Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 31
hönnun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 31 Síðumúla 3, sími 553 7355. Opið í dag kl. 11-18, sunnud. kl. 13-18. Opið frá 18.-22. des. kl. 10-21, þorláksmessu kl. 11-23, aðfangadag kl. 10-13. Gjöfin hennar • Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar • Gjafakort Tindrandi silfurmunum semnú gefur að líta á sölusýn-ingu í Ráðhúsi Reykjavík-ur er ætlað að styrkja krabbameinssjúka fjárhagslega. Stærsti hluti gripanna er handverk krabbameinsgreindra einstaklinga. Sýningin er til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. „Við erum með mjög mikla starf- semi alla virka daga og erum með opið frá átta til fjögur,“ segir Arn- hildur S. Magnúsdóttir hjá Ljósinu. „Við erum til dæmis með leirlist- arkennslu, handverkshús þar sem m.a. er verið að þæfa ull, silki- málun, mósaík og tréútskurð svo eitthvað sé nefnt. Eins erum við með sjálfstyrkingarnámskeið, jóga, gönguhóp, svæðanudd og ýmiskon- ar fræðslu.“ Tilgangur Ljóssins er að efla ein- staklinga sem þurfa að takast á við krabbamein á erfiðu tímabili í lífi sínu. „Oft kemur fólk til okkar eftir að það er nýgreint og er að byrja meðferð og er hér þar til það er sjálft tilbúið til að fara aftur út í líf- ið. Sumir halda jafnvel áfram að koma eftir að þeir eru svolítið farn- ir að vinna aftur. Flestallir sem greinast með krabbamein þurfa að hætta að vinna tímabundið og þá er mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni. Stuðningurinn sem þeir fá hér er vel þeginn því sumir búa einir eða eru einir með börn. Í þeim tilvikum viljum við gjarnan sjá að fólkið komi með börnin sín með sér til okkar. Á föstudögum er til að mynda mjög mikið um að fólk komi með börnin sín sem hafa þá tækifæri til að taka þátt í þessu líka.“ Unnu á kvöldin líka Arnhildur segir starfsemina því öðrum þræði snúast um að styðja við bakið á fólki og veita því aukin lífsgæði meðan á þessu erfiða tíma- bili stendur. „Hér hefur það stuðn- ing hvað af öðru og hingað getur það alltaf leitað ef eitthvað er að eða þegar það þarf á hjálp að halda. Oft koma aðstandendurnir líka því sumir treysta sér ekki til þess að koma einir til að byrja með. Aðstandendurnir hafa líka hjálpað mikið til og staðið vel með okkur.“ Nýlega fór hópur frá miðstöðinni á námskeið í silfursmíði hjá List- námi.is og afrakstur þess er nú til sölu í Ráðhúsinu. „Við vorum ellefu konur sem fórum frá Ljósinu og unnum þar gripi undir leiðsögn Ellu Rósinkrans sem styrkti okkur á námskeiðið,“ segir Arnhildur, sem eins og stöllur hennar frá Ljósinu er krabbameinsgreind. „Við gáfum svo gripina okkar á sýninguna og sömuleiðis nokkrir aðrir nemendur frá Listnámi.is.“ Um og yfir 200 gripir eru á sýn- ingunni að sögn Arnhildar. „Við vorum fimm miðvikudaga á nám- skeiðinu og síðan því lauk höfum við verið að vinna aukalega á kvöld- in til að klára okkar muni. Og nú bíðum við bara spenntar eftir við- brögðunum.“ Sýningin stendur til 20. desem- ber næstkomandi. Töfrandi handverk með tilgang Morgunblaðið/RAX Styrkja Ljósið Arnhildur er meðal þeirra sem sýna silfurmuni í Ráðhúsi Reykjavíkur um þessar mundir en andvirði gripanna rennur til Ljóssins. Silfur Skartgripirnir voru allir unnir á námskeiði hjá Listnámi.is og gefnir til sýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Stuðningsmiðstöðin Ljósið veitir fólki, sem greinst hefur með krabbamein, styrk á erfiðum tímum en ný- lega fóru ellefu konur þaðan á silfursmíðanámskeið. Styrktarreikningur Ljóssins er 0132-26-420 ben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.