Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÉTT fyrir jólahlé Alþingis voru samþykktar breytingar á lögum um almannatryggingar sem munu þegar um áramótin hafa umtalsverð áhrif á kjör elli- og örorkulífeyrisþega. Með breytingunum er rík- isstjórnin að standa við sinn hluta af samkomulagi sem undirritað var af fulltrúum ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara 19. júlí síðastliðinn og vel það því í með- höndlun þingsins voru gerðar breyt- ingar sem bættu um betur. Í samkomulaginu er komið til móts við áherslur eldri borgara sem hafa birst í þjóðfélagsumræðu síð- ustu missera. Þar ber einna hæst kröfur um að aldraðir og öryrkjar geti stundað launaða vinnu að einhverju marki, án þess að það leiði um of til skerð- inga á lífeyri almannatrygginga. Með breyttum lögum geta aldraðir og öryrkjar unnið sér inn 25 þúsund krónur á mánuði án þess að það hafi áhrif á lífeyri almannatrygginga. Þá hafa tekjutengingar milli hjóna við útreikninga lífeyris almanna- trygginga verið gagnrýndar, en at- vinnu- og lífeyristekjur annars mak- ans gátu skert bætur þess makans sem hafði með lægri tekjur. Með nýjum lögum er alfarið skorið milli lífeyristekna hjóna, þannig að tekjur úr lífeyrissjóði hafa ekki áhrif á út- reikninga tekjutryggingar hins mak- ans og einungis 25% atvinnutekna maka reiknast til skerðingar á bót- um hins, í stað 50% áður. Þá er skerðingarhlutfall bóta vegna ann- arra tekna lífeyrisþegans lækkað úr 45% í 38,35% við útreikning tekju- tryggingar. Í nýjum lögum er opnað á að aldr- aðir geti haft fjárhagslegt hagræði af því að fresta töku lífeyris. Þannig getur 67 ára einstaklingur hækkað tekjur sínar frá almannatryggingum um 0,5% fyrir hvern mánuð sem hann frestar töku lífeyris frá TR eða 6% á ári, að hámarki 30% til 72 ára aldurs. Þá var mætt kröfum um minni áhrif útlausnar séreignarlíf- eyrissparnaðar eða fjármagnstekna á lífeyri almannatrygginga með því að heimila að dreifa slíkum tekjum á allt að 10 ár skv. ósk lífeyrisþegans. Síðast en ekki síst voru greiðslur almannatrygginga hækkaðar 1. júlí 2006 sem samsvaraði um 15 þúsund krónum. Til að skýra þessar breytingar og áhrif þeirra á kjör aldraðra eru hér sett fram nokkur dæmi. Hér eru tek- in dæmi um áhrif á kjör aldraðra, en sams konar breytingar verða einnig á kjörum öryrkja. Dæmin eru ra- undæmi, þ.e. þau endurspegla raun- verulegar aðstæður tvennra hjóna og eins einhleypings, sem treystu mér fyrir fjárhagslegum aðstæðum sínum. Aðstæður þeirra eru ólíkar eins og dæmin sýna, en útreikningar voru unnir af sérfræðingi Trygg- ingastofnunar ríkisins. Í dæmunum er miðað við að greiðslur úr lífeyr- isjóðum, atvinnutekjur og fjár- magnstekjur verði óbreyttar árin 2007 og 2008 til að fá samanburð á áhrifum laganna. Því er ekki tekið tillit til þess að heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur áætlað að á árinu 2007 muni lífeyristekjur hækka um 8%, atvinnutekjur 6,5% og fjármagnstekjur um 17%. Raun- verulegar tekjur lífeyrisþega eru því hærri á árunum 2007 og 2008, en dæmin segja til um. Tölurnar tala sínu máli, en þær sýna að um verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja er að ræða; þær mestu sem um getur á síðari ár- um. Um