Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is YFIRTRÚNAÐARMAÐUR á Kárahnjúkasvæðinu segir að verði ekki lát á slysaöldu sem hafi riðið yf- ir vinnusvæðið við Kárahnjúka verði vinnusvæðinu lokað, um það sé sam- staða hjá verktökum. Hann segir meginvandann liggja í því að verk- stjórar bregðist of seint við ábend- ingum frá öryggiseftirliti en í heild sé ástand öryggismála gott. „Okkur líður öllum illa yfir því að það hafa orðið ótrúlega mörg slys hjá okkur í þessum mánuði. Þetta hefur riðið yfir okkur eins og alda,“ sagði Oddur Friðriksson yfirtrúnað- armaður í samtali við Morgunblaðið í gær. Lengst af þessu ári hefði slysa- tíðni verið á niðurleið en slysum hefði síðan aftur fjölgað, m.a. vegna þess að óvenju snjóþungt væri á svæðinu og auk þess sem vinnan hefði breyst og færst að miklu leyti inn í göng. Oddur sagði VIJF-fram- kvæmdaeftirlit gera sitt besta til að hafa eftirlit með öryggismálum en verkstjórar á svæðinu væru of lengi að bregðast við ábendingum. „Það þarf að fá þá til að hætta þessu kæru- leysi,“ sagði hann. Áhættuhegðun Oddur telur mikilvægt að koma á daglegum öryggisfundum með starfsmönnum þar sem farið yrði yf- ir helstu öryggismál. Þá yrði að leita allra leiða til að koma í veg fyrir áhættuhegðun starfsmanna sem ætti sinn þátt í slysunum, t.d. hefði orðið lestarslys á fimmtudag þegar lestarstjórinn ók gegn rauðu ljósi. Í því slysi slösuðust fimm manns minniháttar, að sögn Odds. Aðspurð- ur sagði hann að hluti vandans lægi í mismunandi viðhorfum starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu til öryggis- mála, t.d. virtist sem kínverskir starfsmenn væru óvanir því að stífar kröfur væru gerðar í þessum efnum. Tíðni vinnuslysa við Kárahnjúka er gjarnan borin saman við vinnuslys hjá Bechtel sem reisir álverið í Reyð- arfirði. Oddur vildi ekki bera þessi tvö svæði saman en benti á að tíðni vinnuslysa í stöðvarhúsi Fljótsdals- virkjunar væri sambærileg og í ál- verinu. Þá færu allir starfsmenn Impregilo á öryggisnámskeið og fengju afhentar öryggishandbækur í upphafi starfs. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá slysum sem nýlega urðu við Kárahnjúkavirkjun. Við þá upptaln- ingu má bæta að tveir menn fót- brotnuðu í fyrrinótt og á fimmtudag varð lestarslys, eins og fram kom hér að ofan. Frá því framkvæmdir hófust árið 2003 hefur verið tilkynnt um tæp- lega 1.200 vinnuslys vegna fram- kvæmda við virkjunina, að sögn Kristins Tómassonar, yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu. Þar af hefðu rúm- lega 830 verið þess eðlis að viðkom- andi kom aftur til vinnu innan þriggja daga en í hinum slysunum hefðu starfsmenn verið lengur frá vinnu. Fjögur banaslys hefðu orðið við virkjunina. Tilkynningarskyld slys eru öll al- varleg slys og/eða slys sem valda fjarveru í fleiri en einn dag umfram þann dag sem slysið varð. Vinnusvæði lokað verði ekki lát á slysum strax Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tíð slys Mörg alvarleg vinnuslys hafa orðið við Kárahnjúkavirkjun í þessum mánuði og talar yfirtrúnaðarmaður um slysaöldu. Á fimmtudag slösuðust fimm þegar lestir rákust saman og tveir fótbrotnuðu í slysum í fyrrinótt. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is UM 60 flugumferðarstjórar, sem ekki hafa skrifað undir ráðningarsamning við Flugstoðir ohf., nýtt opinbert hlutafélag sem tekur til starfa um áramótin, fengu á miðvikudag bréf frá félaginu þar sem þeim var gefinn frestur til klukkan 15 í gær til þess að taka afstöðu til framtíðarstarfs hjá félaginu. Enginn hafði ráð- ið sig til félagsins þegar fresturinn rann út og í gærkvöldi var hann framlengdur fram á mánu- dag. Þar með hefur flugumferðarstjórunum sex sinnum verið veittur frestur til þess að ráða sig hjá Flugstoðum. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Sveinssonar, stjórnarformanns Flugstoða, hafði í gær eng- inn flugumferðarstjóranna 60 ráðið sig til fé- lagsins. Hann segir að flugumferðarstjórarnir hafi ritað Flugstoðum tölvubréf og komið fram að þeir væru reiðubúnir að ráða sig hjá Flug- stoðum þegar búið væri að gera kjarasamning við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Landið ekki samgöngulaust Ólafur segir að þegar hafi 165 manns af þeim 220 sem það þurfi til starfa ráðið sig. Flug- stoðir verði starfhæfar eftir áramótin „en við munum þurfa að skerða og minnka þjónustu með tilliti til þessara staðreynda,“ segir Ólafur. Hann geti ekki upplýst hvernig þjónusta verði skert, sérfræðingar vinni í að skoða þau mál. „En landið verður ekki samgöngulaust,“ segir hann og bætir við að verið sé að vinna að viðbragðsaðgerðum. Ólafur segir að Íslendingar séu með ákveðnar skuldbindingar gagnvart flugþjón- ustu á úthafssvæðinu. „Við erum með skuld- bindingar gagnvart Alþjóða flugmálastofnun- inni (ICAO) og við þurfum að fara að tilkynna nærliggjandi flugstjórnarmiðstöðvum um það ástand sem getur skapast og eins til ICAO að við getum hugsanlega ekki staðið við okkar skuldbindingar. Við urðum því að gefa þennan frest, vegna þess að þessar aðstæður eru ekki kynntar með dags fyrirvara.“ Ólafur segir stöðu málsins vera afleita. „Kanadamenn og Írar hafa verið að sækjast eftir því að yfirtaka alþjóða úthafssvæðið sem við höfum verið við flugstjórn á,“ segir hann. Þeir séu samkeppnisaðilar okkar um þetta svæði og nú þurfi að leita eftir samstarfi við þá og upplýsa um að hér verði ótryggt ástand um áramótin. Staða málsins nú gæti ógnað starfs- öryggi flugumferðarstjóra í Alþjóða flug- stjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Í bréfinu sem Flugstoðir sendu flugumferð- arstjórum í vikunni segir að alltaf hafi legið fyrir að núgildandi kjarasamningur og stofn- anasamningur, sem er hluti af kjarasamningi, haldi gildi sínu og því verði ekki farið í kjara- samningsviðræður, eins og Félag flugumferð- arstjóra vill. „Við teljum að kjarasamningar séu í gildi samkvæmt aðilaskiptalögum og við höfum sagt flugumferðarstjórum það,“ segir Ólafur og bætir við að búið sé að uppfylla öll þau atriði sem snúa að lagalegum atriðum. Öllum óskum FÍF hafnað Loftur Jóhannsson, formaður Félags flug- umferðarstjóra (FÍF), segir að félagið hafi í byrjun mánaðarins verið bjartsýnt á að skriður væri að komast á viðræður við Flugstoðir. Tveir fundir hafi verið haldnir en „þar var öll- um okkar óskum hafnað og því beinlínis lýst yf- ir að það eigi ekki að semja um eitt eða neitt við FÍF.“ Viðræðunum hafi ekki verið slitið, en frá þessum fundum hafi ekkert gerst. Bréfið sem Flugstoðir sendu á miðvikudag sýni að Flug- stoðir virðist reiðubúnar að „afgreiða málið með einhliða yfirlýsingum en ekki með samn- ingum. Þeir hafa lýst hinu og þessu yfir að þeir ætluðu að tryggja lífeyrisréttindi flugumferð- arstjóra sem við erum auðvitað að berjast fyrir sem aðalmáli, án þess þó að segja hvernig þeir ætla að gera það.