Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 33
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 33 Ármúla 10 • Sími: 5689950 Jólatilboð Með hverri sæng fylgir 50x70 gæsadúnskoddi frítt með að verðmæti kr. 11.800 Duxiana Royal Gæsadúnssængur 140x200 kr. 34.980 140x220 kr. 39.360 150x210 kr. 39.360 220x220 kr. 58.880 260x220 kr. 68.640 Þau sögulegu tíðindi urðu hér í Bolungarvík í vikunni að kynnt var skýrsla vegagerðarinnar um jarðgöng á leiðinni Bolungarvík – Ísafjörð- ur. Í skýrslunni eru teknir út þeir fimm helstu möguleikar sem til greina geta komið í jarð- gangagerð á milli þessara staða. Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson kom, af þessu tilefni, ásamt fulltrúum úr ráðuneyt- inu og Vegagerðinni til fundar við bæj- arstjórnir Bolungarvíkur og Ísafjarðar þar sem hann fylgdi skýrslunni úr hlaði. Í skýrslunni kemur fram að þrjár leiðir, þ.e. Hnífsdalsleið, Skarfaskersleið og Tungudals- leið, uppfylla allar þær öryggiskröfur sem lagt var upp með. Í ályktun sem bæjarráð Bolungarvíkur hef- ur sent frá sér er skýrslunni fagnað jafnframt því sem rómað er að allt frá því að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun árið 2005, að gerð yrðu jarð- göng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, hefur verið haft samráð við heimamenn. Einnig segir í ályktuninni, að að teknu tilliti til fjarlægðar, samfélagsþátta og umhverf- issjónamiða telji bæjarráð að Skarfaskersleið og Tungudalsleið séu álitlegustu kostirnir. Ráðherra færði fólkinu sem hér býr þau gleðitíðindi að ákvörðun um jarðgöng milli Bol- ungarvíkur og Ísafjarðar yrði afgreidd á al- þingi fyrir þinglok í mars. Það er að vonum að sérstaklega bjart sé yfir fólki nú á þessari jólaföstu þegar hillir undir það að innan fárra ára verði Óshlíðarvegur af- lagður sem samgönguleið milli þessara staða. Nú líður senn að hátíð ljóss og friðar og Bolvík- ingar sem aðrir landsmenn keppast við taka á móti þessari mestu hátíð kristinna manna. Bærinn hefur verið ljósum prýddur, en á seinni árum hafa bæjarbúar lagt aukinn metn- að í að hafa dýrð jólaljósanna sem mesta. Kveikt var á jólatré bæjarins fyrsta sunnu- daginn í aðventu og var af því tilefni safnast saman í söng jólalaga og glaðst með jólasvein- um og fleirum. Hið árlega aðventukvöld var haldið í Hóls- kirkju s.l sunnudag þar sem Kirkjukór Bol- ungarvíkur flutti vandaða söngdagskrá sem helguð var aðventunni og jólahátíðinni. Ræðumaður á aðventukvöldinu að þessu sinni var Ragna J. Magnúsdóttir veitinga- maður og bæjarfulltrúi. Framundan er svo skötuveislan á Þorláks- messu, en fullyrða má að á langflestum heim- ilum í bænum er borin fram kæst skata á degi hins heilaga Þorláks. Dæmi eru um að fólki af erlendum uppruna sem hér býr og starfar falli þessi matur bara vel og það borði skötuna af bestu lyst. Nú þegar skammt er eftir að þessu ári og lit- ið er um öxl í því skyni að meta það liðna þá verður ekki annað sagt en að árið fram að þessu hafi verið Bolvíkingum að mörgu leyti hagsælt til sjávar og sveita og það sem mestu máli skiptir, stóráfallalaust. Bolvíkingar senda landsmönnum öllum sín- ar bestu jóla- og nýjársóskir með ósk um Guðs blessun á komandi ári. BOLUNGARVÍK Gunnar Hallsson fréttaritari Hallmundur Kristinssontrésmiður vann dagstund í sama húsi og Davíð Hjálmar Haraldsson og setti saman vísu til að geta flutt ef þeir hittust. En þar sem þeir urðu ekki á vegi hvor annars, lét hann vísuna á Leir, póstlista hagyrðinga: Menn eru iðnir við mikilvæg störf. Mörgu hér þarf að sinna. En Davíð samt yrkir af þrálátri þörf þegar hann á að vinna. Davíð Hjálmar leiðrétti,sagðist ekkert hafa ort þennan daginn, en forðast Hallmund af illri nauðsyn: Þeir sóttu mann að setja hér upp bekk en svo ég þetta kurteislega orði: Sá timburmaður trylltur hér um gekk. Ég tók þann kost að felast undir borði. Hallmundur svaraði: Eftir að hafði ég allt lagt í rúst, eyðilagt stóla og bekki, ég sá undir borðinu þónokkra þúst, sem þagði og hreyfði sig ekki. Ég held að mig gruni og hef á því trú, þótt haldbærar sannanir skorti, ég vissi þá ekki en veit það samt nú hver var þar í felum – og orti. Þá Davíð Hjálmar: Fullur hef ég tæpast orðið enn, aldrei verið drykkjusvoli neinn og feginn er ég að fá ei timburmenn fyrst að þessi er svona slæmur einn. VÍSNAHORNIÐ Skáld og timburmaður pebl@mbl.is Talið er að offitufaraldurinn, sem nú ríður yfir hinn vestræna heim hafi í för með sér ýmsar slæmar heilsu- farslegar afleiðingar og nú er því spáð að krabbameinstilvikum muni fara ört fjölgandi vegna þessa, en vitað er að yfirþyngdin er áhættu- valdur nokkurra tegunda krabba- meina. Í nýlegri könnun bresku krabbameinsrannsóknastöðvarinnar sem sagt var frá í vefútgáfu BBC kom í ljós að aðeins 29% aðspurðra voru meðvituð um þessi tengsl. Talið er líklegt að aukin framleiðsla horm- ónsins estrógens í fituvefum lík- amans hafi til að mynda áhrif á krabbamein í brjóstum og kviði auk þess sem tengsl hafa fundist milli of- fitu og krabbameina í ristli og nýr- um. Sérfræðingar vita minna um ná- kvæma virkni í öðrum offitu-tengdum krabbameinum, en þeir fullyrða að krabbameinstilfelli komi til með að aukast verði þróun- inni ekki snúið við hvað offitu varð- ar. Bent er á að fólk í yfirvigt sem fær krabbamein á sér minni lífslíkur en þeir, sem eru í kjörþyngd þar sem erfiðara sé oft að greina sjúk- dóminn meðal „of feitra" en hinna sem ekki falla í þann hóp. Offita og krabbamein heilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.