Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BJARNI Þórðarson, trygg- ingastærðfræðingur, lagði orð í belg í umræðunni um lífeyrissjóðsmál með grein í Morgunblaðinu 12. des- ember sl. sem viðbrögð við grein undirritaðs tveimur dögum fyrr. Bjarni ver hins vegar mun meira púðri í að lýsa persónulegum pirringi sínum í garð undirritaðs en í efnisleg atriði málsins. Það er miður því það er sann- arlega vitrænnar um- ræðu þörf um málefnið. Fæst af því sem Bjarni tiltekur í grein sinni er þess eðlis að ég nenni að elta ólar við það. Þó langar mig að árétta nokkur atriði sem fyrst og fremst varða efni fyrri greinar minnar, atriði sem Bjarni ann- aðhvort kýs að hafa að engu í ,,svargrein“ sinni eða rangtúlkar verulega. Í grein Bjarna segir m.a. orðrétt: ,,Staðreyndin er sú að hér er rekið eitthvert öflugasta lífeyriskerfi í heiminum. Kerfi sem byggist á sjóð- söfnun, sem felur í sér að hver kyn- slóð býr í haginn fyrir sig, en gerir ekki ráð fyrir tilfærslu fjármuna milli kynslóða eins og á sér stað í svo- nefndum gegnumstreymiskerfum.“ Ekki gert ráð fyrir tilfærslu fjár- muna milli kynslóða, segir trygg- ingastærðfræðingurinn. Nú er áhugavert að vísa í töfluna, sem birt- ist með grein minni 10. desember. Á árunum 2000 til 2005 námu heildar- iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóðs verslunarmanna samtals 48.221 milljón króna. Heildarfjárhæð lífeyr- isgreiðslna nam l3.375 milljónum, þar af var ellilífeyrir 8.084 milljónir og iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur því 34.846 milljónir króna. Á sama tímabili nam uppsafnað ráðstöf- unarfé alls 169.107 milljónum og heildareign sjóðsins í árslok 2005 var 190.972 milljónir. Ef lífeyrisþegi fær t.d. 100.000 krónur úr lífeyrissjóði greiðir hann í dag 7.691 krónu í skatt af þeirri fjár- hæð og fær því 92.309 krónur út- borgaðar. Samkvæmt tillögu minni yrðu þessar 100.000 kr. skattfrjálsar. Auk þess fengi lífeyrisþeginn um 105.000 kr. frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) sem millifærslu frá skatttekjum ríkissjóðs af 10% fjármagns- tekjuskatti af ráðstöf- unarfjárauka ársins að frádregnum iðgjalda- hagnaði ársins og þeim núverandi tekjuskatti af heildarlífeyr- isgreiðslum, sem þá verður afnuminn. Þær skatttekjur gætu num- ið um 3,2–3,3 millj- örðum króna eða um 105% af heildarfjárhæð lífeyrisgreiðslna ársins sem síðan yrði dreift frá TR til lífeyrisþega sjóðsins í réttu hlutfalli við greiðslur til þeirra úr líf- eyrissjóðnum. Lífeyrisþeginn sem í dag fær 92.309 kr. eftir skatta gæti því fengið um 205.000 kr. skattfrjálsar í stað- inn. Á kostnað hvers? Jú, heildareign lífeyrissjóðsins væri þá í árslok 2005 um 187.500 milljónir kr. í stað 190.972 milljóna kr. Innan við 2% lækkun. Það er nú allt og sumt. Sam- kvæmt tryggingastærðfræðingnum er ekki gert ráð fyrir tilfærslu fjár- muna milli kynslóða með sjóðsöfn- unarkerfinu. Hvað á þá að gera við allt þetta fé nema fjárfesta, fjárfesta og fjárfesta enn? Og í þágu hverra? Tryggingastærðfræðingurinn seg- ir ennfremur í grein sinni að und- irritaður telji að skattur á fjár- magnstekjur lífeyrissjóða myndi ,,auka mjög tekjur ríkissjóðs sem þýðir þá að hagur sjóðfélaga í al- mennum sjóðum mun versna umtals- vert“. Hér er um að ræða nokkurn misskilning á tillögu minni svo ekki sé sterkar til orða tekið. Mér er fylli- lega ljóst að starfsemi lífeyrissjóða er bundin í lög og reglugerðir, sem ég hef vandlega kynnt mér. Hins- vegar er þar fyrst og fremst fjallað um lágmarkskröfur sem gerðar eru til starfsemi sjóðanna, en ekki tekið á því þegar um stórlega vaxandi um- frameignir þeirra er að ræða. Ástæða þess að ég sting upp á millifærsluleiðinni frá lífeyrissjóði til TR og þaðan aftur til lífeyrisþega er sú að ríkisvaldið hefur að ég hygg takmarkaða lögsögu um ýmis innri mál lífeyrissjóðanna eins og hlutfall lífeyrisgreiðslna m.v. fjárhag o.fl. Hinsvegar getur ríkið með til- tölulega einföldum hætti ákveðið breytingu á skattlagningu og milli- færslum milli aðila. Tillaga mín mun hvorki hafa í för með sér auknar tekjur né aukin útgjöld fyrir rík- issjóð, heldur einungis tilfærslu í gegnum skattakerfið