Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 27 SUÐURNES Jólatilboð Jón & Óskar bjóða Antwerpen-verð á alvöru demöntum fyrir jólin. Þetta eru eins karata hágæða demantar sem fást núna á verði sem ekki hefur sést áður á Íslandi. Góður demantur er ekki einungis glæsileg gjöf heldur góð fjárfesting sem gengur í erfðir um ókomin ár. Gleddu þann sem stendur hjarta þínu næst með fallegum demöntum frá Jóni & Óskari. 1 karat í fallegri umgjörð. Verð frá 481.000 til 671.000 kr. Aðeins 5 demantar til á þessu verði. Hægt er að setja þá í nokkrar gerðir hringa. Ábyrgðar- skírteini frá viðurkenndri rannsóknarstofu fylgir hverjum demanti. á stórum demöntum Laugavegi 61 • Sími 552 4910 • jonogoskar.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Móðir mín segir að ég hafi fengið þetta í vöggugjöf. Allavegana hef ég þetta ekki frá henni,“ segir Þorbjörn Einar Guð- mundsson, sautján ára listamaður í Reykjanesbæ sem opnar í dag list- sýningu í kjallara menningarmið- stöðvarinnar 88-hússins ásamt fé- laga sínum Davíð Eldi Baldurssyni. Þorbjörn sýnir akrýlmálverk og Davíð sýnir ljósmyndir. Þá sýna þeir og boli sem þeir hafa í samein- ingu hannað merkingar á og látið silkiprenta. Bolirnir eru með fimm mismunandi myndum en þeir und- irbúa fleiri útgáfur undir vörumerki sínu, Dream Catcher. „Ætli við séum ekki í hópi þeirra sem grípa draumana,“ segir Þorbjörn þegar hann er spurður um heitið. „Kemur ekki alltaf nýr draumur þegar einn rætist?“ bætir Davíð við. Ótrúlega gaman Báðir hafa strákarnir töluvert fengist við listir en á mismunandi sviðum. Þorbjörn hefur, þótt ungur sé að árum, haldið nokkrar sýn- ingar, aðallega í verslunum. Sýnt akrýlmyndir og ýmsar skreytingar. Hann hefur lengi fengist við veggja- krot sem hann vill fremur nefna veggjalist. Verið meðal annars feng- inn til að skreyta barnaherbergi og stofur hjá fólki og verslanir. Hann skreytti svartholið í 88-húsinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Ann- ars væri ég ekki að því,“ segir Þor- björn Einar. Hann stefnir að því að mennta sig í listum. Byrjar á listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eftir áramótin og setur stefnuna á listaháskóla í framtíðinni. Davíð Eldur hefur mest fengist við kvikmyndagerð, ljósmyndun og stafræna hönnun. Hann var í Kvik- myndaskóla Íslands og hefur unnið við listina með ýmsum hætti. Hann var til dæmis aðstoðarmaður við kvikmyndatökur Bjólfskviðu. Þá hefur hann aðstoðað við eða gert sjálfur stuttmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. „Mamma fór mikið með mig í bíó. Þar fékk ég áhugann á kvikmyndum,“ segir Davíð Eldur um upphafið. Davíð vinnur vaktavinnu á hóteli og hefur því oft góðan tíma til að sinna áhugamálunum. Davíð verður með handrit að stuttmynd á sýningunni, það er að segja innrammaða forsíðu handrits- ins. Handritið verður til sölu, eins og önnur verk á sýningunni. „Ég hef ekki efni á að gera þessa mynd nógu vel og verð því með það til sölu á 350 þúsund krónur,“ segir Davíð. Nýr sýningarsalur Þorbjörn vinnur í menningarmið- stöð ungs fólks, 88-húsinu, og fékk augastað á sal í kjallarnum sem not- aður var sem draslgeymsla. Hann fékk leyfi til að taka til og mála sal- inn og skreyta. Er orðinn til ágætis sýningarsalur sem hentar þeim fé- lögum vel. „Við vorum búnir að tala lengi um að sýna saman og núna fengum við tækifærið. Vonandi verður salurinn notaður í svona hluti í framtíðinni. Sýning þeirra félaga verður opn- uð klukkan 16 í dag og stendur út árið. Erum í hópi þeirra sem grípa draumana Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Veggjalist Davíð Eldur og Þorbjörn í nýja sýningarsalnum í 88-húsinu. Þorbjörn málaði salinn og skreytti fyrir sýningu þeirra félaga. Eftir Sigurð Sigmundsson