Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 37 ALÞINGI samþykkti laugardag- inn 9. desember síðastliðinn breyt- ingu á lögum um búnaðarfræðslu sem felur í sér að Hólaskóli verður formlega gerður að háskóla. Hóla- skóli – Háskólinn á Hólum fær heimild til að brautskrá nemendur með bæði BS-, BA- og meistara- gráður í nafni skólans. Þetta er gleðilegur áfangi í menntasögunni ekki aðeins fyrir Skagfirðinga og Norðlendinga, heldur landsmenn alla. Hóla- skóli getur á þessum tímamótum fagnað 25 ára samfelldri sókn og uppbyggingu. Skólinn er gott dæmi um hvað getur gerst þegar lítil stofnun fær tækifæri og sjálfstæði til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Þetta getur aðeins gerst fyrir atbeina góðs starfsfólks og metnaðarfullra nem- enda. Þá hefur Hóla- skóli notið öflugs stuðnings fjölda vel- unnara sem láta sig staðinn og skólann miklu varða. Mál- venjan „heim að Hól- um“ segir meira en mörg orð um hug Skagfirðinga og lands- manna allra til Hóla- staðar. Með sjálfstæði og frumkvæði að leið- arljósi Oft hefur heyrst að Hólaskóli sé of lítill til að geta starfað sjálf- stætt. Hann verði að sameinast einhverjum öðrum, verða hluti af einhverri stærri stofn- un. Þráfaldlega hefur verið sótt að Hólaskóla jafnvel af stjórnvöldum sem vildu fella hann undir aðra stofnun fyrir norðan eða sunnan. Sem betur fer hefur öllum slíkum hugmyndum ávallt verið úthýst þó stundum hafi verið knúið fast dyra. Staðreyndin er nefnilega sú að smæðin getur líka verið kostur, ef rétt er staðið að málum. Sjálfstæði, frumkvæði og sveigjanleiki er al- gjör forsenda þess að litlar menntastofnanir – á hvaða sviði sem er – geti staðist stærri og þungskreiðari stofnunum snúning. Hólaskóli er einmitt dæmi um stofnun sem hefur vaxið og dafnað svo ævintýri er líkast samfellt sl. 25 ár. Í krafti sjálfstæðis síns hefur hann styrkt stöðu sína og breikkað verkefnasviðið bæði í kennslu og rannsóknum. Með lögum frá 1999 fékk Hóla- skóli heimild til að kennslu á há- skólastigi. Ferðaþjónusta, fiskeldi, hrossarækt og reiðmennska hafa verið einkennis greinar skólans og verið viðurkennt háskólanám und- anfarin allmörg ár. Jafnframt kennslu er unnið mjög öflugt rann- sóknastarf á þessum sviðum við skólann. Í tilefni 900 ára sögu bisk- upsstóls og skóla á Hólum ákvað fyrrverandi sveitarstjórn Skaga- fjarðar að styrkja stofnun rann- sóknaembættis í fornleifafræði. En forleifarannsóknir og menning- artengd ferðaþjónusta styður vel hvert annað í hér- aðinu. Heimildin til að veita háskólagráður í nafni Hólaskóla – Há- skólans á Hólum er verðskulduð staðfest- ing á farsælu þróun- arstarfi undanfarinna ára og gefur nauðsyn- legt svigrúm til áfram- haldandi sóknar. Skólinn er fólkið Hólaskóli sækir styrk sinn til nemenda og starfsfólks á hverj- um tíma og til þess staðaranda sem hefur byggst upp skref fyrir skref á undanförnum árum og áratugum. Saga og helgi Hóla- staðar leikur undir við hvert fótmál. Sam- býlið biskupsstóll og skóli renna svo far- sællega saman í eitt á Hólastað. Mikilvægt er að ráðninga- samband skóla og starfsfólks sé órofið þó gerð sé formbreyt- ing á umgjörð skól- ans. Þess hefur verið gætt hingað til þó viðameiri breytingar hafi verið gerðar á lagaumgjörð hans. Ástæðulaust er að leggja niður núverandi störf við Hólaskóla og segja upp starfsfólk- inu eins og gert er ráð fyrir í lög- unum. Þó sannarlega sé kveðið á um að öllum sé boðið starf hjá „nýrri“ stofnun er hún í augum starfsmanna, Skagfirðinga og ann- arra sem til þekkja sú sama og hef- ur verið þar sl. 125 ár eða frá því að Hólaskóli var reistur að nýju ár- ið 1882. Staðreyndin er sú að það skref sem Alþingi steig nú um Hólaskóla – Háskólann á Hólum er fyrst og fremst því góða fólki að þakka sem lagt hefur sitt á vogarskálar Hóla í Hjaltadal á undanförnum árum. Ég óska öllu starfsliði Hólaskóla svo og nemendum, íbúum og öllum velunnurum Hólastaðar hjart- anlega til hamingju með Háskól- ann á Hólum. Hólaskóli – Há- skólinn á Hólum Jón Bjarnason fjallar um Hólaskóla Jón Bjarnason »Heimildin tilað veita há- skólagráður í nafni Hólaskóla – Háskólans á Hólum er verð- skulduð stað- festing á far- sælu þróunarstarfi undanfarinna ára og gefur nauðsynlegt svigrúm til áframhaldandi sóknar. Höfundur er alþingismaður.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Nýleg og glæsileg 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni yfir sundin blá og smábátahöfnina. Eigandinn vill gjarnan athuga skipti á ódýrari 2ja-3ja herbergja íbúð í Reykjavík. Naustabryggja - Til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.