frá lífeyrissjóði gegnum TR til lífeyrisþega. Breytinga er þörf á þessum mál- um. Það er von mín að fjármálaráðu- neytið og forsvarsmenn lífeyrissjóða komi sér sem fyrst saman um leiðir til að bæta kjör lífeyrisþega landsins. Í þágu hverra eru sjóðirnir? Torben Friðriksson svarar grein Bjarna Þórðarsonar » Tillaga mín munhvorki hafa í för með sér auknar tekjur né aukin útgjöld fyrir rík- issjóð, heldur einungis tilfærslu í gegnum skattakerfið frá lífeyr- issjóði gegnum TR til lífeyrisþega. Torben Friðriksson Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrv. forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og ríkisbókari. STUNDIN Okkar tekur á inn- flytjendamálum strax. Í síðasta þætti var dæmi þar sem útlendir krakkar hitta ís- lenska krakka í hús- inu hjá sér. Þessir útlendu krakkar eru frá Kosova og vilja leika. Þau geta ekki gert sig skiljanleg en eru að læra íslensku með aðstoð kenn- arans í skólanum og orðabókar. Fakíma og Admír ákveða að bjóða íslensku krökk- unum í mat. Íslensku krakkarnir segja að það komi undarleg lykt úr íbúðinni. Þar er matseld að hætti Kosovafólks í gangi. Auðvitað taka ís- lensku krakkarnir boðinu en kvíða því hvað og hvernig eigi að tjá sig, en stökkva óhrædd út í það að reyna! Kannski er Stundin Okkar með svarið? Það er um að gera að reyna! Reyna að skilja og aðlag- ast? Ég held samt að ég sé alltaf af því, það að reyna að skilja aðra. Það sem er svo skemmtilegt við það að skilja aðra er að maður er ekki alltaf sammála. Þess vegna erum við ólík og getum leyft okk- ar að blogga, tala við aðrar mann- eskjur, segja skoðun okkar á einn eða annan hátt! Hvort sem við er- um frá Kosova eða Íslandi þá get- um við sagt okkar álit, hvort sem það er með aðstoð túlks, orða- bókar, eða einfaldlega með lát- bragði! Ég er með mæðgur frá Albaníu sem nágranna. Skínandi mæðgur. Dóttirin hefur sagt mér frá stríð- inu. Allur hávaðinn, blóðið, lætin í byssugjálfri, öskrandi hermenn sem eru brjálaðir. Hún hefur sagt mér frá því þegar hún sá landið sitt eyðileggjast eftir sprengj- uregnið, byssukúlur gata húsin eins og osta, allt er skemmt. Hún fór svo í heimsókn fyrir skemmstu til að sjá gamla landið sitt. Allt var að verða fallegt á ný. Fjöllin virtust vera að ná sér og þorðu að vera með grænar hlíðar. Trén virtust vera óhrædd og spruttu fram með sína fegurð. Já, allt var að komast í lag. Minn- ismerkin voru á sum- um húsum sem voru enn með skotgötin á veggjum. Kannski ágætt, til þess eins að minna þau á það sem var? Unga stúlkan, ná- granni minn, hefur sagt mér að hún elski Ísland. Það er hennar land núna. Hún mun ekki fara aftur til Alb- aníu. Ísland er öruggt, hreint, gott, hlýlegt. Jafnvel þegar frost er og kuldi er það hlý- legt. Já. Betur sjá augu en auga. Þær hafa sýnt mér, semsé nágrannar mínir, hvað Ísland er í raun gott land. Já – líklega er Ísland eftir allt – BEST Í HEIMI! Ég hef ekki áhyggj- ur af því að skilja nágranna minn. Hún er sátt við þá kennslu sem hún fær. Hún talar reyndar nokk- ur tungumál svo það er undir mér komið hvaða tungumál ég vil tala við hana á. Hún er flennifær í ensku, spænsku, albönsku, lítillega í dönsku. Já. Er þetta ekki magn- að? Hún er búin að slá mér al- gjörlega út. Það er því ekkert mál í raun og veru fyrir innflytjendur að læra tungumál, hvort sem það er ís- lenska, eða annað mál. Hún segir að þetta hafi verið og sé allt til boða, a.m.k. þegar hún leitaði eftir því. Það er því spurning um það að segja frekar að það þurfi að auka við kennsluna, en að segja að hún sé engin! Kennsla útlendinga er sem sagt til staðar, það þarf bara að auka hana. Ég trúi albönsku nágrannastelp- unni minni og er stoltur af því hvað hún er vel hugsandi og dug- leg. Já. Ég er stoltur af stelpunni minni. Stelpunni frá Albaníu. Stundin Okkar og innflytjendur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fjallar um málefni innflytjenda Sveinn Hjörtur Guðfinnsson »Kennsla út-lendinga er sem sagt til staðar, það þarf bara að auka hana. Höfundur er vefstjóri. Í FRÉTTABLAÐINU 15. nóv- ember sl. var grein eftir Auði Þór- hallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskól- ann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauð- synlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtæk- isins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær upp- spuni sem þarf að leið- rétta. Stolnar fjaðrir! Í upphafi grein- arinnar má lesa eft- irfarandi: „Tilurð skól- ans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Ís- lenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfs- menntun hjá því starfsfólki fyr- irtækisins sem hafði litla formlega menntun.“ Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskól- ans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á und- anförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla. Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn ál- versins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stór- iðjuskólinn í Straumsvík var stofn- aður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við. Aukið starfsnám Í kringum 1990 voru trún- aðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt náms- efni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flókn- ari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þeg- ar var trúnaðarmönn- um ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsl- una krafðist meiri menntunar starfs- manna. Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfs- menntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfs- menntun verkamanna lagði Hlíf síð- an fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmennta- málin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trún- aðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jó- hannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í fram- haldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið. Stóriðjuskólinn Eins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein að- alkrafa Hlífar við gerð kjarasamn- ings við ÍSAL árið 1995. Við end- urnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að sam- þykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem fé- lagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verka- manna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starf- semi var síðan gefið nafnið Stór- iðjuskólinn. Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straums- vík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfs- hóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Ís- lenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Stóriðjuskólinn í Straumsvík Sigurður T. Sigurðsson skrifar um upphaf stofnunar Stóriðju- skólans í Straumsvík » Þeir vita að það varað frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðar- manna þess að Stór- iðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er fyrrv. formaður Vlf. Hlífar. Framboð “ Heldri Borgara ” Stefnt er að fundi til stofnunar stjórnmálasamtaka, er bjóða skulu fram til Alþingiskosninga 2007. Stinga fundarboðendur upp á nafninu framboð “Heldri Borgara” til aðgreiningar frá hugmyndum um framboð ”Eldri Borgara”, en félög þeirra og Landssamband eru ekki stjórnmálasamtök. Fundur þeirra hinn 14.12.06 samþykkti þó tillögu Baldurs Ágústssonar um framboð félagsmanna. Markmiðið er að ná fram, með þingsetu, verulegum bótum kjara aldinna og með því að semja við önnur þingöfl af heilbrigðri skynsemi um landsmál. Almennt skulu þeir studdir, sem ekki hafa lengur styrk til vinnu, hvort er vegna aldurs eða örorku. Fundur verður að Hótel Borg við Austurvöll í Reykjavík: Sunnudaginn hinn 17. desember 2007 kl, 15.00 Húsið verður opnað kl, 14.00 Þeir sem vegna búsetu eða annars geta ekki mætt á fundinum en vilja tjá ærlegan vilja sinn til starfa að málefninu, þar á meðal gefa kost á sér til þingmennsku í einhverju kjördæma landsins, eru beðnir um að fylla út blað hér að neðan og póstleggja: Framboð Heldri Borgara Íbúð 401 Aðalstræti 8 101 Reykjavík Sveinn Guðmundsson, verkfr. ______________________________________________________________ -------------------------------------- ------------------------- Nafn: Kennitala: --------------------------------- ------------------------------ Heimili: Póststöð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.