Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 21 LANDIÐ Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 7980 Stærð 36-41 Litur: Svartur Verð 9.995 Teg. Al-CHer Stærð 36-41 Litur: Svartur Verð 9.995 Teg. 115 Stærð 36-41 Litur: Rauður og svartur Verð 9.995 Teg. 19392 Stærð 36-41 Litur: Svartur og brúnn Verð 13.995 Teg. 7980 Stærð 36-41 Litur: Svartur Verð 12.995 Jólagjöfin Jólaskórnir Einnig mikið úrval af töskum og beltum Opið til kl. 22.00 fram að jólum Hvanneyri | „Við höfum stefnt að því að fá verk- efnið viðurkennt sem hluta af Háskóla Samein- uðu þjóðanna. Það er að ganga eftir, því við höf- um fengið jákvæð viðbrögð fyrr en við reiknuðum með. Það myndi veita okkur ákveðinn gæða- stimpil,“ segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, pró- fessor við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún vinnur meðal annars að þróun sex mánaða starfsþjálfunar- og námsáætlunar fyrir þróunarlönd vegna landeyðingar og landgræðslu. Þróunarverkefnið er á vegum utanríkisráðuneyt- isins sem hefur falið Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Landgræðslu ríkisins að vinna það. Ingi- björg Svala hefur undanfarin ár starfað sem prófessor við háskólasetrið á Svalbarða en hefur nú verið ráðin verkefnisstjóri þessa þróunarverk- efnis. Áætlað er að fyrstu nemendurnir komi hingað á næsta ári. Mikil þekking á landgræðslu „Verkefnið snýst um baráttuna gegn eyðimerk- urmyndun í sem víðustum skilningi. Því er ætlað að styrkja þá vinnu sem unnin er í þróun- arlöndum til að sporna við hnignun gróðurs og eyðingu lands – og síðan að bæta landið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að hér á landi sé mikil þekking á þessu sviði sem unnt sé að nýta víðar. „Þeir sem hafa unnið að þessum verkefnum hér telja sig geta miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Hér hefur verið unnið að landgræðslu í hundrað ár og á þeim tíma hefur safnast mikil reynsla í upp- græðslu og landbótum. Rannsóknir á þessu sviði hófust þó nokkru seinna en hafa farið mjög vel af stað,“ segir hún. Ingibjörg telur að þótt Íslendingar séu ekki búnir að leysa öll sín verkefni á þessu sviði hafi þeir margt fram að færa. Nú þegar stjórnvöld vilji auka aðstoð við þróunarlönd sé góð leið að fara inn á þennan vettvang því þörfin sé svo sannarlega fyrir hendi. Verður hluti af Háskóla SÞ Fyrirmynd að fyrirkomulagi þessa verkefnis er sótt til Jarðhitaskóla og Sjávarútvegsháskóla jákvæð svör við þeirri hugmynd að tengja jarð- vegsverndarverkefnið háskólanum, að sögn Ingi- bjargar Svölu, með svipuðum hætti og jarðhita- og sjávarútvegsháskólana. Ingibjörg segir að þörfin fyrir aukna þekkingu í landgræðslu sé augljósust í Afríku en ekki megi gleyma þróunarlöndum í Asíu og jafnvel Suður- Ameríku. Hún tekur fram að ekki sé einfalt að leysa vandamálin í þessum löndum því oft sé um það að ræða að íbúarnir séu algerlega háðir því að lifa á landinu og því þurfi að huga vel að mann- lega þættinum, auk umhverfisþátta. „Við verðum að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt og því hugarfari að við getum einnig margt lært af því fólki sem vinnur að þessum störfum á vettvangi í þróunarlöndum,“ segir hún. Sameinuðu þjóðanna sem starfræktir eru hér á landi. Stefnt er að því að nemendur frá þróun- arlöndunum komi hingað til lands í sex mánaða starfsnám. „Við viljum fá fólk sem þegar er búið að ljúka háskólanámi og starfar að þessum mál- um í sínum heimalöndum. Þannig er hægt að styrkja rannsóknarumhverfi þeirra og starf,“ segir Ingibjörg. Stefnt er að því að bjóða 20–25 styrkþegum hingað á ári, þegar verkefnið verður komið vel af stað. Ætlunin er að byrja þegar á næsta ári með fáa nemendur, ef til vill fjóra til sex, í stuttan tíma í það skiptið. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti fund með Hans J. A. van Ginkel, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, þegar hún var í opinberri heimsókn í Tókýó í Japan á dögunum. Fékk hún Förum í þetta af auðmýkt Morgunblaðið/Ásdís Þróun Ingibjörg Svala Jónsdóttir þróar kennslusetur í landgræðslu fyrir þróunarlönd. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Seyðisfjörður | Tónlistarskólinn á Seyðisfirði hefur löngum þótt vel starfandi og nú stendur skólinn að útgáfu jólageislaplötunnar Jóla- seyðs 2006. Hún kemur formlega út í dag. Á Jólaseyð leika flestallir nem- endur Tónlistarskólans jólalög í bland við annað efni og má m.a. finna þar Have your self a merry little Christmas, Hæ Mambó, Peter Gunn, Heims um ból, Boðskap Lúk- asar og 17 önnur lög. Upptökur fóru fram í Tónlistar- skólanum en Páll Thamrong, nem- andi í 10. bekk Seyðisfjarðarskóla, hannaði umslag. Tónlistarskólinn heldur sína ár- legu jólatónleika í Seyðisfjarð- arkirkju kl 19.30 í kvöld og eru allir velkomnir. Í lok jólatónleikanna fá nemendur Tónlistarskólans eintak af geislaplötunni, en auk þess verð- ur hún seld á vægu verði á staðn- um. Þetta er í annað sinn sem Tónlist- arskólinn gefur út geislaplötu, en árið 1999 kom út geislaplatan Jóla- seyður sem undanfarin ár hefur verið mikið spiluð á seyðfirskum heimilum í desember. Ljósmynd/Einar Bragi Jólaviðburðir Nemendur úr 1.–6. bekk Seyðisfjarðarskóla fluttu nýlega helgileik eftir Maríu Gaskell og sr. Cecil Haraldsson í kirkjunni. Tónskólanemend- ur gefa út jóladisk Ljósmynd/Einar Bragi Jólalög Nemendur Tónlistarskóla Seyðisfjarðar spila jólatónlist. Egilsstaðir | Fimleikadeild Hattar fagnar um þessar mundir 20 ára af- mæli sínu. Á glæsilegri fimleikasýn- ingu sem haldin var af þessu tilefni í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum um liðna helgi sagði Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður deildar- innar, að upphafið mætti rekja til atorku Unnars Vilhjálmssonar og Hólmfríðar Jóhannsdóttur sem unnu mikilvægt brautryðjendastarf við að koma deildinni á legg. Í byrjunar- hópnum hjá Unnari og Hólmfríði voru m.a. Adda Birna sjálf og Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari fim- leikadeildarinnar, en hún hefur unn- ið af miklum metnaði. Adda Birna lýsi því hvernig iðkun og tækjabún- aður deildarinnar hefur vaxið á þess- um 20 árum. Fimleikadeild Hattar hlaut titilinn fyrirmyndardeild Íþróttasambands Íslands árið 2004 og hefur lagt sig sérstaklega eftir jafnréttis- og umhverfismálum. M.a. er safnað mjólkurfernum til endur- vinnslu í bænum til fjáröflunar. 14 þjálfarar vinna með 170 iðkendum á aldrinum 4 til 17 ára. Deildin hefur að jafnaði hampað 3-4 Íslandsmeist- urum árlega síðustu 6 árin. Eiríkur Bj. Björgvinsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði greindi frá því á samkomunni að búið væri að skipa nefnd til að kanna möguleika á bygg- ingu sérstaks fimleikahúss á Egils- stöðum á næstu árum. Fimleikadeild Hatt- ar fagnar 20 árum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Árangur Adda Birna Hjálm- arsdóttir segir fimleikana í sókn. Höfn | Stofnaður hefur verið hópur um Lónsheiðargöng innan áhuga- hópsins Samstöðu, sem upphaflega var stofnaður til að berjast fyrir tvö- földun Reykjanesbrautarinnar. Áhugahópur um tvöfalda Reykja- nesbraut hefur tekið þá ákvörðun að leggja sitt af mörkum til árangurs í vegabótum og fækkunar umferðar- slysa á Íslandi. Baráttuhópur um Lónsheiðar- göng hefur fengið heimasíðu á vef samstöðu og er slóðin www.fib.is/ samstada. Á vefnum er hægt að skrá sig í baráttuhópinn og leggja með því lóð á vogarskálarnar. Markmiðið er að ráðist verði í gerð ganga undir Lónsheiði sem allra fyrst og hinn al- ræmdi vegur um Hvalnes- og Þvott- árskriður verði aflagður. Talsmaður hópsins er Sigurður Mar Halldórs- son á Höfn. Veggöng í stað Hvalness- og Þvottárskriðna AUSTURLAND INGIBJÖRG Svala Jónsdóttir hefur verið 25 ár erlendis við nám og störf. Eftir líffræðinám hér fór hún í doktorsnám við háskólann í Lundi og hélt áfram rannsóknum á áhrifum beitar og stofn- vistfræði plantna, einkum á norðurslóðum. Hún vann áfram að þessum málum við háskólann og varð síðan prófessor við háskólann í Gautaborg. „Við sóttum um af rælni,“ segir Ingibjörg um næsta skref sem var að þau hjónin, hún og Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur, réðu sig samtímis sem prófessora við háskólasetrið á Svalbarða. „Þetta var gefandi tími, bæði fyrir okkur persónulega og í starfi,“ segir hún. Ingibjörg vann að ýmsum rannsóknum á Svalbarða, meðal annars Evrópu- verkefni um gæsir og gæsabeit, en hefur einnig unnið að rannsóknum hér heima á áhrifum lofts- lagsbreytinga á gróður. Á meðan þau Ólafur voru í Svíþjóð fóru þau í rannsóknaleiðangra með ís- brjótum um heimskautasvæðin á vegum heim- skautarannsóknastofnunarinnar. Ingibjörg starfaði sex ár á Svalbarða en hefur síðustu árin verið mikið á Íslandi því fjölskyldan flutti heim nokkrum árum fyrr. Starfaði í sex ár á Svalbarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.