Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stokkseyri | „Framundan eru bjart- ir tímar hjá nemendum og starfsfólki Barnaskólans,“ segir í fundargerð frá skólanefnd Árborgar en á fundi hennar 20. nóvember voru sagðar fréttir frá byggingarnefnd Barna- skólans á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Þeir björtu tímar sem talað er um byggjast á þeirri ákvörðun nefndarinnar að byggja nútímalega skólabyggingu, sem gefur möguleika á sveigjanlegu skólastarfi, með áherslu á einstaklingsmiðað nám. Áform eru uppi um að í skólanum verði færri veggir en fleiri þar sem auðveldara er að setja upp veggi en rífa þá. Unnið er að því að yfirfara rýmisþörf og norm skólabygginga. Í fundargerðinni segir: Stefnt er að því að boðið verði út í alútboði, sem sagt bæði hönnun og bygging- arframkvæmdir, í báðum þorpum í einu. Útboð verður auglýst upp úr næstu áramótum og framkvæmdir á Eyrarbakka hefjist í apríl eða maí 2007. Afhending skólahúss, leikfimi- húss og sundlaugar á Eyrarbakka verði 15. júlí 2008. Afhending skóla- húss á Stokkseyri verði 15. apríl 2010. Á báðum stöðum verður skoð- að hvort hægt verður að nýta gömlu skólahúsin undir stjórnunaraðstöðu og t.d. félagsaðstöðu nemenda. Þá er sagt í fundargerð að samstarf í bygg- ingarnefnd gangi mjög vel og mikill áhugi og væntingar séu meðal nefnd- armanna um uppbyggingu skólans. Gaman að taka þátt „Það er núna unnið samkvæmt þeirri hugmynd að byggja skólann upp á báðum stöðunum og framund- an er vinna að stefnumótun fyrir skólann,“ sagði Daði Ingimundar- son, skólastjóri Barnaskólans á Eyr- arbakka og Stokkseyri, sem leysir Arndísi Hörpu Einarsdóttur af á þessu skólaári. Í skólanum á Stokkseyri eru um 70 nemendur í 1.–5. bekk grunnskól- ans og á Eyrarbakka eru nemendur 6.–10. bekkjar. „Mér finnst þetta allt spennandi og jákvæð staða í málinu. Það er búið að ákveða framkvæmda- daga og það verður gaman að taka þátt í þessari vinnu,“ sagði Daði. Skóli byggður í tveimur þorpum við ströndina Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eyrarbakki Nýr skóli verður byggður á Eyrarbakka og Stokkseyri. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Það er mikilvægt og gott að fá stuðning sem þennan og mikil hvatning,“ sagði Svanborg R. Jóns- dóttir sem hlaut styrk úr vísindasjóði Fræðslunets Suðurlands sem afhent- ur var á hátíðarfundi í gær. Svanborg fær stuðning úr sjóðnum til að vinna að rannsókn á nýsköpun- ar- og frumkvöðlamennt. Hún segist vilja kalla verkefnið nýsköpunar- mennt og hefur hún notað það efni í kennslu í tíu ár í Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem hún hefur verið kennari í 28 ár. Svan- borg stundar nú nám í Háskóla Ís- lands þaðan sem hún lauk masters- prófi í fyrra með starfi. Hún segir að með því að nýta áherslur nýsköpunar megi gefa fleiri nemendum tækifæri til að njóta sín og segist hún hafa beina reynslu af því að verkefnið nái vel til nemendanna. „Rannsóknin beinist að því að auðvelda kennurum að taka þessa kennsluhætti upp í al- mennri kennslu. Það er hægt að nota efnið eða aðferðina við margar náms- greinar,“ sagði Svanborg. Góður jarðvegur fyrir sjóðinn Fræðslunet Suðurlands úthlutaði nú styrk úr vísindasjóði í 5. sinn. Sjö umsóknir bárust sjóðsstjórninni og voru allar vel hæfar að mati stjórn- arinnar. Tveir styrkþegar kynntu verkefni sín. Margrét Lilja Magnús- dóttir sagði frá rannsókn sinni á seltu- og þurrkþoli trjáplantna, og Jón Ágúst Jónsson lýsti rannsókn sinni á umhverfisáhrifum skógrækt- araðgerða. