Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 45 Atvinnuauglýsingar ,,Au pair´´ starf í Lúxemborg Við erum 4 manna íslensk fjölskylda sem búum í Lúxemborg og okkur vantar ,,au pair’’ til starfa í janúar, helst í eitt ár eða fram á næsta haust. Tökum viðtöl við umsækjendur milli jóla og nýárs. Viðkomandi þarf að vera orðin a.m.k. 19 ára og hafa reynslu af barna-pössun. Verk- efnin eru almenn hússtörf og barnagæsla. Dóttir okkar er 11 ára og sonur 2 ára og það þriðja er á leiðinni í aprílbyrjun. Við erum frekar róleg fjölskylda og okkur vantar stúlku sem kemur til með að falla vel inn í fjölskyldu- mynstur okkar, viljum við umfram allt að hún sé börnunum okkar vinur eða góð eldri systir. Auk þess þarf hún að vera sjálfstæð í verki, dugleg og áræðin. Laun og nánari lýsing vinn- unnar verða rædd við nánari samskipti. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við okkur í gegum tölvupóstinn: bjornk@pt.lu. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Hluthafafundur Hluthafafundur NordVest verðbréfa hf. verður haldinn 28. desember 2006 kl. 17, í húsakynn- um félagsins á 3. hæð á Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík. Fundarefni: A. Breytingar á samþykktum félagsins: 1. Tillaga stjórnar félagsins um að fella niður skyldu til að boða aðal- og hluthafafundi með tilkynningu til hvers hluthafa í bréfi eða rafpósti. 2. Tillaga stjórnar um að fjölga varamönnum í stjórn félagsins úr einum í þrjá. B. Kosning nýrrar stjórnar og varamanna. Þær tillögur sem fram eru bornar liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til skoðunar, viku fyrir boðaðan fund. Reykjavík, 12. desember 2006. Stjórn NordVest verðbréfa hf. Nauðungarsala Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp við vöruskála Eimskips við Sundabakka, Ísafirði, miðvikudaginn 20. des. 2006 kl. 16:30: Bifhjól Honda Shadow 750, E GOD 07 DK AAR S007. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 14. desember 2006. Una Þóra Magnúsdóttir. Félagslíf Fimmtudagur 14. des. 2006 Í kvöld, 14. des. verður aðventu- kvöld í Háborg, félagsmiðstöð Samhjálpar, Stangarhyl 3. Jóla- söngur og kaffihúsastemning. Edgar Smári syngur jólalög. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is I.O.O.F. 11  18712148½  Ja I.O.O.F. 5  18712148   HELGAFELL 6006121419 VI AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fréttir á SMS H L U T H A F A R Í C C P INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í CCP HF. Miðvikudaginn 20. desember 2006 verða hlutabréf í CCP hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar CCP hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í CCP hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá CCP hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár CCP hf., Grandagarði 8, 101 Reykjavík eða í síma 540 9178 eða netfangi ej@ccp.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Stjórn CCP hf. Skipulagsstjóri Rangt var farið með nafn skipulags- stjóra Kópavogs í blaðinu í gær. Það er Smári Smárason sem gegnir því starfi. Einar K. Jónsson, sem talað var við við vinnslu fréttar um upp- byggingu á Kársnesi, er hins vegar formaður skipulagsnefndar bæjarins. Velvirðingar er beðist á mistökunum. LEIÐRÉTT VEGNA umfjöllunar í kvöldfrétta- tíma Ríkissjónvarpsins 8. desember þar sem vitnað var í skýrslu Sigurðar Helgasonar stjórnsýslufræðings, Stefna, stjórnun og skipulag Um- hverfisstofnunar, vill Davíð Egilson forstjóri Umhverfisstofnunar koma eftirfarandi á framfæri: „Umhverfisstofnun var mynduð með lögum 90/2002 og hóf starfsemi sína hinn 1. janúar 2003. Þar