Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁKÆRA Í MÁLI OLÍUFÉLAGANNA Ígær var gefin út ákæra á hendurþremur núverandi og fyrrver-andi forráðamönnum olíufélag- anna, þeim Einari Benediktssyni, nú- verandi forstjóra Olíuverzlunar Íslands, Geir Magnússyni, fyrrver- andi forstjóra Olíufélagsins hf. og Kristni Björnssyni, fyrrverandi for- stjóra Skeljungs hf. vegna brots á samkeppnislögum með því að hafa haft „ólögmætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu undirmanna sinna með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni á milli félaganna“ eins og m.a. segir í ákæru ríkissaksóknara. Mál þetta hefur verið lengi til með- ferðar, fyrst hjá samkeppnisyfirvöld- um og síðan hjá lögreglu en húsleit var gerð hjá olíufélögunum í desem- ber 2001. Þegar ákæran var gefin út í gær var hún jafnframt send fjölmiðlum og birtist í heild í Morgunblaðinu í dag. Þetta eru allt önnur vinnubrögð og betri frá almennu sjónarmiði séð en þegar tilkynnt var um ákæru í Baugs- málinu svonefnda snemma sumars 2005, en ákæran í heild var ekki birt fyrr en við þingfestingu málsins um miðjan ágúst sama ár. Morgunblaðið gagnrýndi þau vinnubrögð á þeim tíma en þeim hefur nú verið breytt og málsmeðferðin eðlilegri en þá var. Hins vegar er ástæða til að hafa orð á því hvað rannsókn stórra mála tek- ur langan tíma. Þeir sem hlut eiga að máli í olíufélagamálinu hafa orðið að bíða árum saman eftir niðurstöðu og í þessu tilviki lengur en í Baugsmálinu. Það er ekki hægt að leggja slíkt á fólk og þess er að vænta að ákæruvaldið leggi sig fram um að hraða afgreiðslu mála sem þessara. Athyglisvert er að afgreiðsla mála af þessu tagi, sem upp koma í viðskiptalífinu, gengur mun hraðar í Bandaríkjunum en hér. Í máli olíufélaganna má gera ráð fyrir að fyrsta verk lögmanna for- stjóra olíufélaganna verði að reyna að fá málinu vísað frá með tilvísun í rök- semdir Róberts R. Spanó, dósents við lagadeild Háskóla Íslands, í grein í Tímariti lögfræðinga fyrir skömmu, en Róbert fjallar þar um þá spurn- ingu, hvort starfsmenn fyrirtækja geti borið refsiábyrgð á grundvelli 10. og 11. greinar samkeppnislaga nr. 44/2005. Niðurstaða Róberts í grein- inni var sú, að „vafi leiki á því, að mælt sé fyrir um refsiverða háttsemi starfsmanna fyrirtækja í 10. og 11. grein samkeppnislaga nr. 44/2005 þannig að fullnægt sé kröfum stjórn- arskrárinnar“. Ætla má, að grundvallarþáttur í vörn lögmanna forstjóra olíufélag- anna verði þær röksemdir, sem Ró- bert R. Spanó hefur fært fram og verður fróðlegt að sjá, hvaða afstöðu dómstólar taka til þeirra. Olíufélagamálið og Baugsmálið eru gerólík mál efnislega. Það eina, sem þau eiga sameiginlegt er að í báðum tilvikum tekur ákæruvaldið ákvörðun um að ákæra forsvarsmenn stórra fyrirtækja fyrir brot á lögum. Hins vegar hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum forsvars- manna félaganna. Forráðamenn Baugs hafa mætt ákærum af miklum þunga á opinberum vettvangi. Þeir hafa nýtt sér eignaraðild að fjölmiðl- um, sérfræðinga í almannatengslum og fjölmarga aðra í því skyni að hafa áhrif á almenningsálitið sér í hag. Þeir hafa staðið einir á sviðinu vegna þess, að lögregla sem rannsakar mál hefur ekki litið á það sem sitt hlut- verk að taka þátt í umræðum á op- inberum vettvangi um mál, sem hún er að rannsaka. Og ákæruvald, sem á að taka ákvörðun um ákæru á grund- velli rannsóknar, hefur að sjálfsögðu litið svo á, að málflutningur þess ætti heima í dómsölum. Þessi viðbrögð eru ný hér á landi en alþekkt annars staðar. Og enginn getur gagnrýnt þá, sem verða fyrir ásökunum að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er bæði mannlegt og eðlilegt. Forráðamenn olíufélaganna hafa hins vegar ekki gripið til varna með þessum hætti. Þeir hafa látið sér nægja að halda