það verður varla deilt, en dæmi nú hver fyrir sig. Ég fyrir mitt leyti óska lífeyrisþegum landsins til hamingju með árangurinn og sendi þeim bestu jóla- og nýárskveðjur. Veruleg hækkun hjá lífeyrisþegum Ásta Möller skrifar um breyt- ingar á almannatryggingum sem varða kjör elli- og örorku- lífeyrisþega Höfundur er alþingismaður og vara- formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis. 143.560Samtals hækkun milli áranna 2006 og 2008 2.041.2142.020.0881.897.654Samtals tekjur á ári 84.30182.54172.338Samtals 000Samanburðargreiðsla 006.535Sérstök viðbótafjárhæð 13.54513.14512.312Heimilisuppbót 45.92544.56529.360Tekjutrygging 24.83124.83124.131Ellilífeyrir 200820072006 1.020.6001.029.60085.800Samtals 9.00018.0001.500Fjármagnstekjur 1.011.6001.011.60084.300Lífeyrissjóðstekjur Á áriÁ mánuði 330.844Samtals hækkun milli áranna 2006 og 2008 2.371.4182.349.0502.040.574Samtals tekjur á ári 81.81879.95454.248Samtals 000Samanburðargreiðsla 007.605Sérstök viðbótafjárhæð 12.97912.5566.652Heimilisuppbót 44.00842.56715.860Tekjutrygging 24.83124.83124.131Ellilífeyrir 200820072006 1.380.6001.389.600115.800Samtals 9.00018.0001.500Fjármagnstekjur 360.000360.00030.000Atvinnutekjur 1.011.6001.011.60084.300Lífeyrissjóðstekjur Á áriÁ mánuði 40.59240.59240.592Samtals 12.0643.5230Samanburðargreiðsla 003.804Sérstök viðbótafjárhæð 3.69612.23812.657Tekjutrygging 24.83224.83124.131Ellilífeyrir 200820072006 2.392.000199.333 100.0008.333Fjármagnstekjur 2.292.000191.000Lífeyrissjóðstekjur a Á áriÁ mánuði 527.119Hækkun milli áranna 2006 og 2008 4.533.3274.383.8904.006.208Samtals tekjur hjóna 1 á ári 125.111112.65881.184Samtals hjá báðum frá TR 137.852125.39993.925Tekjur maka b 84.51972.06640.592Samtals 000Samanburðargreiðsla 003.804Sérstök viðbótafjárhæð 59.68747.23512.657Tekjutrygging 24.83224.83124.131Ellilífeyrir 200820072006 640.00053.333 100.0008.333Fjármagnstekjur 540.00045.000Lífeyrissjóðstekjur b 24.83124.83124.131Samtals 000Samanburðargreiðsla 000Sérstök viðbótafjárhæð 000Tekjutrygging 24.83124.83124.131Ellilífeyrir 200820072006a. 4.984.120415.343Samtals 25.0002.083Fjármagnstekjur 1.037.52086.460Atvinnutekjur a 3.921.600326.800Lífeyrissjóðstekjur a Á áriÁ mánuði 546.812Samtals hækkun milli áranna 2006 og 2008 6.920.0766.612.7886.373.264Samtals tekjur hjóna 2 á ári 93.83068.22248.262Samtals hjá báðum frá TR 136.499110.89191.631Tekjur maka b 68.99943.39124.131Samtals 000Samanburðargreiðsla 000Sérstök viðbótafjárhæð 44.16718.5600Tekjutrygging 24.83224.83124.131Ellilífeyrir 200820072006b. 810.00067.500Lífeyrissjóðstekjur b Á áriÁ mánuði »… um verulegarkjarabætur fyrir aldraða og öryrkja er að ræða; þær mestu sem um getur á síðari árum. Einhleypur 1 – engar atv. tekjur Einhleypur 2, atvinnutekjur 30 þús/mán. Hjón 1 maki a Hjón 2 maki b Hjón 1 maki b Hjón 2 maki a Ásta Möller FRÓÐLEGT væri að vita hve margar manneskjur Saddam Huss- ein hefur sjálfur myrt. Fróðlegt væri að vita hve marg- ar manneskjur fyr- irmenn þjóða í stríði hafa sjálfir tekið af lífi. Reglan er jú, að þeir gefa bara skip- anirnar og/eða fella dómana. Þá hefur ekki skort böðla til að framkvæma skip- anirnar. Hins vegar tíðkast það í mörgum löndum að dauðadæma fólk sem