“ Skerða þarf og minnka þjónustu Sextíu flugumferðarstjórar hafa ekki nýtt frest til að ráða sig hjá Flugstoðum ohf. Morgunblaðið/Kristinn IMPREGILO segir það rangt að fyrirtækið hafi brugð- ist öryggishlutverki sínu við Kárahnjúkavirkjun eins og yfirmaður hjá Mott Macdonald hefur haldið fram. Ummæli yfirmannsins birtust nýlega á vef New Civil Engineer. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir m.a. að ströngum öryggisreglum Impregilo hafi verið stranglega fylgt á Íslandi og árangur í öryggismálum þar sé með því besta sem gerist í sambærilegum verkefnum á heims- vísu. Þá sýni gögn sem hafi verið gerð opinber um slysatíðni við Kárahnjúka fram á að yfirmaður Mott Macdonalds hafi rangt fyrir sér. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Ís- landi, vildi ekki ræða um öryggismál við Morgunblaðið í gær en sagði von á ítarlegri yfirlýsingu um þau. Landsvirkjun áhyggjufull Á fundi í gærmorgun lýsti stjórn Landsvirkjunar yfir áhyggjum af fjölgun vinnuslysa hjá Impregilo. Var for- stjóra fyrirtækisins falið að beina því til verktaka og eftirlitsaðila að tryggja að í einu og öllu yrði farið eftir kröfum um öryggi á vinnustað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Einnig kemur fram að Impregilo hafi þegar tilkynnt um aðgerðir, s.s. frekari öryggisnámskeið fyrir verkstjóra, fjölgun öryggis- varða, fjölgun öryggisæfinga o.fl. Impregilo hafnar ummælum Frá því framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hóf- ust árið 2003 hefur verið tilkynnt um 1.200 vinnu- slys. Impregilo hefur ver- ið harkalega gagnrýnt fyrir að bregðast öryggis- hlutverki sínu. Á MBL.IS er nú hægt að lesa þær umsagnir um bækur sem birst hafa í blaðinu síðustu vikur og síðan að kaupa þær í vefverslun Bóksölu stúdenta. Tengil á umsagnirnar er að finna í vinstra dálki forsíðu mbl.is undir liðnum Nýtt á mbl.is. Ef smellt er á tengilinn kemur upp listi yfir þá bókadóma sem birst hafa og ef smellt er á fyr- irsögn dómsins er hægt að lesa hann allan. Hægt er að kaupa bók- ina hjá Bóksölu stúdenta með því að smella á tengil við hverja bók í listanum og eins þegar komið er inn í umsögnina. Gert er ráð fyrir að fleiri netverslanir muni bætast við er fram líður. Bóksala aðgengileg á mbl.is ♦♦♦ HÓPUR eldri borgara hefur boðað til fundar á Hótel Borg á sunnudag kl. 15 þar sem rætt verður um hugs- anlegt framboð til Alþingis í vor. Á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík í fyrradag, um þessi sömu mál, var samþykkt tillaga um framboð í vor. Félagið mun þó ekki sjálft standa að slíku framboði. Baldur Ágústsson, sem bar tillög- una upp á fundinum, sagði að í framhaldi af fundarsamþykktinni hefði verið ákveðið að boða til und- irbúningsfundar á Hótel Borg. Það færi eftir viðbrögðum á þeim fundi hvert framhaldið yrði. Ef stuðning- ur væri við hugmyndina yrði vænt- anlega kosin undirbúningsnefnd til að vinna áfram að málinu. Baldur sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga á framboði. „Eldri borgarar eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir úrbótum í skattamál- um, tryggingamálum, hjúkrunar- heimilismálum og fleiri málum. Rík- isstjórnin hefur ekki gert nóg til að koma á móts við brýn hagsmuna- mál eldri borgara,“ sagði Baldur. Hann sagði það sína skoðun að það væri blettur á þjóðinni hvernig komið væri fram við elstu íbúa landsins. Eldri borg- arar undir- búa framboð Baldur Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.