Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VAXANDI óánægja er á meðal sænskra launþega með fyrirhugaða hækkun borgaraflokkanna, sem náðu völdum í september, á iðgjöld- um til atvinnuleysisbótasjóðs á sama tíma og atvinnuleysisbótagreiðslurn- ar verða skertar. Eitt helsta kosn- ingaloforð hægrimanna var að gera „umbætur“ á velferðarkerfinu og má segja að nú hafi stjórn Fredriks Reinfeldts forsætisráðherra mætt fyrstu alvöru hindruninni á leið sinni að því markmiði. Þannig mótmæltu þúsundir laun- þega fyrirhuguðum breytingum í miðborg Stokkhólms í fyrradag í skipulögðum aðgerðum sænska Al- þýðusambandsins, LO, sem stendur fyrir aðgerðum í borgum og bæjum um alla Svíþjóð áður en þingið greið- ir atkvæði um tillöguna 20. desem- ber nk. Munu lögin taka gildi 1. janúar nk. en skerðing atvinnuleysisgreiðslna mun ekki hefjast fyrr en 5. mars nk. Ef marka má skoðanakannanir að undanförnu hefur fjarað töluvert undan hægristjórninni frá því hún vann sögulegan kosningasigur í haust. Til að mynda mælast stjórn- arandstöðuflokkarnir með 51,3 pró- sent fylgi en stjórnarflokkarnir fjór- ir með 44,5 prósent í nýrri könnun blaðsins Dagens Nyheter. Hefur fylgi við jafnaðarmenn aukist mikið og mælist nú 40,4%. Samkvæmt frétt í Dagens Nær- ingsliv fá launþegar greidd 80% fyrri launa úr atvinnuleysisbótasjóðnum – svokölluðum „a-sjóði“ – í 200 daga eftir að þeir missa vinnuna, 70% þeirra næstu 100 dagana og 65% þar á eftir. Bæturnar mega þó ekki fara yfir ákveðna krónutölu og verður hún lækkuð frá því, sem nú er. Mótmæli í Svíþjóð NÝR, „kristilegur“ tölvuleikur hef- ur vakið mikla hneykslan og meðal annars hafa stórverslanir verið hvattar til að sniðganga hann. Eru útgefendur leiksins sakaðir um að reka áróður fyrir trúarbragðastríði. Leikurinn, „Left Behind: Eternal Forces“, er byggður á vinsælum skáldsögum um baráttu góðs og ills á jörðu eftir að hinir sanntrúuðu eru komnir í Paradís. Taka leik- endur að sér að stýra hinum góðu herskörum gegn söfnuði Andkrists eða Satans sjálfs. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarps- ins. Ýmis samtök í Bandaríkjunum, þar á meðal kristin, hafa skorað á stórverslanakeðjuna Wal-Mart að bjóða ekki upp á þennan leik. „Hann snýst ekki um neitt annað en trúarbragðastyrjöld. Sigurinn felst í því að snúa öðrum frá villu síns vegar eða drepa þá ella. Leik- urinn sameinar þetta tvennt, Rann- sóknarréttinn og krossferðirnar,“ sagði Frederick Clarkson, tals- maður einna samtakanna. Segir hann það áhyggjuefni, að sumar kirkjur skuli reka áróður fyrir leiknum, sem hafi meðal annars þann boðskap að flytja, að ekki beri að líta á „óvinina“ sem mennska menn. Með óvinunum er átt við „kaþólska menn, múslíma, gyðinga og suma söfnuði mótmælenda“. Segir Clarkson, að „afmennskun“ af þessu tagi sé oft fyrsta skrefið að þjóðarmorði. Bókstafstrúaðir múslímar láta raunar ekki sitt eftir liggja því þeir hafa gefið út leik, sem gengur út á það að drepa George W. Bush Bandaríkjaforseta og til þess þarf auðvitað að kála miklum fjölda af Bandaríkjamönnum í leiðinni. Turnist til trúar eða deyið ella „Kristilegur“ tölvuleikur vekur hneykslun og fordæmingu Gaza-borg. AFP. | Spennan milli tveggja helstu fylkinga Palestínu- manna magnaðist í gær þegar Ham- as-hreyfingin sakaði Fatah-hreyf- ingu Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, um að hafa reynt að ráða Ismail Haniya forsætisráð- herra af dögum í fyrradag. Liðsmenn Hamas börðust við ör- yggissveitir Abbas á Vesturbakkan- um og tugir þúsunda stuðnings- manna hreyfingarinnar söfnuðust saman í Gaza-borg í tilefni af nítján ára afmæli Hamas. „Við segjum öll- um, sem telja að hægt sé að útkljá deilur með morðum, að þetta hræðir ekki einu sinni börnin í Hamas,“ sagði Haniya í ræðu á fundinum. „Við gengum ekki í þessa hreyfingu til að fá ráðherrastóla heldur til að gerast píslarvottar.