uppi vörnum gagn- vart þeim opinberu aðilum, sem um er að ræða, samkeppnisyfirvöldum, lögreglu og dómstólum. Hér er um gerólíka aðferðafræði að ræða. Grundvallaratriði er þó, að al- menningur í landinu hlýtur að treysta því, að umræður á opinberum vett- vangi geti ekki haft áhrif á niðurstöð- ur dómstóla. Upplýsingar um verðsamráð olíu- félaganna vöktu mikla reiði meðal al- mennings á sínum tíma. Almanna- rómur hafði lengi haldið því fram, að um slíkt samráð væri að ræða. Í for- ystugrein Morgunblaðsins hinn 19. júlí árið 2003, sama dag og blaðið birti ítarlega frásögn af fyrri hluta frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélag- anna, sagði m.a.: „Olíufélögin voru bundin við inn- kaupakerfi, sem stjórnað var af ís- lenzka ríkinu. Og þar með var sam- keppni á markaðnum hér nánast óhugsandi á milli þeirra. Allt er þetta liðin tíð og þetta fyrirkomulag brotn- aði niður fyrir löngu. Komi í ljós, að olíufélögin hafi í nokkur ár eða all- mörg ár eftir að hið ríkisstýrða inn- kaupakerfi á olíu heyrði sögunni til haldið áfram því samráði um elds- neytismarkaðinn hér, sem var dag- legt brauð á sínum tíma er það bæði alvarlegt mál og líka óskiljanlegt. Ákvæði samkeppnislaga eru býsna skýr. Þau banna viðskiptahætti af þessu tagi. Ef einungis er tekið mið af því, sem forystumenn tveggja olíufé- laga af þremur segja í Morgun- blaðinu í dag er ljóst að samráði í ein- hverri mynd hefur verið haldið áfram eftir gildistöku samkeppnislaganna. Það er hægt að skilja, að það hafi tek- ið olíufélögin einhvern tíma að skera á gömul tengsl og gera upp sín í milli samvinnu á ýmsum sviðum, sem tíðk- ast hafði áratugum saman en varla hafa þau þurft nokkur ár til þess.“ Þessi afstaða Morgunblaðsins er óbreytt. Nú er þetta mál hins vegar komið á nýtt stig með opinberri ákæru á hendur þeim, sem veittu fé- lögunum forstöðu á þessum tíma. Þeir teljast saklausir eins og allir aðrir þar til þeir eru fundnir sekir. Ákæra er ekki sama og sektardómur, hvorki í þessu máli né öðrum. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Íslenskunám fyrir erlent starfsfólk semfer fram á vinnustað og á vinnutímahefur skilað góðum árangri hjá Þjón-ustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hjá Reykjavíkurborg. Kostnaðurinn við nám- ið fæst til baka með betra starfsfólki segir yf- irmaður. Nýverið lauk 40 stunda starfstengdri ís- lenskukennslu sem 16 starfsmenn frá átta ólíkum þjóðlöndum sátu hjá þjónustumiðstöð- inni. Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að þetta sé að því er hún best veit í fyrsta skipti sem starfsmönnum Reykjavík- urborgar er boðið upp á nám af þessu tagi. „Árangurinn var mjög góður, starfsfólkið […] finnur mesta muninn, og þau eru mjög ánægð með þetta. Þau fundu mun strax eftir nokkrar kennslustundir,“ segir Lí- ney. „Þau eru miklu örugg- ari með sig, láta vaða og prófa. Þetta er líka gott fyrir Íslendingana því þeir læra að tala einfaldara mál og umorða.“ Gengið var til samninga við Alþjóðahús og komu starfsmenn þaðan á vinnu- staðinn til að taka hann út og meta þörfina. Starfs- fólkið sem fór á námskeiðið vinnur annars vegar í þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, en hins vegar við heimaþjónustu við aldraða og fatlaða, og þarf því að geta átt samskipti við þá sem þurfa á þjónustu að halda. „Kennslan fer algerlega fram á íslensku. Auðvitað getur það komið fyrir að starfs- fólkið sé ekki læst á okkar stafróf og jafnvel ekki læst á sitt eigið stafróf. En þá er tekist á við það með myndum, dæmisögum og þess háttar,“ segir Líney. Nýtist í daglegum verkefnum Hún segir að áherslan á námskeiðinu hafi verið á að kenna starfsfólkinu það sem helst nýtist í daglegum verkefnum og hversdagslíf- inu. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur því þetta er fólk sem er að sinna íslensku öldruðu fólki og fötluðum mjög náið, þannig að það er mjög mikilvægt að það skilji.“ Starfsmennirnir fengu samtals 40 kennslu- stundir, og stunduðu námið í rúma klukku- stund á dag, fjórum sinnum í viku. Námið fór fram á vinnutíma, og fólkið því á launum við að læra íslensku. „Okkur fannst það nauðsyn- legt, því mikið af þessu fólki hefur hvorki peninga né tíma til að sækja námskeið utan vinnutíma,“ segir Líney, og tekur fram að ár- angurinn af námskeiðum af þessu tagi sé bet fre bet ar lok stu vor Gá N ust þar Rey and að ekk me ski „ nið ver beð þet Á ver í ja ust sta an mjö það sem gja því mjög góður og mætingin svo til fullkomin. Guðbjörg Vignisdóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða aldraða við Dalbraut, segir námskeiðið hafa gengið afskaplega vel og starfsmenn hafi haft bæði gott og gaman af því að sækja það. Mikið hafi munað um það að kennarinn hafi verið góður og kunnað sitt fag. Hún segir miklu muna að boðið sé upp á nám á vinnustaðnum á vinnutíma. „Starfs- fólkið gekk bara úr sínum störfum í klukku- tíma. Ég held að þessi námskeið þar sem fólk þarf að fara eitthvað út í bæ, kemur kannski þreytt eftir vinnudaginn, skili einfaldlega ekki eins góðum árangri.“ Eftir að námskeiðinu lauk var haldið mikið kveðjuhóf, þar sem nemendur sungu á ís- lensku og lásu upp ljóð bæði á sínu móð- urmáli og íslensku. Peningarnir skila sér í betra starfsfólki Kostnaðurinn við að halda námskeið af þessu tagi fyrir starfsfólk er nokkur. Líney segir að samkvæmt verðskrá frá Alþjóðahúsi kosti úttekt og undirbúningur um 200 þúsund krónur, og námskeiðið sjálft, þar sem allt að 16 geta tekið þátt, kostar um 300 þúsund krónur til viðbótar. Heildarkostnaðurinn sé því um 500 þúsund krónur fyrir þetta nám- skeið, en verði fleiri haldin kosti hvert þeirra 300 þúsund þar sem undirbúningsvinnan hafi þegar verið unnin. Líney segir þessa peninga skila sér beint til baka í betra starfsfólki. „Fólkið verður Íslenskunám á skilar góðum á Starfsmenn í heimaþjónustu og í þjónustuíbúðum verð Kunnáttan eykst Íbúar á Dalbraut 27 ættu að finna m Guðbjörg Vignisdóttir Líney Úlfarsdóttir Alþjóðahús hefurstaðið fyrirstarfstengdumíslensku- námskeiðum í rúmt ár en reynslan af þeim hér á landi er mun lengri, segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss. Hugmyndin er sú að námsefnið taki mið af vinnustaðnum og komi starfsfólkinu af stað í sínu íslenskunámi. Nemendurnir fá einnig upplýsingar um íslenska siði og venjur sem skipta máli á vinnustaðnum, t.d. um samskipti við samstarfsmenn og við- skiptavini, hvað teljist styrki frá sta menntasjóðu bjóða upp á námið. Einar þau fyrirtæk tekið ákveðn því að nýta n þessu tagi sé Myllan en ön irtæki séu fa við sér, t.d. v irtæki. Hann segi af námskeiðu góðan. Gran mynda kann staklega áhr ist að því að mannavelta minnkað, sta hafi aukist o er að nálgast áhugasvið þess sem er að læra, koma til nemanda í hans aðstæður og reyna að kenna honum eitthvað sem hann getur notað strax. Þetta eru að mestu leyti byrjendanámskeið þar sem áherslan er á að brjóta ísinn, koma fólki í gang, fá það til að prófa sig áfram og öðlast auk- ið sjálfstraust,“ segir Einar. Fyrirtækin bera yf- irleitt kostnaðinn af námskeiðunum en fá oft kurteisi, hvað sé í lagi að segja við aðra og hvað sé ekki í lagi að sé sagt við nemend- urna, segir Ein- ar. Alþjóðahúsið hóf að bjóða upp á nám- skeiðin fyrir rúmu ári þegar Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri íslensku- kennslu, gekk til liðs við Alþjóðahús en hún hafði verið í forsvari fyrir fyr- irtækið Fjölmenningu og stóð fyrir námskeiðum af þessu tagi árum saman. „Ein tegund kennslu Hugarfarsbreyting orðið á síðust Einar Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.