Hrunamannahreppur | Loðdýra- bændur eru um þessar mundir að ljúka við að pelsa skinn sín þetta árið. Þau Jóna Heiðdís Guðmunds- dóttir og Þorbjörn Sigurðsson og foreldrar hans, Guðrún S. Guð- mundsdóttir og Sigurður Jónsson, hafa rekið Loðdýrabúið í Ásgerði II í Hrunamannahreppi í nítján ár. Þar eru 2800 minkalæður. Send eru um 13000 minkaskinn til Danmerk- ur og Finnlands fyrir áramót. Von- ast er eftir góðu verði á minka- skinnum á uppboðum þar í vetur. Auk þess sem eigendurnir vinna allir við búið eru þar þrír starfs- menn á meðan skinnaverkun stend- ur, frá október til desember. Frjó- semi er góð og fóðrun hefur gengið vel en fóðrið er blandað á staðnum og er uppistaðan í því fiskúrgangur og afskurður af kjúklingi auk korns og vítamína. Tilkostnaður meiri Sigurður skýtur því að blaða- manni að velta eftir hverja læðu sé meiri en tvílemd ær gefur með öll- um ríkisstyrkjum en hann bætir því þó við að tilkostnaðurinn sé meiri við minkinn. Vélakostur við verkun skinna er dýr, auk þess sem flytja þarf inn sérstakt sag í tonnavís. Nú eru 5 minkabú á Suðurlandi auk eins refabús, og svo er eitt í Hornafirði. Alls eru nú 25 minkabú á landinu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Grávara Þorbjörn Sigurðsson minkabóndi með skinn sem bíða útflutnings. Læðan gefur meira en tvílembd ær Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Laufabrauðs- gerð hefur verið ein af meg- instoðum í fjáröflun Kven- félags Húsavíkur um langan tíma eða allt frá því að Sigfríður Kristinsdóttir átti frumkvæði að því að kvenfélagskonur á Húsavík hófu laufabrauðsgerð fyrir jólin 1967. Allt frá upphafi hefur laufabrauðsgerðin farið fram í heimahúsum þar sem konur hittast í smáum hópum. Friðrika Baldvinsdóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur segir að fyrstu árin hafi konurnar komið með deigið með sér að heiman. Þær breiddu allt út, skáru og steiktu á sama kvöldinu og þá var oft liðið á nótt þegar upp var staðið. „Þær höfðu kökurnar svo þunnar að stundum var hægt að lesa bók í gegnum þær og ekki mátti afskurð- urinn vera mikill,“ sagði Friðrika og bætti við að fyrstu árin hafi laufa- brauðið verið selt í Samkomuhúsinu. Klæddust konurnar gjarnan ís- lenska búningnum við laufa- brauðssöluna. Allt selt fyrirfram „Í ár gerðum við fimmtánhundruð kökur sem allar voru seldar fyrir- fram og fara víða, m.a. á höfuðborg- arsvæðið,“ segir Friðrika og bætir við að þær anni ekki alltaf eftir- spurn. Nú orðið kaupa þær útbreidd- ar laufabrauðskökur af Heimabakar- íi og hittast í laufabrauðspartíum þar sem kökurnar eru skornar út og steiktar. Í ár voru þau átta, sjö konur í hverju þeirra og deilir hvert partí með sér kostnaði við kökurnar. Sjö- tíu konur eru skráðar í félagið fyrir utan heiðursfélaga, en það eru fé- lagar sem eru áttatíu ára og eldri, en þeim er að sjálfsögðu alltaf boðið að vera með. „Það er notaleg stund að fara í laufabrauðspartí hjá kvenfélaginu, þar setjast saman konur og kynnast öðruvísi en á félagsfundum. Það eru spiluð jólalög undir og við spjöllum um allt milli himins og jarðar, oftar en ekki rifjaðir upp gamlir tímar í laufabrauðsgerðinni sem og gamlir jólasiðir. Þá er mikil upplifun fyrir okkur sem yngri erum að lenda með þeim eldri í partýum og heyra þeirra frásagnir af kvenfélagsstarfinu í gegnum tíðina, það kennir okkur,“ sagði Friðrika Baldvinsdóttir og bætti við að það sé ekki mikið starf að vera í kvenfélagi í dag, það sé bara gaman. Kvenfélagskonur halda við 40 ára hefð Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vandað Friðrika Baldvinsdóttir sker út laufabrauð með kvenfélagskonum á Húsavík. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir á SMS LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.