Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VERÐBÓLGA í þeim tólf Evrópu- löndum sem tilheyra evrusvæðinu mældist 1,9% í nóvembermánuði og hækkaði um 0,3 prósentustig frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hagstofu Evrópu- sambandsins (ESB), Eurostat. Verðbólgan hafði lækkað nokkuð í október en á þessu ári fór hún hæst í 2,5% í maí og júní. Verðbólgan í ESB-löndunum 25 mældist 2,1% í nóvember og hækk- aði einnig um 0,3 prósentustig frá októbermánuði. Lægst mældist verðbólgan á evrusvæðinu í Finnlandi, 1,3% og Þýskalandi 1,5%. Í ESB-löndunum mældist hæsta verðbólgan í Ung- verjalandi, 6,4%. Hækkun á evrusvæði "*+,  !"   - *+ -.! /0                   !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6      )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3    ! "  #$ 14 * + 13 -   %&'(! "   ($  -  ( 35   )"                                                                               (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                                 2 2  2 2 2 2 2                     2                              2      ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#      2 2 2 2 2 2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E       F F "=1) G<       F F HH  ;0< 1 ##        F F ;0< . % 9##       F F 8H)< GI J       F F ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALS- VÍSITALA að- allista Kauphallar Íslands lækkaði um 0,1% í gær og er lokagildi henn- ar 6.448 stig. Mest lækkun varð á gengi hlutabréfa Bakkavarar Group og Straums- Burðaráss Fjárfestingarbanka, en gengi beggja lækkaði um 1,1%. Mest hækkun varð á gengi hluta- bréfa FL Group í gær, en þau hækk- uðu um 2,1%. Þá hækkuðu bréf Teymis um 2,0%. Lækkun í Kauphöllinni Í gær var tilkynnt að Deutsche Bank hefði gefið út svonefnt jökla- bréf að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Jöklabréf eru nefnd þau skuldabréf sem erlendir aðila gefa út í íslenskum krónum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka Íslands segir að skuldabréf Deutsche Bank sé til rúmlega eins árs og á 12,5% vöxt- um. Þar kemur einnig fram að tölu- vert hafi dregið úr útgáfu jökla- bréfa upp á síðkastið. Ekki sterkari í fjórar vikur Krónan styrktist um 0,7% í gær. Sérfræðingar á greiningardeild Landsbankans segja að ætla megi að útgáfa jökla- bréfanna auk já- kvæðra frétta af efnahagsmálum í vikunni hafi átt þátt í styrking- unni. Gengisvísitala krónunnar var 124,05 stig er millibankamarkaður var opnaður í gær en var 123,10 stig við lok við- skipta. Gengi evru er nú 89,9 krón- ur og gengi Bandaríkjadollars 68,7 krónur. Krónan styrktist um 1,7% í vik- unni og hefur ekki verið sterkari í rúmar fjórar vikur. Jöklabréf fyrir 1,5 millj- arða og krónan styrkist Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is FL GROUP hefur ákveðið að selja 22,6% af um 26% eignarhlut sínum í Straumi-Burðarási Fjárfestinga- banka fyrir um 42,1 milljarð króna en greiddar verða 18 krónur fyrir hvern hlut. Straumur-Burðarás kaupir sjálfur rétt innan við 10% en aðrir fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, kaupa samanlagt tæplega 13% og þar af kaupa Finnur Ing- ólfsson og félög honum tengd 7% hlut. Enginn einn þessara fjárfesta er þó skráður fyrir meira en sem nemur 5%, sem eru flöggunarmörk í Kauphöll Íslands. Ekki hefur verið gefið upp hvern- ig tæplega 10% hlut, sem Straumur- Burðarás kaupir í sjálfum sér, verð- ur ráðstafað en flestir gera ráð fyrir að Björgólfur Thor og félög á hans vegum verði langstærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási þegar upp verður staðið. Landsbanki Lux- embourg er nú skráður fyrir tæp- lega 34% hlut í Straumi-Burðarási þannig að takmörk eru fyrir því hversu mikið Samson og tengd fé- lög geta eignast án þess að til yf- irtökuskyldu komi. Komið með 22,4% í Finnair Með þessari sölu, sölunni á Ice- landair, um 37 milljarða fjármögnun frá Barclays Capital og töku sam- bankaláns fyrir nokkru