Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STARFSMÖNNUM Alþýðu- sambands Íslands verður áfram óheimilt að gera verðkannanir í verslunum Bónuss í það minnsta þar til eftir helgi. ASÍ hafnar gagn- rýni Bónuss á vinnulag við verð- könnun á bókum sl. miðvikudag. Starfsmenn ASÍ fóru yfir fram- kvæmd verðkönnunarinnar í gær og var niðurstaðan sú að eðlilega hefði verið staðið að gerð könn- unarinnar, og staðið væri við nið- urstöðurnar, að því er fram kemur á vef ASÍ. „Þær verslanir og þjónustuaðilar sem kjósa að heimila ekki verðtöku á vöru og þjónustu sem þeir bjóða verða að eiga það við sína samvisku og viðskiptavini að útskýra ástæð- urnar,“ segir ennfremur á vef ASÍ. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að leit- að hafi verið eftir fundi með for- svarsmönnum ASÍ en þeir hafi ekki séð sér fært að funda vegna málsins fyrr en eftir helgi. ASÍ hafi ekki svarað fyrirspurnum Bónuss vegna málsins. Afstaða ASÍ kemur honum ekki á óvart. „Þeir segjast aldrei hafa rangt fyrir sér og hafa aldrei við- urkennt mistök. Við erum með þetta ljóslifandi fyrir framan okkur og sjáum alveg hvernig þetta var unnið.“ Bónus Áfram er bann við því að starfsmenn ASÍ geri kannanir. Áfram bann við verðkönnunum ASÍ „SIGURJÓN M. Egilsson hafði frumkvæði að því að leita eftir vinnu hjá 365 miðlum hf. og fékk.“ Þetta segir í bréfi sem Morgun- blaðið hefur undir höndum. Það er dagsett 4. október sl. og er frá Hreini Loftssyni, lögmanni 365, til Jóns Magnússonar, lögmanns Sig- urjóns. Í bréfinu kemur fram að Sigurjón hafi átt að hefja störf 1. október 2006 sem ritstjóri DV „og er samningsbundinn til 18 mánaða samkvæmt greindum samningi til að starfa hjá 365 miðlum hf. og í kjölfarið í 6 mánuði til að hefja ekki störf hjá samkeppnisaðila 365 miðla hf. á samningstímanum,“ seg- ir m.a. í bréfinu. Fram kemur einnig að með sér- stakri yfirlýsingu Sigurjóns til hlið- ar við samninginn hafi hann greint frá því með hvaða hætti hann hygð- ist efna ákvæði 3. mgr. 9. gr. samn- ingsins um starfslok hjá Ári og degi ehf. sem gefur út Blaðið. Hafði frum- kvæði að því að ráða sig til DV UMHVERFISSVIÐ Reykjavíkur- borgar hefur aflétt banni á notkun leikfimihúss Vogaskóla og Mennta- skólans við Sund. Úttekt fór fram í gær og engar athugasemdir komu fram frá skoðunaraðilum við aðbún- að. Már Vilhjálmsson, rektor MS, segir að skólinn muni í kjölfar þessa máls fara yfir málsatvik og stjórn- sýsluna á bak við ákvörðunina um lokun á íþróttaaðstöðu skólans og í kjölfar þess meta hvernig tekið verð- ur á þeim þætti málsins. Það sé skoð- un skólans að afar mikilvægt sé að verkferlar séu alveg skýrir og fram- kvæmd skoðunar og vinnsla mála þar á eftir séu með þeim hætti að ekki leiki vafi á að verið sé að fylgja ákvæðum laga og reglna. Leikfimihús MS opnað Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FORSVARSMENN Árs og dags ehf., útgáfufélags Blaðsins, óskuðu eftir því í gærmorgun að Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri blaðsins, yfirgæfi þegar í stað vinnustaðinn, og sökuðu hann um að reyna að fá starfsmenn Blaðsins til liðs við nýtt blað sem hann ætlar að ritstýra. Sigurjóni var jafnframt afhent bréf sem Sigurður G. Guðjónsson, stjórn- arformaður Árs og dags, skrifar und- ir, en bréfið var í kjölfarið sent fjöl- miðlum. Sigurjón sagði upp starfi sínu sem ritstjóri Blaðsins um síð- ustu mánaðamót, en hafði samþykkt að gegna starfinu til áramóta. Fréttastjórar Blaðsins, þau Brynj- ólfur Þór Guðmundsson og Gunnhild- ur Arna Gunnarsdóttir, munu gegna störfum ritstjóra þar til í byrjun jan- úar, þegar Trausti Hafliðason tekur við starfinu, segir Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Blaðsins. Í bréfinu sem Sigurjóni var afhent í gær kemur fram að stjórn Árs og dags líti svo á að Sigurjón hafi hætt störfum hjá félaginu og hafið störf fyrir nýjan vinnuveitanda. Ár og dag- ur muni mæta öllum frekari brotum á trúnaðarskyldu með viðeigandi hætti, m.a. með því að krefjast lög- banns við því að hann komi fram eða vinni fyrir aðra fjölmiðla á uppsagn- arfresti, sem er átta mánuðir frá og með byrjun desember. Verður krafinn um skaðabætur „Jafnframt mun Ár og dagur ehf. krefja þig um greiðslu skaðabóta vegna alls þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir eða kann að verða fyrir vegna hins ólögmæta brott- hlaups þíns úr starfi hjá félaginu,“ segir í bréfinu. Þar kemur einnig fram að Ár og dagur mini jafnframt fella niður allar greiðslur til Sigur- jóns. Í bréfinu er fjallað um endurskoð- un á ráðningarsamningi Sigurjóns sem fram fór í september sl., en þá voru sögusagnir í gangi um að hann hygðist segja upp og hefja störf sem ritstjóri DV. „Aðspurður þvertókstu fyrir þetta og sagðir að þér stæðu til boða ýmis störf, m.a. utan fjölmiðla, og þangað stefndi hugur þinn. Á daginn hefur hins vegar komið að þetta var hrein lygi hjá þér. Því samkvæmt skrifleg- um gögnum, sem Ár og dagur ehf. hefur undir höndum, hafðir þú frum- kvæðið að því að ráða þig til 365 miðla hf. í september til að ritstýra DV,“ segir í bréfinu. Vitna í tölvupóst lögmanna Sigurður G. Guðjónsson segir þessi gögn vera tölvupóstssamskipti milli lögmanns 365 og lögmanns Sig- urjóns sem sýni fram á ósannindi Sig- urjóns. Spurður hvernig Ár og dagur hafi fengið aðgang að tölvupósti lög- mannanna vildi Sigurður ekki gefa það upp. Sigurjón er einnig sakaður um að hafa komið af stað ágreiningi við aug- lýsingastjóra Blaðsins vegna meintra brota á ritstjórnarlegu sjálfstæði. Þegar kafað hafi verið ofan í þau mál hafi hins vegar komið í ljós að um hrein og klár mistök var að ræða. Að lokum er Sigurjón sakaður um að hafa notað vinnutíma sinn hjá Ári og degi og aðstöðuna á vinnustaðnum til þess að reyna að ráða nokkra af starfsmönnum Blaðsins til starfa við nýtt dagblað sem Sigurjón hafi í hyggju að ritstýra. Þetta brot feli í sér gróft brot á vinnuréttarlegum skyldum við Ár og dag. Karl Garðarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri deginum ljósara að Sigurjón hefði þegar hafið störf fyrir nýtt blað sem hann væri að koma á legg. Hann hefði til að mynda talað í nafni blaðsins í fjölmiðlum undanfarið, en einnig stæði hann að því að reyna að ráða fólk til starfa á hið nýja blað. Fráfarandi ritstjóri krafinn um skaðabætur  Útgáfufélag Blaðsins segir ritstjórann þegar hafa hafið störf fyrir annað blað  Sigurjón M. Egilsson hafnar ásökunum og segir yfirlýsingar félagsins rangar Morgunblaðið/Ásdís Unnu að útgáfu Starfsmenn Blaðsins létu ekki deigan síga þrátt fyrir að ritstjóra þeirra hefði verið vísað á dyr í gær og héldu áfram að vinna. „ÉG HEF engu logið,“ segir Sigurjón M. Egilsson, frá- farandi ritstjóri Blaðsins. Hann þvertekur fyrir að hann hafi verið búinn að ráða sig til 365 þegar forsvarsmenn Árs og dags hafi spurt sig um það í september. Hann segir að hann sé í raun atvinnulaus í bili, en sé á leið á nýtt dagblað. Það sé því algerlega rangt að hann hafi þegar ráðið sig til starfa á öðru blaði. Hann muni því berjast af alefli gegn mögulegri lögbannskröfu. Spurður um ágreining við auglýsingastjóra Blaðsins segir Sigurjón að þegar hann hafi komið inn á blaðið hafi það tíðkast að auglýsingasölufólk hafi horft yfir öxl blaðamanna og reynt að selja viðmælendum þeirra aug- lýsingar vegna viðtalanna. Einnig hafi efni sem selt var í blaðið ekki verið aðskilið frá efni unnu á ritstjórn. Þetta stangist á við grundvallarsjónarmið blaðamanna og hann hafi náð því fram að því væri breytt. Hann hafnar því einnig alfarið að hafa reynt að fá starfsmenn Blaðsins til liðs við sig á nýjum vettvangi. „Ég hef forðast alla umræðu um þetta vegna þess að ég var bundinn í vinnu hjá Ári og degi, og þess vegna hefur umræða um þetta verið í algeru lágmarki. Þetta er fólk sem kom með mér á Blaðið mín vegna en ekki blaðsins vegna. Ég hef ekki ráðið neinn af starfsmönnum Blaðsins yfir á nýtt blað, þótt það sé ljóst að Janus Sigur- jónsson [sonur Sigurjóns] muni fylgja mér,“ segir Sigurjón. Mun berjast gegn lögbanni Sigurjón M. Egilsson TÖLUVERÐAR skemmdir urðu í eldishúsi fyrir hænur á bænum Hellnatúni í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu í gær. Húsið var tómt en til stóð að flytja þangað kjúklinga í dag til eldis fyrir hænsnabú, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Eldurinn kviknaði út frá hitablás- ara og barst þaðan í lofttúður og í einangrun og þurfti m.a. að rífa plöt- ur í lofti til að komast að eldinum. Eldur í eldishúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.