hefur framið eitt eða fleiri morð að eig- in frumkvæði. Það sjá kviðdómur og dómarar oft um án þess að þurfa sjálfir að framkvæma athöfn- ina. Fróðlegt væri að vita hve margar manneskjur hafa gert sig meðsekar um að dæma aðra til dauða. Stríð eru hvað öflugasta aðferðin til að slátra óteljandi fórnardýrum í „auga fyrir auga og tönn fyr- ir tönn“ samfélögum. Opinberar aftökur hafa oft dregið að sér marga skemmt- anafíkla. Mann- úðarstefnan (hum- anisminn) gaf von um breytt viðhorf. Sadd- am og hans líkar þekkja líklega ekki þá stefnu. En þeir eiga það sameiginlegt með dómurum og kviðdóm- endum að þeir þurfa ekki sjálfir að framkvæma dómana. Það er mjög áhrifamikil aðferð. Þeir sem fram- kvæma skipunina kallast ekki morðingjar. Þeir eru bara sam- viskusamir starfsmenn. Fjarvera hins eiginlega drápsmanns réttlætir framkvæmdina. Ég dáist að þjóðum sem hafa lagt stefnu Gamla testamentisins á hilluna. Hér eigum við hlut að máli. Millj- ónir kristinna manna, búddista, múslíma og trúlausra eru vitni að aftökum með sínu þegjandi sam- þykki. Þögn okkar réttlætir drápin. Annað er þó ekki óhugsandi. Gætum við ekki beitt öðrum að- ferðum en þegjandi samþykki og létt þar með á okkar eigin þegjandi þátttöku? Jú, það er mögulegt. Mannúðleg meðferð hinna dæmdu er hugsanleg og möguleg með breyttum tíðaranda. Það að endurhæfa morðingja á þvingaðan en mannúðlegan hátt gæti verið spennandi og lærdóms- rík tilraun til siðbreytinga. Hugs- anlegt væri að stofna endurhæfing- arstöð þar sem ofbeldismenn væru aldir upp á ný og þeim kennt að bera virðingu fyrir lífi annarra. Ótt- inn við að lenda á slíkri uppeldis- og endurhæfingarstöð gæti orðið víti til varnaðar gegn villidýrslegum glæpum og haft þau áhrif að við, hinn þögli fjöldi, séum ekki gerð samsek um löghelguð morð. PS Þjóðir Vesturlanda hafa oft verið rétt eins miskunnarlausar og mörg austurlensk samfélög eru nú. Ein- ræðisherrar og konungar hafa látið fangelsa, pína og lífláta að vild. Á gálgastöðum fóru fram vinsælar op- inberar hengingar þar sem áhorf- endur gátu verið viðstaddir. Víkingarnir þyrmdu engu og engum á ferðum sínum um heim- inn. Krossfararnir myrtu óhamið á sínum kristnu krossferðum í Guðs nafni. Hitler lét slátra gyðingum og öðru fólki, sem honum geðjaðist ekki að. Indjánaslátranir í Ameríku hafa verið alþjóðleg skemmtiatriði í kvikmyndahúsum. Kóreustríðið og Víetnamstríðið voru stjórnmálalegs eðlis. Stalín hafði óteljandi líf á samviskunni. Kynþáttahatur í Bandaríkjunum hefur orðið óteljandi blökkumönn- um að bana (t.d. Martin Luther King). Það hefur ekki vantað laun- morð og borgarastyrjaldir í okkar veröld. Þessi listi gæti verið miklu lengri. Dauðarefsing er ennþá leyfileg í sumum vestrænum löndum. Þó gefur það von að mörg okkar, sem búa á Vesturlöndum, trúa ekki lengur á boðskap Gamla testament- isins „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“. Gleðileg jól. Annarra morð Inga Birna Jónsdóttir fjallar um mannúð og mannvonsku » Það að endurhæfamorðingja á þving- aðan en mannúðlegan hátt gæti verið spenn- andi og lærdómsrík til- raun til siðbreytinga. Inga Birna Jónsdóttir Höfundur er rithöfundur, cand.mag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.