Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 5 0 8 5 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KATE Dean, forseti borgarstjórnar Aberdeen í Skotlandi, greindi frá því í ráðhúsi borgarinnar í gær að sam- starfshópurinn NYOP, sem er undir forystu Nýsis hf., hafi sigrað í sam- keppni Aberdeen-borgar um að byggja 10 skóla og eina íþrótta- miðstöð í borginni. NYOP byggir skólana á næstu tveimur árum og leigir Aberdeen-borg þá síðan í 30 ár. Stofnkostnaður 15 milljarðar „Þetta er í fyrsta sinn sem við sigrum í svona samkeppni um verk- efni erlendis og jafnframt er þetta langstærsta erlenda verkefni okkar en skólarnir verða allir komnir í gagnið haustið 2009 og áætlaður stofnkostnaður verkefnisins er um 15 milljarðar króna,“ segir Sigfús Jónsson, framkvæmastjóri Nýsis. Verkefnið felst í því að byggja sjö nýja grunnskóla, endurbyggja einn grunnskóla, byggja tvo nýja fram- haldsskóla og að endurbyggja eina íþróttamiðstöð. Rekstur bygging- anna verður í höndum NYOP út samningstímann og að honum lokn- um eignast borgin mannvirkin. Sigfús Jónsson segir að Nýsir hafi öðlast töluverða reynslu á Íslandi. Þar sé hins vegar lítið framundan á þessu sviði fyrir utan tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík og því hafi verið ákveðið að leita fyrir sér erlendis. Þetta hafi verið þriðja verk- efnið sem boðið hafi verið í í Skot- landi á skömmum tíma og nú hafi til- boði hópsins loks verið tekið. Útboðsferlið hófst með forvali í fyrra og að því loknu voru valdir þrír hópar bjóðenda. Að loknu matsferli hjá Aberdeen-borg og skosku heima- stjórninni var NYOP fyrir valinu. Samstarfshópurinn Nýsir hf. og dótturfélagið Nysir UK Limited stjórna verkefninu og eru meginfjárfestar. Byggingaverktaki er E. Pihl & Sön A/s, móðurfyrirtæki Ístaks hf., í samstarfi við Stewart Milne Group í Aberdeen. Rekstur bygginganna á samnings- tímanum verður í höndum breska fasteignastjórnunarfyrirtækisins Operon, sem er í meirihlutaeigu Nysir UK Limited. Operon sér einn- ig um alla lagnahönnun. Arkitektar að byggingunum eru íslensku arkitektastofurnar Á stof- unni og VA arkitektar í samstarfi við Aedas-arkitektastofuna í Skotlandi. Buro Happold annast alla bygg- ingaverkfræði vegna verkefnisins. Landsbanki Íslands er megin fjár- mögnunaraðili verkefnisins, bæði á byggingartímanum og síðan út samningstímann. VÍS og dótturfélagið IGI Group í Bretlandi munu tryggja mannvirkin. Ráðgjafarfyrirtækið PFI Sol- utions hefur starfað fyrir Nysir UK Limited við að stýra tilboðsgerðinni og hefur veitt fjárhagslega ráðgjöf. Stórt verkefni Samstarfshópurinn NYOP, sem er undir forystu Nýsis hf., stendur í miklum framkvæmdum í Aberdeen í Skotlandi næstu tvö árin. Skólar Teikning af skóla sem NYOP byggir í Aberdeen en alls byggir hóp- urinn tíu skóla og eina íþróttamiðstöð í borginni á næstu tveimur árum. Í HNOTSKURN » Þetta er í fyrsta sinn semNýsir sigrar í samkeppni um verkefni erlendis. » NYOP byggir 10 skóla ogeina íþróttamiðstöð í Aber- deen á næstu tveimur árum og leigir borginni þá síðan í 30 ár. » Fjöldi Íslendinga kemur aðverkefni. Um 60 arkitektar starfa við það og þar af 24 ís- lenskir. » Á undanförnum tveimur ár-um hefur NYOP boðið í tvö önnur vekefni í Skotlandi án ár- angurs. Nýsir hf. byggir tíu skóla og íþróttamiðstöð í Aberdeen í Skotlandi Langstærsta erlenda verkefni Nýsis FASTEIGNASALAN Miðborg ætl- ar ekki að fara eftir ákvörðun Neyt- endastofu sem segir í nýlegri ákvörðun að kaupendum fasteigna sé heimilt að koma gögnum til þing- lýsingar í stað þess að greiða fast- eignasölunni gjald fyrir þá þjónustu. Viðskiptavinur sem vildi sjálfur þinglýsa undrast vinnubrögð fast- eignasölunnar. Berglind Laxdal keypti nýlega íbúð í gegnum Miðborg og segist hún hafa rekið augun í klausu um að henni bæri að greiða fasteignasöl- unni um 30 þúsund krónur fyrir að þinglýsa samningnum þegar hún var að fara að skrifa undir kaupsamning. Hún vildi hins vegar fara með samninginn sjálf til þinglýsingar og spara sér þessa upphæð og vísaði í ákvörðun Neytendastofu frá 25. október sl., þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að innheimta Fast- eignasölunnar Fasteignar.is á um- sýslugjaldi án þess að gera um það sérstakan samning brjóti gegn ákvæðum laga. Þar er ennfremur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á að fasteigna- sala beri að koma skjölum kaupanda til þinglýsingar, né að kaupanda sé óheimilt að gera það. Þegar til kom var Berglindi ekki leyft að taka pappírana með sér út af fasteignasölunni og henni afhentur reikningur fyrir kostnaði vegna þinglýsingar. Hún segir að hjá Neyt- endastofu hafi hún fengið þau svör að hún ætti alls ekki að greiða reikn- inginn því stofan hafi hug á því að taka þetta mál upp. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu hefur þessi ákvörðun einungis áhrif í máli þeirra aðila sem málið vörðuðu, þessarar einu fast- eignasölu. Neytendastofa ætlist hins vegar til þess að aðrar fasteignasölur fari eftir ákvörðuninni. Bera persónulega ábyrgð Guðbjarni Eggertsson, héraðs- dómslögmaður og löggiltur fast- eignasali hjá Miðborg, segir að fast- eignasalar séu í afar erfiðri sölu, þeir beri persónulega ábyrgð með öllum sínum eigum á þinglýsingunni og geti bakað sér háa skaðabótaábyrgð sé ekki þinglýst með réttum hætti. Því komi ekki til greina annað en að fasteignasalan sjái um slíkt. Kostn- aður við slíkt sé bundinn í sérstakan samning. „Ákvörðun Neytendastofu er ekki dómur,“ segir Guðbjarni, sem segist ekki telja að ákvörðunin hafi for- dæmisgildi fyrir fasteignasala. Ábyrgð þeirra sé skýr í lögum og þau hljóti að gilda. Hann sagði að Berglind hafi ekki verið rukkuð um þinglýsingargjaldið en skjölunum hafi engu að síður ver- ið þinglýst. Ágreiningur um umsýslugjald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.