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Svanborgu vísinda- styrkinn og sagði að jarðvegur fyrir vísindasjóð Fræðslunetsins væri greinilega öflugur og góður. Verkefn- in sem kæmu fram væru metnaðarfull og hvatti hann fyrirtæki og stofnanir til að standa vel við bakið á sjóðnum svo hann mætti eflast, en árangurinn af starfsemi sjóðsins væri greinilega mikill. Ásmundur Sverrir Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslunetsins, sagði frá helstu þáttum í starfsemi þess og nefndi hann tölvukennslu fyrir eldra fólk í heimahúsum, og íslenskunám fyrir útlendinga, en 186 manns hafa sótt slík námskeið. Sagði hann fyrir- tæki leita í auknum mæli til Fræðslu- netsins um námskeið fyrir stafsmenn. Einnig nefndi hann námskeið í sam- starfi við Fræðslunet atvinnulífsins og ráðningu tveggja náms- og starfs- ráðgjafa. Gat hann þess meðal annars að nú stunda 53 nemar fjarnám við Háskólann á Akureyri. Sagði Ásmundur háskólanám á Suðurlandi vera eins og fósturbarn Fræðslunetsins sem hefði reynst því þungur baggi. Vonir væru bundnar við að háskólanám á Suðurlandi yrði brátt að veruleika en verkefnisstjóri hefði verið ráðinn af hálfu At- vinnuþróunarfélags Suðurlands. „Ég kýs að sjá Fræðslunet Suðurlands sem öfluga endurmenntunardeild innan væntanlegs Háskóla á Suður- landi,“ sagði Ásmundur. Vill taka upp nýsköp- unarmennt í skólum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Styrkur Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Svanborgu R. Jónsdóttur viður- kenningu vísindasjóðs. Með þeim er Gylfi Þorkelsson, formaður stjórnar. HVALASKOÐUN er erlendum ferðamönnum efst í huga og Mývatn eftirminnilegast, skv. könnun sem gerð var á meðal útlendinga sem ferðuðust um Norðurland sl. sumar. Þegar spurt var hvað erlendum ferðamönnum sem höfðu heimsótt Norðurland væri efst í huga varð- andi landshlutann nefndu flestir hvali (26%) en síðan Mývatn (21%). Náttúruna nefndu 17%, Akureyri nefndu 10%, jafnmargir firði og flóa, 9% eldfjöll og hraun og 8% nefndu fjöll. „Það er mjög athyglisverð niður- staða að hvalir séu nú ofar í hugum erlendra sumargesta en Mývatn þegar þeir hugsa til Norðurlands og ótvírætt saga til næsta bæjar, eins og segir í greinargerð með könnun- inni,“ segir á vef Ferðamálastofu. Könnunin var unnin af Rannsókn- um og ráðgjöf ferðaþjónustunnar fyrir Vaxtarsamning Eyjafjarðar, matvæla- og ferðaþjónustuklasa meðal erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Af þeim gestum á Norðurlandi sem afstöðu tóku töldu 86% að Norð- urland væri frábrugðið öðrum lands- hlutum. Nær helmingur þeirra nefndu að náttúran þar væri öðru- vísi, 16% töldu gott veður einkenna landshlutann umfram önnur svæði og 11% nefndu að þar væru ferða- menn víða færri en annars staðar. Rúmlega helmingur þeirra sem höfðu komið á Norðurland höfðu séð