Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 17 ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BLÖKKUMAÐUR hefur ekki enn orðið forseti Bandaríkjanna enda þótt um 12% þjóðarinnar teljist til svartra. En nú er kominn fram á sjónarsviðið demókrati sem gæti orðið fyrsti blökkumaðurinn í Hvíta húsinu. Barack Hussein Obama, öld- ungadeildarþingmaður frá Illinois, er 45 ára, móðir hans er hvít og frá Kansas en faðirinn var svartur hag- fræðingur frá Kenýa. Obama hyggst gefa upp á næstunni hvort hann helli sér í slaginn og ógni þannig Hillary Rodham Clinton. Obama hefur aðeins setið á þingi í tvö ár og margir óttast að hann hafi of litla reynslu til að raunhæft sé að hann bjóði sig fram til forseta. Einn- ig er bent á að litaraftið og fram- andlegt nafnið (sem auk þess minnir suma bæði á Osama bin Laden og Saddam Hussein!) verði honum hvorttveggja óþægur ljár í þúfu. En eitt er þegar ljóst: hann á auðvelt með að hrífa kjósendur með mál- flutningi sínum, virkar ekki hroka- fullur, tónninn er ekki skerandi en ekki heldur með yfirstéttarbrag þótt hann sé menntaður í Harvard. Um 1.600 manns komu á fund í New Hamsphire um sl. helgi þar sem Obama var aðalræðumaðurinn og greiddu fundargestir 25 dollara, nær 2.000 ísl. kr., hver fyrir aðganginn. Að borga eða fá borgað „Er ekki vaninn að borga fólki 25 dollara fyrir að hlusta á ræðu öld- ungadeildarþingmanns?“ spyr fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, Matt Frei, hissa – og kannski háðskur – í pistli sínum í gær. Frei var á fundinum og segir Obama hafa tekist að koma fram sem maður er vilji forðast skítkast en leggi áherslu á að brúa bilið mili repúblikana og demókrata. Og Bandaríkjamenn leiti nú að ein- hverjum sem græði sárin, ekki frambjóðanda sem auki enn misklíð- ina. „Hann dregur upp mynd af Bandaríkjunum sem er flóknari, blæðbrigðaríkari og viðfelldnari en sú afskræming sem flestir flokka- pólitíkusar og hlutdrægir frétta- menn notast mest við,“ segir Frei. Sjálfur segist Obama vera hissa á þeirri miklu fjölmiðlahylli sem hann hafi notið en jafnframt að hann sé á varðbergi gagnvart slíkum faðmlög- um, að sögn The Washington Post. Margir hafa farið flatt á því að verða vinsælir of snemma en fuðra síðan upp. Enn er ár í forkosningarnar. Þegar jafn lítið þekktur stjórn- málamaður verður skyndilega eftir- læti fjölmiðla getur liðið nokkur tími áður en sporhundar keppinautanna finna eitthvað misjafnt í fari hans eða fortíð. Breska tímaritið The Economist segir að ef til vill geti ásakanir um spillingu sem nú eru til athugunar reynst Obama erfiðar. Auk þess er enn margt á huldu um skoðanir hans. Ímyndarvandi Hillary Clinton En hve miklar líkur eru á að Obama verði forsetaefni demókrata ef hann gefur kost á sér? Hillary Rodham Clinton, öldungadeildar- þingmaður frá New York, er enn lík- legust, ef marka má kannanir og álit flestra fréttaskýrenda. Vandi henn- ar er hins vegar að þótt margir hafi álit á henni þykir ljóst að henni muni reynast erfitt að höfða til óákveð- inna kjósenda á miðju pólitíska lit- rófsins, hvað þá til hægri. „Margir demókratar sem komu til að hlusta á Obama [í New Hampshire] sögðu að enda þótt þeir dáðust að Clinton væru þeir hræddir um að hún gæti ekki sigrað og þess vegna teldu þeir að Obama gæti hugsanlega orðið eftirsóknarverður frambjóðandi,“ sagði í grein The Washington Post. Margir kjósendur vestra sjá Clin- ton fyrir sér sem vinstrisinnaða menntakonu enda þótt hún hafi síð- ustu árin lagt sig fram um að breyta þeirri ímynd. Hún studdi m.a. inn- rásina í Írak og hefur reynt að blíðka ákafa trúmenn með því að setja nokkurn fyrirvara við stuðning sinn við rétt kvenna til að ákveða sjálfar hvort þær láti eyði fóstri. Nefna má að fjárhagsstaðan skipti miklu, ætli frambjóðandi sér sigur verður hann að ráða yfir tug- um milljóna dollara. Clinton stendur vel að vígi í þeim efnum en algerlega óljóst enn sem komið er hvort Obama tekst að safna nægilegu fé. Obama gæti ógnað for- setadraumum Clinton Margir telja blökkumanninn frá Illinois vænlegan kost Næsti forseti? Barack Obama. Í HNOTSKURN »Ef Clinton eða Obamaverða forsetaefni demó- krata merkir það þáttaskil: Kona eða blökkumaður hafa aldrei náð svo langt í stjórn- málum stóru flokkanna vestra. »Líklegast er nú talið aðforsetaframbjóðandi repú- blikana verði John McCain öldungadeildarþingmaður en einnig er oft nefndur til sög- unnar Rudy Giuliani, fyrrver- andi borgarstjóri í New York. Reuters ÞEIR voru vandvirkir kokkarnir í anddyrinu á hótelinu í miðborg Bangkok þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Taílendingar eru þekktir fyrir glæsilegar skreyt- ingar og það virtist félögunum létt verk að útbúa „jólatré“ úr 50 kíló- um af súkkulaði. Skreyttu þeir svo tréð, sem er sex metra hátt, með 35.000 M&M súkkulaðikúlum. Reuters Snurfusa súkkulaðitréð EN N EM M / SÍ A / N M 24 57 0 2006 Nýr bæklingur um hátíðarvínin í næstu vínbúð SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 WWW.RAFVER.IS TÖFRA SÓPURINN ...ávallt við hendina K 55 ■ Fyrir parket, teppi og flísar ■ Léttur og þægilegur ■ Hleðslutæki fylgir ■ Auðvelt að tæma ■ Veggfesting 7.750,-Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.