjá lögreglu. Sú krafa hefur ekki verið gerð varðandi flutning afplánunarfanga og maður- inn, sem flúði í nóvember, var ekki í járnum. Gæsluvarðhaldsfangar skuli þó almennt fluttir í járnum. Flutningur fanga óbreyttur SIV Friðleifs- dóttir heilbrigð- isráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mál, sambærileg því sem Stefán Þor- grímsson og eig- inkona hans hafa nú lent í, ætti að leysa með gagnkvæmum samn- ingum við önnur ríki. Tryggja þyrfti að Íslendingar nytu sam- bærilegra réttinda erlendis og út- lendingar hér á landi. Siv sagði það grundvallaratriði í sjúkratryggingum á Norð- urlöndum að réttur til sjúkra- trygginga væri einstaklingsbund- inn. Í umræddu tilviki hefði viðkomandi móðir ekki búið hér á landi í sex mánuði og nyti því ekki sjúkratrygginga. Lög um þetta hefðu verið sett fyrir 13 árum og þá hefði ætlunin einkum verið að koma í veg fyrir að Íslendingar sem byggju erlendis kæmu hingað gagngert til að nýta sér þjónustu almannatrygginga. Búið væri að gera gagnkvæma samninga við 28 ríki um að borgarar ríkjanna nytu sambærilegra réttinda til sjúkra- trygginga. Slíkir samningar hefðu ekki verið gerðir við Brasilíu og Bandaríkin en Ísland hefði óskað, án árangurs, eftir samningi við Bandaríkin. Leysist með samningum Siv Friðleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.