“ Tugir manna særðust Talsmaður Hamas sagði á blaða- mannafundi í Gaza-borg að Mo- hammad Dahlan, einn af leiðtogum Fatah, hefði staðið fyrir árásinni á bílalest Haniya við Rafah-stöðina á landamærum Gaza og Egyptalands í fyrradag. Lífvörður forsætisráð- herrans beið bana og sonur hans særðist. Leiðtogar Hamas kenndu einnig lífvörðum Abbas um árásina. Dahlan og fleiri forystumenn Fatah neituðu ásökunum Hamas- manna. Abbas kvaðst harma árásina. Hermt er að 34 Palestínumenn hafi særst í átökum í borginni Ram- allah á Vesturbakkanum milli stuðn- ingsmanna Hamas og lögreglu- manna sem beittu kylfum og hleyptu af byssum upp í loftið. Hundruð liðsmanna Hamas gengu einnig um götur Gaza-borgar, vopn- aðir byssum. „Þekktir menn eru að reyna að steypa stjórninni en við lát- um það ekki viðgangast. Ef átök blossa upp er það þeirra sök,“ sagði einn Hamas-mannanna. Spennan á Gaza magnast Í HNOTSKURN » Búist er við MahmoudAbbas tilkynni í ræðu í dag að efnt verði til forseta- og þingkosninga eftir að við- ræður Hamas og Fatah um myndun þjóðstjórnar fóru út um þúfur vegna deilna um ráðherraembætti og skilyrða vestrænna ríkja. » Hamas sigraði í þingkosn-ingum í mars og hreyf- ingin segir það jafngilda valdaráni að boða til nýrra kosninga. Taipei. AFP. | Eiginkona forseta Taív- ans, Chen Shui-bian, leið út af í rétt- arsal í Taipei í gær, skömmu eftir að hún hafði lýst sig saklausa fyrir rétt- inum af ákærum um spillingu og falsanir. Hún var flutt á sjúkrahús en ofþreytu var kennt um yfirliðið. We Shu-chen, eiginkona Chens, og þrír aðstoðarmenn hennar eru sökuð um að hafa með ólögmætum hætti látið ríkissjóð greiða persónu- leg útgjöld hennar upp á um 31 milljón ísl. króna. Mál þetta hefur skekið taívönsk stjórnmál en sak- sóknarar sögðu í síðasta mánuði að forsetinn sjálfur myndi hugsanlega sæta ákæru einnig vegna sama máls eftir að hann hverfur úr embætti og nýtur ekki lengur friðhelgi. Chen segist saklaus með öllu en hefur heitið því að segja af sér emb- ætti verði We fundin sek. Forsetafrúin féll í yfirlið í réttarsal VILHJÁLMUR Bretaprins útskrifaðist frá Sandhurst- liðsforingjaskólanum í gær en hann hefur ákveðið að ganga til liðs við sömu fótgönguliðssveitina og yngri bróðir hans, Harry, tilheyrir. Verður hann næstu fjóra mánuðina við þjálfun til að hljóta tign riddaraliðssveit- arforingja (e. troop commander). Fyrst um sinn verður Harry hærri í tign, en ætla má að Vilhjálmur klífi hrað- ar upp metorðastigann innan hersins, enda með há- skólagráðu frá St. Andrews í Skotlandi. Elísabet Englandsdrottning var skv. venju við út- skriftina í gær og fylgdust ljósmyndarar grannt með er hún gekk hjá sonarsyni sínum. Vilhjálmur hefur lýst sig reiðubúinn að þjóna á átakasvæðum, en ólíklegt er þó að væntanlegur konungur verði sendur á vígvöllinn. AP Vilhjálmur krónprins útskrifast edda.is Sigrún Eldjárn Skemmtisigling unglinganna Ýmis og Guðrúnar breytist í hrikalega hættuför þegar sakleysislegur tjarnarhólmi umhverfist fyrirvaralaust í Eyju gullormsins og ævintýrin bíða við hvert fótmál. „Hér hefur hún skapað ævintýralega og spennandi bók sem þegar betur er að gáð ber með sér þroskandi og kærleiksríkan boðskap.“ Ragna Sigurðardóttir, Morgunblaðinu Spennandi ævintýri 1. prentun uppseld 2. prentun komin 2. prentun væntanleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.