auglýsinga- eða kynningarefni um landshlutann. Þeir sem höfðu séð slíkt kynningarefni áður en þeir fóru að heiman sáu það helst á netinu (33%) en því næst í ferðabæklingum (22%). Eftir að fólk var komið til Ís- lands fékk það helst upplýsingar um Norðurland í ferðabæklingum (30%) og á upplýsingamiðstöðvum (23%). Af einstökum stöðum á Norður- landi þótti flestum erlendum gestum þar Mývatn vera á „topp þremur“ sem eftirminnilegasti staðurinn (69%), síðan Akureyri (43%), Húsa- vík (41%) og Dettifoss (30%) en síðan komu Krafla (9%) og Ásbyrgi (7%). Áberandi flestir af gestum Norð- urlands nefndu að náttúran/lands- lagið hefði verið það besta við lands- hlutann (43%) en síðan kom hvalaskoðun (15%), Mývatn (11%). Hvalir efst í huga útlendinga Ljósmynd/Heimir Harðarson Efst í huga Hnúfubakur stekkur glæsilega á Skjálfanda í sumar. Í HNOTSKURN »Hvalir voru erlendum ferða-mönnum, sem heimsóttu Norðurland í sumar, efst í huga en Mývatn eftirminnilegast. »Af einstökum stöðum á Norð-urlandi þótti langflestum er- lendum gestum þar Mývatn vera á „topp þremur“ sem eftir- minnilegasti staðurinn. ÍBÚAR „tvíburaturnanna“, Baldurshaga og Myllunnar, neðst við Þórunnarstræti, fengu afhenta lykla að íbúð- um sínum í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, t.v., dró nöfn þeirra fyrstu; Knúts Otterstedt og Harriet Margareta Otterstedt. Sigurður Sigurðsson, forstjóri SS Byggis, sem byggði húsin, er til hægri. Fram- kvæmdir hófust sumarið 2005 og hefur vinna við hverja íbúð tekið 14,2 daga að meðaltali að sögn Sigurðar. Það var arkitektastofan Kollgáta sem hannaði húsin. 40 íbúðir eru í húsinu og fyrsta fólkið flutti inn strax í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Voru 14,2 daga með hverja íbúð! LAY Low, Lovísa Elísabet Sigrún- ardóttir, kemur fram á tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Hún hefur fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu breiðskífu sína, Please Don’t Hate Me, og hefur meðal ann- ars verið tilnefnd til Íslensku tónlist- arverðlaunanna í fjórum flokkum.  Ívar Bjarklind, sem hefur einnig nýverið gefið út sína fyrstu plötu, Blóm eru smá, kemur einnig fram á tónleikunum ásamt hljómsveit.  Verslunin Frúin í Hamborg kynnir í dag nýja hönnun í galleri- BOX í Kaupvangsstræti 10 kl. 15.  Tveir ungir höfundar lesa upp úr nýjum skáldsögum sínum í Amts- bókasafninu í dag kl. 14. Þetta eru þeir Eiríkur Norðdahl og Haukur Már Helgason. Bók Eiríks heitir Eitur fyrir byrjendur og er hans önnur skáldsaga og bók Hauks heitir Svavar Pétur & 20. öldin og er hans fyrsta skáldsaga. Gert er ráð fyrir að dagskráin taki um 20–30 mínútur.  Kór Akureyrarkirkju syngur sína árlegu jólasöngva á morgun, sunnu- daginn 17. desember, kl. 17 og 20, í Akureyrarkirkju. Kórinn flytur ís- lensk, dönsk og sænsk jólalög ásamt Björgu Þórhallsdóttur sópran og Birni Steinari Sólbergssyni organ- ista. Aðgangur er ókeypis.  Jólasveinar spila og syngja á svöl- um Pennans Eymundsson í göngu- götunni í dag kl. 15. Þetta er ára- tugagömul hefð og í hugum margra eitt helsta einkenni jólastemningar- innar á Akureyri. List fyrir auga og eyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.