er ljóst að FL Group ætti að hafa burði til þess að leggja í mjög miklar fjár- festingar. Greining Landsbankans telur þannig að FL Group geti fjár- fest fyrir allt að 200 milljarða króna. Af kaupverðinu fær FL Gro- up 28,3 milljarða greidda í reiðufé, um 10,2 milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í Finnair og um 3,6 milljarðar verða greiddir með hlutum í skráðum íslenskum fé- lögum. Eftir þessi viðskipti verður FL Group orðinn langstærsti hlut- hafinn í Finnair, á eftir finnska rík- inu, með 22,4% hlut samkvæmt upp- lýsingum frá FL Group. Félagið átti fyrir um 12% í Finnair og hefur því fengið um 10,4% eða nánast allan hlut Straums-Burðaráss í Finnair. Talsmenn FL Group segja að ekki standi til að leggja í umsvifa- miklar fjárfestingar innanlands heldur verði horft til frekari fjár- festinga í Norður-Evrópu og þá sér- staklega í Skandinavíu og Bret- landi. Tap af sölunni Þegar FL Group keypti 24,2% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar og tengdra aðila í júní í sumar var gengið í við- skiptunum 18,9. Það segir þó ekki alla söguna því greitt var með hlutabréfum í FL Group og Kaup- þingi banka. Þegar endanlega var gengið frá þeim viðskiptum í byrjun ágúst reiknaðist Greiningu Glitnis svo til að umsamið kaupverð fyrir hvern hlut í Straumi-Burðarási hefði verið 18,75 og samkvæmt því má ætla að FL Group hafi selt bréfin í Straumi- Burðarási með 1,75 milljarða tapi. Með mikla fjárfestingagetu Eignarhlutur FL Group í flugfélaginu Finnair kominn í 22,4% Í HNOTSKURN »FL Group heldur eftir 4%hlut í Straumi-Burðarási. »Fjárfestingageta FL Gro-up gæti numið um 200 milljörðum. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Í GÆR var stofnaður nýr fjárfest- ingarbanki, Askar Capital, en stærsti hluthafi bankans er Mile- stone ehf. Askar Capital munu hefja starfsemi um næstu áramót og verða höfuðstöðvarnar í Reykjavík en við- veruskrifstofur verða starfræktar í fjórum löndum. Eigið fé Aska við stofnun er um 11 milljarðar króna og fjöldi starfs- manna um 40. Að sögn Karls Wer- nerssonar, aðaleiganda Milestone, er gert ráð fyrir því að við árslok 2007 muni Askar hafa í umsýslu sinni eignir að verðmæti um 200 milljarð- ar króna. Aðrir stofnendur og hluthafar í Öskum, fyrir utan Milestone, eru Fjárfestingarfélagið Aquila Venture Partners og Ráðgjöf og efnahags- spár. Þá mun fjármögnunarstarf- semi Sjóvár renna inn í bankann. Skrifstofur í fimm löndum Forstjóri Aska Capital er Tryggvi Þór Herbertsson og á blaðamanna- fundi í gær sagði hann að bankinn myndi sérhæfa sig í þróun og sölu fjármálaafurða sem grundvallaðist á undirliggjandi eignum á borð við skuldabréf, hlutabréf, gjaldmiðla og fasteignir með útreiknaða áhættu að leiðarljósi. Auk eigin viðskipta myndi bankinn veita fyrirtækjum víðtæka fjármálaráðgjöf, annast skulda-, gjaldmiðla-, eigna- og áhættustýringu, fjármagna fjöl- breytt verkefni fyrir viðskiptavini og taka sér stöðu við hlið þeirra í fjár- festingum þegar slíkt þætti henta. Í stjórn Aska Capital sitja Haukur Harðarson, stofnandi Aquila Vent- ure Partners, en hann er formaður stjórnar, Guðmundur Ólason, vara- formaður, Steingrímur Wernersson, Jóhannes Sigurðsson og Linda Bentsdóttir. Meðal framkvæmda- stjóra tekjusviða bankans eru þeir Sverrir Sverrisson og Yngvi Harð- arson, stofnendur Ráðgjafar og efnahagsspár, og Magnús Gunnars- son, sem áður fór fyrir Sjóvá fjár- mögnun. Starfsemi Aska í Reykjavík hefst 2. janúar 2007 og á sama tíma verður viðveruskrifstofa félagsins í Lúxemborg opnuð. Í kjölfarið munu viðveruskrifstofur verða opnaðar í Búkarest, London og Hong Kong. Askar Capital hefja starfsemi um áramótin Morgunbladid/RAX Forstjórinn Tryggvi Þór Herbertsson kynnir starfsemi Askar Capital. Milestone er stærsti hluthafi hins nýja fjárfestingarbanka Laugavegur 61 • Sími 552 4930 jonogoskar.is P IP A R • S ÍA • 6 0 9 1 2 Úrval demantsúra Eitt vandaðasta úr veraldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.