undir voru sameinaðar þrjár stofnanir: Hollustuvernd ríkisins, Náttúru- vernd ríkisins og embætti Veiðistjóra auk Hreindýraráðs og verkefna á sviði dýraverndar. Sameiningin var engan veginn óumdeild en gekk ein- staklega snurðulaust fyrir sig, eink- anlega vegna vilja starfsmanna til að byggja nýja stofnun upp. Síðla á árinu 2004 kom í ljós að í rekstraráætlunum stofnunarinnar fyrir árin 2003 og 2004 hafði verið gert ráð fyrir 36 m.kr. hærri tekjum á ári en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stafaði þessi misskilningur af flókinni fram- setningu fjárlaga í kjölfar þess að ein stofnun hafði tekið við hlutverki þriggja. Þrátt fyrir að telja mætti slíkan rekstrarhalla skiljanlegan í ljósi þess að lítil reynsla væri komin á rekstur hinnar nýju stofnunar taldi ég hann ekki ásættanlegan og það væri skylda mín sem stjórnanda að ná honum nið- ur með sértækum aðgerðum. Ákveðið var að halda starfsemi fagsviða óbreyttri en draga tíma- bundið úr sameiginlegum rekstri. Þetta var gert með það í huga að stofnunin yrði að anna þeim verkefn- um sem á hana lögðust og fara stöð- ugt vaxandi, einkanlega vegna skuld- bindinga Íslands um samning um Evrópska efnahagssvæðið en talið er að Umhverfisstofnun sinni um 40% þeirra gerða sem hafa verið innleidd- ar í íslenskan rétt. Meðal aðgerða sem gripið var til má nefna að dregið var úr allri aðkeyptri þjónustu, dregið úr fræðsluvinnu og starfsmönnum sjálf- um falið að byggja upp innri ferla og sinna þverfaglegu starfi svo sem áframhaldandi stefnumótun, upplýs- inga- og gæðamálum. Var talið að með slíku aðhaldi yrði unnt að ná hall- anum niður í viðunandi horf á þremur árum og hefur sú áætlun staðist. Eins og kemur fram í skýrslu Sig- urðar Helgasonar var Umhverfis- stofnun á réttri leið í upphafi en með þessum nauðsynlegu aðgerðum var fyrirséð að hægja myndi á öllum sam- einingarferlum. Ekki fer hjá því að slíkur niðurskurður hafi haft áhrif á starfsanda og möguleika til þróunar innra starfs stofnunarinnar og sú gagnrýni sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og skýrslu Sig- urðar Helgasonar er lýsing á óhjá- kvæmilegum afleiðingum þessara að- gerða. Með sem næst hallalausum rekstri á yfirstandandi ári hefur nú loks skapast langþráð tækifæri til aukinnar áherslu á vinnu við innra skipulag og þróun stofnunarinnar sem lítið svigrúm hefur verið til að sinna af ofangreindum orsökum. Í tillögum skýrslu Sigurðar Helga- sonar kemur m.a. fram hversu nauð- synlegt er í ljósi sívaxandi mikilvægis umhverfismála að auka þurfi fjár- framlög til Umhverfisstofnunar á næstu árum. Ennfremur er ljóst að samhliða því þarf að gera verulegar breytingar á skipulagi og rekstri stofnunarinnar. Það er reynsla mín af stjórnun breytinga á Hollustuvernd ríkisins á sínum tíma og við myndun Umhverf- isstofnunar fyrir tæpum þremur ár- um að ef slíkar umbreytingar eiga að ná fram að ganga þarf að ríkja ein- hugur og fullur trúnaður milli aðila. Hef ég þess vegna fullan skilning á því að nýr aðili, óbundinn af forsög- unni, leiði það starf enda tel ég al- mennt heppilegra að persónulegir hagsmunir víki fyrir þeim almennu. Það er því sameiginleg niðurstaða umhverfisráðuneytisins og forstjóra Umhverfisstofnunar að þær breyt- ingar sem framundan eru til að ná markmiðum sameiningarinnar, séu það viðamiklar að heppilegra sé að nýr forstjóri stýri þeim. Er sam- komulag um að staðan verði auglýst á næstunni og hef ég fallist á að gegna starfinu þar til nýr aðili hefur verið ráðinn.“ Yfirlýsing frá forstjóra Umhverfisstofnunar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.